Morgunblaðið - 23.06.2018, Side 25

Morgunblaðið - 23.06.2018, Side 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2018 Opna Íslandsmótið hafði þannkost þrátt fyrir allt að ungirskákmenn fengu kjöriðtækifæri til að spreyta sig í keppni við mun stigahærri skákmenn og öðlast þannig reynslu sem getur nýst síðar. Eins og kom fram í síðasta pistli hækkaði enginn meira en hinn ellefu ára gamli Benedikt Briem eða um 121 elo-stig. Frammistaða jafn- aldra hans úr Kópavogi, Gunnars Er- ik Guðmundssonar, var einnig með ágætum og af yngstu keppendum mótsins má einnig nefna Ingunni Helgadóttur sem er á svipuðu reki og þessir tveir og hækkaði um 48 elo- stig. Elo-stigin eru í dag reiknuð einu sinni í mánuði og er það fullmikið af því góða; má geta þess að ekki er ýkja langt síðan þau voru birt tvisvar ár hvert og sé horft einhverja áratugi aftur í tímann þá var látið duga að reikna stigin einu sinni á ári. Skákirnar tala alltaf sínu máli og eftirfarandi sigurskák Gunnars Erik úr síðustu umferð var býsna sannfær- andi af svo ungum skákmanni að vera. Byrjunin var kannski ekki til „útflutn- ings,“ eins og stundum er sagt, en Gunnar hikaði þó hvergi eftir að hafa lagt út í tvísýna peðaframrás á kóngs- væng. Að „vélarnar“ telji taflmennsku hans frá og með 24. leik óaðfinnanlega er út af fyrir sig athyglisvert: Skákþing Íslands 2018; 10. um- ferð: Óskar Haraldsson – Gunnar Erik Guðmundsson Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. Bd3 Dc7 6. De2 d6 7. c4 Rc6 8. Rxc6 bxc6 9. b3 Rf6 10. Bb2 e5 11. O-O Be7 12. f3 Hægfara leikur, hvítur gat ráðist að peðastöðu svarts strax með 12. c5!?, t.d. 12. ... 12. ... dxc5 13. Ra3 og ridd- arinn hreiðrar um sig á c4. 12. ... h5!? Upphafið að djarfri áætlun; svartur ákveður að þeyta peðum sínum fram. Árás á væng skal svarað með atlögu á miðborði er gömul kenning. 13. Rc3 Bd7 14. Hfd1 h4 15. Bc1 Rh5 16. Be3 g5 17. Df2 Rf4 18. c5! Skapar mótspil á drottning- arvængnum en svartur heldur þó fast við sóknaráætlun sína. 18. ... g4 19. Bf1 Hg8 20. Kh1 Full hægfara. Eftir 20. cxd6 Bxd6 21. Dxh4 gxf3 22. g3! er sókn svarts við það að renna út í sandinn. 20. ... g3 21. cxd6 Bxd6 22. Dd2 Hg6! Þarna stendur hrókurinn vel til varnar – og sóknar! 23. Hac1 Dd8 24. Ra4? Þessi leikur var ágætur 23. leik en hann hefði betur boðið riddarakaup og leikið 24. Re2! 24. ... h3! Það er ekki eftir neinu að bíða. 25. Bxf4 hxg2+ 26. Bxg2 exf4 27. Rc5 Dh4 28. Bf1 Bh3 29. Bxh3 Dxh3 30. Dg2 Dh5 31. Rb7 Bc7 32. Hd3 Bb6 33. Rd6 Kf8 34. Rf5 Hd8! 35. Hxd8+ Bxd8 36. Hd1 Bb6 37. h4 Hh6! Hótar 38. ... Dxh4+ og 38. De2 má svara með 38. ... Dxh4+! 39. Rxh4 Hxh4+ 40. Kg2 Hh2+ 41. Kf1 Hxe2! 42. Kxe2 g2 og vinnur. 38. Rd4 Dxh4+ 39. Kg1 Hd6 40. Db2 Bxd4+ 41. Hxd4 Dh2+! Hvítur gafst upp, hrókurinn á d4 fellur óbættur. Einn nýliði í ólympíuhópnum Liðsstjórar íslensku liðanna sem tefla á Ólympíumótinu í Batumi í Georgíu í september nk. tilkynntu val sitt í vikunni. Í opna flokknum verða: Héðinn Steingrímsson, Hjörvar Steinn Grétarsson, Hannes Hlífar Stefánsson, Jóhann Hjartarson og Helgi Áss Grétarsson. Í kvennaflokknum verða: Lenka Ptacnikova, Guðlaug Þor- steinsdóttir, Nansý Davíðsdóttur, Jóhanna Björg Jóhannsdóttur og Sigurlaug Friðþjófsdóttir. Nansý Davíðsdóttir er eini nýlið- inn í þessum hóp. Tveir ellefu ára piltar gerðu góða hluti á Íslandsmótinu Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Er stærsti framleiðandi sportveiðarfæra til lax- silungs- og sjóveiða. Flugustangir og fluguhjól í úrvali. Gott úrval af fylgihlutum til veiða stólar, töskur, pilkar til sjóveiða, spúnabox margar stærðir, veiðihnífar og flattningshnífar. Abulon