Morgunblaðið - 09.06.2018, Síða 34

Morgunblaðið - 09.06.2018, Síða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2018 ✝ VíglundurPálsson fædd- ist á Hauksstöðum í Vopnafirði 25. maí 1930. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Sunda- búð í Vopnafirði 28. maí 2018. Foreldrar hans voru Páll Methú- salemson, f. 24.8. 1899, d. 1975, og Svava Víglundsdóttir, f. 25.9. 1906, d. 1935. Seinni kona Páls var Sigríður Þórðardóttir frá Ljósalandi, f. 19.4. 1908, d. 1997, gekk hún börnum Páls í móðurstað er hún giftist hon- um 26.6. 1940. Reyndist hún þeim sem besta móðir. Fyrir voru Svanborg Björnsdóttir, amma Víglundar, og Margrét algeir Bjarkar, f. 1945, d. 2017. Svanborg S. Víglunds- dóttir, f. 1953, m. Ellert Árna- son, f. 1946. Svava Víglunds- dóttir, f. 1955, m. Unnsteinn Arason, f. 1941. Einar Víg- lundsson, f. 1957, m. Jóhanna Rögnvaldsdóttir, f. 1966. Anna Pála Víglundsdóttir, f. 1960, m. Gunnar Róbertsson, f. 1954. Víglundur og Elín giftu sig 13. janúar 2018. Börn þeirra eru: Selma Dögg Víglunds- dóttir, f. 1975, m. Geirmundur Júlíusson Hauksson, f. 1975. Hilmir Víglundsson, f. 1976, m. Sólveig Andrea Jónsdóttir, f. 1974. Stjúpbörn Víglundar: Ester Jóhannsdóttir, f. 1952, m. Albert Már Steingrímsson, f. 1949. Grétar Ólafsson, f. 1960, m. Kolbrún Steingríms- dóttir, f. 1961. Kristján Stef- ánsson, f. 1964, m. Sólveig Erla Hinriksdóttir, f. 1967. Afabörn Víglundar eru 44 talsins. Útför hans fór fram frá Vopnafjarðarkirkju 8. júní 2018. Víglundsdóttir, móðursystir hans, sem tóku að sér heimilið og börnin eftir andlát Svövu. Alsystkini Víg- lundar eru: Björn Pálsson, f. 1931. Guðlaug Páls- dóttir, f. 1932, d. 2012. Erlingur Pálsson, f. 1933. Hálfsystkini: Svava Pálsdóttir, f. 1941. Þórður Pálsson, f. 1943. Ás- gerður Pálsdóttir, f. 1946. Gunnar Pálsson, f. 1948, d. 2016. Víglundur kvæntist Jóhönnu Kristbjörgu Einarsdóttur, f. 1928, d. 2003, þau skildu 1975. Börn Víglundar og Jóhönnu: Uppeldissonur Víglundar: Að- Þannig týnist tíminn. Tíminn er afstæður, stundum finnst manni eins og hann standi í stað og muni vara að eilífu. En allt tekur enda, ekkert er eilíft. Á þetta var ég minnt með trega þegar þú kvaddir þennan heim, elsku pabbi minn, þann 28. maí síðastliðinn. Aðstæður mínar voru þannig að ég gat ekki komið og dvalið hjá þér í veikindum þínum eða setið hjá þér þínar síðustu stundir hér á jarðríki. Þú lést mig lofa þér, eins og þú orðaðir það sjálfur, að vera ekki að þvælast austur á meðan Unnsteinn ætti í harðri baráttu við erfið veikindi ásamt öðru og við það stóð ég. Á 88 ára afmælinu þínu 25. maí síð- astliðinn heyrði ég síðast rödd þína sem er mér ljúf minning. Elsku pabbi, þú áttir langt og farsælt líf, þú varst einstaklega vel af Guði gerður; ljúfur maður, æðrulaus, heiðarlegur og hvers manns hugljúfi. Þú varst ávallt tilbúinn að greiða götur ann- arra, leiðbeina, vera til staðar og rétta hjálpar- og sáttarhönd. Ég sá þig nánast aldrei skipta skapi nema ef vera skyldi í kringum kosningar enda varstu pólitískur og hafðir sterkar skoðanir á málefnum nærsamfélagsins þíns sem og þjóðmálum. Elsku pabbi, þú varst einstak- ur og gerðir hvern dag sérstak- an. Úr barnæsku minni á ég ljúfar og góðar minningar sem of langt væri að rekja hér. Okk- ar samband samanstóð alltaf af ást, trausti og virðingu. Oft átt- um við einlæg og góð samtöl sem við ræddum ekki við aðra og ég mun geyma í hjarta mínu. Við vorum pínu lík, pabbi minn, og áttum skemmtilega og góða samleið. Enda vorum við aðeins fyrir utan rammann og fórum okkar eigin leiðir, fyrir það er ég þakklát. Þú varst mikill gleðinnar maður, naust þín vel á meðal fólks. Þú varst gæddur einstak- lega góðum frásagnarhæfileik- um, hafðir góðan húmor og varst sögumaður mikill, enda vel gefinn og skemmtilegur. Þú varst afar fylginn þér í orði og verki og þínar ákvarð- anir stóðust. Þegar þú slökktir í síðustu sígarettunni þá var það sú síðasta. Þegar þú kvaddir Bakkus var það ekkert múður, þar var innistæðulaus bankabók og engin lán að