Morgunblaðið - 25.06.2018, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.06.2018, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2018 bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar Enn einn dagur í Paradís Bez t á nau tið Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Hópvinna er upplögð í dag. Þér sýnist öll sund lokuð en svo er ekki. And- aðu djúpt og svarið kemur til þín. Þú iðar í skinninu eftir að komast í sumarfríið. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú munt njóta þess að versla fyrir heimilið eða fjölskyldumeðlimi í dag. Mundu að ekki er allt gull sem glóir. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Ekki treysta loforðum sem vinir þínir hafa gefið þér í dag. Það er lítill tími til stefnu, ekki draga að klára verk- in. Kauptu hluti sem standast tímans tönn. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Hvaða stefnu vilt þú að líf þitt taki á næstu fimm árum? Ekki láta stilla þér upp við vegg í vinnunni, þú átt þinn rétt eins og aðrir. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Nú er rétti tíminn til þess að bera upp spurningu, sem hefur lengi verið að brjótast um í þér. Gefðu þér tíma til að stunda innhverfa íhugun. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Leyfðu vini þínum að eiga skjól hjá þér með tilfinningar sínar. Þér finnst þú utanveltu í vinahópnum en sú tilfinn- ing varir ekki lengi. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er hverjum manni nauðsynlegt að losna við og við undan oki hversdags- ins. Láttu hverjum degi nægja sína þján- ingu. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Maður sér oft hlutina í skýr- ara ljósi við það eitt að segja þá upp- hátt. Það kemur upp úr dúrnum að þú hafðir rétt fyrir þér í deilumáli. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Klæddu þig vel og skartaðu þínu fegursta. Farðu varlega í umferð- inni, hvort sem þú ert gangandi eða ak- andi. 22. des. - 19. janúar Steingeit Samband sem eitt sinn riðaði til falls, stendur nú á traustum grunni. Mundu að sá er vinur sem til vamms segir. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú færð óvæntar gleðifréttir svo full ástæða er til að gera sér glaðan dag. Tíminn virðist standa kyrr þegar maður bíður eftir einhverju. 19. feb. - 20. mars Fiskar Við höfum öll gott af því að staldra við og líta yfir farinn veg. Sinntu ættingja eins og þér frekast er unnt og leggðu annað til hliðar á meðan. Ólafur Stefánsson skrifaði í Leir á fimmtudag að það væri skemmti- lega og myndrænt til orða tekið af Heiðrúnu Lind hjá Samtökum í sjávarútvegi er hún sagði „að gott væri að sjá ýsuna rétta úr sér“. – „Maður bókstaflega sér það fyrir sér!“ bætti hann við. Oft eru ágætar fréttir innan um stjórnmál og grín: ýsan úr sér réttir og aftur sólin skín. Ólafur heldur áfram og segir að það séu líka góðar fréttir ef hann skyldi létta til um allt land á þjóðhátíðardaginn: Útlitið er ósköp svart, í Eyjum margur baginn, þó er bót ef það er bjart, þjóðhátíðardaginn. Sigmundur Benediktsson skrif- aði mér á miðvikudag, sagðist hafa að mestu verið í vísnahvíld und- anfarið, en ekki staðist þessa dásamlegu sólskinsblíðu. – Og orti smáljóðið Sólskinsdag – bragar- hátturinn er hagkveðlingaháttur: Hvergi hikar blíður blær, blómið hnikað kolli fær. Glóey blikar björt og skær, bárum hvikar tjörn og sær. Landsins myndum lyftir sól lýsir tinda, dal og hól. Vötnin sindra, brosa