Morgunblaðið - 23.06.2018, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.06.2018, Blaðsíða 22
SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Sex manna hópur frá Forn-leifastofnun Íslands rann-sakar nú rústir af skála fráfyrstu öldum Íslands- byggðar innarlega í Ólafsdal í Gils- firði. Að sögn Birnu Lárusdóttur fornleifafræðings, sem stjórnar verkinu, uppgötvuðust minjarnar fyrir ári þegar unnið var að skrán- ingu fornleifa í dalnum á vegum Minjaverndar. „Hér í dalnum er al- veg ótrúlegt menningarlandslag, sérstaklega miklar og merkilegar búnaðarminjar frá 19. og 20. öld,“ segir Birna, „en það kom okkur al- gjörlega á óvart að rekast þarna á allt annað tímabelti.“ Birna segir að í fyrrahaust hafi verið grafinn könnunarskurður og komið niður á gólflag og eldstæði. Öskusýni sem send voru til aldurs- greiningar í Glasgow benda til þess að rústin sé frá 9. eða 10. öld. Ákveðið var að rannsaka rústirnar betur og fékkst til þess 4 milljóna króna styrkur úr Fornminjasjóði í vor og síðan hefur Minjavernd bætt öðru eins við, en félagið hefur með samningi við fjármálaráðuneytið frá 2015 tekið að sér að stýra uppbygg- ingu Ólafsdals sem sögu-, minja- og ferðamannastaðar. Rústir skálans eru á Tungunni innarlega í Ólafsdal, milli Ólafs- dalsár og Hvarfdalsár. „Staðan er þannig núna að við erum búin að taka ofan af allri byggingunni, sem er rúmlega 20 metrar á lengd, og við sjáum vel allar útlínur og veggi og erum að hreinsa okkur niður á alvöru mann- vistarleifar,“ segir Birna. Hún segir að þótt útlínur skálans séu hefð- bundnar sé byggingin talsvert flók- in til rannsóknar þar sem greinilegt sé að byggt hafi verið við hana og hún endurbætt á ýmsan hátt þegar hún var í notkun. Hún telur líklegt að búið hafi verið í skálanum í nokkra áratugi, en síðan hafi hann verið yfirgefinn. „Það er hvergi vikið að fornbæ á þessum slóðum í neinum ritheim- ildum sem okkur er kunnugt um,“ segir Birna. Örnefni gefi heldur ekki neinar vísbendingar um forna byggð á staðnum. Í grennd við skálann séu rústir fleiri bygginga sem líklega eru skepnuhús og verða þær einnig rannsakaðar. Í sumar verður aðeins unnið að uppgreftri fram í fyrstu viku næsta mánaðar, en þráðurinn síðan tekinn upp næsta sumar. Rannsóknarverkefnið er til þriggja ára til að byrja með. Fyrsti bændaskólinn Í Ólafsdal stofnaði Torfi Bjarna- son fyrsta bændaskóla á Íslandi ár- ið 1880 og rak hann til 1907. Bú- skapur var þar áfram fram yfir 1970. Frá 1974 og framundir 1990 var skólasel á vegum Mennta- skólans við Sund í gamla skólahús- inu. Með samtökum var húsinu forðað frá eyðileggingu á árunum 1995 til 1996, en endurreisn stað- arins hófst síðan 2008 þegar Ólafs- dalsfélagið var stofnað. Ólafsdalur er ríkisjörð en leigð til félagsins samkvæmt sérstökum samningi. Í bændaskóla Torfa Bjarnasonar innrituðust 156 skólasveinar af öllu landinu og lærðu þar jafnt verkleg sem bókleg fög. Námstíminn var frá vori til vors og námstíminn tvö ár. Ólafsdalssveinarnir létu mjög að sér kveða eftir útskrift úr skólanum og urðu flestir mjög áberandi, hver í sínu samfélagi, félagsmála- frömuðir, kennarar og virkir í sveit- arstjórnum. Torfi kom upp mörgum byggingum í Ólafsdal. Sú mesta er skólahúsið frá 1896 sem enn stend- ur. Fundu óvænt fornan skála í Ólafsdal Ljósmynd/Fornleifastofnun Ísla Forn skáli Vel má sjá útlínur skálans sem er rúmlega 20 metrar að lengd. Aldursgreining bendir til þess að búið hafi verið í honum á 9. eða 10. öld. 22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þau