Morgunblaðið - 25.06.2018, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2018
Sterkir í stálinu
Skipastál • Lunningajárn • Bakjárn
Kælirör • Fíber- og galvanhúðaðar ristar
Svört- og ryðfrí rör og fittings
Ál • Ryðfrítt stál • PVC plötur
POM öxlar • PE plötur
Lokar af ýmsum gerðum
Opið virka daga kl. 8-17
Skútuvogi 4, Rvk
Rauðhellu 2, Hafnarfirði
Sími 568 6844 | ga@ga.is | ga.is
Sameinar það besta í rafsuðu
Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288
Ólafur Ragnar hefur verið virkur í
starfi IRENA, International Re-
newable Energy Association, sem
er alþjóðleg stofnun sem sett var
á laggirnar fyrir röskum áratug
og er nú samstarfsvettvangur
160 ríkja um uppbyggingu á sviði
endurnýjanlegrar orku. Nýlega
var Ólafur Ragnar valinn til að
gegna formennsku í nýrri nefnd á
vegum stofnunarinnar og mun
þar vinna með fjölda þungavigt-
arfólks úr heimi alþjóðamála að
því að kortleggja hvernig vaxandi
notkun hreinna orkugjafa og auk-
in sjálfbærni í hagkerfum heims-
ins mun breyta heimsmyndinni.
Nefndarstarfið er sérstaklega
styrkt af ríkisstjórnum Þýska-
lands, Noregs og Sameinuðu ar-
abísku furstadæmanna.
„Aðgangur að auðlindum á
borð við olíu hefur iðulega verið
lykillinn að yfirráðum ríkja og
stundum ástæða ófriðar. Ekki að-
eins mun aukin samkeppnishæfni
endurnýjanlegrar orku, s.s. sólar-
og vindorku, geta dregið úr átök-
um heldur mun hún hafa í för
með sér lýðræðislegar breytingar
á sviði orkumála þar sem borgir,
byggðarlög, landsvæði og heilu
löndin verða ekki eins háð fram-
leiðendum olíu og gass. Breyting-
arnar ná allt niður í stök heimili
sem geta, þökk sé nýrri tækni,
orðið nettó-orkuframleiðendur
frekar en orkuneytendur,“ segir
Ólafur. „Leiða má líkur að því að
valdahlutföllin í heiminum muni
breytast til hins betra og að
margir heimshlutar verði frið-
samlegri en þeir eru í dag. Breyt-
ingarnar á komandi áratugum
munu líka koma sér vel fyrir Ís-
land. Aðrar þjóðir horfa til þess
árangurs sem Ísland hefur náð og
vilja læra af okkur.“
Valdajafnvægi
heimsins mun
breytast
KORTLEGGJA ÞRÓUNINA
Ríkjandi viðhorf var að ef fyrirtæki
og ríki legðu áherslu á þessa þætti
þá væri það meira af hugsjóna-
ástæðum en af hagnaðarástæðum.“
En örar breytingar og tækni-
framfarir á undanförnum áratug
hafa breytt þessu. „Jafnvel olíuríki
eins og Sádi-Arabía og Sameinuðu
arabísku furstadæmin hafa mótað
sér áætlanir um að gera grund-
vallarbreytingar á hagkerfum sín-
um á næstu 20-30 árum til að verða
minna háð olíu og gera samfélagið
og atvinnulífið grænna.“
Bætir bæði ímynd og rekstur
Ólafur Ragnar segir dæmin
fjöldamörg og m.a. hægt að nefna
stórfyrirtæki á borð við Google og
Microsoft sem setja núna umhverf-
ismál á oddinn og gera það ekki af
hugsjóninni einni saman. „Aðgang-
ur að hreinni og endurnýjanlegri
orku er atriði sem þau leggja
höfuðáherslu á þegar þau velja
staði til að reisa gagnaver sín og
starfsstöðvar. Annað dæmi er Wal-
Mart, stærsta verslanakeðja
Bandaríkjanna, sem hefur markað
þá stefnu að verslanir fyrirtækisins
og öll starfsemi noti hreina orku,“
segir hann og undirstrikar að þetta
sé ekki allt gert til þess eins að
skapa betri ímynd. „Þetta eru fyr-
irtæki sem öll eru á hlutabréfa-
markaði og lúta ströngum aga
markaðssamkeppni. Þau geta ekki
leyft sér þann lúxus að vera með
gæluverkefni sem ekki styðja
markaðsstöðu þeirra. Sama má
segja um olíuríkin sem eru að taka
sólarorku og aðra græna orku í
sína þjónustu, og þá ekki síst vegna
þess að þessir umhverfisvænu
orkugjafar eru orðnir samkeppn-
ishæfir og jafnvel ódýrari en að
nota t.d. olíu; og jarðhiti er lang-
ódýrasti kosturinn þegar kemur að
hitun og kælingu borga.“
Í þessum breytta heimi felast
sóknarfæri fyrir íslenskt atvinnulíf
og fræðasamfélag: „Það hefði t.d.
