Morgunblaðið - 25.06.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.06.2018, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2018 ✝ Anna SigríðurGunnarsdóttir fæddist á Seyð- isfirði 31. október 1929. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Grund 13. júní 2018. Foreldrar henn- ar voru Sigurveig Guttormsdóttir sím- ritari f. 12. apríl 1897, d. 18. október 1991, og Gunnar Kristjánsson símritari, f. 11. jan- úar 1909, d. 20. desember 1977. Bræður Önnu Sigríðar samfeðra voru Ósvald Gunnarsson, f. 7. júní 1936, d. 8. október 1995, og Gylfi Gunnarsson, f. 5. september 1950. Anna Sigríður giftist Magnúsi Pálssyni myndlistarmanni árið 1952. Þau slitu samvistum árið 1985. Börn þeirra eru: Páll, f. 1952, maki Margrét Vallý Jó- hannsdóttir, f. 1948, d. 2006. Magnús Tumi, f. 1957, maki Ráð- hildur S. Ingadóttir, f. 1959. Pét- ur, f. 1958, maki Ásdís Thorodd- sen, f. 1959. Guttormur, f. 1960, maki Brit Sejersted Bødtker, f. 1960. Anna Sigurveig, f. 1967. Barnabörn og stjúpbarnabörn eru samtals 16 og (stjúp) barnabarnabörn 7. Anna Sigríður ólst upp hjá móður sinni á Seyðisfirði til 1943. Þær bjuggu lengi í Skaftfelli við Austurveg. Anna Sigríður var fjórtán ára gömul þegar þær mæðgur fluttust til Reykja- víkur. Sigurveig móðir hennar hafði starfað sem símrit- ari á Seyðisfirði en fluttist vegna sér- þekkingar sinnar innan símritara- fagsins til Landsím- ans í Reykjavík. Þær mæðgur bjuggu sér heimili á Fram- nesvegi. Anna Sigríður lauk stúdentsprófi árið 1949. Hún inn- ritaðist þá í enskar bókmenntir í Háskóla Íslands og lauk BA-prófi þaðan. Hún dvaldi við vinnu í Chicago árið 1950. Þau Magnús Pálsson bjuggu fyrst í Reykjavík, lengst af á Sólvallagötu 3, en fluttust ár- ið 1963 að Hvarfi í Mosfellssveit þar sem þau bjuggu til 1984. Anna Sigríður starfaði lengi við enskukennslu við gagnfræða- skólann í Mosfellssveit og sat um tíma í hreppsnefnd Mosfells- hrepps. Hún breytti til árið 1981 og gerðist læknaritari á rann- sóknardeild Landspítalans. Þar starfaði hún þar til hún komst á eftirlaunaaldur. Síðustu 16 ár ævi sinnar bjó Anna Sigríður á Bragagötu 36. Útförin fer fram frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík, 25. júní 2018, klukkan 11. Fyrir sjö árum kom ég inn í fjölskyldu Önnu Sigríðar sem kærasta Péturs sonar hennar. Fjölskyldan tók mér hjartanlega og sérdeilis hún tengdamóðir mín, hún var alltaf svo elskuleg við mig og gladdist þegar hún sá mig. Þá var hún komin til ára sinna en hélt glæsileikanum sem er svo fallegt að sjá hjá gömlum konum. Alltaf var gaman að spyrja hana um það hvað hún væri að lesa, hún var mikill lestrarhestur og féll bóka- smekkur okkar saman. Skemmti- legast var þó að heyra hana spauga því hún hafði svo sniðugan þankagang og stundum var hann eilítið á skjön og finnst mér ég stundum heyra sama tóninn hjá syni hennar þegar hann fær mig til að hlæja. Þrátt fyrir að Önnu Sigríði hrakaði hratt og yrði hrum, hún hvarf næstum í lokin, þá var enn húmorinn til staðar. Fannst mér það vera til vitnis um