Morgunblaðið - 25.06.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.06.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2018 laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is Epicurean skurðarbretti Verð frá 2.690 kr. SVIÐSLJÓS Teitur Gissurarson teitur@mbl.is „Þetta er enn eitt dæmi þess hversu iðnnám á Íslandi er lítils metið,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lög- reglumanna, í samtali við Morg- unblaðið. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu á laugardag var Sveini Rúnari Gunnarssyni, sem hefur starfað sem héraðslögreglu- maður í fjögur ár og verið fastráð- inn lögreglumaður síðan í vor, synj- að um inngöngu í lögreglunám við Háskólann á Akureyri. Sveinn hef- ur lokið sveinsprófi í húsasmíði en þar sem lögreglunámið var nýlega fært upp á háskólastig nægði húsa- smíðamenntun hans ekki til að fá inngöngu í lögreglunámið. Þegar blaðamaður náði tali af Snorra hafði hann ekki heyrt áður um málið en sagði þó: „Það er í rauninni alveg fáránlegt að ein- staklingur sem lokið hefur iðnnámi, eins og í þessu tilfelli sveinsprófi í húsasmíði, skuli ekki fá inni í þessu námi af því að hann er ekki með stúdentspróf af einhverri bóknáms- braut í framhaldsskóla.“ Snorri segist ekki hafa heyrt af sambærilegum málum en bætir við: „Sjálfur er ég menntaður húsasmiður og myndi væntanlega samkvæmt þessari skilgreiningu ekki komast inn í námið.“ Að- spurður hvort hann telji iðnnám betri undirbúning fyrir lögregl- unám heldur en bóknám, svarar Snorri: „Tvímælalaust,“ og ítrekar óánægju sína með hversu lítils met- ið iðnnám sé innan skólakerfisins. Gríðarlegur fjöldi umsókna „Það eru til heimildir til undantekninga en vegna gríðarlegs fjölda umsókna beitum við þeim heimildum mjög takmarkað núna.“ Þetta segir Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, í samtali við Morgunblaðið. Spurður út í mál Sveins Rún- ars segist Eyjólfur ekki geta tjáð sig um einstök mál en segir þó: „Vegna gríðarlegs fjölda erum við bæði harðari á undanþáguheim- ildum og svo getur verið að það hafi vantað gögn,“ en um 400 um- sóknir teljast til ófullnægjandi um- sókna. „Það kemur í ljós þegar við skoðum umsóknargögn að það eru mjög margir sem senda inn ófull- komna umsókn. Þ.e.a.s. þeir senda ekki staðfestingargögn fyrir próf- gráðum eða senda ekki fullnægj- andi upplýsingar um nám sitt og svo framvegis,“ segir Eyjólfur en stjórnendur skólans gáfu tveggja daga frest til þess að leiðrétta ófullnægjandi umsóknir. „Við erum bara með þær umsóknir í skoðun og í samtali við ráðuneytið um hvað við getum tekið við mörgum nem- endum,“ segir Eyjólfur. Iðnnámið ennþá mikilvægt Aðspurður hvort stúdentspróf standi iðnnámi framar sem undir- búningur undir lögreglunám segir Eyjólfur: „Í prinsippinu ekki. En í landslögum segir einfaldlega að stúdentspróf gefi þér heimild til að skrá þig í háskóla.“ Hann bætir þó við að háskólum sé heimilt að gera undanþágu frá þessari reglu fyrir allt að tíu prósent nemenda en staðan í dag bjóði ekki upp á það. Iðnmenntun hefur af mörgum þótt góður grunnur fyrir þá sem starfa við löggæslustörf og segir meira að segja í reglugerð um Brunamálaskólann og réttindi og skyldur slökkviliðsmanna að þeir sem ráðnir séu til slökkvistarfa skuli hafa iðnmenntun sem nýtist í starfi eða sambærilega menntun og reynslu. Aðspurður hvort sú um- ræða sé í ljósi umræddrar synjunar úrelt, segir Eyjólfur: „Alls ekki. Við erum einmitt að vinna í verk- efni núna undir svokölluðum fagháskólahóp þar sem við erum að skoða hvernig hægt er að tengja betur starfsnám og háskólanám,“ og bætir við: „Eins og ég segi þá er í prinsippinu alls ekkert sem mælir gegn því að þarna sé á milli skýr og bein leið. Það sem veldur er bara þetta sérstaka ástand sem við búum við akkúrat núna.“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Reiðubúið Lögum samkvæmt er fólk með stúdentspróf í forgangi þegar sótt er um í lögreglunáminu við HA. Reynslumiklir komast ekki að  Heimildum til undantekninga ekki beitt  „Enn eitt dæmi um hversu iðnnám er lítils metið“  Gríðarlegur fjöldi umsókna í lögreglunám  Stúdentspróf stendur framar samkvæmt lögum Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Veitingastaðurinn Bautinn á Akur- eyri er í söluferli og er ferlið á lokastigum að sögn Guðmundar Karls Tryggvasonar, eiganda Bautans. „Þetta er í ferli. Það kom gott tækifæri til að selja og við vorum búin að ákveða að verða ekki hund- gömul í þessu og