Morgunblaðið - 09.06.2018, Síða 48

Morgunblaðið - 09.06.2018, Síða 48
LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 160. DAGUR ÁRSINS 2018 Í LAUSASÖLU 1.050 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Hundur hélt hverfi í gíslingu 2. Svo sturlaður að hún þekkti ... 3. Anthony Bourdain látinn 4. Ekkert lið eins og Ísland  Óperan Sjö steinar eftir Sjón og tékkneska tónskáldið Ondrej Adamek hefur hlotið evrópsku FEDORA– Generali verðlaunin sem besta frum- samda ópera ársins 2018 en uppi- staða líbrettós óperunnar er ljóðabók Sjóns, Söngur steinasafnarans. Segir í henni af manni sem safnar steinum sem tengjast þekktum persónum og atburðum í heimssögunni. Söfnunar- áráttan tekur af honum völd og leiðir til þess að hann fremur voðaverk sem hann reynir svo að gleyma. Óperan var pöntuð af óperuhátíðinni í Aix-en- Provence og verður frumflutt þar 7. júlí. Verðlaunaféð nemur 150.000 evrum og rennur til uppsetningar verksins og fyrirhugaðra ferðalaga með það, að því er segir í tilkynningu. Ópera Sjóns sú besta  Hannes Lárus- son, einn af virk- ustu gjörninga- listamönnum þjóðarinnar, frem- ur gjörning í dag kl. 16 á sýning- unni Peppermint í galleríinu Kling og Bang í Marshall- húsinu. Sýningin er hluti af dagská Listahátíðar í Reykjavík sem stendur nú sem hæst. Fremur gjörning FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 5-10 og rigning vestantil, en þykknar upp fyrir austan. Hiti 8 til 20 stig að deginum, hlýjast í innsveitum norðaustanlands en kólnar heldur. Á sunnudag Suðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og dálítil rigning eða skúrir í flestum landshlutum, en þurrt á Austfjörðum. Hiti 8 til 15 stig að deginum. Á mánudag Fremur hæg suðlæg eða breytileg átt. Skýjað og stöku skúrir norðantil, einkum á Vestfjörðum, en þurrt sunnanlands. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á Suðausturlandi. „Auðvitað vonast ég til þess að spila gegn Slóveníu. Maður vill alltaf spila og það væri gaman að fá mínútur í þessum mikilvæga leik,“ segir Selma Sól Magnúsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, en Ísland mætir Slóven- íu á Laugardalsvelli á mánudags- kvöld, í þriðja síðasta leik sínum í undankeppni HM. Með sigri kemst Ís- land á topp síns riðils. »4 Væri gaman að spila þennan mikilvæga leik „Ég var liðtækur í marki í bekknum mínum í Álfta- mýrarskóla í gamla daga en ég verð nú að segja að þetta sé mikilvægasta markið sem ég hef varið. Ég vona að það skili okkur á HM,“ sagði Guðmundur B. Ólafs- son, formaður HSÍ og lög- maður með meiru, eftir að úrslitum leiks Íslands og Litháens í HM-umspilinu var breytt Íslandi í hag. »1 Mikilvægasta varsla formanns Þó að aðeins rétt rúmum þriðjungi Ís- landsmóts karla í knattspyrnu sé lok- ið þá skilja átta stig að nýliða Fylkis og Keflavíkur. Fylkir vann öruggan sigur í rimmu liðanna í Egilshöll í gærkvöld þó að lokatölurnar hafi aðeins verið 2:0. Fylkismenn eru í 5. sæti en Keflvíkingar á botni. »2 Átta stig skilja nýliðana að eftir slag þeirra Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Karen Ólafsdóttir og Sudeska Gema Kuasa eru meðal þeirra sem hófu nám í frumgreinadeild Há- skólans í Reykjavík síðasta