Morgunblaðið - 25.06.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.06.2018, Blaðsíða 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2018 VANTAR ÞIG STARFSFÓLK? Suðurlandsbraut 6, 108 Rvk. | SÍMI 419 9000 | info@handafl.is | handafl.is Við útvegum hæfa starfskrafta í flestar greinar atvinnulífsins Handafl er traust og fagleg starfsmannaveita með margra ára reynslu á markaði þar sem við þjónustum jafnt stór sem smá fyrirtæki. kallast „chapbooks“, og algeng leið fyrir ungskáld að senda frá sér sín fyrstu verk áður en þeir vinna sig upp í að gefa út bók með kili.“ Stærri bækur fylgdu í kjölfarið: „Við höfðum það alltaf að markmiði að gefa út umfangsmeiri verk í fram- haldinu. Þá markaði Partus strax í upphafi þá stefnu að hafa formlega ri- stjórn, sem er sjaldgæft í ljóða- bókaútgáfu, til að tryggja ákveðin gæði í útgáfunni og um leið gefa verk- unum alltaf nægilegan tíma til að dafna, mótast og fæðast.“ Einsleitar bókaútgáfur Bæði Meðgönguljóð og Partus urðu til sem tilraun til að fylla upp í stórt gat í íslenskum útgáfuheimi. „Við sem hófum útgáfu Meðgöngu- ljóða á sínum tíma byrjuðum með þessa seríu okkar vegna þess að við vissum hreinlega ekki hvert við áttum að snúa okkur. Tómarúmið var greini- legt og eins og að um langt skeið hefði enginn sinnt ungskáldum almenni- lega,“ segir Valgerður en bætir við að þó svo að starfsemi Partusar sé drifin áfram af listrænum hugsjónum þá sé ekki þar með sagt að útgáfan muni leyfa sér hvað sem er. „Ef að forlagið á að þróast og stækka þarf það að standa undir sér, og við verðum að hafa ákveðin formsatriði á hreinu.“ Tómarúmið sem Valgerður lýsir birtist líka í mikilli einsleitni í bókaút- gáfu. „Hinn alþjóðlegi útgáfuheimur hefur smám saman þróast í þá átt að það er núna sáralítill munur á forlög- unum. Útgefendurnir slást upp til hópa um sömu bækurnar á bóka- messunum og láta sömu gildin ráða för. Virðist engu máli skipta hvaða út- gefandi gefur út hvaða bók, og kemur jafnvel ekki lengur fram á kápunni,“ útskýrir Valgerður. „Partus á að gefa út alls konar bókmenntir – ekki bara ljóðabækur – en útgáfan sem heild á að endurspegla ákveðinn smekk, og vissa tilfinningu í hugum lesenda. Ég vil að fólk sjái bók fra Partusi úti í verslun og hugsi með sér að því fylgi ákveðinn stimpill.“ Íslenskar bækur til Bretlands Partus hlaut styrk frá breska rík- inu til að þýða nokkur íslensk verk á ensku og gefa út á Bretlandsmarkaði. Eins og fyrr var getið verður riðið á vaðið í sumar með safni kvæða eftir Kristínu Ómarsdóttur og í framhald- inu koma út skáldsögurnar Millilend- ing eftir Jónas Reyni Gunnarsson og Að heiman eftir Arngunni Árnadótt- ur. Því næst gefur Partus út á ensku kvæðasafn eftir Elías Knörr og loks myndasöguna Gombra eftir mynd- listakonuna Elínu Eddu. Valgerður játar að það sé stór biti að fara með útgáfuna til Bretlands og það hafi komið sér vel að gefa fyrstu bókina út í samvinnu við Carcanet sem þykir með virtari ljóða- Útgáfa með listræna sýn  Partus fyllti upp í gat sem hafði skapast á bókamarkaði  Á næstu misserum gefur forlagið út í Bretlandi fjórar bækur eftir íslenska höfunda Bandaríski tónlistarmaðurinn góð- kunni, David Crosby, kemur fram ásamt hljómsveitinni David Crosby & Friends á tónleikum í Háskólabíói 23. ágúst næskomandi. Tónleikarnir eru liður í tónleikaferð hans sem nefnist Sky Trails. Á ferli sem spannar sex áratugi hefur Crosby skapað söngva sem hafa talað til þriggja kynslóða tónlistarunnenda, ekki bara sem sóló-listamaður held- ur einnig sem einn af stofnendum The Byrds og Crosby, Stills & Nash – sem fengu Grammyverðlaun sem bestu nýliðar árið 1969, og Crosby, Stills, Nash & Young. Í tilkynningu um tónleikana segir að þessi litríki frumkvöðull, sem var innlimaður í Songwriter’s Hall of Fame árið 2009, hafi verið eins kon- ar samviska samtíðar sinnar með lagasmíðum eins og „Almost Cut My Hair“ og „Wooden Ships“. Crosby hefur reglulega styrkt margvísleg baráttusamtök með afrakstri tón- leika sinna og tekst enn á við að túlka tíðar andann með textum sín- um og lögum. Með honum leika James Raymond á hjómborð, Steve DiStanislao á rommur, Mai Leisz bassa, Jeff Pevar gítar og Michelle Willis leikur á hljómborð og syngur. Margreyndur David Crosby er á leið til landsins ásamt hljómsveit. Davið Crosby með tónleika í Háskólabíói VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is „Við viljum ekki endilega skilgreina Partus sem forlag gagngert fyrir ungskáld. Við höfum vissulega gefið út verk eftir skáld sem eru að stíga sín fyrstu skref en við viljum fylgja þeim áfram eins langt og þau fara, hvort sem það ferðalag tekur mörg ár eða marga áratugi,“ segir Val- gerður Þóroddsdóttir. „Okkur lang- aði að setja á laggirnar forlag sem væri eitthvað annað og meira en það sem fólk væntir af bókaútgáfum í dag: hafa skýra listræna sýn og áherslur, og nálgast bókaútgáfu sem listrænt verkefni.“ Valgerður er stjórnandi og stofn- andi forlagsins Partusar (www.partuspress.com) sem vakið hefur athygli fyrir fjölbreytt útgáfu- starf með ríka áherslu á ljóðabækur. Framundan er útrás til Bretlands í samstarfi við útgáfuna Carcanet og verður byrjað á verkinu Waitress in Fall sem hefur að geyma úrval ljóða eftir Kristínu Ómarsdóttur í þýðingu Valgerðar. „Forlagið fór formlega af stað árið 2015 en óx upp úr ljóðabókaflokk- inum Meðgönguljóð sem hóf göngu sína árið 2012,“ segir Valgerður en glöggir lesendur hafa eflaust áttað sig á tengingunni á heiti Meðgöngu- ljóða við nafn forlagsins, því „partus“ er latneska orðið yfir fæðingu. „Við byrjuðum mjög smátt, með agn- arlitlum ritum sem voru handsaumuð saman. Reyndar héldum við framan af að við hefðum fundið upp nýtt út- gáfuform, því bækur af þessu tagi sjást varla á Íslandi, en síðan kom- umst við að því að svona bækl- ingaútgáfa er útbreidd úti í heimi,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.