Morgunblaðið - 23.06.2018, Page 28

Morgunblaðið - 23.06.2018, Page 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2018 ✝ Helgi ÞormarSvavarsson fæddist í Hvamm- koti í Lýtings- staðahreppi 7. maí 1934. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks 9. júní 2018. Foreldrar hans voru Svavar Pét- ursson frá Gríms- stöðum í Svartár- dal, f. 20.1. 1905, d. 13.2. 1983 og Jóhanna Sigríður Jónína Helga- dóttir frá Ánastöðum í Svart- árdal, f. 19.7. 1906, d. 19.4. 1999. Systkini Helga eru Marta Fann- ey, f. 8.11. 1931, d. 15.5. 2013, Steingrímur Sigmar, f. 6.3. 1941 og Margrét Elísabet, f. 22.11. 1944. Eiginkona Helga er Edda Stefáns Þórarinsdóttir, f. 28.5. 1939 og giftust þau 29.3. 1964. Foreldrar hennar voru Guðbjörg Stefánsdóttir, f. 20.9. 1900, d. 23.6. 1960 og Stefán Magnússon, f. 23.9. 1917, d. 7.6. 2003, fóstur- foreldrar Eddu voru Margrét son, f. 7.4. 1975, þeirra börn eru Jón Dagur, Dagmar Ólína og Hrafn Helgi og eiga þau 1 barna- barn. Helgi flutti ásamt foreldrum sínum í Ytri-Kot í Norðurárdal í Akrahreppi og bjuggu þau þar 1937-1939 og síðan fluttu þau í Silfrastaði í sama hreppi. Árið 1947 flutti Helgi ásamt for- eldrum sínum og systkinum í Reykjaborg til Ófeigs móð- urbróður Helga á meðan verið var að byggja nýbýlið Laug- arbakka í Lýtingsstaðahreppi. Á sínum ungdómsárum vann Helgi ýmsa verkamannavinnu, meðal annars var hann tvo vetur í Keflavík og tvo vetur á Akranesi og var einnig að vinna hjá Raf- magnsveitum ríkisins. Helgi og Edda voru með lítilsháttar bú- skap á Laugarbökkum og bjuggu með kýr, kindur og hross. Að- alstarf Helga var vörubifreiða- akstur og vann hann við það, fyrst með föður sínum og fyrir ýmsa aðila og síðan með eigin vörubíl. Hann var félagi í Vöru- bílstjórafélagi Skagafjarðar. Edda kom í Skagafjörðinn með Helga 17. júní 1958 og bjuggu þau alla tíð á Laug- arbökkum. Útför Helga fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, 23. júní 2018, og hefst athöfnin kl. 11. Jónsdóttir, f. 22.3. 1900, d. 19.9. 1979 og Þórarinn Guð- mundsson, f. 27.5. 1904, d. 5.6. 1965. Börn Helga og Eddu eru: 1) Þor- mar, f. 19.9. 1958, sonur hans er Karl Gunnar og barna- börnin eru 4. 2) Svavar, f. 22.2. 1960, kona hans er Hafdís Ólafsdóttir, f. 20.11. 1963, þeirra synir eru Helgi Már, Elvar Örn, Bjarki Þór og Sveinbjörn Óli og eiga þau 5 barnabörn. 3) Sigríður Margrét, f. 1.5. 1961, hennar maður er Hlífar Hjalta- son, f. 30.9. 1960, þeirra börn eru Drífa Ósk, d. 1981, Þyrey, Edda Hlíf, Daði og Hörður og barna- börnin eru 3. 4) Guðbjörg Elsa, f. 22.5. 1965, hennar maður er Guðmundur Brynjar Ólafsson, f. 15.5. 1962, þeirra börn eru Viðar Freyr, Anna Lilja og Bríet og barnabörnin eru 3. 5) Helga Sjöfn, f. 25.6. 1975, hennar mað- ur er Gunnlaugur Hrafn Jóns- Við pabbi fórum í síðustu öku- ferðina okkar saman í Krókinn á afmælisdaginn hennar mömmu, 28. maí. Það var nú svo sem engin skemmtiferð og pabbi átti ekki afturkvæmt heim úr þessari ferð. Það var bót í máli að við vorum á Benz og við gátum rekið ættir eins sjúkraflutningamannsins fram í Lýdó og það róaði okkur aðeins. Pabbi vildi nú alls ekki fara af stað enda mjög heimakær maður og þótti best að vera bara heima hvað sem tautaði og raul- aði. En svona er lífið og ekki allt- af á allt kosið. Við pabbi náðum vel saman og þurftum ekki að eyða óþarflega mörgum orðum um hlutina ef við vorum að gera eitthvað saman. Ég hafði