Morgunblaðið - 23.06.2018, Síða 14

Morgunblaðið - 23.06.2018, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2018 Vorum að fá fullt nýjum hjólhýsum í mörgum litum og stærðum, á staðnum. 562 1717 Kletthálsi 2 - bilalif@bilalif.is bilalif.is Verð frá aðeins 1.990.000 • 100% lán mögulegt NÝ TT Hjólhýsi Sigurður Ægisson sigurdur.aegisson@gmail.com Hnúfubakur sem merktur var með gervitunglasendi við Hrísey í Eyja- firði þann 10. nóvember 2014 og var 110 dögum síðar staddur í Kar- íbahafi, er nú aftur kominn á sum- arstöðvarnar hér við land, var í fyrradag í miklu æti suður af Hauganesi ásamt nokkrum öðrum. Þetta rúmlega 7.500 km ferðalag frá vetrarstöðvunum hingað norður tekur 5-6 vikur hvora leið. Norður af Dóminíska lýðveldinu og Puerto Rico sem og við Grænhöfðaeyjar eru þekktar æxlunarstöðvar hnúfu- baks og menn höfðu lengi grunað íslensku dýrin um að fara á annan hvorn staðinn, en ekki hafði tekist að sanna þá tilgátu fyrr en þarna. Umræddur hnúfubakur mun ekki hafa sést í Eyjafirði í fyrra. Þrír hnúfubakar sem merktir voru með gervihnattasendum í des- ember 2016 og janúar 2017 við Tromsø í Norður-Noregi héldu allir á sömu vetrarstöðvar og sá íslenski, og eflaust hinir sjö líka, því alls fengu tíu hnúfubakar þar sömu meðferð, en sendar þeirra dugðu ekki eins lengi og hinna. Þegar merki hættu að berast voru fimm hvalanna enn við strendur Norður- Noregs, einn staddur austur af Ís- landi á suðurleið og annar langt fyrir sunnan land með stefnu á Karíbahaf. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Kominn aftur Hnúfubakurinn víðförli í æti suður af Hauganesi í fyrradag. Víðförull hnúfubakur lætur sjá sig hér á ný Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Sveinn Rúnar Gunnarsson, sem hef- ur starfað sem héraðslögreglumaður í fjögur ár og verið fastráðinn lög- reglumaður síðan í vor hjá lögregl- unni á Sauðárkróki, fékk nýverið synjun þegar hann sótti um að kom- ast í lögreglunámið hjá Háskólanum á Akureyri (HA). Skólinn telur sveinspróf hans í húsasmíði ekki jafnast á við stúdentspróf eða „sam- bærilega“ menntun eins og segir í inntökuskilyrðum námsins. Sveinn Rúnar, sem vakti athygli á málinu á Facebook, segir í samtali við Morg- unblaðið að stjórnendur HA hafi sett sig í samband við hann eftir færsluna og tilkynnt að ástæðan fyrir kröf- unni um stúdenstpróf væri fjöldi um- sækjenda. „Þetta er rosalega sér- stakt því þau sögðu að ef ég hefði sótt um í fyrra þá hefði ég komist inn en vegna fjöldans í ár fóru þau eftir stúd- entsprófi,“ segir Sveinn Rúnar. Hann hefur lokið nýliðanámskeiði hjá lögreglunni, námskeiðum í fjallabjörgun, snjóflóðaleit og skyndihjálp ásamt því að hafa réttindi til að radarmæla. Þá hefur hann einnig meðmæli frá yfirlögregluþjóni, stjórnarmanni í Landssambandi lögreglumanna og varðstjóra hjá fjarskiptamiðstöð rík- islögreglustjóra en þrátt fyrir það eru það einingafjöldinn sem ræður því hvort Sveinn Rúnar kemst í nám- ið eða ekki. „Ég er með 107 einingar og ég þarf að klára 45 einingar til þess að klára þetta. Það tekur ár. Ef ég væri 17 ára, ekki í vinnu og ekki með barn og fjölskyldu þá gæti ég reynt að troða þessu inn á eina önn en ég tek ekki 45 einingar með 100% starfi og heimili,“ segir Sveinn Rúnar. Hann verði samt að ljúka við einingarnar. Hann telur það hins vegar heldur hart hvað þeir sem eru með sveins- próf þurfa að lengja framhaldsnám sitt. „Ég er í fjögur ár að klára sveinsprófið í húsasmíði, það er farið að útskrifa stúdenta á þremur árum í dag. Ég mun þurfa eitt aukaár í framhaldsskóla til að komast í há- skólann. Ég mun þurfa að vera í fimm ár í framhaldsskóla í rauninni.