Morgunblaðið - 25.06.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.06.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2018 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf www.gilbert.is Framleıtt í takmörkuðu upplagı Aðeıns 300 stk í boðı JS WATCH WORLD CUP MMXVIII 20 18 Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Of mikið sjálfstraust, ónóg áætlanagerð og of lítil að- stæðubundin meðvitund eru meðal þeirra mannlegu þátta sem Rann- sóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) segir hafa stuðlað að því að flugvél brotlenti innst í Bark- árdal 9. ágúst 2015 með þeim af- leiðingum að einn maður lést og annar slasaðist mikið. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem RNSA gaf út á dögunum en þar eru rann- sókn á umræddu flugslysi og þátt- unum sem leiddu til slyssins gerð skil. RNSA gaf einnig út tvær aðrar flugslysaskýrslur um slys sem áttu sér stað í Mosfellsbæ í maí 2015 og á Snæfellsnesi í júní 2014. Lágskýjað og ofhlaðin vél Þann 9. ágúst 2015 flaug flug- maður ásamt félaga sínum, sem einnig var ferjuflugmaður, áleiðis frá Akureyri til Keflavíkurflug- vallar. Tilgangur flugsins var að ferja flugvélina frá Akureyri til Bandaríkjanna þar sem selja átti vélina. Flogið var yfir Þelamörk og inn Öxnadal en of lágskýjað var og því ekki unnt að fljúga yfir Öxna- dalsheiði. Flugvélinni var því snúið við og flogið út í átt að Stað- artunguhálsi þar sem stefna var tekin í átt að botni Hörgárdals, en það reyndist einnig ófært yfir Hörgárdalsheiði vegna lágra skýja og var flugvélinni snúið aftur við. Þegar flugmennirnir komu aftur að Staðartunguhálsi hættu þeir skyndilega við varaplan sitt þar sem þeim sýndist þeir sjá gat í skýjunum innst í Barkárdal og ákváðu þá að fljúga inn dalinn. Barkárdalur er langur og þröngur dalur með háum fjöllum beggja vegna. Innst í Barkárdal er fjalla- skarð sem liggur lægst í 3.900 feta hæð en engin ábúð er í dalnum og því voru engin vitni að slysinu, nema flugstjórinn sem lifði af. Í skýrslunni segir að við rann- sóknina hafi komið í ljós að flug- vélin var ofhlaðin og afkastageta hennar því talsvert skert. Aukaeldsneytistanki hafði verið bætt við vélina nokkrum dögum áður en slysið átti sér stað og var því rými fyrir 808 lítra af eldsneyti í sex eldsneytistönkum vélarinnar. Mannlegir þættir léku stórt hlutverk Eftir um 45 mínútna flug brot- lenti flugvélin innst inni í Bark- árdal í um 2.260 metra hæð. Flug- maðurinn hafði þá reynt að snúa vélinni við þegar ljóst var að ómögulegt yrði að koma vélinni upp úr dalnum en hafði misst flug- ið í knappri beygjunni. Vélin skrensaði á hrjóstrugum hrygg í enda dalsins en endar vængjanna rákust þá í hrygginn, með þeim af- leiðingum að eldur kviknaði í elds- neytistönkum í vængjunum. Báðir flugmenn voru með sætis- ólar spenntar og lifðu brotlend- inguna af en þá hafði eldur og reykur borist um vélina. Flugmað- urinn sem ekki flaug kom sér aftur í flugvélina þar sem ekki var mögulegt að opna aðra hvora hurð- ina á stjórnklefanum. Þar reyndist ómögulegt að komast út, meðal annars vegna eldsneytistanksins sem hafði verið komið fyrir í vél- inni nokkrum dögum fyrr. Flug- stjórinn náði með erfiðleikum að koma sér út um glugga á annarri hurðinni og kom sér í um 10-15 metra fjarlægð frá flugvélarflakinu áður en sprenging átti sér stað í flugvélinni, með félaga hans innan- borðs. Eins og áður segir er í skýrsl- unni bent á ýmsa þætti sem