lífsvilja og seiglu, ekki aðeins hennar heldur mannsandans; minnið svo að segja farið, hreyfi- getan líka, en enn var blik í auga. Ég finn til þakklætis að hafa kynnst Önnu Sigríði, þessari merkiskonu. Ásdís Thoroddsen. Hún var svo skemmtileg, hún Anna Sigga. Á táningsárunum kom hún frá Seyðisfirði, beint frá talsambandinu við útlönd með móður sinni til Reykjavíkur, en móðir hennar var þar símritari. Það var frá símstöðinni á Seyðis- firði sem fyrsti sæstrengurinn var lagður í byrjun fyrri aldar og tengdi Ísland við útlönd. Sigur- veigu Guttormsdóttur, móður hennar, var það metnaðarmál og mikið kappsmál að koma dóttur sinni til mennta strax að loknu barnaskólanámi og um það leyti gat hún fengið starf við ritsímann í Reykjavík. Á skólaárum Önnu Siggu lágu leiðir okkar saman, ævivinkvenna, sem urðum sam- stúdentar frá Menntaskólanum í Reykjavík, og höfum haldið vin- áttu og tryggð æ síðan. Við höfum hist reglulega í hartnær sjö ára- tugi. Anna Sigga var þar jafnan hrókur alls fagnaðar, orðheppin og fyndin og afar vel að sér, ekki síst í bókmenntum heimsins. Hún lagði um tíma stund á ensku og enskar bókmenntir í Háskóla Ís- lands, sérhæfði sig í miðaldabók- menntum þeirrar tungu, og hafði á reiðum höndum tilvitnanir í Kantaraborgarsögur Chaucers og aðrar fagurbókmenntir þeirra tíma. Þar á ofan las hún Njálu of- an í kjölinn a.m.k. einu sinni á ári og fáa þekki ég sem hafa verið bet- ur að sér í þeirri tormeltu bók Ulysses eftir James Joyce. Hún var latínuhestur í skóla og öruggt að leita til hennar um lausnir og skilning á flóknum málfræðigrein- um, svo sem „gerundium“ og „gerundívum“. Á yngri árum söng hún og spilaði á frægan gítar sem var kallaður Þollákur – og naut sín vel í fimmundarsöng – ekki síst í „Ísland farsældar frón“. Anna Sigga kenndi í mörg ár ensku í Gagnfræðaskólanum í Mosfellssveit og var einkar vin- sæll kennari. Síðar vann hún sem læknaritari – með latínuna sína – á blóðmeinafræðadeild Landspítal- ans. Og aldrei gleymdi hún upp- runa sínum fyrir austan. Í öllum veislum reiddi hún fram Seyðis- fjarðartertuna frægu, í mörgum lögum með þykkum rjómatopp- um, einatt í heiðursessi á miðju borði. Börnunum sínum fimm var hún einstök móðir. Við vinahópur Önnu Siggu söknum hennar sárt. Vigdís Finnbogadóttir. Hún Anna Sigga kom að aust- an. Hún fæddist á Seyðisfirði og átti þar heima til þrettán ára ald- urs. Seyðisfjörður var sérstakur bær og hafði á sér alþjóðlegan blæ, ritsíminn kom þangað í byrj- un fyrri aldar og markaði spor í sögu bæjarins og mótaði fólkið og þar var móðir hennar Sigurveig Guttormsdóttir símritari. Anna Sigga gladdist þegar Tumi sonur hennar festi seinna kaup á húsinu sem hún fæddist í og gerði það upp sem nýtt. Þar gisti hún þegar hún hélt á vit æskuslóðanna mörg Anna Sigríður Gunnarsdóttir ✝ Ölver Skúlasonfæddist 3. ágúst 1940 á Kirkjuferju í Ölfusi. Hann and- aðist 15. júní 2018. Foreldrar hans voru Skúli Sigurðs- son, f. 13.1. 1898, d. 24.11. 1980 og Svan- laug Einarsdóttir, f. 25.12. 1908, d. 13.3. 