Morgunblaðið - 25.06.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2018
Að undanförnu hafa ítrekaðkomið fram ábendingar
vegna undarlegrar framgöngu
kærenda framkvæmda. Þeir virð-
ist tímasetja kærur sínar seint
þannig að þær
valdi sem mestum
erfiðleikum í stað
þess að koma með
gagnlegar ábend-
ingar á fyrri stig-
um framkvæmda.
Fjallað var umeitt slíkt dæmi í Morgun-
blaðinu á fimmtudag þar sem
framkvæmdir við Brúarvirkjun,
litla virkjun í Biskupstungum sem
þurfti ekki í umhverfismat en var
sett í það engu að síður, eru nú í
uppnámi vegna seint fram kom-
innar kæru.
Ásgeir Margeirsson, forstjóriHS orku, gagnrýnir þetta og
segir: „Það er undarlegt að hægt
sé að kæra framkvæmd með til-
heyrandi kostnaði fyrir fram-
kvæmdaraðila, án haldbærs rök-
stuðnings. Ekki virðist heldur
vera gerð sú lágmarkskrafa til
kærenda að þeir kynni sér fyr-
irliggjandi gögn sem unnin hafa
verið á undirbúningstímanum.
Langt og ítarlegt ferli er í skipu-
lagslögum og lögum um mat á
umhverfisáhrifum framkvæmda
til að hagsmunaaðilar geti komið
með athugasemdir á undirbún-
ingstímanum. Sú aðferð að hreyfa
ekki neinum andmælum á kynn-
ingarstigi gefur til kynna að við-
komandi aðilar séu samþykkir
ferlinu eða framkvæmdunum. Það
að koma með kærur á lokastigi
mats- og skipulagsferlis, fram-
kvæmdaleyfið, gengur gegn
grunnsjónarmiðum um kynningu
og samráð sem lögin byggjast á.“
Ásgeir telur að þessu fyr-irkomulagi þurfi að breyta
og það hlýtur að koma til skoð-
unar eins og mál hafa þróast.
Ásgeir
Margeirsson
Sérkennilega
tímasettar kærur
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 24.6., kl. 18.00
Reykjavík 10 rigning
Bolungarvík 9 alskýjað
Akureyri 12 alskýjað
Nuuk 10 skýjað
Þórshöfn 10 skúrir
Ósló 23 skýjað
Kaupmannahöfn 19 léttskýjað
Stokkhólmur 18 heiðskírt
Helsinki 17 heiðskírt
Lúxemborg 18 heiðskírt
Brussel 19 skýjað
Dublin 23 heiðskírt
Glasgow 20 heiðskírt
London 24 heiðskírt
París 22 heiðskírt
Amsterdam 16 léttskýjað
Hamborg 15 skýjað
Berlín 15 skýjað
Vín 19 skýjað
Moskva 20 skúrir
Algarve 23 skýjað
Madríd 33 heiðskírt
Barcelona 26 heiðskírt
Mallorca 26 léttskýjað
Róm 25 heiðskírt
Aþena 24 skýjað
Winnipeg 19 alskýjað
Montreal 19 þoka
New York 25 þoka
Chicago 25 léttskýjað
Orlando 31 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
25. júní Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 2:58 24:04
ÍSAFJÖRÐUR 1:36 25:36
SIGLUFJÖRÐUR 1:19 25:19
DJÚPIVOGUR 2:13 23:48
Meira til skiptanna
Brautskráning kandídata frá Háskóla Íslands fór
fram í Laugardalshöll á laugardaginn. Þar útskrif-
uðust 1.964 kandídatar en það er svipaður fjöldi og
hefur verið undanfarin ár, að sögn Jóns Atla Bene-
diktssonar, rektors skólans. Við athöfnina flutti
rektor ávarp þar sem hann m.a. lagði áherslu á
mikilvægi háskólamenntunar. „Sterk rök hníga að
því að okkar fámenna þjóð megi engan missa þeg-
ar kemur að nýtingu hugvits og mannauðs. Mikil-
vægt er að ungt fólk hér á landi, karlar til jafns við
konur, fái tækifæri til að stunda háskólanám og að
börn innflytjenda séu ekki afskipt þegar kemur að
háskólamenntun.“ Í ávarpinu greinir Jón einnig
frá könnun á háskólum sem gerð var af Evrópu-
sambandinu. „Þar kemur margt jákvætt fram,
t.a.m. að íslenskir nemendur eru almennt ánægðir
með námið og aðstæðurnar í skólanum, en þeir
vinna mikið.“ Hann segir helstu niðurstöðuna vera
að nemendum verði að veita meiri stuðning svo
þeir geti helgað sig náminu enn frekar. Athöfnin
var í tveimur hlutum, fyrir hádegi útskrifuðust
tæplega 800 nemendur með framhaldspróf eða
meistarapróf og eftir hádegi útskrifuðust rúmlega
1.200 nemendur úr grunnnámi.
Tvö þúsund brautskráðust úr HÍ
Brautskráning kandí-
data fór fram um helgina
Morgunblaðið/Kristinn
Athöfn Fjöldi nemenda útskrifaðist á laugardag.
Veðurstofan hefur varað við
hvassviðri eða stormi fyrir há-
degi í dag. Getur vindhraði víða
farið upp í 30 m/s og er gul við-
vörun í gildi. Í athugasemdum
veðurfræðings kemur fram að bú-
ast megi við hvassviðri eða
stormi um landið austanvert fyrir
hádegi í dag með snörpum vind-
hviðum við fjöll, víða yfir 30 m/s.
Þá er fólk beðið að huga að laus-
um munum en tjöld, garðhúsgögn
og trampólín gætu fokið. Um litla
lægð er að ræða sem fer allhratt
yfir landið, veðurspá getur því
breyst hratt og mikilvægt að
fylgjast með spám. Í hugleið-
ingum veðurfræðings Veðurstof-
unnar segir: „Á leið sinni yfir
landið heldur lægðin áfram að
dýpka og er útlit fyrir að hún
verði nokkuð kröpp. Dregur úr
vindi og úrkomu með deginum.“
Hvassviðri
fyrir hádegi
Vindaspá Sumarveðrið lætur enn
bíða eftir sér víðast hvar um landið.