fá. Þú varst góð fyrirmynd. Þegar mestu erfið- leikarnir steðjuðu að hjá mér varst þú mín sterkasta stoð. Þá var gott að eiga sterka hönd og hlýjan faðm að halla sér að og það var þinn faðmur, elsku pabbi, þangað mun ég alltaf geta leitað. Þú varst einstakur faðir og afi. Ég veit að þú elskaðir okkur öll. Hlýjar þakkir fyrir allt. Ég veit að heimkoma þín verður fal- leg, minning þín lifir í ljósi, ást og kærleika. Ég horfi í ljóssins loga sem lýsir í hugskot mitt og sé á björtum boga brosandi andlit þitt. (Snjólaug Guðm.) Ég kveð þig eins og ég gerði alltaf. Bless, pabbi minn, ég elska þig, þín dóttir, Svava. Víglundur Pálsson ✝ Jón Guð-mundsson fæddist 10. febr- úar 1949 á Kirkju- bæ í Hróarstungu. Hann lést á hjarta- deild Landspít- alans 25. maí 2018. Foreldrar Jóns voru Guðmundur Sigurðsson frá Brekku í Hróars- tungu, f. 16. mars 1916, og Pálína Jónsdóttir, f. á býlinu Fæti í Folafæti, Ísa- fjarðardjúpi, 27. júní 1925. Þau eru bæði látin. Guðmundur og Pálína hófu búskap á Brekku í Hróars- tungu árið 1946 en fluttu í Kirkjubæ í sömu sveit 1947. Þegar Jón var þriggja ára flutti fjölskyldan í Húsey í Hróarstungu en ári seinna, 1953, fluttu þau að Vífilsnesi í Hróarstungu og ólst Jón þar upp til 15 ára aldurs. 1964 flutti fjölskyldan til Seyðis- fjarðar, þar sem Jón bjó síðan mestan hluta ævi sinnar. Jón átti fimm bræður. Elstur er Sigurður Hróar, f. 4. maí 1947. Kona hans var Elísabet Magnúsdóttir frá Ballará, hún er nú látin. Þau eign- uðust þrjú börn. Þórbergur Austri, f. 18. júní 1954. Kona hans er Pa- mela Innis Guð- mundsson. Þau eiga þrjú börn og eru búsett á Nýja-Sjálandi. Hermann Vestri, f. 30. júní 1955. Kona hans er Guðrún Þórhildur Elfarsdóttir. Þau eiga tvær dætur. Fimmti í röð- inni er Einar Hólm, f. 28. mars 1961. Yngstur er Sigur- jón Þórir, f. 4. mars 1965. Hann er giftur Höllu Dröfn Þorsteinsdóttur. Þau eiga fjögur börn. Útför Jóns fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju í dag, 9. júní 2018, klukkan 11, en jarð- sett verður á Kirkjubæ í Hróarstungu. Ég minnist með virðingu og hlýju vinar míns Jóns Guð- mundssonar. Kynni okkar hóf- ust fyrir hartnær þremur ára- tugum. Fyrst í tengslum við störf í þágu Félag starfsfólks í veitingahúsum en síðar í tengslum við Þjónustusamband Íslands og Lífeyrissjóð Austur- lands hvar Jón var um tíma stjórnarformaður. Allar þessar félagslegu samfélagsstofnanir eru nú horfnar eftir að hafa sameinast öðrum og stærri líkt og vinur minn Jón hefur nú sjálfur gert. Það er ekki auðvelt að lýsa Jóni svo margbrotinn sem hann var. Engum leyndist að hann var afburðagreindur og flestum fljótari að átta sig á því sem skipti máli og því sem engu skipti. Þessi eiginleiki hans skil- aði sér vel í öllum störfum hans. Hann skoraði allar skoðanir á hólm en ætíð af virðingu og oft- ar en ekki með kímni. Ég man aldrei til þess að hann legði illt til nokkurs manns en leitaði frekar skilnings á málstað þess sem ekki var honum sammála. Jón hafði ætíð á hraðbergi hin ýmsu ljóð, sum vel þekkt en önnur sem ég hafði aldrei heyrt og sem hann staðfastlega neit- aði að segja hver höfundur væri að. Mig grunar að sumt af því hafi verið hans eigið. Jón var með öðrum orðum upplýstur og vel menntaður maður í besta skilningi þess hugtaks, þeim skilningi sem Jón Baldvinsson, fyrrum forseti ASÍ, lagði í það. Það verður aldrei sagt að hann hafi verið höfðingjadeigur og taldi sig jafningja hvers þess manns sem hann átti viðræðu við. Eitt sinn sátum við saman á fundi með einum af stærstu fjárfestingasjóðum Bretlands. Jón hafði þegið boð þeirra þar sem gera skyldi grein fyrir störfum sjóðsins í þágu Lífeyr- issjóðs Austurlands. Fundurinn var haldinn á efstu hæð í einum þessara háu spegilturna í fjár- málahverfi London. Allur var viðurgjörningur var hinn besti og glæsilegur hópur manna í teinóttum jakkafötum útskýrði fyrir okkur árangur sinn og fjárfestingastefnu. Jón hlustaði af athygli og spurði margs. Í lok fundar tók hann úr pússi sínu nokkra spilastokka og afhenti hverjum