2010. Systkini Öl- vers: Sigurður Sóf- aníus, f. 1928, Skúli Svanberg, f. 1931, d. 2015, Bald- vin Einar, f. 1933, d. 2011, Gillý Sigurveig, f. 1937 og Elías Stein- ar, f. 1943. Ölver ólst upp hjá foreldrum sínum á Kirkjuferju í Ölfusi í Hveragerði og í Reykjavík. Árið 1959 kvæntist Ölver Katrínu Sig- ríði Káradóttur f. 1941, dóttur hjónanna Kára Ísleifs Ingvars- sonar, f. 1915, d. 2009 og Mar- grétar Stefánsdóttur, f. 1912, d. 1993. Ölver og Katrín eignuðust 3 börn. Þau eru: 1) Kári Magnús, f. 1959, kvæntur Margréti Karls- dóttur, f. 1962. Börn: a) Birgitta ur Ólafsson. b) Ynja Mörk Þórs- dóttir. c) Askja Ísabel Þórsdóttir. d) Sölvi Páll Guðmundsson. Ölver og Katrín hófu búskap í Kópavogi en árið 1975 lá leið þeirra til Grindavíkur þar sem þau ólu upp börn sín og bjuggu þar til þau fluttu árið 2014 til Hirtshals í Danmörku. Ölver hóf hann sjómennsku á Blika MB ár- ið 1957 og var síðar á varðskip- inu Þór. Ölver hætti til sjós í 11 ár og vann við ýmis önnur störf en hafið kallaði hann til baka og fór hann aftur á sjóinn árið 1970, þá með Bjarna Sæberg mági sín- um. Árið 1972 settist Ölver aftur á skólabekk í Sjómannaskólanum þar sem hann útskrifaðist með hið meira fiskimannapróf með prýðiseinkunn. Ölver starfaði lengi sem skipstjóri lengst af með Geirfuglinn GK 66. Ölver var um tíma í stjórn Skipstjóra- og stýrimannafélagsins auk þess að eiga sæti í stjórn Farmannasambandsins. Ölver greindist árið 2008 með krabbamein og lést af völdum þess. Útför Ölvers fer fram frá Grindavíkurkirkju í dag, 25. júní, kl. 14. Jarðsett verður í Grinda- víkurkirkjugarði. Hrund Káradóttir, gift Scott Ramsay. Börn þeirra eru i) Sverrir Týr Sig- urðsson ii) Calvin Kári Ramsay iii) Re- becca Ann Ramsay og iv) Freyja Mekk- ín Ramsay. b) Elka Mist Káradóttir, unnusti Kjartan Sölvi Auðunsson. Barn þeirra er: i) Ís- old Kara Kjart- ansdóttir. 2) Svandís Þóra, f. 1962, gift Konráði Árnasyni, f. 1960. Börn: a) Ingvar Ölver Sigurðsson. b) Davíð Örn Sigurðsson, sambýlis- kona Regína Valsdóttir. Börn þeirra eru: i) Emilía Dís Davíðs- dóttir ii) Þórunn Arna Davíðs- dóttir. c) Lilja Rós Sigurðar- dóttir. Barn hennar er: Sæmund- ur Kristinn Rúnarsson. d) Árni Jón Konráðsson. e) Sigríður Erla Konráðsson. 3) Erla Dagbjört, f. 1972, gift Guðmundi Pálssyni, f. 1980. Börn: a) Katrín Ösp Ey- berg Rúnarsdóttir, unnusti Ólaf- Pabbi, þú varst einstakur og ég á þér svo margt að þakka. Í dag er það ekki sjálfgefið að fá að alast upp hjá pabba sínum og mömmu en ég er ein af þeim sem fengu það. Allt sem þú hefur kennt mér í gegnum árin er ekki lítið og hef ég verið með þér í svo mörgu. Ég væri ekki svona sjálfstæð í dag nema vegna þess að þú kenndir mér að redda mér og það hef ég svo sannarlega gert. Ekki höfum við alltaf verið sammála og man ég sérstaklega eitt skiptið þegar við vorum ekki sammála. Það var þegar ég og Mummi byrjuðum að vera saman, þú varst nú alveg viss um að svona ungur maður eins og hann Mummi var, myndi endast með mér lengi, því aldursmunur- inn á okkur var svo mikill. En þú breyttir þinni