Morgunblaðið - 23.06.2018, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.06.2018, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2018 Árbæjarsafn Úrkoma er eitt algengasta orðið sem heyrst hefur í veðurfréttum undanfarnar vikur en það er ekki alslæmt, því rigningin er góð, ekki síst undir regnhlífum. Kristinn Magnússon Vonandi verður árið 2018 til að festa í sessi meðal uppvaxandi kynslóða vitneskju um þann stóra áfanga sem vannst í sjálfstæð- isbaráttu Íslendinga fyrir einni öld og jafn- framt hvað þarf til að varðveita og þróa þann ávinning sem felst í fullveldi. Sam- bandslögin 1918 voru samþykkt af Íslendingum í þjóðar- atkvæðagreiðslu þá um haustið með um 91% stuðningi, en aðeins rúm 43% kjósenda mættu á kjörstað. Ýmislegt kom þar til, ytri óáran og farsótt, en hitt vó líklega þyngra að margir áttuðu sig ekki á þeim mikla ávinningi sem í lögunum fólst um- fram heimastjórnina sem fengist hafði 1904. Með sambandslögunum 1918 varð Ísland frjálst og fullvalda ríki með sameiginlegan konung með Danmörku. Jafnframt var í þeim endurskoðunarákvæði „eftir árslok 1940“ sem leiddi til stofnunar ís- lenska lýðveldisins 1944 með nær algjörri samstöðu kjósenda og 98,4% kjörsókn. Síðan hefur stofn- un lýðveldisins verið sómi sýndur árlega 17. júní, en smám saman dofnaði yfir minningunni um full- veldisdaginn 1. desember og þá ald- arlöngu baráttu sem var undanfari hans. Eftir upphaf kalda stríðsins, inn- göngu Íslands í NATÓ og komu bandarísks herliðs til landsins 1951 var í reynd bund- inn endi á það „ævar- andi hlutleysi“ sem kveðið var á um í 19. grein sambandslag- anna 1918. Vó gagn- rýni og togstreita um það afdrifaríka skref þungt í stjórnmála- umræðunni og varð ef- laust til að draga úr einhug um að halda merki fullveld- isdagsins á lofti. Bókmenntir, málrækt og baráttan fyrir sjálfstæði Bændasamfélagið íslenska tók litlum breytingum allt fram á 19. öld, þar sem vistarband hélst að lögum til ársins 1863. Í skauti þess varðveittust þó tengslin við fornar bókmenntir, sögu landsins og tungumál sem tók aðeins hægfara breytingum miðað við það sem gerðist í grannlöndum. Danir voru meirihluti íbúa í því þéttbýli sem tók að myndast í Reykjavík næri aldamótunum 1800 og dönsk tunga sótti fast á meðal embættismanna og skylduliðs þeirra. Það var andóf gegn þeirri þróun, ekki síst fyrir frumkvæði danska málfræðingsins Rasks, sem varð kveikjan að sókn fyrir endurheimt sjálfstæðis. Hið ís- lenska bókmenntafélag sem stofnað var 1816 átti ríkan þátt í vakningu meðal menntamanna og almennings áratugina á eftir með Baldvin Ein- arsson, Fjölnismenn og Jón Sig- urðsson í fararbroddi. Gildi Bók- menntafélagsins og bóka þess fyrir sóknina til sjálfstæðis, með tímarit- ið Skírni frá 1827 og nú síðast Sögu Íslands í ellefu bindum (1974-2016), verður seint ofmetið. Baráttan fyrir endurreisn Aþingis sem skilaði ár- angri 1843 markaði þáttaskil og deilur um staðsetningu þess á Þing- völlum eða í Reykjavík skiptu ekki sköpum um framhaldið. Þjóðfund- urinn 1851 efldi samstöðu meðal Ís- lendinga undir forystu Jóns Sig- urðssonar. Uppskeran í næsta áfanga, stöðulögin 1872, uppfyllti að vísu engan veginn kröfur sjálfstæð- issinna, en 1. grein þeirra hljóðaði: „Ísland er óaðskiljanlegur hluti í Danaveldi með sérstökum lands- réttindum.“ Stjórnarskrá afhent að ósk Alþingis 1874 í heimsókn kon- ungs á 1000 ára afmæli Íslands- byggðar reyndist sárabót, þar sem löggjafarvald Alþingis í innanlands- málum var staðfest, en fram- kvæmdavald hélst áfram hjá kon- ungi og í höndum dansks ráðherra. Í hönd fór landshöfðingjatímabilið í þrjá áratugi þar til innleidd var heimastjórn 1904 með Hannes Haf- stein sem ráðherra. Lykillinn að þeim merka áfanga fólst þó fremur í sigri vinstri manna í Danmörku 1901 en samstöðu á Alþingi, þar sem valtýingar og heimastjórn- armenn höfðu árum saman deilt um breytingu á stjórnarskrá. Myndræn sjálfstæðis- barátta á heimaslóð Víða á landinu lét almenningur sig sjálfstæðismálin miklu varða. Á æskuheimili mínu á Hallormsstað minntu myndir á veggjum á barátt- una fyrir auknum landsréttindum. Þar var Jón Sigurðsson forseti í öndvegi í dagstofunni og við hlið hans mynd af langafa mínum séra Sigurði Gunnarssyni sem var þjóð- fundarfulltrúi 1851, ötull stuðnings- maður Jóns forseta og alþing- ismaður 1869-1874. Til hægri handar var mynd af tengdaföður Sigurðar, séra Guttormi Pálssyni, síðast presti í Vallanesi sem gengið hafði í skóla hjá Hannesi Finnssyni í Skálholti fyrir 1800 og síðan kennt á Bessastöðum. Hann var mikill áhugamaður um landsmál og velti m.a. fyrir sér breskri stjórnskipan. Í betri stofunni gat að líta inn- rammaða skrautteikningu Bene- dikts Gröndals af fjallkonunni undir ártölunum 874 - 1874 og kvæðið Eldgamla Ísafold neðan undir. Fað- ir minn hafði gengið í lýðháskólann í Askov 1905-06 áður en hann fór í sérnám í skógrækt og litlu síðar þræddi systir hans Sigrún Blöndal svipaða slóð sem og frændi þeirra Gunnar Gunnarsson rithöfundur. Danska og dönsk menning var í há- vegum höfð hjá þeim systkinum en það dró ekki úr eindregnum stuðn- ingi þeirra við fullt og óskorað sjálf- stæði Íslandi til handa. Margir fundir voru haldnir í sveitum eystra til áherðingar málstaðnum. Í dag- bókarfærslu föður míns frá fundi á Eiðum 6. febrúar 1915 segir m.a.: „Rædd voru Stjórnarskrármálið og Fánamálið. Samþykkt tillaga í stjórnarskrármálinu er lýsti vel- þókknun sinni á gerðum ráðherra í ríkisráði 30. okt. ... Tillaga var sam- þykkt er aðhylltist þrílita fánann.“ Þessar endurminningar og margar af svipuðum toga leita á hugann á þessu afmælisári um leið og nýjar og afdrifaríkar áskoranir um full- veldi og sjálfstæði knýja dyra hjá okkur Íslendingum. Eftir Hjörleif Guttormsson »Með sambandslög- unum 1918 varð Ísland frjálst og full- valda ríki með sameig- inlegan konung með Danmörku. Jafnframt var í þeim endurskoð- unarákvæði „eftir árs- lok 1940“ sem leiddi til stofnunar íslenska lýðveldisins 1944. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. Um skref í sjálfstæðisbaráttunni með persónulegu ívafi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.