Fréttablaðið - 29.09.2018, Page 92

Fréttablaðið - 29.09.2018, Page 92
Starfsmenn fyrirtækisins búa yfir mikilli reynslu í framleiðslu á fiskafóðri sem gefur góðan stöðugleika í gæðum fóðurs og þjónustu við viðskiptavini. Af heildarmarkaði fyrir fiskeldisfóður hérlendis þá er Laxá með um 35% markaðshlut- deild. Fóðurverksmiðjan Laxá hf. er rótgróið fyrirtæki sem hefur verið í framleiðslu á fiskeldis- fóðri í rúm 30 ár. Starfsmenn fyrir- tækisins búa því yfir afar mikilli reynslu í framleiðslu á fiskafóðri sem gefur góðan stöðugleika í gæðum fóðurs og þjónustu við við- skiptavini að sögn Gunnars Arnar Kristjánssonar, framkvæmdastjóra Laxár. „Við sérhæfum okkur í framleiðslu og sölu á fiskeldisfóðri fyrir eldisfisk á borð við bleikju, lax, regnbogasilung og flatfisk. Auk þess flytjum við inn startfóður fyrir seiðaeldi og erum með á lager vörur frá Biomar í Danmörku og Skretting í Noregi.“ Helstu viðskiptavinir Laxár eru seiðastöðvar og landeldisstöðvar með matfiskeldi, segir Gunnar. „Við erum með um 80% markaðs- hlutdeild í fiskafóðri fyrir landeldi. Einnig erum við með fóður fyrir regnbogasilung í sjóeldi en höfum ekki getað framleitt fóður fyrir lax- eldi í sjó þar sem notað er fituríkt fóður og getum við ekki framleitt það vegna tæknilegra atriða. Af heildarmarkaði fyrir fiskeldisfóður hérlendis þá er Laxá með um 35% markaðshlutdeild og góða nýtingu á verksmiðjunni með um 10.000 tonna framleiðslu og árlega veltu upp á tæpa 2 milljarða.“ Úrvals fiskeldisfóður í áratugi Um 30 ára skeið hefur fóðurverksmiðjan Laxá hf. framleitt fiskeldisfóður fyrir seiðastöðvar og landeldisstöðvar hér á landi. Vöruþróun og rannsóknir skipa stóran sess í rekstri fyrirtækisins. „Við sérhæfum okkur í fram- leiðslu og sölu á fiskeldisfóðri fyrir eldisfisk á borð við bleikju, lax, regnbogasilung og flatfisk,“ segir Gunnar Örn Kristjánsson, framkvæmda- stjóri Laxár hf. Vöruþróun mikilvæg Vöruþróun og rannsóknir skipa stóran sess í rekstri Laxár að sögn Gunnars. „Þegar kemur að vöru- þróun höfum við verið í verk- efnum innanlands með Verinu, Háskólanum á Hólum og MATÍS, ásamt helstu viðskiptavinum.“ Stærstu verkefnin hafa tengst fóðri fyrir bleikju og flatfisk sem hafa verið unnin í nánu samstarfi við eldisfyrirtækin hérlendis. „Það má segja að þetta sé sérsvið okkar. Fóður fyrir lax og silung er betur þekkt erlendis og þar höfum við fylgt þróun eftir því sem viðskipta- vinir óska eftir og tækjabúnaður leyfir. Heilt yfir er framleiðsla Laxár mjög íhaldssöm og notum við mikið meira af fiskimjöli og lýsi en tíðkast almennt í innfluttu fiskafóðri. Það verður svoleiðis áfram svo lengi sem viðskipta- vinir okkar óska eftir því og kemur sér vel þar sem fiskimjöl og lýsi eru innlend hráefni af miklum gæðum.“ Spennandi nýjungar Líkt og með framleiðslu á fituríku fóðri fyrir sjóeldi á laxi er Laxá ekki mikið í útflutningi. „Við erum úti á miðju Atlantshafi og því er á engan hátt rökrétt né samkeppnishæft að flytja jurtamjöl og jurtaolíur, sem eru helmingur hráefna, alla leið hingað til að flytja fiskafóður til baka til Evrópu. Helstu verkefni fram undan, að sögn Gunnars, eru að finna ný hráefni með betra næringargildi en jurtamjöl og sem geta komið að hluta í staðinn fyrir dýrt fiskimjöl og lýsi sem eru bestu fáanlegu hráefni í fiskafóður. „Þar erum við í Evrópuverkefnum með MATÍS þar sem verið er að skoða hráefni gerð úr bakteríum, skordýrum og þörungum. Þetta eru spenn- andi verkefni en þó talsvert í land ennþá með að þessi nýju hráefni verði til í þannig magni að máli skipti og geti leyst af hólmi hluta núverandi hráefna.“ 4 KYNNINGARBLAÐ 2 9 . S E P T E M B E R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U RFISKELDI 2 9 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :1 9 F B 1 2 8 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 F 2 -E 2 7 4 2 0 F 2 -E 1 3 8 2 0 F 2 -D F F C 2 0 F 2 -D E C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 2 8 s _ 2 8 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.