Morgunblaðið - 23.06.2018, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.06.2018, Blaðsíða 44
LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 174. DAGUR ÁRSINS 2018 Í LAUSASÖLU 1.050 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Sá nafn afa síns og fór að gráta 2. Erfið staða eftir ósigur í … 3. „Eyðilagði drauma þúsunda“ 4. Held að taktíkin hafi ekki verið …  Norræna húsið opnar glerdyrnar að nýju og býður upp á tónleika undir björtum himni kl. 15 alla sunnudaga frá 24. júní til 19. ágúst. Á fyrstu pikknikk-tónleikunum leikur Ari Árel- íus, sem senn gefur út sína fyrstu plötu, Emperor Nothing. Ari Árelíus á pikk- nikk-tónleikum  Söngvararnir Rebekka Blöndal og Gísli Gunnar Didriksen koma fram á fjórðu tón- leikum sumarsins á Jómfrúnni í Lækjargötu kl. 15 til 17 í dag. Með þeim leika þeir Benjamín Gísli Einarsson á píanó, Gunnar Hrafnsson á kontrabassa og Einar Scheving á trommur. Þau munu flytja fjölbreytt úrval þekktra djass- laga. Tónleikarnir eru utandyra. Didriksen og Blöndal á Jómfrúnni í dag  Mireya Samper opnar sýningu sína, Lungi, kl. 16 í dag í Bryggjusal í Ed- inborgarhúsinu á Ísafirði. Mireya vinnur myndlist jöfnum höndum í tví- vídd og þrívídd fyrir söfn og gallerí eða umhverfisverk í náttúrunni. Verkin á sýningunni skírskota til vatnsdropans, hringrásarinnar, eilífð- arinnar, endurtekn- ingarinnar og lífsins. Sýn- ingin stendur til 11. júlí. Hringrásin, eilífðin og endurtekningin FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 5-13 og rigning um landið sunnan- og vestanvert, en heldur hægari suðvestanátt og úrkomuminna í kvöld. Hiti 8 til 22 stig. Á sunnudag Suðlæg átt, 3-10 og dálítil súld með köflum, en þurrt á N- og A-landi. Hvess- ir síðdegis með talsverðri rigningu, en úrkomulítið norðaustanlands. Hiti 8 til 13 stig, en allt að 20 stig norðaustantil. Á mánudag Suðvestan 8-15 m/s, en 15-20 austantil fram að hádegi. Kólnar í veðri. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr Golf- klúbbi Reykjavíkur byrjaði vel á Walmart-mótinu í Arkansas á LPGA- mótaröðinni í golfi í gær. Ólafía lék á 69 höggum og er á tveimur höggum undir pari vallarins. Ólafía var í 49. sæti ásamt fleiri kylfingum þegar blaðið fór í prentun og ljóst að hún á ágæta möguleika á því að komast í gegnum niðurskurð keppenda. »4 Fín byrjun hjá Ólafíu Þórunni í Arkansas „Þetta eru leiðinleg úrslit og svekkelsi ríkir eðlilega hjá okkur vegna þeirra,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, fyrir- liði íslenska lands- liðsins í knattspyrnu, eftir 2:0 tap íslenska landsliðsins fyrir landsliði Nígeríu í Volgograd í gær. Von íslenska liðsins um sæti í 16-liða úrslitum er ekki úr sögunni. »1 Svekkelsi en enn er þó von Í E-riðli heimsmeistarakeppni karla í knattspyrnu í Rússlandi gætu margfaldir heimsmeistarar frá Brasilíu setið eftir og misst af útsláttarkeppninni. Brasilíumenn eru þó með 4 stig og tókst að kreista fram sigur á Kosta- ríku í uppbótartíma í gær. Brasilía og Sviss eru bæði með 4 stig í riðl- inum en Serbía er með 3 stig. Brasilía og Serbía mætast í síðustu um- ferð riðla- keppninnar. »4 Brasilíumenn í nokkru basli í E-riðlinum Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Þau Þorbjörg Sandra Bakke og Fannar Ásgrímsson halda þrefalda veislu í