skoðun fljótlega þegar þú kynntist honum og þið urðuð bestu vinir. Ó, pabbi, hvað mér þótti vænt um að sjá ykkur vinna saman, svo samheldnir og góðir vinir og vissuð næstum hvað hvor annar hugsaði. Öll ferðalögin sem við höfum farið í saman og hestaferðirnar. Söngurinn og gleðin alltaf í kringum þig. Þegar við fluttumst til Danmerkur var ég hrædd um að missa af þér og mömmu og að ég gæti ekki hjálp- að ykkur eins og ég vildi en þá gerðuð þið ykkur lítið fyrir og fluttuð bara líka. Ji, hvað við vor- um glöð öll sömul að fá að hafa ykkur hjá okkur og stelpurnar mínar gátu leitað til ykkar enda- laust. Það er mikið skarð í okkar lifi að sjá þig ekki sitja í stólnum þínum þegar við komum til ykkar að segja skemmtilegar sögur og koma með komment. Lífið verður skrítið þegar þú ekki ert hér. Þú ert sterkasti maður sem ég hef kynnst, þú barðist við helv. krabb- ann i 10 ár, geri aðrir betur. Það var oft á tíðum sem þú gerðir meira fyrir okkur fjölskylduna þína, en fyrir sjálfan þig. Þú sagð- ir alltaf að krabbinn myndi ekki ná þér, en því miður sá ég eftir síð- asta tímann þinn hjá Einari að þú gafst upp. Það voru ekki bjartir tímar framundan, þú gast ekki meir og ég skil það alveg en mikið rosalega á ég eftir að sakna þín. Þú borðaðir þína síðustu máltíð, íslenskt lambalæri, þann 6. júní 2018 og svo held ég bara að þú hafir ákveðið að nú væri komið nóg. Þú varst jákvæður fram á síðustu mínútu og það lýsir þér svo vel. tveimur dögum áður en þú fórst kom hann Jesper, læknirinn þinn, í heimsókn og hann sagði þér hvað honum fyndist hann vera heppinn að hafa fengið að kynnast þér og þú hresstist allur við að sjá hann. Hann sagði þér að hann væri að fara í frí og kæmi til þín eftir tvær vikur til að athuga hvernig þú hefðir það og þú svar- aðir að bragði „já, Jesper, mér þætti nú vænt um það að þú kæm- ir við ef þú ert enn á lífi“. Þetta lýsir þér svo vel, elsku pabbi, allt- af stutt i grínið. Þú beiðst eftir leyndarmálinu og hélst i höndina á henni Ynju þinni þegar þú fórst en þú hafðir áhyggjur af henni. Ég lofa að passa vel upp á hana og auðvitað líka hinar stelpurnar þín- ar, Litlu Kötu, Öskju, Ömmu Kötu og hana Bellu þína, því lofa ég þér. Með mikilli virðingu og ást kveð ég þig í bili, elsku besti pabbi minn, en við sjáumst seinna og hlakka ég til þess, á meðan hugsa ég til þín. Upp með húmorinn og áfram gakk. Þín, Erla Ölversdóttir. Í dag fylgjum við merkilegum og dáðum manni til grafar. Sem barn sá ég afa Ölver alltaf sem stærsta og sterkasta afa í heimi; hann var góður í öllu, vissi allt og kunni allt! Og ef hann gat það ekki þá bara lærði hann það. Ekkert verkefni var of stórt eða erfitt. Hvort sem það var að smíða húsbíl með aukatáplássi fyrir há- vaxna menn, hesthús, alls konar útskornar gersemar í öllum stærðum og gerðum. Hvað sem það var; afi gat allt! Bjartsýnni, lífsglaðari og hressari maður finnst ekki þótt víða væri leitað! Vandamál voru ekki til, bara lausnir. Hann var sannkallaður viskubrunnur. Svona afi eins og maður sér í bíó- myndum eða les um í ævintýrum. Mér finnst èg vera heppnust í heiminum að hafa fengið að njóta þess að eiga hann sem afa. Að alast upp og eignast mitt eigið Ölver Skúlason ✝ AðalheiðurGuðrún Anna Halldórsdóttir fædd- ist á Kroppstöðum í Önundarfirði 4.4. 