og einum gestgjaf- anna. Hann þakkaði þeim allar þeirra góðu útskýringar og ráð en sagði síðan að starf þeirra væri ekki ólíkt starfi fjárhættu- spilara og ráðlagði þeim að spila póker með nýju spilunum sínum svona til þess að halda sér á tánum. Sjaldan hef ég séð hóp manna verða eins hissa og fara um leið svolítið hjá sér. Öllu var þó vel tekið því eins og Jóni var lagið gerði hann þetta af hinni mestu kurteisi. Tæp- lega tveimur áratugum síðar hrundi fjármálakerfið og mér varð ljóst hversu rétt hann hefði haft fyrir sér. En nú er komið að leiðarlokum. Ferðum Jóns til Reykjavíkur fækkaði síðustu árin og fundum okkar samhliða. Í vikunni fyrir páska drukkum við saman kaffi á Seyðisfirði. Það leyndi sér ekki að nokkuð var af vini mín- um dregið eftir langvarandi vanheilsu. Við kvöddumst vel og á leiðinni upp úr Seyðisfirði fannst mér eins og þetta hefði verið okkar síðasti fundur. Það reyndist rétt. Eftir sitja minn- ingar um góðan dreng, einlæg- an jafnaðarmann og leiftrandi persónuleika. Ég votta öllum ættingjum hans mína innileg- ustu samúð. Magnús M. Norðdahl. Jón Guðmundsson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN ÞORKELS EGGERTSSON netagerðarmeistari, Keflavík, lést laugardaginn 26. maí á hjúkrunarheimilinu Hlévangi. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 12. júní klukkan 13. Hólmfríður Guðmundsdóttir Eggert Jónsson Una Hafdís Hauksdóttir Ingimundur Jónsson Aðalgeir Jónsson Þóra Lilja Ragnarsdóttir og barnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir, LÁRA MARÍA THEÓDÓRSDÓTTIR, Tjörn á Mýrum, lést á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði þriðjudaginn 5. júní. Útförin fer fram frá Hafnarkirkju föstudaginn 15. júní klukkan 14. Ólafur Halldórsson Halldór Ólafsson Agnar Ólafsson Sóley Þrastardóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN R. THORLACIUS, er látin. Útför hennar fer fram frá Borgarneskirkju föstudaginn 15. júní klukkan 13. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, RAGNHEIÐUR STEPHENSEN hjúkrunarforstjóri, lést á Hrafnistu föstudaginn 1. júní. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 15. júní klukkan 13. Jóhann Hjálmarsson Þorri Jóhannsson Dalla Jóhannsdóttir Kjartan Pierre Emilsson Jóra Jóhannsdóttir Kristjón Freyr Sveinsson barnabörn og barnabarnabarn Eiginmaður minn, SIGURÐUR KRISTINN BÁRÐARSON Avatarmeistari og húsasmíðameistari, andaðist á heimili okkar Lönguhlíð 18 á Akureyri, þriðjudaginn 5. júní. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju, mánudaginn 18. júní klukkan 10.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð Heimahlynningar, hvers kort fást hjá Blómabúð Akureyrar og SAk. Reikningsnúmer sjóðsins er: 0162-05-62158, kt. 570397-2819. Álfhildur Ólafsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir, afi, sonur, bróðir og tengdafaðir, HELGI ANNAS NIELSEN lést föstudaginn 1. júní. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 18. júní klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð. Hrafnhildur Sveinbjörnsdóttir Ingimar Karl Helgason Brynjar Hans Helgason Alexander Annas Helgason Þórunn Sif Þórarinsdóttir Gylfi Björn Helgason og barnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, TRAUSTI R. HALLSTEINSSON, lést á heimili sínu miðvikudaginn 6. júní. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 15. júní klukkan 13. Björk Ingvarsdóttir Hallsteinn I. Traustason Nína V. Björnsdóttir Vignir Þór Traustason Inga H. Guðfinnsdóttir og barnabörn Elsku hjartans móðir okkar, tengdamóðir og amma, HANNA HAFDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR, Njörvasundi 22, Reykjavík, lést miðvikudaginn 30. maí á dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. Hún verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 14. júní klukkan 13. Sigríður Erla Reynisdóttir Gerard Van Dick Guðmundur R. Reynisson Birna Bjarnadóttir Örn Ægir Reynisson ömmubörn, langömmubörn, langalangömmubörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.