dag. Tilefnin eru öll af stærri gerðinni en bæði Þorbjörg og Fann- ar útskrifast úr Háskóla Íslands í dag en verða ekki viðstödd útskrift- arathöfnina þar sem þau ætla einnig að ganga í það heilaga í dag. Aðspurð segir Þorbjörg að það hafi ekki verið ætlunin að gifta sig á útskriftardaginn. „Við vorum ekki meðvituð um þetta til að byrja með. Við erum búin að taka námið rólega með fram vinnu og barneignum en fundum bæði á okkur í janúar að það væri kominn tími á að klára það svo við lögðumst í ritgerðarskrif. Síðan áttuðum við okkur skyndilega á því að útskriftin væri á brúðkaupsdag- inn,“ segir hún. Þorbjörg kveðst ekki vonsvikin yf- ir því að þau muni missa af útskrift- arathöfninni. „Það var bara mjög mikil hvatning til að klára ritgerð- irnar tímanlega. Við hefðum líklega ekki haldið útskriftarveislur hvort sem er svo við getum í staðinn haldið upp á þrefalt tilefni í einni veislu.“ Mínútu þögn fyrir ritgerðir Parið skilaði nýverið meistara- ritgerðum sínum í siðfræði. „Við höfum grínast með það að þegar við verðum gefin saman verð- um við að stoppa í miðri athöfn og hafa einnar mínútu þögn til að minn- ast ritgerðanna.“ Giftingin verður í Tjarnarkirkju í Svarfaðardal en Þorbjörg er ættuð úr dalnum. „Ég var oft í sveit þar sem barn og hef leikið mér mikið í kringum kirkj- una. Ég og frænka mín vorum oft að leika okkur við að halda þykjustu- brúðkaup í kirkjunni. Ég ætlaði nú ekkert endilega að gifta mig í kirkju þar sem ég er ekki mjög trúuð en þegar ég fór að velta því fyrir mér sá ég fyrir mér að gifta mig í Tjarnar- kirkju. Svo þegar ég hitti rétta manninn þá dúkkaði upp þessi hug- mynd um að giftast þarna.“ 125 manna brúðkaup Brúðkaupið verður í stærra lagi en um 125 manns ætla að mæta til að fagna tímamótunum þrennum með parinu. „Við vorum mjög hissa á því hversu margir voru tilbúnir að leggja í ferðalag til þess að koma í giftinguna. Við bjuggumst við að helmingurinn af þeim sem við buð- um myndi mæta í giftinguna en svo ætla bara langflestir að koma. Við buðum nú samt bara nánustu vinum og fjölskyldu,“ segir Þorbjörg en brúðkaupsgestirnir munu koma frá ýmsum heimshornum. Slá þrjár flugur í einu höggi  Verða gefin saman sama dag og þau útskrifast Siðfræðingar Hér heldur parið á meistararitgerðum sínum í siðfræði sem þau vörðu, hvort í sínu lagi, nýverið. Þau munu ekki verða viðstödd útskrift sína við Háskóla Íslands enda önnum kafin við að gifta sig og fagna því. Bæði Þorbjörg Sandra og Fannar útskrifast nú með meistaragráðu í siðfræði. Þau skiluðu nokkuð at- hyglisverðum meistararitgerðum, Þorbjörg skoðaði vanda umhverf- isverndar í fulltrúalýðræði og Fannar fjallaði um siðferðilegar röksemdir er varða bólusetningar barna. Parið kynntist í náminu og Þorbjörg segir viðeigandi að þau ljúki náminu með því að ganga í það heilaga. „Við erum búin að vera í svolítið mörg ár að klára þetta og þar sem við kynntumst í náminu finnst mér mjög viðeig- andi að skilja við námið með því að gifta okkur.“ Þau hafa bæði unnið með námi, Þorbjörg sem verkefnastjóri um- hverfis- og sjálfbærnimála í Há- skóla Íslands. „Ég vinn að því að umhverfisvæða Háskólann og Fannar er vaktstjóri hjá Sjóvá,“ segir Þorbjörg. Unnu með háskólanáminu TVEIR MEISTARAR Í SIÐFRÆÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.