1938. Hún andaðist á Borgarspítalanum aðfaranótt 9. júní 2018. Hún fluttist ung til Reykjavíkur. Fað- ir hennar var Hall- dór Þorvaldsson, f. 25.9. 1895, d. 24.1. 1975, og móð- ir Ágústa Pálsdóttir, f. 22.8. 1903, d. 8.4. 1946. Önnur börn Halldórs og Ágústu voru Páll Skúli Halldórsson, f. 12.3. 1932, d. 2.1. 1982, Kristín Lilja Hall- dórsdóttir, f. 19.8. 1933. Aðalheiður eignaðist Ingi- björgu Jónu Birg- isdóttur, f. 19.12. 1957, og á hún eitt barn Sverri Hall- dór Valgeirsson, kona hans er Fjóla Sif Kristjánsdóttir og dætur þeirra Mikaela, Kimberly Heiða og nýfædd stúlka. Aðalheiður giftist Sverri Kjartanssyni, f. 8.5. 1924, d. 28.8. 2013, þau bjuggu og störfuðu alla tíð í Reykjavík. Útförin fer fram frá Fríkirkj- unni í dag, 25. júní 2018, kl. 13. Kæra systir mín og mágkona er látin. Hennar er sárt saknað. Dóttir hennar Inga Jóna Birgis- dóttir er dugleg og stendur sig vel að vanda, en hún hefur misst mik- ið. Sonur Ingu Jónu er Sverrir Halldór Valgeirsson. Hann og Fjóla konan hans hafa reynst Heiðu mjög vel í veikindum henn- ar og ávallt ef á þurfti að halda. Þau eiga þakkir fyrir. Litlu stúlk- urnar, Sverrisdætur, færðu lang- ömmu sinni mikla hamingju. Heiða var mjög barngóð, skýr og minnug alla tíð. Hún var fé- lagslynd og hafði gaman af því að spjalla við fólk og var vel að sér í hinum ýmsum málefnum sem bar á góma. Seinni maður Heiðu var Sverrir Kjartansson. Við áttum margar góðar stundir með þeim hjónum. Þau heimsóttu okkur austur á firði og eftir að við fluttum suður vor- um við mjög náin. Sverrir Kjart- ansson lést 28. ágúst 2013. Elsku systir mín, þú vildir öll- um vel og þú áttir marga góða vini. Við kveðjum þig með söknuði og trega og biðjum þér allrar bless- unar. Elsku Inga Jóna, Sverrir Hall- dór, Fjóla og litlu systur. Við vott- um ykkur okkar dýpstu samúð. Minningin um góða konu lifir. Kristín Lilja Halldórsdóttir og Þórólfur Friðgeirsson. Nú kveðjum við Aðalheiði Hall- dórsdóttur móðursystur mína. Heiða var litla systir móður minn- ar og ólust þær upp fyrir vestan á sveitabæ í Önundarfirði, þær töl- uðu oft um hvað það var gott að alast upp fyrir vestan. Síðar flutti fjölskyldan til Reykjavíkur. Ég ólst upp austur á landi og man ég vel þegar Heiða og Sverrir Kjartansson eiginmaður hennar komu í heimsókn, þá var glatt á hjalla. Gjafirnar frá þeim voru ekki af verri endanum og beið ég spennt eftir því að opna jóla- og af- mælisgjafirnar frá þeim sem krakki. Eitt skipti hitti Heiða frænka reyndar ekki í mark, en það var þegar mamma bað hana að kaupa sundhettu handa mér, því ég var alltaf með eyrnaverk, ég veit að Heiða vandaði valið vel eftir sínum smekk og sendi sundhett- una austur á firði. Þegar móðir mín opnaði pakkann frá Heiðu kom í ljós mjög áberandi bleik sundhetta með stórum