ból, blíðast lyndi öllu fól. Glæðist innar geislabrá glóðar finna kraftinn má. Aukast kynnin auðnu frá, auðgast sinnið von og þrá. En strax daginn eftir, á fimmtu- dagsmorgun, var komin ausandi rigning. – „Svona er stundum þurrkuð út gleði manns í einu vet- fangi,“ skifar Sigmundur og bætir við: „Leið umskipti“: Lægðafárið leiða ber, ljótar spár ei hugga. Himinn grár og hnugginn er hrynja tár á glugga. Höfuðfat fauk af Boga Brynjólfs- syni sýslumanni á sæ út og sögðu sumir að það væri sýslumanns- húfan. Þá orti Einar Stefánsson Blönduósi: Húnvetninga henti slys, – hér fór verr en skyldi –: Húfan fór til helvítis, hausinn ekki fylgdi. Vísa þessi er talin vera eftir vest- firska konu: Gengur slunginn, gæðasmár, girndum þrunginn púki. Sprundin ungu flekar flár flagarinn tungumjúki. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Ort um ýsuna í sólskinsblíðu „ÉG HEF SÓTT UM SKILNAÐ. ÉG VIL FELUSTAÐINN, HELMINGINN AF ÞÝFINU OG FULLT FORRÆÐI YFIR KLÍKUNNI.“ „HANN HORFÐI Á HJARTAAÐGERÐ Í SJÓNVARPINU FYRIR ÞREMUR DÖGUM OG HEFUR ENN EKKI NÁÐ SÉR.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... fleyið sem heldur ykkur á floti í lífsins ólgusjó. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann HVERNIG BÚA BÝFLUGUR TIL HUNANG? BÚA TIL?! ÉG KAUPI ÞAÐ BARA ÚTI Í BÚÐ AULI TIL AÐ SÝNA UMHYGGJUSEMI OKKAR... FÆRI ÉG ÞÉR VASAKLÚT TIL AÐ ÞERRA TÁRIN! Sögusviðið er lítil sveit vestur áfjörðum og þetta var síðastliðinn föstudag. Flestir þeir sem voru á svæðinu mættu í samkomuhúsið. Ungir og gamlir; heimamenn og að- komufólk og eftirvæntingin skein úr hverju andliti. Spennan var mikil og innlifun fólksins í leikinn var sterk enda lið Íslands hér á heimsvelli fót- boltans. Framan af var mikil spenna í salnum en það fór að síga í fólk og bekkurinn að þynnast þegar staðan var orðin 2-0 fyrir Nígeríumenn, sem voru einfaldlega með betra lið en Íslendingar sem geta þó borið höfuðið hátt. Munum líka að íþróttir eru alltaf fyrst og síðast leikur, skemmtun og sýning. Enginn er skaðinn þótt einstaka leikur tapist, þótt sigrarnir séu alltaf sælir og lífgi sálaryl. x x x Í yfirstandandi HM-ævintýri höfumvið séð flestar bestu eigindir ís- lenskrar þjóðarsálar. Á heimsvísu hafa Íslendingar og það í mörgum greinum oft náð frábærum árangri íþróttum. Hefur þá mjög munað um altækan stuðning þjóðarinnar við hið frænkna fólk. Og alltaf farnast Ís- lendingum best þegar samstaða næst um brýn mál. Heilbrigður þjóðlegur metnaður er góður og má alls ekki leggja að jöfnu við öfga- kennda einangrunarhyggju. x x x Í stjórnmálunum er stundum impr-að á því að á Íslandi verði að festa í sessi hið norræna velferðarsam- félag; það er sterkt öryggisnet svo allir geti lifað með reisn. Það er gott markmið en þá ættum við líka að kynna útlendingum íslenska módel- ið. Segja frá þjóðinni sem stendur af heilum hug saman í brýnum hags- munamálum, skólum sem skila í stórum stíl fólki sem nær frábærum árangri í vísindum og fræðum, ótrú- legum gangi í öllum framkvæmdum og góðri samfélagslegri þjónustu sem borin er uppi af 350 þúsund skattgreiðendum. Einnig því hvern- ig okkur tókst á fáum árum að sigla út úr brimhroða efnahagshrunsins; því mikla lærdómsríka sjálfskapar- víti. Verum stolt, keik og bjartsýn. Áfram Ísland! vikverji@mbl.is Víkverji Nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur (Fyrra Korintubréf 13.13)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.