mjög gaman af að stússast með honum í fjárhúsunum og sauðburði á vorin og fjárflutningar á haustin voru skemmtilegasti tíminn. Pabbi starfaði sem vörubílstjóri og í þá daga voru verkefnin af ýmsum toga, vegagerð, vöru- flutningar, ísun togara og fjár- flutningar svo eitthvað sé nefnt. Það var oft fjör í fjárkörfunni þegar verið var að fara með féð frá Reykjaborg og Laugarbökk- um fram í Grímsstaði á vorin. Meira fjör en bílstjórinn og far- þegi hans áttuðu sig á. En aldrei vorum við krakkarnir skömmuð sama hvernig við létum. Mér fannst pabbi oft fullrólegur í tíð- inni þegar við vorum að brasa eitthvað saman og reyndi ég þá að stjórna og koma því þannig fyrir að hlutirnir yrðu gerðir eftir mínu höfði en pabbi lét yfirleitt ekki haggast og sagði mér stund- um að ég væri stjórnsöm og hló svo góðlátlega. Pabbi var þannig gerður að hann vildi ekki miklar breytingar og var ósköp nægju- samur og leið vel með sitt. Hann talaði alltaf vel um alla samferða- menn sína og var fordómalaus í garð annarra. Honum þótti ósköp vænt um hópinn sinn sem er orð- inn nokkuð stór og var alltaf glað- ur þegar einhver birtist á Laug- arbökkum til að kíkja við í kaffi og spjall og þótti notalegt að fá afa- og langafabörnin í heimsókn. Síðustu árin var pabbi orðinn gleyminn og sagði við mig fyrir ári að það væri nú orðið svo skrít- ið með sig að hann væri hættur að þekkja fólk. Þó svo að hann ætti við þessa glímu að etja þá var hann alltaf glaður og brosið hans hlýja náði alltaf til augn- anna fram á síðustu stundu. Mamma var kletturinn við hlið hans í 60 ár og þegar hann lá banaleguna var brosið alltaf breiðast og blíðast hjá pabba þegar hún birtist í dyrunum. Blessuð sé minning þín, elsku pabbi. Þín Helga Sjöfn Helgadóttir. Sem þá á vori sunna hlý sólgeislum lauka nærir og fífilkolli innan í óvöknuð blöðin hrærir; svo vermir fögur minning manns margt eitt smáblóm um sveitir lands, frjóvgar og blessun færir. (Jónas Hallgrímsson) Elsku góði afi minn er látinn. Þegar ég hugsa til hans þá sé ég hann fyrir mér þar sem hann stendur við girðinguna að klappa hestunum sínum. Bros leikur um varir hans og hann er að njóta augnabliksins. Afi var hæglætis- maður, hann gaf sér tíma, það var ekkert stress. Einu sinni sem oft- ar var ég við heyskap í Borg- areynni. Afi kom og fylgdist með á kantinum og þegar ég stöðvaði traktorinn og gekk út til afa þá hrósaði hann mér fyrir það hvað ég væri laginn við að múga, vand- virk þrátt fyrir að fara svona hratt yfir. Afi var maður fárra orða og þess vegna var hrósið sérlega dýrmætt fyrir unglings- stúlkuna sem vissi að hrósið var einlægt. Ég heyrði afa aldrei hallmæla nokkrum manni, hann var réttsýnn og tryggur, hlýr og gott að leita til hans. Ég kveð afa með söknuði og varðveiti góðar minningar í hjarta mér. Blessuð sértu sveitin mín! sumar, vetur, ár og daga. Engið, fjöllin, áin þín – yndislega sveitin mín! – heilla mig og heim til sín huga minn úr fjarlægð draga. Blessuð sértu sveitin mín! sumar, vetur, ár og daga. Fagra, dýra móðir mín minnar vöggu griðastaður nú er lífsins dagur dvín, dýra, kæra fóstra mín, búðu um mig við brjóstin þín. Bý ég þar um eilífð glaður. Fagra, dýra móðir mín, minnar vöggu griðastaður. (Sigurður Jónsson) Edda Hlíf Hlífarsdóttir. Ein af mínum fyrstu minning- um um afa er, eins og hjá mörg- um öðrum, tengd vörubílnum. Það var verið að tína saman bagga á túninu