Morgunblaðið - 25.06.2018, Síða 2
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Það mun ekki væsa um það fólk sem flytjast mun inn í nýtt
hús sem nú er risið á horni Frakkastígs og Laugavegar. Út-
sýnið úr einni íbúðanna er skemmtilegt en þar ber Hallgríms-
kirkju á Skólavörðuholti við himin. Þessi bygging er aðeins
ein margra sem nú rísa á og í námunda við Laugaveg. Á það
ekki síst við um stórar nýbyggingar við Hverfisgötu.
Útsýni í átt að minningarkirkju Hallgríms Péturssonar
Nýbygging rís á horni Frakkastígs og Laugavegar
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2018
• Betri endurheimt
vöðva eftir átök
• 100% ráðlagður
dagskammtur af
magnesium
Recover
Nánari upplýsingar á www.geosilica.is
Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupum, Nettó, Fjarðarkaupum og geoSilica.is
Vöðvar og taugar
Unnið úr 100% náttúrulegum
jarðhitakísil og magnesíum
í hreinu íslensku vatni.
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Starfshópur kannar nýjar leiðir
Skoða hvaða leiðir eru færar í gjaldtöku vegna vegaframkvæmda Tíma- eða flýtigjöld koma sterk-
lega til greina Ráðherra vonast til að framlag til vegaframkvæmda hækki um sex milljarða
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
„Verkefni starfshópsins er að skoða
hvaða leiðir eru færar í gjaldtöku,“
segir Sigurður Ingi Jóhannsson,
samgöngu- og sveitarstjórnarráð-
herra, um nýskipaðan starfshóp sem
koma á með tillögur um hvernig
flýta megi uppbyggingu góðra og
öruggra samgöngumannvirkja hér á
landi.
Ráðgert er að starfshópurinn
muni skila af sér niðurstöðum í
áföngum, en vænta má síðustu
niðurstaðna um næstu áramót. „Áð-
ur en starfshópurinn skilar af sér
þurfa að eiga sér stað umræður í
samfélaginu og á þingi,“ segir Sig-
urður og bætir við að hlutverk
starfshópsins sé fyrst og fremst að
kanna hvort hægt sé að flýta fyrir
nauðsynlegum framkvæmdum sem
annars yrði farið í síðar. „Það eru
mjög margar framkvæmdir sem
brýnt er að klára. Með gjaldtöku eða
annars konar útfærslu er mögulega
hægt að flýta þeim,“ segir Sigurður.
Starfshópur skoðar nýjar leiðir
Tvær leiðir hafa að mestu verið
nefndar í tengslum við gjaldtöku á
vegum hérlendis, svokölluð flýti- eða
tímagjöld. Með flýtigjaldi er átt við
gjaldtöku við vegi þar sem ökumenn
hafa aðra valkosti en að aka þá leið
sem greiða þarf fyrir. Með tíma-
gjaldi er hins vegar átt við leið þar
sem t.d. ferðamenn þyrftu að greiða
fyrir keyrslu hér á landi. „Tímagjald
er afar vinsælt í þýskumælandi lönd-
um og er ekkert ósvipað bifreiða-
gjaldi fyrir þá sem keyra hér allan
ársins hring. Þeir sem dvelja hér í
skamman tíma þyrftu síðan að kaupa
sér aðgang á meðan þeir dvelja hér,“
segir Sigurður og bætir við að
starfshópurinn muni á næstunni
skoða hvaða fleiri leiðir séu í boði.
Sex milljarða viðbót í vegamál
Á samgönguþingi sem efnt var til
á dögunum kom fram að vonir stæðu
til að fjármagn til vegaframkvæmda
sem nú eru á fjárlögum hækkaði til
lengri tíma og yrði 1,5% af vergri
landsframleiðslu. Að sögn Sigurðar
er það að lágmarki um sex milljarða
króna hækkun frá núverandi fram-
lagi. „Þetta er talsverð hækkun og
framlagið ætti þá að vera í kringum
40-45 milljarðar að lágmarki. Það er
umtalsverð hækkun, en í gegnum ár-
in höfum við verið að fara niður fyrir
1% af vergri landsframleiðslu,“ segir
Sigurður.
Ljósmynd/Stjórnarráðið
Samgönguþing Ræddar voru leiðir til gjaldtöku vegna vegaframkvæmda.
Hlutfall nemenda sem útskrifast úr
framhaldsskóla á fjórum árum hefur
hækkað. Þetta kemur fram í nýrri
samantekt frá Hagstofu.
Frá árunum 2004 til 2016 hefur
hlutfall nemenda sem útskrifast á
fjórum árum hækkað um 9 prósentu-
stig. Af þeim nýnemum sem
innrituðust haustið 2012 útskrifuð-
ust 52% fjórum árum síðar. Til sam-
anburðar útskrifuðust 43% nýnema
haustsins 2000 á fjórum árum. Á
móti kemur að nemendum sem halda
áfram í námi fjórum árum eftir upp-
haf náms hefur fækkað í 22% en
hlutfallið fór hátt í 28% árin 2004-
2005. Á sama tíma hefur brotthvarf
nýnema af framhaldsskólastigi fjór-
um árum eftir upphaf náms sveiflast
og verið á bilinu 25%-30%.
Þá kemur fram að mun fleiri nem-
endur með íslenskan bakgrunn en
erlendan útskrifast úr framhalds-
skóla. Með tilliti til bakgrunns nem-
enda var brotthvarf mest meðal inn-
flytjenda. Af þeim innflytjendum
sem hófu nám 2012 útskrifuðust 29%
fjórum árum síðar. Aftur á móti er
brautskráningarhlutfallið árið 2016
hæst meðal þeirra sem eru fæddir
erlendis en hafa íslenskan bakgrunn,
eða um 56%.
Hlutfall þeirra sem ljúka námi í
framhaldsskólum á höfuðborgar-
svæðinu er hærra en þeirra sem eru
utan þess. Þá eru konur líklegri en
karlar til að útskrifast úr námi óháð
bakgrunni og nýnemar í bóknámi
líklegri til að útskrifast en nýnemar í
starfsnámi. veronika@mbl.is
Fleiri útskrifast úr fram-
haldsskóla á réttum tíma
Hlutfallið hefur hækkað smám saman á árunum 2004-2016
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Útskrift Framhaldsskólanemar út-
skrifuðust fyrir skemmstu.