Fréttablaðið - 29.09.2018, Qupperneq 86
Rannsakendur taka
fram að persónu-
leikar fólks geti breyst
með aldri, þannig að sami
einstaklingur getur fallið
í ólíka flokka á ólíkum
æviskeiðum.
Oddur Freyr
Þorsteinsson
oddurfreyr@frettabladid.is
Á internetinu er hægt að finna gífurlegt magn af alls kyns persónuleikaprófum. Fólk
er duglegt við að taka slík próf og
margir virðast vilja átta sig betur á
hvers konar týpa þeir eru. Yfirleitt
hafa slík próf lítil sem engin vísindi
á bak við sig, en rannsakendur við
Northwestern-háskóla í Banda-
ríkjunum rannsökuðu niðurstöður
1,5 milljóna persónuleikaprófa og
segjast hafa greint fjórar megin-
gerðir af persónuleikum; fyrir-
mynd, sjálfhverfur, hlédrægur og
venjulegur. Niðurstöður þeirra
voru birtar í ritrýnda vísinda-
tímaritinu Nature Human
Behavior.
Fólk hefur reynt að átta sig á
helstu gerðum persónuleika og
flokka fólk þannig eftir persónu-
gerðum í meira en tvö þúsund
ár. Heimspekingar í Grikklandi
til forna voru meðal þeirra fyrstu
sem vitað er til að reyndu þetta
og tilraunirnar halda áfram á
internetinu í dag. En við erum öll
ólík og persónuleikar eru oft mjög
flóknir.
Fimm eiginleikar
einkenna fólk
Sálfræðingar horfa oft til per-
sónueinkenna til að átta sig á
persónugerðum, en fólk getur
sýnt persónueinkenni sem ríma
við eina persónugerð í ákveðnum
aðstæðum, en svo sýnt gjörólíka
eiginleika í öðrum aðstæðum. Við
erum einfaldlega of flókin til að
það sé auðvelt að flokka okkur
snyrtilega.
Rannsakendur segja að það séu
fimm eiginleikar sem sálfræðingar
um allan heim séu almennt sam-
mála um að einkenni persónuleika
fólks. Þau eru:
l Að vera opinn – Hversu forvitið
fólk er og hversu opið það er
fyrir nýjum upplifunum og upp-
lýsingum.
l Samviskusemi – Hve hugulsamt
og áreiðanlegt fólk er.
l Mannblendni – Hversu úthverft,
ákveðið og félagslynt fólk er.
l Samvinnuvilji – Hve miklar
áhyggjur fólk hefur af öðrum og
hversu tillitssamt og samúðar-
fullt það er.
Greindu fjórar
gerðir persónuleika
Það getur reynst þrautin þyngri að
flokka alla eftir persónuleikum, en
rannsakendur við Northwestern-
háskóla segjast hafa greint fjórar
megingerðir persónuleika.
MYNDIR/NORDICPHOTOS/GETTY
Sjálfhverfir persónuleikar eru út-
hverfir, leggja ekki hart að sér, eru
ósamvinnuþýðir og lokaðir.
Flestir eru nú venjulegir, en þetta fólk er aðeins yfir meðallagi hvað varðar
taugaveiklun og úthverfu og er lítið opið, en er almennt bara í meðallagi.
Ný rannsókn á
niðurstöðum
1,5 milljóna per-
sónuleikaprófa
leiddi til þeirrar
niðurstöðu að til
séu fjórar megin-
gerðir af per-
sónuleikum, en
í þeim blandast
fimm persónu-
einkenni saman á
ólíkan hátt.
l Taugaveiklun – Líkurnar á til-
finningalegu ójafnvægi, skap-
sveiflum, þunglyndi, einmana-
leika, reiði og depurð.
Rannsakendurnir fóru yfir gögn
frá meira en 1,5 milljónum manns
sem höfðu tekið persónuleikapróf
og greindu hversu ráðandi þessi
persónueinkenni voru hjá fólkinu.
Slík greining var ómöguleg fyrir
tilkomu internetsins, segja rann-
sakendurnir, því netið auðveldar
það verulega að greina mikið magn
af gögnum.
Út frá greiningu sinni skil-
greindu vísindamennirnir svo
fjórar gerðir persónuleika, sem
hafa mismunandi blöndu af
þessum fimm eiginleikum.
Fyrirmynd
Þetta fólk er með háa einkunn í
öllum eiginleikunum, nema tauga-
veiklun. „Þetta er fólkið sem er vin-
gjarnlegt og samvinnuþýtt,“ segir
prófessor Luis Amaral, sem leiddi
rannsóknina. „Það eru ekki tauga-
veiklað og hefur opinn huga.“
Sjálfhverfur
Amaral segir að þetta sé fólkið
sem er næstum algjör andstæða
fyrirmyndarinnar. „Þetta er fólkið
sem leggur ekki hart að sér, það eru
frekar ósamvinnuþýtt, hefur ekki
opinn huga og er úthverft.“
Hlédrægur
„Þetta fólk hefur litla taugaveiklun
og er lítið opið,“ segir Amaral.
„Aftur á móti er það líklegt til að
vera bæði samviskusamt og sam-
vinnuþýtt.“
Venjulegur
Fæstir vilja kenna sig við að vera
venjulegir, en samkvæmt rann-
sókninni falla flestir í þennan
flokk persónuleika. Þetta fólk er
aðeins yfir meðallagi hvað varðar
taugaveiklun og úthverfu, en er
lítið opið. Prófessor Amaral segir
að það sé mjög lítið að segja um
þennan hóp, hann sé bara í meðal-
lagi.
Getur breyst með aldri
og menningu
Rannsakendur taka fram að per-
sónuleikar fólks geti breyst með
aldri, þannig að sami einstaklingur
getur fallir í ólíka flokka á ólíkum
æviskeiðum.
Þar sem allir þátttakendur í
rannsókninni töluðu ensku og
höfðu aðgang að tölvu má gera
ráð fyrir að meirihlutinn komi frá
Vesturlöndum. Rannsakendur vilja
nú auka umfang rannsóknarinnar
til að sjá hvort sömu persónuleika-
gerðir séu ráðandi þar sem fólk
talar önnur tungumál og hefur
aðra menningu.
16 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 9 . S E P T E M B E R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R
2
9
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:1
9
F
B
1
2
8
s
_
P
0
9
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
8
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
F
2
-E
7
6
4
2
0
F
2
-E
6
2
8
2
0
F
2
-E
4
E
C
2
0
F
2
-E
3
B
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
1
2
8
s
_
2
8
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K