stuðl- uðu að umræddu slysi eins og of mikið sjálfstraust flugmanna og vanmat á aðstæðum. Þá segir að veðurspár hafi ekki réttlætt flug á þessum degi og að flugmenn hafi ekki haft nægjanlega vitneskju um aðstæður í Barkárdal, sem er eins og áður segir langur og þröngur. Einnig segir að báðir flugmenn hafi haft reynslu af flugi vélarinnar sem í hlut átti og hafi því átt að gera sér grein fyrir getu og tak- mörkum vélarinnar. Hluti vista fjarlægður úr flakinu Í annarri nýrri skýrslu frá RNSA kemur fram að við vett- vangsrannsókn hafi mátti sjá vís- bendingar um að hluti vista sem fisflugmaður flutti hefðu verið fjar- lægðar úr flaki fissins áður en til rannsóknar kom. Fisflugmaðurinn hugðist flytja vistir til hestamanna á Löngufjörum á Snæfellsnesi. Slysið átti sér stað 7. júní 2014 en í skýrslunni kemur einnig fram að flugmaðurinn þekki vel til að- stæðna á Löngufjörum og hafi lent þar áður. Flugmaðurinn brotlenti í fjöruborðinu á svæðinu og slasaðist töluvert. Hestamenn komu honum til aðstoðar, fjarlægðu hann úr flakinu og drógu flakið úr fjöru- borðinu, með samþykki RNSA, þar sem sjór var að flæða að. Í lögum um rannsókn samgöngu- slysa segir meðal annars: Á vett- vangi samgönguslyss má hvorki hreyfa eða flytja á brott loftfar, skip eða ökutæki, hluta þess eða innihald né hrófla við ummerkjum slyssins uns vettvangsrannsókn er lokið nema með heimild stjórnanda rannsóknar. Gekk í land Þriðja flugslysaskýrslan sem RNSA gaf út á dögunum er um slys sem átti sér stað í Mosfellsbæ 11. maí 2015. Einkaflugmaður hugðist fara í einkaflug frá flug- vellinum í Mosfellsbæ en hann gerði ekki jafnvægisútreikninga fyrir flugið. Flugmaðurinn ákvað að gera nokkrar snertilendingar á flugvellinum áður en haldið yrði um Suðurland en brotlenti í sjón- um. Flugvélin eyðilagðist og flug- maðurinn slasaðist töluvert en komst út úr flakinu. Grunnt er á þessum slóðum og gat flugmað- urinn því gengið í land. Mikið sjálfstraust ástæða flugslyss  Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur sent frá sér þrjár nýjar flugslysaskýrslur  Vanmat á aðstæðum leiddi til banaslyss  Flugmaður brotlenti og gekk í land  Vistir hurfu af slysstað Morgunblaðið/Kristinn Ónýt Flugvélin sem brotlenti í Mosfellsbæ var af gerðinni Jodel D117A. Flugmaðurinn komst af sjálfsdáðum í land. Fjölmörg mál eru opin á borði Rannsóknarnefndar samgönguslysa, að því er fram kemur á heimasíðu nefndarinnar. Þar má finna lista yfir opin mál og stöðu þeirra innan kerfisins en elsta rannsóknin er um slys sem átti sér stað við Reykjavíkurflugvöll í nóvember 2014. Eitt banaslys er í rannsókn hjá nefndinni en í nóvember á síðasta ári voru drög að lokaskýrslu um málið í vinnslu. Slysið átti sér stað 12. nóv- ember 2015 þegar kennari fór ásamt nemanda í þjálfunarflug til þess að nemandi öðlaðist kennsluréttindi á þessa tegund flugvélar. Við rannsókn- ina hefur komið í ljós að líklegt er að flugvélin hafi spunnið til jarðar. Í mars og apríl 2016 urðu slys á sömu tegund flugvélar í Póllandi og Ungverjalandi þar sem ummerki benda til þess að flugvélarnar hafi einnig spunnið til jarðar. Hvort atvikin þrjú eru hliðstæð er ekki ljóst. Óstöðugt aðflug á Keflavíkurflugvelli og lág eldsneytisstaða er meðal þess sem rannsakað er í öðrum málum en staða rannsókna er birt á vefn- um við eins árs aldur þeirra. Annað banaslys í rannsókn SEX MÁL ERU NÚ Í RANNSÓKN HJÁ RSNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.