Morgunblaðið - 23.06.2018, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 23.06.2018, Qupperneq 34
I ngibjörg Ragnheiður Magn- úsdóttir fæddist 23. júní 1923 á Akureyri og ólst þar upp. Hún átti fimm bræður. „Þetta voru hörkuátök, við erum öll frekar ráðrík og ég gaf þeim ekkert eftir, ég var jafnmikið hörkutól og þeir. Þetta kom mér að góðum notum síðar en mér var alveg sama þótt ég væri ein á fundi með karlmönnum og gaf mig ekkert gagnvart þeim.“ Ingibjörg lauk gagnfræðaprófi frá MA og íþróttakennaranámi frá Íþróttaskóla Björns Jakobssonar á Laugarvatni 1943. Hún lauk síðan húsmæðraskólanámi í Uppsölum í Svíþjóð 1948. Þá lauk hún prófi frá Hjúkrunarskóla Íslands 1961 og stundaði síðan framhaldsnám í hjúkrunarkennslu og spítalastjórn við Sygeplejeskolen í Árósum 1964- Ingibjörg R. Magnúsdóttir, fv. skrifst.stj. í heilbrigðisráðun. – 95 ára Nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar Ingibjörg er fremst til hægri á myndinni, sem er tekin árið 1961. Brautryðjandi háskóla- náms í hjúkrunarfræði Skrifstofustjórinn Í starfi sínu í heilbrigðisráðuneytinu lagði Ingibjörg meðal annars til að hjúkrunarráð yrði stofnað líkt og læknaráð. 34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2018 SKARTGRIPIR&ÚR SÍÐAN 1923Skartgripirogur.is - Bankastræti 12 - 551 4007 Skemmtilegar útskriftargjafir Sigurður Páll Jónsson, þingmaður fyrir Miðflokkinn í Norðvest-urkjördæmi, á 60 ára afmæli í dag. „Ég hef mest verið heimavið eftir að ég fór í frí, hef verið að sinna útgerðinni og und- irbúa afmælið“, en Sigurður verður með opið hús á heimili sínu í Stykkishólmi í tilefni dagsins. Sigurður hefur verið með trilluútgerð frá 1989 og er með tólf tonna bát, línuútgerð og beitningu í landi. „Þetta er gamla aðferðin. Frá því að ég fór á þing þá hef ég verið með menn á bátnum fyrir mig, en ég hef aðeins fengið að fara með út eftir að ég fór í frí. Núna erum við á grásleppu.“ Sigurður settist á þing eftir síðustu alþingiskosningar en hafði ver- ið varaþingmaður og setið á þingi. „Ég vissi því hvað ég var að fara út í. Mér finnst gaman að vera á þingi þótt manni finnist að hlutirnir megi ganga hraðar fyrir sig, maður er vanur því á sjónum. Þetta er eins og að vera á stóru olíuskipi.“ Sigurður hefur lagt mesta áherslu á atvinnumál í störfum sínum á Alþingi og situr í atvinnuveganefnd. Sigurður er í tveimur kórum, hann hefur verið í Kirkjukór Stykkis- hólms í 25 ár og stofnaði Karlakórinn Kára fyrir tíu árum. „Fyrst voru bara heimamenn í kórnum en hann hefur smitast út á nesið. Ég hef sagt að stofnun kórsins sé upphaf sameiningar sveitarfélaga á Snæfellsnesi og kórinn sýnir að fólk getur gert margt skemmtilegt saman þótt það búi í ólíkum sveitarfélögum.“ Eiginkona Sigurðar er Hafdís Björgvinsdóttir, sjúkraliði á sjúkra- húsinu í Hólminum. Börnin eru Ólafur Ingi, Bragi Páll og Björg og barnabörnin eru orðin þrjú. Á Flórída Úr páskaferð með fjölskyldunni í tilefni stórafmælisins. Verður með opið hús Sigurður Páll Jónsson er sextugur í dag Á morgun, 24. júní, fagnar Kristrún Hreiðars- dóttir 95 ára af- mæli sínu. Hún er í endurhæfingu á Landakoti og verð- ur því fjarverandi á afmælisdaginn. Hún sendir öllum vin- um og ættingjum sínar bestu kveðjur. Árnað heilla 95 ára Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Viðskipti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.