Fréttablaðið - 29.09.2018, Qupperneq 110
yfir 100 ára þekking í að varðveita
þær en stafræna efnið getur horfið á
einu augnabliki. Það er óþægilegur
sannleikur að stafræn varðveisla er
ekki orðin mjög þróuð.“
Nú leggjum við upp í vettvangs-
ferð um húsið. Þar eru filmur og
spólur, alls konar vélar, bíóstólar,
plaköt, ljósmyndir og prógrömm,
svo nokkuð sé nefnt. Þarna eru
fyrstu talsýningarvélarnar, þær
komu til landsins með Drottn-
ingunni 1927 og voru settar upp í
Gamla bíói við Ingólfsstræti og Nýja
bíói við Austurstræti, tvær á hvorum
stað.
Gunnþóra kynnir Sigurjón
Jóhannsson, sem hefur umsjón með
minjasafninu og annast viðhald
á gripunum eftir því sem hægt er,
segir hann snilling á því sviði. Hann
bendir okkur á mikinn forngrip,
sýningarvél sem upphaflega var með
tvær kolastangir sem eldur logaði á
milli, linsa safnaði því ljósi saman
og kastaði mynd á tjald. Einnig
sýnir hann okkur sæti úr Andrews
Theater á Keflavíkurflugvelli sem
seld voru félaginu MÍR (Menning-
artengslum Íslands og Rússlands)
gegnum Sölunefnd varnar liðseigna
– í miðju kalda stríðinu.
Í risastórum kæligeymslunum
er filmum staflað snyrtilega upp,
meðal annars öllu safni sjónvarps-
ins. „Það er dýrmætt efni á kvik-
myndasöfnum sem annars væri
ekki til,“ segir Gunnþóra og bendir
á myndir allt frá árinu 1906. „Svo
leggur íslenskt kvikmyndagerðar-
fólk okkur til fullt af efni bara til
að láta geyma það við heppilegar
aðstæður. Hér er mikil þjónusta við
fólk í þeim bransa, það kemur hing-
að að sækja gamalt efni.“ Hún vekur
athygli á fræðslugildi safnsins og vill
auðvelda kvikmyndafræðingum að
rannsaka safnkostinn og skrifa um
íslenskar myndir.
V ið Sigtryggur Ari ljósmyndari erum komin suður á Hval-eyrarholt í Hafnar-firði og staðnæm-umst við stórt hús
sem áður hýsti fiskverkun en nú
Kvikmyndasafn Íslands. Þar tekur
Gunnþóra Halldórsdóttir á móti
okkur. Hún ber titilinn gagnasviðs-
stjóri og kveðst vera á skemmti-
legum vinnustað. „Það er alltaf eitt-
hvað nýtt gamalt í gangi, segir hún
og brosir breitt. „Ég var ráðin í þrjá
mánuði í hálft starf fyrir nítján árum
og hér er ég enn!“
Fyrst er komið inn í herbergi með
gömlum myndavélum sem íslenskir
frumkvöðlar í kvikmyndatökum
munduðu og eru nú meðal merk-
ustu gripa safnsins. Ein minnir mest
á gamlan sveitasíma.
Gunnþóra segir safnið hafa byrjað
í pínulitlu plássi fyrir 40 árum, þar
hafi Erlendur Sveinsson, núverandi
forstöðumaður, verið eini starfs-
maðurinn og í hálfri vinnu. „Nú
erum við átta í 6,6 stöðugildum á
2.000 fermetrum. Strax var horft
til FIAF – alþjóðasamtaka kvik-
myndasafna. Á þeirra vegum eru
gerðar rannsóknir og viðmið sett
og þar erum við fullgild fyrir löngu.
Einnig erum við í góðum tengslum
við Norðurlandasöfnin,“ lýsir hún
og segir safnið taka við öllu mynd-
efni sem gefið er opinberlega út á
íslensku, kvikmyndum, myndbönd-
um og DVD-diskum. „Við tökum
líka við efni frá einstaklingum ef
okkur finnst það hafa heimildargildi
og hér eru stór söfn sýningarkópía,
með innbrenndum íslenskum texta,
frá kvikmyndahúsum.“
Upphaflega voru allar kvikmyndir
á filmum og starfsemi safnsins fólst í
að geyma þær á réttan hátt og gera
við, eftir því sem efni leyfðu, að sögn
Gunnþóru. „Um síðustu aldamót
fór allt að breytast yfir í digital og
frá 2005 eru sýningarkópíur á staf-
rænu formi. Erlendi tókst nýlega
að kría út fjármagn til kaupa á full-
komnari skanna en við höfðum fyrir,
svo hægt sé að færa filmur á stafrænt
form í fullum gæðum og það gefur
nýja möguleika á endurgerð og við-
gerð á myndum. Við tökum afrit af
öllu okkar stafræna efni á LTO-bönd.
Tæknin breytist stöðugt.“
Hafið þið eitthvað að gera við
2.000 fermetra þegar allt er komið á
stafrænt form?
„Já, þó við séum komin á staf-
ræna tíma er síst minni ástæða til
að geyma filmurnar. Það er komin
Alltaf eitthvað nýtt gamalt í gangi
Kvikmyndasafn Íslands er fertugt á árinu. Það var stofnað 1978. Fyrstu sjö árin var þar einn maður í
hálfri stöðu, nú eru þar átta starfsmenn í 6,6 stöðugildum, þar á meðal Gunnþóra Halldórsdóttir.
Handgert plakat til auglýsingar á elstu leiknu mynd Íslands, Síðasta bænum í
dalnum eftir Óskar Gíslason. Nú er unnið að því að koma henni á stafrænt form.
Elstu talsýningarvélar safnsins voru teknar í notkun 1. september 1930. Þá
voru þær fullkomnustu sýningarvélar sem völ var á og leigðar fyrir 100 þúsund
kr. á ári. Þær eru af Western Electric gerð og fylgdi leiguskilmálum að framleið-
andi vélanna hefði hér mann til vikulegs eftirlits og sendi auk þess sérfræðinga
tvisvar á ári. (Heimild: Samtíðin, 1930). Fréttablaðið/SiGtryGGur ari
Kíkt inn í eitt herbergið þar sem alls konar góss er geymt.
Gunnþóra milli rekka í filmukælinum, þar sem öllu er haganlega fyrirkomið.
Gunnþóra
Gunnarsdóttir
gun@frettabladid.is
ÉG var ráðin Í Þrjá
mánuði Í HálFt
starF Fyrir nÍtján árum oG
HÉr er ÉG enn!
595 1000
Prag
5. október í 3 nætur
Frá kr.
49.995
2 9 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r54 m e n n i n G ∙ F r É t t A b L A ð i ð
2
9
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:1
9
F
B
1
2
8
s
_
P
1
1
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
9
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
F
2
-8
9
9
4
2
0
F
2
-8
8
5
8
2
0
F
2
-8
7
1
C
2
0
F
2
-8
5
E
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
1
2
8
s
_
2
8
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K