nylon línur. Gott úrval af kaststanga- settum, fyrir veiðimenn á öllum aldri, og úrval af „Combo“ stöng og hjól til silungsveiða, lax veiða og strandveiða. Flugustanga sett stöng hjól og lína uppsett. Kaststangir, flugustangir, kast- hjól, fluguhjól, gott úrval á slóðum til sjóveiða. Lokuð kasthjól. Úrval af flugustöngum, tvíhendur og hjól. Balance Lippa, mjög góður til silungsveiða „Original“ Fireline ofurlína, gerfi- maðkur sem hefur reynst sérstaklega vel, fjölbreitt gerfibeita fyrir sjóveiði og vatnaveiða, Berkley flattnings- hnífar í úrvali og úrval fylgihluta fyrir veiðimenn. Flugnanet, regnslár, tjaldhælar, og úrval af ferðavörum Helstu Útsölustaðir eru: Veiðivon Mörkinni Vesturröst Laugavegi Veiðiportið Granda Veiðiflugur Langholtsvegi Kaupfélag Borgfirðinga Borgarnesi Kassinn Ólafsvík Söluskáli ÓK Ólafsvík Skipavík Stykkishólmi Smáalind Patreksfirði Vélvikinn Bolungarvík Kaupfélag Steingrímsfjarðar Hólmavík Kaupfélagi V-Húnvetninga Hvammstanga Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki SR-Bygginavöruverslun Siglufirði Útivist og Veiði Hornið Akureyri Veiðiríkið Akureyri Hlað Húsavík Ollasjoppa Vopnafirði Veiðiflugan Reyðarfirði Krían Eskifirði Veiðisport Selfossi Þjónustustöðvar N1 um allt land. Dreifing: I. Guðmundsson ehf. Nethyl 1, 110 Reykjavík. Nánari upplýsingar um þessar vörur má fá á eftirfarandi vefsíðum: www.purefishing.com - www.abugarcia.se - www.kuusamonuistin.fl - www.coghlans.com. Þekktustu veiðivörumerkin eru seld í öllum „Betri sportvöruverslunum landsins“ Verkalýðsfélögin fara á næstunni að móta kröfugerð næstu kjarasamninga. Fram hefur komið breytt af- staða sumra stétt- arfélaga til Alþýðu- sambandsins sem vilja harðari aðgerðir en verið hefur. Nefnd hafa verið skæruverk- föll. Forusta stjórn- valda hefur látið í það skína að þar gæti orðið um lögbrot að ræða. Það gefur til kynna að hart yrði tekið á móti. Stjórnvöld gætu líka sett lög. Það skiptir því miklu að verka- lýðsfélögin komi fram sameinuð en ekki sundruð eins og nú horfir. Því sterkari eru þau gagnvart andstæð- ingnum. Kjararáð hefur að undanförnu hækkað laun þingmanna og annarra um háar upphæðir sem mörgum þykir í andstöðu við ríkjandi launa- þróun. Nú er kjararáð lagt niður en ákvörðun þess stendur og flestir tekið við þeim hækkunum. Stjórnvöld þess tíma settu á kjararáð og settu því reglur til að fara eftir, stjórnvöld eru því ábyrg fyrir störfum ráðsins. Það er því nokkuð „skondið“ að leggja kjararáð niður þegar þeir hærra launuðu eru búnir að fá hækkanir en hinn al- menni launamaður situr eftir. Það er eðlilegt að almennum launamanni finnist „mælirinn fullur“ og nú þurfi að mæta af hörku ríkjandi ósvífni og misrétti. Nú koma fréttir af slæmu ástandi á Landspítalanum, einkum vegna vöntunar á fólki í hjúkrunarstörf. Margir sem lært hafa til þeirra starfa hafa kosið að vinna við önnur störf. Hvað veldur því? Álagið er sagt mikið, einkum vegna þess að fólk vantar og þá verður álagið meira á þá sem þar vinna, líka vegna aukinnar yfirvinnu. Starfsfólk er orðið yfir sig þreytt. Þá skipta launakjör einnig máli. Til að Landspítalinn geti sinnt sjúkrastarfi landsmanna eins og honum er ætlað þarf að búa starfsfólki hans góða starfsaðstöðu og þau laun að það vilji vinna þar. Landspítalinn og kjaramálin Eftir Óla Stefáns Runólfsson Óli Stefáns Runólfsson » Það er nokkuð „skondið“ að leggja kjararáð niður þegar þeir hærra launuðu eru búnir að fá hækkanir en hinn almenni launamað- ur situr eftir. Höfundur er meistari í rennismíði og eftirlaunaþegi. olistef1@simnet.is Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.