hjá fjárhúsunum og ég fékk að vera í vörubílnum með afa, sitja í fanginu á honum og stýra, litlar hendur héldu um stórt stýrið á vörubílnum og svo voru stórar og öruggar hendur afa sem hjálpuðu til svo allt yrði eins og það átti að vera. Þó afi væri frekar stór maður var ekki mikil fyrirferð á honum, rólyndi, hlýja, hjálpsemi og öryggi eru orð sem mér finnst vera lýsandi fyrir hann. Þegar ég hugsa um afa kemur alltaf fyrst upp í huga minn hógvær, dillandi hlátur hans sem var svo einkennandi fyrir hann. Þegar ég var krakki heilsuðumst við formlega með handabandi lengi vel í hvert sinn sem við hittumst. Handabandinu skiptum við svo út fyrir þétt faðmlag og koss á kinn og heils- uðumst við og kvöddumst með þeim hætti alveg fram á síðasta dag. Mikið sem mér þykir vænt um minninguna um hlýtt faðmlag frá afa og er ég ákaflega fegin því að við létum af formlegheitunum og handabandinu. Afi var bílakarl, keyrði mjólk- urbílinn lengi vel, vann í vega- vinnu, átti Benz-vörubíla og frá því að ég man eftir mér og nánast alla tíð meðan afi keyrði átti hann Lödu. Fyrsti bíllinn sem ég eign- aðist var ljósdrapplituð Lada sta- tion, þegar ég fór fyrstu ferðina á Lödunni minni til ömmu og afa var afi mjög ánægður með bíla- valið hjá dótturdótturinni. Hann fór með mér út og skoðaði bílinn vel, ofan í húddið, í skottið og all- an hringinn og leist honum mjög vel á gripinn. Í einni ferð minni fram í sveit varð ég bensínlaus rétt við fjárhúsin hjá afa, en þar var hann einmitt staddur til að líta til með kindunum sínum og hestunum eins og hann gerði gjarnan. Þá kom afi til bjargar og dró mig í Varmahlíð á Lödunni sinni. Þá hefði nú verið gaman að smella af einni mynd en það var þá og engir snjallsímar við hönd og því aðeins minningin sem lifir. Eftir að ég varð fullorðin hefur mér oft verið hugleikin saga ömmu og afa sem mér finnst eins og ævintýri. Þegar afi keyrði með ömmu á vörubílnum sínum frá Akranesi norður í Skagafjörð. Þau komu í Laugarbakka 17. júní 1958 og hefur ævintýrið spunnist síðan í 60 ár. Á lífsleiðinni verða á vegi mans ýmsar fyrirmyndir, afi og amma eru dæmi um fyrirmyndir sem ég er þakklát fyrir. Oft hef ég hugs- að um það hversu fallegt sam- band þeirra var og hversu gaman það er að sjá fólk sem hefur búið saman öll þessi ár og maður sér hversu mikla virðingu og vænt- umþykju þau bera hvort til ann- ars. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að vera hluti af ævintýri ömmu og afa og fá tækifæri til að vera með þeim síðustu dagana hans afa hér hjá okkur. Sjá þau brosa hvort til annars, haldast í hendur og skiptast á virðingu og væntumþykju fram á síðustu stund. Kvöldblíðan lognværa kyssir hvern reit, komið er sumar og fögur er sveit. Sól er að kveðja við bláfjalla brún, brosa við aftanskin fagurgræn tún. Seg mér hvað indælla auga þitt leit íslenska kvöldinu í fallegri sveit. (Guðmundur Guðmundsson) Vertu sæll, elsku afi minn. Þyrey Hlífarsdóttir. Helgi Þormar Svavarsson ✝ Birna KristínHallgrímsdóttir fæddist 3. apríl 1942 á Víkingavatni í Kelduhverfi. Hún lést 15. júní 2018 í Hvammi, heimili aldraðra á Húsavík. Foreldrar henn- ar voru Hallgrímur Björnsson, f. 26.2. 1915, d. 25.3. 1993, og Anna Gunn- arsdóttir, f. 15.2. 1919, d. 24.5. 