Emm-anuelMacron Frakklands- forseti og Angela Merkel Þýska- landskanslari funduðu á þriðjudaginn var, en þau hafa átt með sér mjög náið samband frá því að Macron náði kjöri fyrir tveimur árum. Tilgangur fundarins var einkum sá að undirstrika samstöðu í að- draganda leiðtogafundar sambandsins, sem fer fram í lok næstu viku, og sýna að þar myndu Frakkar og Þjóð- verjar standa saman. Sú sýning var ekki síst mikilvæg fyrir Merkel þar sem ólga innan flokkabanda- lags kristilegra (CSU í Bæj- aralandi og CDU í öðrum sambandslöndum) vegna stefnu hennar í flóttamanna- málum hefur leitt til þess að hún berst nú nánast fyrir pólitísku lífi sínu. Hafa „uppreisnarmenn“ í flokka- bandalagi hennar í raun sett henni stólinn fyrir dyrnar, og gefið Merkel tvær vikur til þess að ná fram sam- komulagi við hin ríki Evr- ópusambandsins um breytta nálgun í málefnum flótta- manna og hælisleitenda. Macron fyrir sitt leyti reyndi að rétta Merkel hjálparhönd með því að styðja hugmyndir um að hægt yrði að senda þá flótta- menn og hælisleitendur sem reyndu að flytjast búferlum innan Evrópusambandsins aftur til þess ríkis þar sem þeir hefðu fyrst verið skráð- ir, en þetta hefur verið ein helsta krafa Horsts Seeho- fer, innanríkisráðherra Þýskalands og leiðtoga CSU, sem sækir nú að Mer- kel. Hins vegar er enn óvíst hvort aðrir leiðtogar Evr- ópusambandsins verði henni jafn liðlegir og Macron. Á móti samþykkti Merkel að styðja hugmyndir Mac- rons um ýmsar umbætur á stjórn evrunnar, sem ætlað er að gera hinn sameiginlega gjaldmiðil sterkari og betur í stakk búinn til þess að tak- ast á við áföll lík þeim sem dundu á fyrir um áratug. Helsta og umdeildasta hug- myndin sem leiðtogarnir sammæltust um er sú að evrusvæðið taki upp sameig- inleg fjárlög sem myndi ná til nokkurra af- markaðra sviða og á sú breyting að ganga í garð fyrir árið 2021. Merkel og Þjóðverjar hafa hingað til verið efins um gildi þess að evruríkin tækju upp sameiginleg fjárlög af ótta við að fátækari ríki svæðisins myndu freistast til þess að eyða þýskum skatt- peningum, fengju þau tæki- færi til. Þess vegna mun samkomulag Macrons og Merkel vera fremur „smátt“ í sniðum, þar sem heildar- fjárhæðin er talin í tugum en ekki hundruðum milljarða evra. Smáatriðin hafa hins veg- ar verið skilin eftir, og er engan veginn víst að hin ríki Evrópusambandsins muni vilja taka undir hugmyndir þeirra Merkel og Macrons án þess að þau liggi fyrir. Þannig hafa minnst 12 ríki Evrópusambandsins nú þeg- ar lýst yfir efasemdum sín- um, en meðal þeirra eru Danmörk, Finnland og Sví- þjóð, auk Eystrasaltsríkj- anna, Benelúx-landanna, Austurríkis, Írlands og Möltu. Þá hafa Pólverjar hreyft mótbárum og sagt framtíð Evrópusambandsins sjálfs í húfi. Mótspyrna ríkjanna er ekki síst tilkomin vegna þess yfirbragðs sem það hefur á sér að tvö sterkustu ríki sambandsins semji sín á milli um jafnmikilvægt mál og sameiginleg evrufjárlög, líkt og hin aðildarríkin 25 skipti engu máli. Þetta er raunar ekkert nýtt og þarf ekki að koma neinum á óvart og ekki held- ur sú staðreynd að Jean- Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar sam- bandsins, hefur þegar lýst yfir velþóknun sinni á sam- komulaginu. Framundan er því vænt- anlega barátta um framtíð evrusvæðisins og raunar Evrópusambandsins alls. Þar verður tekist á um að minnsta kosti tvær grund- vallarspurningar; annars vegar þá hvort Þjóðverjar og Frakkar eigi að fá að toga sambandið í þá átt sem þeir vilja, og hins vegar hvort áfram skuli haldið í átt að æ meiri samruna. Merkel og Macron leggja línuna – en munu aðrir fylgja henni?