“ Hann segir að hann sé ekki sá eini í þessari stöðu en tvær hárgreiðslu- konur með sveinspróf, sem fengu sömu höfnun frá HA, settu sig í sam- band við hann. Sveinspróf ekki talið sam- bærilegt stúdentsprófi  Starfandi lögreglumanni synjað um lögreglunám í HA Sveinn Rúnar Gunnarsson „Við viljum fanga og halda utan um allar þær upplýsingar sem þjóðkirkj- an er að sýsla með og nýju lögin um meðferð persónuupplýsinga taka til. Þjóðkirkjan er með talsverðar upp- lýsingar um einstaklinga, t.d. bara það að vera skráður í þjóðkirkjuna er persónuupplýsingar,“ segir Guð- mundur Þór Guðmundsson, lögfræð- ingur hjá Biskupsstofu, í samtali við Morgunblaðið. Biskupsstofa auglýs- ir nú eftir lögfræðingi, til eins árs, til að innleiða nýjar persónuverndar- reglur hjá þjóðkirkjunni. Umfangsmikið verkefni Guðmundur segir vel á þriðja hundrað, misfjölmennar, kirkju- sóknir um allt land, og starfsmann- inum verður ætlað að liðsinna sókn- unum með almennum leiðbeiningum. Það muni útheimta ferðalög og kynningar um land allt auk skjalfest- ingar vinnuferla. Ekki muni veita af heilu ári til starfans. „Það var t.d. fundið að því fyrir nokkrum árum að við birtum kjör- skrár vegna almennra prestskosn- inga á netinu. Þar með var búið að birta opinberlega þá sem voru skráð- ir í þjóðkirkjuna. Þetta gerum við ekki lengur, en það þarf að vera gott verklag og ferlar í kringum allt svona,“ segir Guðmundur Þór, og bætir við að í einstökum sóknum og prestaköllum sé margvíslegar upp- lýsingar að finna sem teljist per- sónuupplýsingar, vegna eðlis starfa kirkjunnar. Fólk leiti til kirkjunnar af ýmsum ástæðum og vandamálum. Það fari í viðtöl, sumir biðji um fjár- hagsaðstoð úr kirkjusjóðum eða hjá hjálparstarfi kirkjunnar innanlands, ýmis erindi berist kirkjunni og svo sé t.d. aldagömul hefð fyrir skrán- ingum í kirkjubækur. Ekki sé allt skráð í kirkjustarfinu, en það fari eftir prestum og sóknum og þarfnist nú skoðunar. ernayr@mbl.is Skoða meðferð upplýsinga  Þjóðkirkjan ræður lögfræðing vegna laga um persónuvernd Morgunblaðið/Eggert Biskupsstofa Tryggja þarf rétta meðferð persónuupplýsinga. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fjárfestar hyggjast byggja 64 íbúðir í endurgerðum húsum í Brautarholti í Reykjavík. Annars vegar er um að ræða 22 íbúðir í Brautarholti 18 og hins vegar 42 íbúðir í Brautarholti 20. Íbúðirnar verða smáíbúðir. Eigendum nærliggjandi fasteigna voru kynnt áformin í vor. Frestur til að skila inn athugasemdum rann út á fimmtudaginn var. Samkvæmt fast- eignaskrá á félagið LL09 ehf. Braut- arholt 18-20. Endanlegur eigandi þess er Gamma Novus. Miðað við söluverðmæti íbúða á svæðinu er verðmætið 1,5 til 2 milljarðar króna. Fram kom í kynningu arkitekta að Brautarholt 18 samanstendur af sambyggðum byggingum. Uppruna- legur hönnuður er Hannes K. Dav- íðsson arkitekt. Fyrirhugaðar breytingar fela í sér að húsið er hækkað um eina hæð og ný 5. hæð byggð ofan á miðju þess. Yrði hún inndregin um 1,5 metra. 1-2 verslunarrými verða á jarðhæð. Viðbygging frá 1973 Fram kemur í lýsingu arkitekta að hornhúsið Brautarholt 20 er byggt árið 1952 með viðbyggingu frá 1973. Upprunalegur hönnuður var Gísli Halldórsson arkitekt en að þeim seinni Jóhannes Friðjónsson arki- tekt. Líkt og í Brautarholti 18 er húsið hækkað um eina hæð og byggð inndregin 5. hæð ofan á miðju þess. Á jarðhæð er gert ráð fyrir versl- unar- og veitingarekstri, 3-5 rýmum. baldura@mbl.is Morgunblaðið/Baldur Brautarholt 20 Þórskaffi og síðar Baðhúsið voru í þessum húsum. Teikning/Arkís Drög Svona sjá arkitektar fyrir sér að byggingarnar muni líta út. Áforma 64 íbúðir í Brautarholti  Fjárfestar kynntu íbúum áform sín

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.