Morgunblaðið - 23.06.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.06.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2018 Morgunblaði/Arnþór Birkisson Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Fræðsluátakið Reykjavík –iðandi af lífi, snýst umnáttúru borgarinnar ensérstaklega lífríkið. Við er- um að beina sjónum meira að dýrum og plöntum sem lifa í borginni, en stundum víkkum við þetta út og dag- skráin í sumar er einmitt svolítið op- in,“ segir Snorri Sigurðsson líffræð- ingur og umsjónarmaður fræðsluátaksins. „Dagskráin hjá okkur í sumar hefur yfirskriftina Njótum náttúru borgarinnar, þar sem boðið er upp á fjölbreytta og skemmtilega fræðslu- dagskrá. Við erum að vekja athygli á því að í borginni er heilmikil náttúra sem er bæði merkileg og falleg og áhugaverð út frá ýmsum sjónar- hornum. Til dæmis eru á stóru grænu svæðum borgarinnar fjölbreytt bú- svæði fyrir bæði dýr og plöntur sem og aðrar lífverur. Í borginni er bæði náttúra sem er nokkuð upprunaleg og svo náttúra sem er meira mótuð af manninum, til dæmis þar sem er sér- staklega ræktaður gróður, sem víða er orðinn mjög gróskumikill og jafn- vel farinn að mynda heilu skógana. Einnig eru í borginni mólendi og vot- lendi, vötn, ár, strendur og fjörur. Þetta er mjög mikil fjölbreytni bú- svæða og fyrir vikið er lífríkið líka fjölbreytt. Allt er þetta mjög aðgengi- legt og nálægt borgarbúum, það þarf ekki að fara langt til að sjá og upp- lifa,“ segir Snorri og nefnir sem dæmi svæði eins og Elliðaárdal, Elliðavatn, Viðey, Öskjuhlíð, Fossvoginn, Grafarvoginn, Heiðmörk, Rauðavatn og fleiri. Nálægðin skiptir miklu máli Snorri er stundum í hlutverki fræðarans í fræðsluferðunum, enda líffræðingur, en stundum eru aðrir sérfræðingar fengnir til liðs í viðburð- unum. „Til dæmis verður á morgun sunnudag boðið upp á viðburð þar sem Gunnar Hersveinn heimspek- ingur og rithöfundur ætlar að leiða náttúrustund í Elliðaárdal, það verð- ur ekki hefðbundin náttúrufræðsla heldur samverustund þar sem Gunn- ar verður með ýmsar pælingar og spjall við gesti um náttúruna og mik- ilvægi hennar fyrir okkur mann- fólkið, hvernig við getum lært að elska og virða náttúruna.“ Þegar Snorri er spurður að því hvort honum finnist borgarbúar ekki nýta sín náttúrusvæði nægilega mik- ið, segir hann að fólk sé mjög duglegt að heimsækja og njóta slíkra svæða í borginni. „Fólk nýtir þessi svæði fyrir hverskonar útivist, og einnig bjóða ýmsir aðilar upp á fræðsluviðburði á þeim á höfuðborgarsvæðinu, Háskóli Íslands, Ferðafélagið og fleiri aðilar. Skólarnir nota þessi svæði mjög mik- ið, ekki síst leikskólarnir. Þetta skipt- ir miklu máli fyrir alla borgarbúa, að hafa návígi ekki aðeins við græn og opin svæði, heldur líka villta náttúru þar sem er dýralíf. Þar sem svo stór hluti þjóðarinnar býr í borginni þá skiptir máli að borgin sé rík af nátt- úrusvæðum sem eru íbúunum að- gengileg.“ Búsvæði dýra og plantna í borginni Í höfuðborginni er mó- lendi og votlendi, vötn, ár, strendur og fjörur. Fyrir vikið er fjölbreytni mikil í lífríkinu. Allt er þetta mjög aðgengilegt og nálægt borgarbúum, það þarf ekki að fara langt til að sjá og upplifa. Líffræðingur Snorri Sigurðsson úti í gró- andanum í borginni við sundin blá. Morgunblaðið/Ómar Gaman Lífríki skoðað í fjöruferð fyrir nokkrum árum á vegum átaksins.  