Morgunblaðið - 25.06.2018, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.06.2018, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2018 )553 1620 Lauga-ás hefur frá 1979 boðið viðskiptavinum sínum upp á úrval af réttum þar sem hráefni, þekking og íslenskar hefðir hafa verið höfð að leiðarljósi. Laugarásvegi 1, 104 Reykjavík laugaas@laugaas.is • laugaas.is Við bjóðum m.a. upp á: Súpur Grænmetisrétti Pastarétti Fiskrétti Kjötrétti Hamborgara Samlokur Barnamatseðil Eftirrétti Glæsilegur veitingastaður á Hótel Örk. Vandaður matseðill og hlýlegt umhverfi. Pantaðu borð í síma 483 4700 eða á hverrestaurant.is Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Hlutfall tíundubekkinga sem aldrei höfðu reykt sígarettur og notuðu raf- rettur einu sinni eða oftar á þrjátíu dögum fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018, en árið 2016 féllu um 3% nemenda í þennan flokk. Þetta er meðal þess sem fram kemur í umfjöllun Embættis land- læknis um nýja lýðheilsuvísa fyrir árið 2018 sem kynntir voru í byrjun mánaðar. Ríkisstjórnin fjallaði um vísana á ríkisstjórnarfundi 15. júní. Talsverður munur er á rafrettu- notkun tíundubekkinga eftir lands- hlutum. Hvergi er notkunin þó marktækt frábrugðin notkun á land- inu öllu. Mest er notkunin á Suður- nesjum, þar sem hlutfall þeirra sem höfðu notað rafrettur einu sinni eða oftar á mánaðartímabili var 27,5%. Minnst var rafrettunotkun tíundu- bekkinga á Vestfjörðum, 13,3%. Þetta kemur fram í nýjum lýð- heilsuvísi Embættis landlæknis um rafrettunotkun, en í erindi Dóru Guðrúnar Guðmundsdóttur í kynn- ingu á lýðheilsuvísunum fyrir árið 2018 þann 6. júní sl. kom fram að raf- sígarettur gætu hjálpað þeim sem reyktu venjulegar sígarettur að hætta reykingum og þannig gætu þær verið til góðs. „En við vitum það líka að reyk- ingar meðal tíundubekkinga eru að- eins nokkur prósent. Þegar við sjáum að það eru yfir 20% sem hafa reykt rafsígarettur á síðustu þrjátíu dögum, þá segir það okkur að það er ekki bara verið að nota þetta til þess að hætta tóbaksreykingum, heldur í eitthvað annað líka,“ sagði hún. Í umfjöllun Embættis landlæknis um lýðheilsuvísana segir að nauð- synlegt sé að fylgjast með notkun á rafsígarettum og greina hvert skuli beina forvörnum. 10,3% líður illa í skólanum Mun færri áttu á síðasta ári frekar eða mjög erfitt með að ná endum saman, samkvæmt nýjum lýðheilsu- vísi. Árið 2012 var hlutfallið á lands- vísu 26,1%, en nú er það 12,3%, hæst á Vesturlandi, 18,3% og lægst á Austurlandi, 10,8%. Hlutfall þeirra sem meta andlega heilsu sína slæma var 21,2% á lands- vísu á síðasta ári, en var 17,8% árið 2012. Lægst er hlutfallið á höfuð- borgarsvæðinu, 19,4%, en hæst á Austurlandi, 27,5%. 10,3% barna í 8.-10. bekk grunn- skóla segja að sér líði oft eða nær alltaf illa í skólanum. Hæst er hlut- fallið á Suðurnesjum, 14,1%, en lægst á höfuðborgarsvæðinu, 9,6%. 42% barna sofa of stutt Með tveimur lýðheilsuvísum eru svefnvenjur kannaðar. 42% barna í 8.-10. bekk sofa of stutt. Miðað er við sjö klukkustunda svefn að jafnaði hjá unglingum. 28,1% fullorðinna sefur of stutt, þ.e. styttra en sex klukkustundir á nóttu að jafnaði. Talsverður munur er á gos- drykkjaneyslu barna í 8.-10. bekk og neyslu fullorðinna. Um 7% barnanna neyta gosdrykkja, sykraðra eða ósykraðra, daglega, en um 18 pró- sent fullorðinna á landsvísu. Mest er gosdrykkjaneyslan á Suðurnesjum, 29,1% í hópi fullorðinna og 10,9% hjá börnum. Undir lýðheilsuvísinum áhættu- drykkja fullorðinna er fjallað um áhættusamt neyslumynstur á áfengi með tilliti til tíðni neyslu, fjölda drykkja og tíðni ölvunardrykkju. Um 25% fullorðinna falla undir skil- greininguna á landsvísu, en hún er mismunandi með tilliti til kynjanna. Í kynningu Dóru Guðrúnar kom fram að sterk tengsl væru milli tíðni ofbeldis og áhættudrykkju í heil- brigðisumdæmunum, þ.e. þar sem áhættudrykkja væri meiri væri einn- ig hærri tíðni ofbeldis. 30,4% fullorð- inna kváðust hafa orðið fyrir líkam- legu og/eða kynferðislegu ofbeldi á lífsleiðinni. Hæst var hlutfallið á Suðurnesjum, 32,9%, og lægst á Vestfjörðum, 20,8%. Morgunblaðið/Hari Lýðheilsa 10,3% barna líður að eigin sögn oft eða nær alltaf illa í skólanum samkvæmt lýðheilsuvísi. Embætti Landlæknis telur brýnt að hindra þetta. Kanna lýðheilsu um landið allt  Ástæða til að fylgjast með rafrettum Fjallabyggð varð formlega aðili að heilsueflandi samfélagi 11. júní síð- astliðinn. Þetta kemur fram á vef- síðu Embættis landlæknis en þar segir að Alma D. Möller landlæknir og Gunnar Bigrisson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, hafi skrifað undir samninginn við athöfn sem fram fór í Tjarnarborg á Ólafsfirði. Þá segir einnig að athöfnin hafi verið vel sótt en Alma og Ríkey Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála hjá Fjallabyggð, héldu báðar stutt erindi. Degi seinna slóst Langanesbyggð einnig í hóp heilsueflandi samfélaga en þá skrifuðu Þorsteinn Ægir Egilsson, oddviti Langanesbyggðar, og Alma undir samning þess efnis. Þetta kemur fram á vefsíðu Langa- nesbyggðar. Athöfn fór fram í Þórs- veri en Þorsteinn greindi frá fyrir- ætlunum sveitarfélagsins vegna verkefnisins og Alma ávarpaði sam- komuna og fór yfir mikilvægi þess, að því er fram kemur á verfsíðunni. Á vef landlæknis kemur fram að meginmarkmið heilsueflandi sam- félags er að styðja samfélög í að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lífsháttum, góðri heilsu og vellíðan allra íbúa. teitur@mbl.is Fleiri heilsueflandi samfélög Ljósmynd/Embætti landlæknis Undirritun Alma D. Möller, landlæknir, og Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri að lokinni undirritun samnings um heilsueflandi samfélag í Fjallabyggð.  Fjallabyggð og Langanesbyggð eru orðin heilsueflandi samfélög  Markmiðið að stuðla að heilbrigðari lífsháttum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.