Morgunblaðið - 23.06.2018, Page 4

Morgunblaðið - 23.06.2018, Page 4
Í VOLGOGRAD Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Íslenskir áhorfendur sem Morgunblaðið hitti fyrir utan Volgograd Arena í gærkvöldi, eftir að Ísland tapaði fyrir Nígeríu, 2:0, í öðrum leiknum á heimsmeistaramótinu, voru vissu- lega vonsviknir. Sumir greinilega mjög svo, en þeir sem blaðamaður ræddi við reyndu þó allir að bera höfuðið hátt og líta á björtu hliðarnar. „Nígeríumenn unnu bara verðskuldað, mér fannst þeir betri á öllum sviðum fótboltans,“ sagði Elís Árni Jónsson. „Við fengum reyndar færi í fyrri hálfleik og ef við hefðum nýtt þau, og skorað úr vítinu, hefði staðan auðvitað verið allt önnur en það þýðir ekki að tala um það.“ Nígeríumenn einfaldlega betri „Mér fannst lukkan líka alveg með Nígeríu- mönnum í dag,“ sagði Elís. Hann var mjög ánægður með frammistöðu liðsins í fyrsta leiknum, „en þetta var auðvitað allt öðruvísi leikur en á móti Argentínu, við vorum að gera allt aðra hluti í dag en í þeim leik.“ Hann sagðist frekar bjartsýnn á framhaldið. „Þessir strákar hafa alltaf staðið sig vel og ég hef trú á að svo verði áfram,“ sagði Elís Árni. Kristín Arnardóttir og Smári Björgvinsson voru eðlilega svekkt, eins og aðrir, en raunsæ. „Hinir voru bara betri,“ sagði Smári og Kristín sagðist ekki geta annað en tekið undir það. „Ég var frekar bjartsýnn fyrir leikinn, var að gæla við 2:1 sigur en ég vissi samt alltaf að þetta yrði erfitt,“ sagði Smári. Kristín sagði ekki alla nótt úti. „Þrátt fyrir tapið í kvöld finnst mér strákarnir hafa staðið sig vel og ég hef trú á þeim áfram.“ Hjónin Bjarni Hafþór Helgason og Ingunn Wernersdóttir voru býsna hress þrátt fyrir tapið. „Við vorum búin að byggja upp miklar væntingar og ekki minnkuðu þær eftir skell Argentínumanna í gærkvöldi. En það var búið að tala um hitann og að Nígeríumenn myndu líklega hagnast á honum,“ sagði Bjarni Haf- þór. „Það var líka búið að tala dálítið um mik- inn líkamlegan styrk þeirra og ég óttaðist síð- asta hálftímann mest og þá fannst mér einmitt komin dálítil þreyta í okkar menn; kannski var það vegna hitans, ég veit það svo sem ekki, en þeir voru að minnsta kosti komnir niður á hæl- ana eftir klukkutíma leik og þá fór líkams- styrkur mótherjanna að skipta miklu máli, þegar mikið var um að einn var að berjast á móti einum. Þá sást hvað þetta eru ungir og sprækir strákar og leikurinn þróaðist einhvern veginn þeim í hag.“ Bjarni Hafþór nefndi að Íslendingar hefðu í raun átt að skora í fyrri hálfleik. „Við vorum meira í sókn, áttum ágætis fyrirgjafir og vor- um eiginlega óheppnir að ná ekki að stanga boltann að minnsta kosti einu sinni í netið. Eft- ir svona tap fær maður hins vegar smá sjokk, ég skal viðurkenna það, en þá er bara að bíta í skjaldarrendur og búa sig vel undir Króatíu- leikinn. Það er gríðarlega sterk fótboltaþjóð sem gæti endaði í einhverju af fjórum efstu sætunum á mótinu miðað við hvernig liðið hef- ur verið að spila núna,“ sagði Bjarni Hafþór og nefndi líka að mjög fróðlegt yrði að sjá hvernig leikur Argentínu og Nígeríu færi. Hann sagðist hafa gælt við að Ísland myndi vinna Nígeríu og yrði því komið með fjögur stig eftir leikinn í gærkvöldi. „Svo mætum við Króötum í síðasta leiknum, ég var að vona að þeir yrðu komnir áfram, myndu hvíla ein- hverja menn og hugsa aðallega um að enginn meiddist eða fengi spjald. Þá gætum við náð í eitt stig og færum áfram. En svo fór þetta svona í kvöld! Við megum ekki gleyma því að við erum hér á stærsta fóboltasviði veraldar og verðum auðvitað, eins og aðrir, að átta okkur á því að við fáum högg annað slagið; einn daginn er gleði en annan ekkert með okkur.“ Jafntefli við Argentínu var sigur Ingunn sagði að sér þætti stórkostlegt að verða vitni að því að Ísland væri á HM. „Eins og Bjarni Hafþór sagði, þá erum við – litla Ís- land – á stærsta fótboltasviði jarðar og það eitt og sér finnst mér frábært. Við höfum fundið svakalegan góðvilja frá mörgum hér, ekki síst Rússum sjálfum sem eru virkilega indælir, en líka Nígeríumönnum og Argentínumönnum, sem voru allt í kringum okkur á leiknum í Moskvu. Við mætum alls staðar ótrúlega fall- egu viðmóti.“ Jens Garðar Helgason sagðist auðvitað ekki ánægður með tapið en kvaðst engu að síður hreinlega ekki geta verið vonsvikinn. „Það að við skyldum gera jafntefli við Argentínu var eins og sigur fyrir mér. Að ná í stig gegn þeirri risa-fótboltaþjóð fannst mér alveg frábært. Það má ekki gleymast að Ísland er á HM, sem er glæsilegur árangur, ég er stoltur af strák- unum og er viss um að þeir munu halda áfram að standa sig vel.“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson „Nú þarf að bíta í skjaldarrendur“  Stuðningsmenn vonsviknir en vongóðir  „Jafntefli við Argentínu var eins og sigur fyrir mér“ Stemning Kristbjörg Jónasdóttir, eiginkona Arons landsliðsfyrirliða, á leiknum í gær. Vonir Bjarni Hafþór Helgason og Ingunn Werners- dóttir fyrir utan leikvanginn í Volgograd í gær. Trú Kristín Arnardóttir og Smári Björgvinsson hafa trú á strákunum þrátt fyrir tapið gegn Nígeríu. Stoltur Jens Garðar Helgason er stoltur af strákunum þrátt fyrir tap. Sanngjarnt Elís Árni sagði Níger- íumenn einfaldlega betri í gær. Vonbrigði í Volgograd Þeir voru margir sem gátu ekki leynt vonbrigðum sínum eftir leikinn. 4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2018

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.