1991. Hún var næst- elst 11 systkina, ógift og barnlaus. Systkini hennar eru Ólöf, Heiðrún, Halla, Brynhildur, Gunnar, Kristjana, Sigríður, Þuríður, Friðbjörg og Stef- án. Útför hennar fer fram frá Húsavík- urkirkju í dag, 23. júní 2018, klukkan klukkan 11.. Didda systir er annað barn for- eldra okkar, en 9 börn bættust síðan við. Fljótlega kom í ljós að vinstri fótur hennar þroskaðist ekki sem skyldi, fór hún því barn- ung á Landspítalann og dvaldi þar um tíma og á fleiri sjúkra- stofnunum. Ibba systir pabba fór með henni og fylgdi henni eftir, sem hefur verið mikill styrkur fyrir mömmu og pabba. Hún dvaldi um tíma á Reykjalundi í endurhæfingu og við vinnu. Hún fékk síðan sérsmíðaðan skó og gat þá gengið með staf. Didda var í barnaskóla heima í Kelduhverfi og kennslu fékk hún á Landspít- alanum þegar hún var þar. Hún flutti á Bjarkargötu 8 og bjó þar og vann hjá Blindravinafélaginu lengst af. Hún fékk síðan íbúð í Hátúni 10, þar til hún flutti til Húsavíkur 2006 og keypti sér litla íbúð á vegum dvalarheimilisins Hvamms, fór síðan inn á almenna deild þar árið 2013. Didda las mik- ið en ættfræði var hennar áhuga- mál, henni þótti gaman að hlusta á tónlist, þá harmóníkumúsík og karlakóra. Þegar Didda kom heim í sumarfrí var mikill spenningur hjá okkur systkinunum, hvað skyldi nú vera í töskunni? Jú, það var sitt hvað, mamma fékk e.t.v. Hagkaupsslopp eða kaffidúk og pela laumaði hún gjarnan að pabba, þá lyftust stóru loðnu augabrúnirnar á honum, færðist þá bros yfir andlit hans og mátti sjá glettni í augum. Við krakkarn- ir fengum kattartungur, ekki bara eina öskju heldur margar, það voru einmitt þær sem við bið- um eftir. Oft las Didda fyrir okk- ur, fór með vísur, þulur og spilaði. Elsku Didda, æðruleysi þitt var mikið, trygglyndi og frændsemi einkenndi þig. Það var gott að fá þig norður þar sem þú varst um- vafin fjölskyldu þinni og góðu starfsfólki í Hvammi seinustu ár- in. Hvíldu í friði. Þín systir, Sigríður Hallgrímsdóttir (Sigga). Birna Kristín Hallgrímsdóttir Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Matthildur Bjarnadóttir, umsjón útfara Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna FALLEGIR LEGSTEINAR Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Á góðu verði Verið velkomin Opið: 10-17 alla virka daga Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, INGA FILIPPÍA SIGURÐARDÓTTIR, Pía, lést mánudaginn 18. júní. Útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju föstudaginn 29. júní klukkan 14. Inga Lilja Snorradóttir Herdís Snorradóttir Heimir Aðalsteinsson Bergljót Snorradóttir Hermann S. Jónsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Elskuleg móðir, amma og langamma GUÐRÍÐUR JÓNASDÓTTIR frá Ísafirði, síðast til heimilis á Grandavegi 47, Reykjavík, lést á Hjúkrunarheimilinu DAS í Hafnarfirði þriðjudaginn 19. júní. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 27. júní klukkan 13. Fyrir hönd aðstandenda, Bogi Magnússon Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRÐUR BJARNASON, Borgarholtsbraut 43, Kópavogi, lést á heimili sínu mánudaginn 18. júní. Útför hans fer fram frá Digraneskirkju þriðjudaginn 26. júní klukkan 13. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á heimahlynningu Landspítalans í Kópavogi. Arndís Ágústsdóttir Vermundur Ágúst Þórðarson Marta Þ. Hilmarsdóttir Sigurlaug Guðrún Þórðard. Einar K. Stefánsson Arnþór Þórðarson Hildur M. Kristbjörnsdóttir Bjarni Þórðarson Heba A. Stefánsdóttir barnabörn og langafabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.