ákváðum að slá til þegar þetta bauðst. Okkur hugnað- ist líka vel kaupandinn,“ segir Guð- mundur Karl, en hann hefur rekið Bautann með eiginkonu sinni Helgu Árnadóttur. Spurður hvort fyrirhugaðar séu miklar breytingar á staðnum vísar Guðmundur Karl á Einar Geirsson, kaupanda og eiganda veitingastað- arins Rub23. „Ég efast samt ekki um að einhver ferskleiki fylgi nýj- um eigendum,“ segir Guðmundur Karl, en Einar vildi ekki tjá sig um kaupin við Morgunblaðið að sinni. „Þetta hefur verið rekið lengi með mjög svipuðu sniði og gengið farsællega. Ég efast ekki um að Einar, jafn farsæll og hugmynda- ríkur og hann er, muni setja góðan lit á þetta,“ segir Guðmundur Karl sem kveðst sjálfur ekki stefna að veitingarekstri í náinni framtíð. Bautinn vinsæll um árabil Bautinn var opnaður 6. apríl árið 1971 og er elsti veitingastaður á landinu sem býður grillsteiktan mat. Hann er meðal þekktustu kennileita í miðbæ Akureyrar og er í Hafnarstræti. Í ársreikningi Bautans ehf. fyrir árið 2017 kemur fram að rekstrar- tekjur félagsins hafi verið um 406 milljónir króna það ár og 471 millj- ón króna árið 2016. Samanlagðar arðgreiðslur til hluthafa árin 2017 og 2016 námu 49 milljónum króna. Eignir félagsins árið 2017 námu um 98 milljónum króna og skuld- irnar 36 milljónum króna. Sala Bautans á lokametrunum  Eigandi Rub23 er kaupandi staðarins Morgunblaðið/Kristján Bautinn Staðurinn var fyrsti veitingastaður á Íslandi sem bauð upp á grill- steiktan mat. Seljandinn býst við að ferskleiki fylgi nýjum eigendum staðarins. Sérsveit ríkislög- reglustjóra var kölluð út til að að- stoða lögregluna á Suðurnesjum eftir að ráðist var á mann með hamri í Reykjanesbæ í gær. Átök tveggja manna í gleðskap enduðu með því að annar þeirra tók upp hamar og beitti honum í áflog- um þeirra á milli. Fór gerandinn af vettvangi í kjöl- farið og aðstoðaði sérsveitin við handtöku hans, samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglunni á Suður- nesjum. Þolandinn var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar og var útskrifaður samdægurs. Áverkar reyndust ekki eins alvarlegir og tal- ið var í upphafi. Árásarmanninum hefur nú verið sleppt eftir yfir- heyrslu og er málið í rannsókn hjá lögreglu. Lögreglan í Reykjanesbæ hefur ekki gefið upp ástæðu árásar- innar og gat ekki sagt hvort árásar- maðurinn hefði verið undir áhrifum vímuefna eða hvort hann hefði komið við sögu lögreglu áður. Sérsveitin kölluð út í Reykjanesbæ Sérsveitin á Sel- tjarnarnesi. Lík karlmanns sem leitað hefur verið í Ölfusá frá 20. maí fannst í landi Arnarbælis í Ölfusi á laugar- dagsmorgun. Umfangsmikil leit að manninum stóð yfir eftir að vitni sá hann fara í ána. Lögreglan kallaði út björgunarsveitir á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar var send á staðinn. Leitin að manninum bar engan árangur og var henni hætt þremur dögum síðar, 23. maí. Þó var eftirliti haldið áfram, m.a. með drónum. Menn á göngu við ána fundu lík mannsins og tilkynntu það til lög- reglu. Í fréttatilkynningu frá lög- reglunni á Suðurlandi segir að björgunarsveitarmenn frá Björg- unarfélagi Árborgar hafi aðstoðað lögreglu við vinnu á vettvangi. Líkfundur við Ölfusá Tveir fríverslunarsamningar verða undirritaðir á ráðherrafundi frí- verslunarsamtaka Evrópu (EFTA) á Sauðárkróki í dag. Guðlaugur Þór Þórðarson utan- ríkisráðherra mun stýra fundinum. Hann mun einnig undirrita samn- ingana fyrir hönd Fríverslunar- samtaka Evrópu eða EFTA ásamt fleiri ráðherrum frá aðildarríkjum samtakanna. „Við erum að ræða al- þjóðaviðskiptakerfið í heild sinni og það er samhljómur á milli allra ríkjanna um að það er mikilvægt að standa vörð um það. Þetta eru allt saman þjóðir sem byggja mikið á al- þjóðaviðskiptum. Við erum að ræða þær samningaviðræður sem eru í gangi við mjög stóra aðila eins Ind- land, Kanada og Indónesíu og ým- islegt fleira. Einnig verða samræður sem tengjast Brexit-viðræðum,“ segir Guðlaugur. Á fundinum verða tveir samn- ingar undirritaðir. Annars vegar verður skrifað undir nýjan fríversl- unarsamning EFTA við Ekvador og hins vegar verður uppfærður frí- verslunarsamningur við Tyrkland undirritaður. Utanríkisviðskiptaráðherra Ekva- dor, Pablo Campana Sáenz, skrifar undir fyrir hönd ríkisstjórnar Ekva- dor og Nihat Zeybekci, efnahags- málaráðherra Tyrklands, af hálfu tyrkneskra stjórnvalda. Skrifað undir frí- verslunarsamninga  Ráðherrafundur EFTA í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.