Morgunblaðið - 23.06.2018, Síða 41

Morgunblaðið - 23.06.2018, Síða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2018 » Tónlistarhátíðin Alþjóðlegt orgelsumar stendurnú yfir í Hallgrímskirkju og er boðið upp á fjöl- breytilegamn tónlistarflutning íslenskra sem al- þjóðlegra tónlistarmanna. Í hádeginu á fimmtudag voru tónleikar „íslenskra ungstirna“, eins og þeim Baldvini Oddssyni trompetleikara og Steinari Loga Helgasyni organista Háteigskirkju er lýst í til- kynningu frá hátíðinni. Fjöldi gesta naut flutning félaganna á trompettinn og Klais-orgel Hallgríms- kirkju og léku þeir hátíðleg verk eftir Bach, Pur- cell, Martini, Þráin Þórhallsson og Jón Nordal. Íslensk ungstirni skinu á hátíðinni Alþjóðlegt orgelsumar Tónlistarunnendur Ina og Ingemar voru meðal gesta.Tónlistarmennirnir Baldvin Oddsson trompetleikari og Steinar Logi Helgason organisti. Á hádegistónleikum Már Helgason og Hrönn Jónsdóttir nutu listarinnar. Kantor Svavar Berg ræddi við Hörð Ásgeirsson, kantor Hallgrímskirkju. Gestir víða að Chris Hanson, Ellen Hanson og Michael Kissane. Morgunblaði/Arnþór Birkisson Umbra Ensemble flytur nýja og forna tónlist í eigin útsetningum á stofutónleikum Gljúfra- steins kl. 16 á morgun, sunnudag. Umbra leiðir áheyrendur inn í dulúð fornrar tónlistar frá ýmsum löndum, Íslandi, Finnlandi, Englandi, Þýskalandi, Spáni og Katalóníu. Umbra Ensemble var stofnað haustið 2014 og er skipað fjórum at- vinnutónlistarkonum; Alexöndru Kjeld, kontrabassi og söngur, Arngerði Maríu Árna- dóttur, keltnesk harpa, orgel og söngur, Guð- björgu Hlín Guðmunds- dóttur, barokkfiðla og söngur, og Lilju Dögg Gunnarsdóttur, söngur og slagverk. Hópurinn hefur frá upphafi unnið að því að skapa öðruvísi stemningu á tónleikum, ná til ólíkra áhorfenda og kanna ný rými. „Draugar, vosbúð, kuldi og myrkur hefur verið vinsælt yrk- isefni íslenskra þjóðlaga en það er e.t.v í stíl við þjóðarsálina og dvöl á einangraðri eyju. Myrkrið í evr- ópskri miðaldatónlist birtist frem- ur í ofuráherslu á mannlega þján- ingu, syndina og breyskleika mannsins. Í allri þessari tónlist er samt heillandi fegurð og frumleiki sem á erindi við nútímann,“ segir um viðfangsefni hópsins á vefsíð- unni www.gljufrasteinn.is Umbra Ensemble F.v. Alexandra Kjeld, Guð- björg Hlín Guðmundsdóttir, Lilja Dögg Gunn- arsdóttir og Arngerður María Árnadóttir. Dulúð fornrar tónlistar frá ýmsum löndum Það er komið að tónleikaröðinni Einu sinni á ári hjá hljómsveitinni Hvanndalsbræðrum en tónleikaröð- in er eins og nafnið gefur til kynna óvenju stutt eða aðeins einir tón- leikar og hefjast þeir kl. 22 í kvöld í Græna hattinum á Akureyri. Á efn- isskrá eru langskástu lög sveit- arinnar þar sem stiklað verður á stóru á löngum ferli. Einu sinni á ári með Hvanndals- bræðrum Hvanndalsbræður Hljómsveitin hefur víða troðið uppi á dansleikjum og skemmtunum. Gestum Lista- safns Íslands á morgun, sunnu- dag, býðst leið- sögn Birtu Guð- jónsdóttur, sýningarstjóra, um Leikreglur, sýningu Elinu Brotherus, eins þekktasta ljós- myndara samtímans, en sýningu hennar lýkur jafnframt á morg- un. Leiðsögnin, sem hefst kl. 14, mun hafa sjálfsmyndina og sjálf- una sem útgangspunkt, þræði er hafa verið gegnumgangandi í verkum listakonunnar frá upphafi listferils hennar á 10. áratugnum. Leikreglur undir leiðsögn Elina Brotherus Sími: 411 5000 • www.itr.is Fyrir líkama og sál Laugarnar í Reykjavík Frá morgnifyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds ICQC 2018-20 Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.