blómum, þessi sund- hetta fór aldrei á höfuð mitt. Heiða frænka var glæsileg kona, ég man svo vel eftir henni grannri, ljóshærðri, í flottum föt- um, hún naut þess að klæða sig upp og hitta fólk á sínum yngri ár- um. Heiða og Sverrir bjuggu lengst af í 101 Reykjavík og áttu engan bíl alla sína ævi, ég myndi segja að þau hafi bæði verið svo- litlir „bóhemar“ í sér. Lengst af bjuggu Heiða og Sverrir á Baldursgötunni, ég var í Verzlunarskóla Íslands sem var á Grundarstíg og kom ég oft við hjá frænku minni ef voru eyður hjá mér í skólanum eða ef ég ætlaði að mæta aftur um kvöldið í skólann, alltaf tók hún frænka mín vel á móti mér með bros á vör. Síðar fluttu Heiða og Sverrir á Brávalla- götuna, þar var oft mikið fjör, spil- að á mandólín og gítar og mætti ég oft til þeirra í fjörið og skemmti mér mjög vel. Þegar ég var 18 ára báðu Heiða og Sverrir mig að passa íbúðina sína á Brávallagöt- unni þegar þau fóru í langt ferða- lag erlendis, ég naut þess að vera á Brávallagötunni og ég veit að þau vissu það líka. Ég gæti haldið endalaust áfram að rifja upp minningar um Heiðu frænku en ég mun geyma þessar minningar í hjarta mínu og minn- ast hennar alla tíð. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Elsku mamma, Inga Jóna, Sverrir Halldór, Fjóla og börn, ég votta ykkur mína dýpstu samúð, megi góður guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Hvíl í friði, elsku Heiða frænka. Elsa Björg Þórólfsdóttir. Heiða frænka! Elsku frænka mín hefur nú kvatt þetta jarðlíf og við söknum og minnumst. Okkur systrum var hún góð frænka, hún var alltaf svo flott og fín. Man þegar hún, afi Halldór, Inga amma og Inga Jóna komu austur til okkar í Eiða og á Fá- skrúðsfjörð. Eftirvænting og gleði fylgdu þessum heimsóknum og alltaf fengum við eitthvert lostæti í pökkum þeim sem sendir voru austur. Þegar við fórum í heimsóknir suður vann Heiða hin ýmsu störf. Ég man eftir henni í Þjóðleikhús- inu, í Kjörgarði, á Auglýsingastof- unni og að lokum unnu þau Sverr- ir sjálfstætt við söfnun auglýsinga í Símaskrána. Hún var gift Sverri Kjartans- syni. Ætíð vorum við hjartanlega velkomin á heimili þeirra, drengj- unum okkar Svenna vel tekið og talað við þá eins og hugsandi menn, sem er ómetanlegt. Nánast í hverri heimsókn var spjallað um hið ágæta tónlistarlíf á Ísafirði. Þau voru miklir tónlistarunn- endur, Sverrir þekkti til og Heiða hafði mikinn áhuga. Þau dáðust alltaf að eljunni, eldmóðnum og ár- angri Tónlistarskóla Ísafjarðar, enda merk saga. Ég þakka alla ást og umhyggju gegnum árin, hún hringdi til að spyrja um fjölskyld- una og gladdist yfir nýju frænd- fólki. Seinni árin hrjáðu hana ýmis veikindi, samverustundirnar urðu færri en alltaf fann maður vænt- umþykjuna sem streymdi frá henni. Elsku Inga Jóna og fjölskylda og elsku mamma mín, sem nú hef- ur misst systur sína, ykkur votta ég innilega samúð og bið sál Heiðu allrar blessunar. Hún mun fá góðar móttökur. Ágústa Þórólfsdóttir. Aðalheiður Guðrún Anna Halldórsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.