haust. Þar leggja þau stund á háskóla- grunn sem er eins árs nám ætlað til undirbúnings fyrir háskólanám. Þau eru bæði menntaðir bifvéla- virkjar. Karen er frá Ísafirði og hóf nám í Menntaskólanum á Ísa- firði þar sem hún stundaði nám í tvö ár en flosnaði svo upp úr því. „Ég var lögð í einelti á Ísafirði og það stoppaði ekkert þegar ég fór í menntaskóla. Ég ákvað því að hætta í skóla og fór upp á eigin spýtur til Reykjavíkur, þá átján ára, og hóf nám í tækniteiknun. Það var erfitt að fá vinnu sem tækniteiknari svo ég ákvað að læra bifvélavirkjann líka.“ Slys breytti námsvalinu Karen langaði seinna að mennta sig meira og stefndi á verkfræði. Þá fór hún í háskólagrunn hjá Há- skólanum í Reykjavík til þess að undirbúa sig fyrir námið en eftir að hún byrjaði í háskólagrunn- inum hafa markmiðin breyst. „Ég lenti í slysi eftir að ég byrjaði í náminu. Ég fann hvernig hreyfing hjálpaði mér að ná bata, bæði lík- amlega og andlega, og ákvað að ég þyrfti að miðla þessari reynslu minni áfram. Ég held að íþrótta- fræðin sé tilvalin til þess.“ Karen ætlar sér að hefja nám í íþrótta- fræði við Háskólann í Reykjavík næsta haust enda er hún ánægð með námið þó það hafi oft verið strembið. Sudeska útskrifaðist sem bif- vélavirki vorið 2017 og ákvað svo að vinda sér strax í háskólagrunn Háskólans í Reykjavík. „Mig lang- aði að taka stúdentspróf líka til þess að hafa fleiri möguleika. Mér fannst spennandi að fara í há- skólagrunninn í HR því ég vissi að mig langaði að fara í HR einn daginn.“ Persónuleg kennsla Hann kveðst ánægður með nám- ið, sem hann segir krefjandi og skemmtilegt. „Þetta er auðvitað keyrt frekar hratt áfram svo hrað- inn fékk mig til að læra að skipu- leggja mig betur. Ég hefði ekki getað beðið um betri aðstöðu. Kennararnir eru mjög hjálpsamir og kennslan persónuleg.“ Sudeska stefnir á að læra viðskiptafræði í framtíðinni en ætlar fyrst að taka sér námshlé og vinna sem bifvéla- virki. Strembið en skemmtilegt  Grunnur fyrir háskólanám kenndur í HR Morgunblaðið/Kristinn Útlærð Karen og Sudeska lærðu bæði bifvélavirkjun en stefna nú á íþróttafræði og viðskiptafræði. Þau undirbúa sig fyrir háskólanámið í háskólagrunni Háskólans í Reykjavík. Námið er krefjandi og hraðinn í náminu mikill. Árlega hefja um 150 manns nám við frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík. Frumgreinadeildin sam- anstendur af háskólagrunni ann- ars vegar og viðbótarnámi til stúd- entsprófs hins vegar. Háskólagrunnur er ætlaður þeim sem hafa lokið einhverjum einingum í framhaldsskóla en ekki klárað stúdentspróf og hyggja á nám á háskólastigi. Námið var fyrst sett á laggirnar árið 1946 í Tækniskóla Íslands og var þá ætlað iðnmenntuðu fólki sem hugðist fara í háskólanám. Nú sækir fólk í námið úr öllum áttum og boðið er upp á fjórar námsleiðir sem geta hentað flestum. 150 í frumgreinadeild árlega VINSÆL LEIÐ TIL HÁSKÓLANÁMS  Helgi Þorgils Friðjónsson opnar sýninguna Uppstilling með speglum í Kompunni í Alþýðuhúsinu á Siglufirði í dag kl. 14. Helgi sýnir að mestu ný verk sem hann vann með Komp- una í huga og segir hann mynd- list sína fjalla um manninn og nátt- úruna. Sýnir í Kompunni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.