Morgunblaðið - 25.06.2018, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.06.2018, Blaðsíða 27
MENNING 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2018 ////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////// /////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////// » Söngvararnir Re-bekka Blöndal og Gísli Gunnar Didrikesen kom fram á tónleikum sumarjazztónleikaraðar Jómfrúarinnar á laug- ardag. Með þeim léku Benjamín Gísli Ein- arsson, Gunnar Hrafns- son og Einar Scheving valda djassstandarda. Ungir söngvarar komu fram á sumarjazztónleikum Jómfrúarinnar Klæðnaður Eins gott að vera í skjólgóðum fötum. Listamaður Alvarlegur Gunnar Hrafnsson. Jómfrúin Tónlistarmennirnir léku við hvern sinn fingur með söngvurunum. Fjölmenni Gestir létu veðrið ekki hindra mætingu og nutu tónleikanna. Morgunblaðið/Árni Sæberg bókaútgáfum þar í landi. „Að dreifa bókum í Bretlandi er allt annað mál en á Íslandi, og margt sem ég hef þurft að læra inn á í þessari fyrstu til- raun. Útgáfan hefur reynst miklu flóknari en ég bjóst við og ég reyni að stíga varlega til jarðar.“ Í Bretlandi verða bækur Partusar bæði fáanlegar hjá stórum bókabúða- keðjum og eins hjá minni og sérhæfð- ari bókaverslunum. „Við erum að reyna að ná til frekar þröngs hóps lesenda, en höfum haft langan tíma til að undirbúa útgáfuna og finnum fyrir jákvæðum viðbrögðum,“ segir Val- gerður og bendir á að blómleg net- verslun með bækur í Bretlandi hjálpi Partusi mikið. „Á Íslandi selst sáralít- ið af bókum yfir netið og yfirleitt að fólk leggur leið sína í bókabúð til að velja sér verk til að kaupa. Í Bret- landi virðist þessu öfugt farið, lífleg verslun með bækur á vefnum og mik- ill kostur fyrir lítil og sérhæfð förlög sem eru að reyna að brjóta sér leið inn á markaðinn.“ Þýddu bækurnar verða líka til sölu á Íslandi og vonar Valgerður að er- lendir ferðamenn muni hafa sama áhuga á að kaupa verk íslenskra rit- höfunda og ljóðskálda og þeir hafa á að kaupa íslenska tónlist. „Ég hef verið að svipast um og hef rekið mig á að framboðið af íslenskum nútíma- verkum á ensku er mjög takmarkað, og þær bækur sem finna má nokkuð einsleitar. Verður gaman að sjá við- tökurnar þegar bækurnar frá Partusi birtast í ferðamannaverslununum.“ að leiðarljósi Morgunblaðið/Árni Sæberg Íslenski ljóðaheimurinn virðist hafa breyst til hins betra frá því Meðgönguljóð og Partus forlag komu fram á sjónarsviðið. „Við getum ekki eignað okkur heið- urinn af þessu, en það er eins og bylgja hafi gengið yfir bók- menntaheiminn og forlagið hefur tvímælalaust notið góðs af vax- andi áhuga á ljóðlist,“ segir Val- gerður. „Þegar meðgönguljóð komu fyrst út vorum við stödd í mikilli lægð, ekkert í gangi og engir upplestrar í boði. Núna hef- ur þetta snúist við; ljóðlist orðin áberandi í menningarumræðunni og miklu meira framboð af ljóða- bókum eftir unga höfunda.“ Aðspurð um skýringu á þessu breytta viðhorfi grunar Valgerði að ein ástæða sé að fólk freisti þess að bregðast við því hvað hinn stafræni heimur er orðinn altumlykjandi. „Við búum orðið á netinu og glápum á Netflix alla daga. Þá er gott að geta aftengst um stund með ljóðabók í hendi og fletta í gegnum síðurnar.“ Ljóðlistar- bylgja geng- ur yfir Ísland BREYTING TIL HINS BETRA Frumkvöðlar „Reyndar héldum við framan af að við hefðum fund- ið upp nýtt útgáfuform, því bækur af þessu tagi sjást varla á Íslandi, en síðan komumst við að því að svona bæklingaútgáfa er útbreidd úti í heimi, kallast „chapbooks“, og algeng leið fyrir ungskáld að senda frá sér sín fyrstu verk, “ segir Valgerður um fyrstu skrefin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.