Fréttablaðið - 29.09.2018, Page 110

Fréttablaðið - 29.09.2018, Page 110
yfir 100 ára þekking í að varðveita þær en stafræna efnið getur horfið á einu augnabliki. Það er óþægilegur sannleikur að stafræn varðveisla er ekki orðin mjög þróuð.“ Nú leggjum við upp í vettvangs- ferð um húsið. Þar eru filmur og spólur, alls konar vélar, bíóstólar, plaköt, ljósmyndir og prógrömm, svo nokkuð sé nefnt. Þarna eru fyrstu talsýningarvélarnar, þær komu til landsins með Drottn- ingunni 1927 og voru settar upp í Gamla bíói við Ingólfsstræti og Nýja bíói við Austurstræti, tvær á hvorum stað. Gunnþóra kynnir Sigurjón Jóhannsson, sem hefur umsjón með minjasafninu og annast viðhald á gripunum eftir því sem hægt er, segir hann snilling á því sviði. Hann bendir okkur á mikinn forngrip, sýningarvél sem upphaflega var með tvær kolastangir sem eldur logaði á milli, linsa safnaði því ljósi saman og kastaði mynd á tjald. Einnig sýnir hann okkur sæti úr Andrews Theater á Keflavíkurflugvelli sem seld voru félaginu MÍR (Menning- artengslum Íslands og Rússlands) gegnum Sölunefnd varnar liðseigna – í miðju kalda stríðinu. Í risastórum kæligeymslunum er filmum staflað snyrtilega upp, meðal annars öllu safni sjónvarps- ins. „Það er dýrmætt efni á kvik- myndasöfnum sem annars væri ekki til,“ segir Gunnþóra og bendir á myndir allt frá árinu 1906. „Svo leggur íslenskt kvikmyndagerðar- fólk okkur til fullt af efni bara til að láta geyma það við heppilegar aðstæður. Hér er mikil þjónusta við fólk í þeim bransa, það kemur hing- að að sækja gamalt efni.“ Hún vekur athygli á fræðslugildi safnsins og vill auðvelda kvikmyndafræðingum að rannsaka safnkostinn og skrifa um íslenskar myndir. V ið Sigtryggur Ari ljósmyndari erum komin suður á Hval-eyrarholt í Hafnar-firði og staðnæm-umst við stórt hús sem áður hýsti fiskverkun en nú Kvikmyndasafn Íslands. Þar tekur Gunnþóra Halldórsdóttir á móti okkur. Hún ber titilinn gagnasviðs- stjóri og kveðst vera á skemmti- legum vinnustað. „Það er alltaf eitt- hvað nýtt gamalt í gangi, segir hún og brosir breitt. „Ég var ráðin í þrjá mánuði í hálft starf fyrir nítján árum og hér er ég enn!“ Fyrst er komið inn í herbergi með gömlum myndavélum sem íslenskir frumkvöðlar í kvikmyndatökum munduðu og eru nú meðal merk- ustu gripa safnsins. Ein minnir mest á gamlan sveitasíma. Gunnþóra segir safnið hafa byrjað í pínulitlu plássi fyrir 40 árum, þar hafi Erlendur Sveinsson, núverandi forstöðumaður, verið eini starfs- maðurinn og í hálfri vinnu. „Nú erum við átta í 6,6 stöðugildum á 2.000 fermetrum. Strax var horft til FIAF – alþjóðasamtaka kvik- myndasafna. Á þeirra vegum eru gerðar rannsóknir og viðmið sett og þar erum við fullgild fyrir löngu. Einnig erum við í góðum tengslum við Norðurlandasöfnin,“ lýsir hún og segir safnið taka við öllu mynd- efni sem gefið er opinberlega út á íslensku, kvikmyndum, myndbönd- um og DVD-diskum. „Við tökum líka við efni frá einstaklingum ef okkur finnst það hafa heimildargildi og hér eru stór söfn sýningarkópía, með innbrenndum íslenskum texta, frá kvikmyndahúsum.“ Upphaflega voru allar kvikmyndir á filmum og starfsemi safnsins fólst í að geyma þær á réttan hátt og gera við, eftir því sem efni leyfðu, að sögn Gunnþóru. „Um síðustu aldamót fór allt að breytast yfir í digital og frá 2005 eru sýningarkópíur á staf- rænu formi. Erlendi tókst nýlega að kría út fjármagn til kaupa á full- komnari skanna en við höfðum fyrir, svo hægt sé að færa filmur á stafrænt form í fullum gæðum og það gefur nýja möguleika á endurgerð og við- gerð á myndum. Við tökum afrit af öllu okkar stafræna efni á LTO-bönd. Tæknin breytist stöðugt.“ Hafið þið eitthvað að gera við 2.000 fermetra þegar allt er komið á stafrænt form? „Já, þó við séum komin á staf- ræna tíma er síst minni ástæða til að geyma filmurnar. Það er komin Alltaf eitthvað nýtt gamalt í gangi Kvikmyndasafn Íslands er fertugt á árinu. Það var stofnað 1978. Fyrstu sjö árin var þar einn maður í hálfri stöðu, nú eru þar átta starfsmenn í 6,6 stöðugildum, þar á meðal Gunnþóra Halldórsdóttir. Handgert plakat til auglýsingar á elstu leiknu mynd Íslands, Síðasta bænum í dalnum eftir Óskar Gíslason. Nú er unnið að því að koma henni á stafrænt form. Elstu talsýningarvélar safnsins voru teknar í notkun 1. september 1930. Þá voru þær fullkomnustu sýningarvélar sem völ var á og leigðar fyrir 100 þúsund kr. á ári. Þær eru af Western Electric gerð og fylgdi leiguskilmálum að framleið- andi vélanna hefði hér mann til vikulegs eftirlits og sendi auk þess sérfræðinga tvisvar á ári. (Heimild: Samtíðin, 1930). Fréttablaðið/SiGtryGGur ari Kíkt inn í eitt herbergið þar sem alls konar góss er geymt. Gunnþóra milli rekka í filmukælinum, þar sem öllu er haganlega fyrirkomið. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is ÉG var ráðin Í Þrjá mánuði Í HálFt starF Fyrir nÍtján árum oG HÉr er ÉG enn! 595 1000 Prag 5. október í 3 nætur Frá kr. 49.995 2 9 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r54 m e n n i n G ∙ F r É t t A b L A ð i ð 2 9 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :1 9 F B 1 2 8 s _ P 1 1 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 9 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 F 2 -8 9 9 4 2 0 F 2 -8 8 5 8 2 0 F 2 -8 7 1 C 2 0 F 2 -8 5 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 2 8 s _ 2 8 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.