} Fundað um framtíð Evrópusambandsins N ú fylgist þjóðin með heimsmeist- aramótinu í Rússlandi og fylkir sér á bak við landsliðið sitt. Á sama tíma eru þúsundir fjöl- skyldna að undirbúa sig fyrir fótboltamót barna sinna í sumar og hjá mörg- um ríkir sérstök eftirvænting. Það fer mikil vinna og alúð í að skipuleggja mót sem þessi, og oft er sú vinna unnin í sjálfboðastarfi. Öllum þeim frábæru sjálfboðaliðum og mótshöldurum verður seint fullþakkað fyrir að gera upplifun þátttakenda sem besta. Gott aðgengi og jafnrétti eru að mínu mati lykilbreytur þegar kemur að árangri í íþrótt- um. Með tilkomu frístundakorta og fjölgun iðk- enda hafa fleiri börn tækifæri til þess að spreyta sig í mismunandi íþróttagreinum. Stúlkum sem stunda íþróttir hefur fjölgað verulega að undanförnu og er það mjög jákvæð þróun. Ég tel að sú fjölgun hafi einnig aukið til muna virkni foreldra í íþróttastarfi, sem hefur afar jákvæð áhrif á árangur og stemningu í kringum íþróttaþátttökuna. Í grein í ritinu Stjórnmál og stjórnsýsla er fjallað um niðurstöður rannsóknar á kynjajafnrétti í íþróttum. Þar kemur fram að stjórnvöld hafi mikilvægu hlutverki að gegna við að tryggja kynjajafnrétti en ekki hafi verið horft til kynjasjónarmiða við undirbúning gildandi íþróttalaga. Ennfremur að stefnumótun í málaflokknum hafi ekki tek- ið mið af þeim og stjórnvöld ekki lagt þau til grundvallar í fjárveitingum sínum til íþróttahreyfingarinnar. Rannsóknir sem þessar eru mikilvægar opinberri stefnumótun. Ég fagna þeim og tel brýnt að gera grein fyrir þeirri vinnu sem þeg- ar er hafin til umbóta á þessu sviði. Aðgerðum kynjaðrar fjárlagagerðar er beitt við úthlutun fjármagns til íþróttamála. Í fjármálaáætlun 2019-2023 eru kyngreindir mælikvarðar með markmiðum um að auka gæði í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi, ásamt markmiði um að efla stuðning við afreksíþróttafólk. Íþróttastefnan er í endurskoðun og þar er lögð áhersla á að jafna tækifæri og þátttöku kynjanna. Þá er unnið að því að fjölga konum í stjórnum íþróttafélaga en hlutfall þeirra nú er 36%. Jafnréttisstofu hefur einnig verið falið að kalla eftir jafnréttisáætlunum íþróttafélaga og aðstoða við gerð þeirra. Verið er að gera úttekt á íþróttakennslu í skólum með það að mark- miði að skoða áhrif hennar á jafnrétti og einnig verður að nefna að KSÍ steig mjög mikilvægt skref í byrjun árs þeg- ar árangurstengdar greiðslur A-landsliða karla og kvenna voru jafnaðar. Þessi skref sem stjórnvöld og íþróttahreyfingin stíga skipta miklu. Við vitum að það má gera betur á sumum sviðum þegar rætt er um jafnrétti og íþróttir en stefna okkar er skýr og við erum á réttri vegferð. Árangur Ís- lands í íþróttamálum vekur athygli út fyrir landsteinana og við höfum þar mörgu að miðla. Lilja Alfreðsdóttir Pistill Jákvæð þróun í íþróttamálum Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Á mánudaginn 25. júní kl. 19.30 mun Birna Lárusdóttir fornleifa- fræðingur leiða svokallað forn- leifarölt í Ólafsdal. Gangan hefst á hlaðinu í Ólafsdal og er rétt tæpur kíló- metri hvora leið. Staldrað verð- ur við á nokkrum áhugaverðum stöðum á leiðinni að skálarúst- inni. Þegar þangað er komið verð- ur sagt frá byggingunni, vinnu- brögðum við fornleifarann- sóknir og nálægar rústir skoðaðar. Leiðsögn um staðinn FORNLEIFARÖLT Ólafsdalur Minjar eru um blómlegt mannlíf og starfsemi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.