þótt skrítin kenning á Íslandi fyrir
tuttugu árum að það gæti verið
arðbær rekstur fyrir íslenskar
verkfræðistofur og orkufyrirtæki
að byggja hitaveitur í öðrum lönd-
um. Engu að síður eru íslensk
fyrirtæki í dag í samvinnu við Sino-
pec, stærsta orkufyrirtæki Kína,
um uppbyggingu á risavöxnum
hitaveitukerfum í fjölda kínverskra
borga – verkefni sem Þróunarbanki
Asíu ákvað nýlega að styðja mynd-
arlega,“ segir hann. „Tækifærin
eru fjöldamörg og spanna allt frá
sjávarútvegi yfir í landbúnað,
ferðaþjónustu og heilsuvörur og
byggjast á tækni og möguleikum
sem voru ekki fyrir hendi fyrir 15
eða 20 árum.“
Sjálfbærni og samkeppnis-
hæfni haldast í hendur
Dýrmæt tækifæri munu verða til fyrir íslensk fyrirtæki og fræðasamfélag
með vaxandi vægi sjálfbærni og umhverfissjónarmiða um allan heim
AFP
Sóknarfæri Ólafur Ragnar segir áherslu stórfyrirtækja á sjálfbærni ekki
bara til þess gerða að skapa þeim betri ímynd heldur hjálpa þeim að standa
betur að vígi í harðri samkeppni. Hugað að nýju sólarorkuveri í Mexíkó.
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
„Það er mikilvægt að fólk átti sig á
að það sem hefði fyrir 20 árum ver-
ið álitið gæluverkefni er í mörgum
tilvikum orðið kjarninn í starfsemi
framsæknustu fyrirtækja í dag; að
umhverfisvænn og sjálfbær rekstur
er líka arðbær
rekstur,“ segir
Ólafur Ragnar
Grímsson, fyrr-
verandi forseti,
fjármálaráðherra
og prófessor.
Ólafur Ragnar
var á meðal
ræðumanna á
viðskipta- og
hagfræðiráð-
stefnunni EU-
RAM 2018 sem Háskóli Íslands
hélt í síðustu viku. Þar flutti hann
erindi með yfirskriftina „Af hverju
græn og sjálfbær hagkerfi eru
ábatasöm“. Ólafur Ragnar segir að
vendipunkti hafi verið náð þar sem
bæði stór og smá fyrirtæki, og
jafnvel heilu þjóðirnar séu byrjaðar
að setja sjálfbærni, umhverfisvernd
og hreina orku á oddinn. „Ef við
förum ekki lengra aftur en 10 eða
20 ár þá var ríkjandi viðhorf að það
væri, í efnahagslegu tilliti, jaðarmál
að leggja áherslu á sjálfbærni og
hreina orku – að það væri enn
langt í land og kannski ekki fyrr
enn seint á 21. öldinni að lönd gætu
byggt framtíð sína á sjálfbæru og
grænu hagkerfi vegna þess einfald-
lega að það væri ekki arðbært í
sama skilningi og aðrir valkostir.
Ólafur Ragnar
Grímsson
● Tryggingamiðstöðin hf. gerði á
föstudag skuldbindandi kauptilboð í
alla hluti í Lykli fjármögnun hf.
Í tilkynningu frá TM kemur fram að
tilboðið er háð ýmsum fyrirvörum, s.s.
um samþykki Fjármálaeftirlitsins um
að TM megi fara með virkan hlut í Lykli
og að Samkeppniseftirlitið leyfi kaupin.
Lykill hefur verið í opnu söluferli í
umsjón Beringer Finance og er selj-
andi Klakki ehf.
Frestur til að skila óskuldbindandi
tilboðum í allt hlutafé félagsins rann
út 6. apríl og í framhaldinu var völdum
fjárfestum boðið að taka þátt í öðrum
hluta söluferlisins. Frestur til að gera
skuldbindandi tilboð rann út kl. 15 á
föstudag. ai@mbl.is
TM gerir skuldbindandi tilboð í Lykil