AÐ ELSKA NÁTTÚRUNA: Á morgun, sunnudaginn 24. júní, kl. 20. Gunnar Hersveinn heimspekingur leiðir náttúru- stund í Elliðaárdal og flytur hugvekju og gestir eru hvattir til að vera með. Hvernig lærum við að elska náttúruna? Verk- efnið okkar er að rækta sam- bandið við náttúruna og lífið á jörðinni í heild. Gildi náttúrunn- ar mótast ekki aðeins af sjónar- horni mannverunnar heldur alls sem lifir og hrærist á landi, hafi, sjó og lofti. Hist við Rafveituheimilið í Elliðaárdal.  FUGLAPARADÍS VIÐ ELLIÐAVATN: Laugardag 30. júní kl. 13. Við Elliðavatn dvelja margar tegundir fugla, m.a flórgoði og himbrimi. Snorri Sigurðsson líf- fræðingur stýrir. Hist við Elliða- vatnsbæinn.  HIN VILLTA VIÐEY: Sunnudagur 8. júlí kl. 13:30. Í Viðey er auðugt lífríki. Snorri Sigurðsson líffræðingur leiðir göngu um eyjuna og fræðir gesti. Ferjuferðir frá Skarfa- bakka eru t.d. kl. 12:15 og 13:15. Gangan hefst við Viðeyjarstofu. Í samstarfi við Borgarsögusafn. FRÆÐSLUVIÐBURÐIR Móðurást Tjaldur með unga. Morgunblaðið/Ómar Náttúruást, fuglarnir og Viðey Íslenskt einangrunargler í nýbygginguna, sumarbústaðinn eða stofugluggann. Fagleg ráðgjöf og öruggur afhendingartími. Smiðjuvegi 2, Kópavogi – sími 4889000– samverk.is Við erum fjögur úr fjölskyld-unni í Rússlandi þegar þessipistill er skrifaður. Ísland og Nígería spila í kvöld. Við fórum í gær frá Moskvu til Volgograd og er- um á gististað nokkuð vel fyrir utan borgina. Ferðin á gististaðinn var ævintýraleg. Við keyrðum út úr upplýstri borginni yfir Volgu, hina mögnuðu á, yfir á hinn bakkann og fikruðum okkur í leigubílnum eftir óupplýstum moldarvegum í mis- jöfnu ástandi að Baka Otdykha Ba- kalda, giststaðnum okkar. Leigubílstjórinn villtist tvisvar á leiðinni, við erum augljóslega ekki í alfaraleið. Við hlustuðum á lætin á stuðningsmannasvæði FIFA sem er Volgograd-megin við ána stóru. Menn greinilega kátir með frammi- stöðu Króatana sem fóru illa með Messi og hans menn. Það er tilhlökkun fyrir deginum. Verður gaman að sjá Ísland kljást við öflugt lið Nígeríu. Ég er frekar afslappaður með leikinn, allavega núna í morgunsárið. Trúi því að okk- ar menn muni gera sitt allra besta og það er ekki hægt að biðja um meira. Annað hvort dugar það eða ekki. Þeir eru eins vel undirbúnir og þeir geta verið og við sem verðum á vellinum munum styðja þá alla leið. Við erum búin að vera rúma viku í Rússlandi. Upplifunin hefur verið mjög jákvæð. Stemmingin í kringum HM er mögnuð. Mikil jákvæðni og gleði í stuðningsmönnum allra liða, allir brosandi og kátir. Heimamenn eru mjög gestrisnir. Tilbúnir að hjálpa og leiðbeina okkur sem erum í heim- sókn. Upplifunin er í algerri mót- sögn við þá ímynd sem við á vest- urlöndum höfum af Rússlandi í gegnum fjölmiðla. Við fáum sjaldan að heyra um jákvæðu hlutina, en fáum reglulega að heyra af þeim neikvæðu. HM á eftir að breyta áliti margra á Rússum og Rússlandi. Fólk er nefnilega bara fólk og flestir vilja öðrum vel. Sama hvaðan þeir koma. Eitt það besta við stóra íþróttaviðburði á við M er akkúrat þetta, að opna augu og huga fólks fyrir öðrum löndum, þjóðum og fólki. Íþróttir tengja heiminn saman á jákvæðan hátt. Um leið og þær stuðla að heilbrigðu líferni og lífs- stíl. Njótum ferðalagsins! Íþróttir gera heiminn betri Njóttu ferðalagsins Guðjón Svansson guðjon@njottuferðalagsins.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.