Morgunblaðið - 25.06.2018, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.06.2018, Blaðsíða 32
MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 176. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Myndi vísa henni út á ný 2. Frá Aleppo til Akureyrar 3. Upplýstu 30 ára gamalt morðmál 4. Sérsveitin kölluð út í … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Sóley Stefánsdóttir kemur fram á tónleikum í sumartónleikaröð Nor- ræna hússins á miðvikudagskvöldið kemur kl. 21. Tónlist Sóleyjar nýtur sívaxandi hylli víða um lönd en fjórða plata hennar er væntanleg. Sóley á tónleikum í Norræna húsinu  Kvennakórinn Tromsø Akadem- iske Kvinnekor frá Noregi heldur tónleika kl. 19 í dag í Háteigs- kirkju. Á dag- skránni eru nor- ræn lög sem fjalla um þrá, kraft, náttúru, gleði og ást. Kórinn sam- anstendur af um þrjátíu konum og tengist hann Háskólanum í Tromsø. Kórstjóri er Bjarne Isaksen. Lög um þrá, kraft, náttúru, gleði og ást  Halli Guðmunds Crazy Dogs Quin- tet kemur fram á Kex hosteli við Skúlagötu í kvöld kl. 20.30. Á efnisskránni er áður óútgefið efni eftir Harald Ægi Guð- mundsson bassaleikara, í bland við standarda úr amerísku djass- bókinni. Með Haraldi leika þeir Lukas Kletzander, Einar Scheving, Ari Bragi Kárason og Steinar Sigurðar- son. Kvintett Halla Guð- munds djassar á Kexi Á þriðjudag Suðvestan 8-13, en hægari eftir hádegi. Skýjað að mestu og stöku skúrir, en bjart með köflum norðan- og austan- lands. Hiti 8 til 15 stig að deginum, hlýjast á Austurlandi. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Víða skúrir, en yfirleitt þurrt á Austurlandi. Dregur úr vindi fyrir austan eftir hádegi, 10-15 m/s í kvöld. Hiti 8 til 16 stig. VEÐUR Harry Kane hefur skorað fimm mörk í fyrstu tveimur leikjum Englendinga á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu og bæði Eng- land og Belgía hafa skorað átta mörk til þessa og eru þegar komin í sextán liða úrslit keppninnar. Pólverjar eru úr leik eftir að þeir steinlágu fyrir Kólumbíu í gærkvöld og heimsmeist- ararnir unnu dramatískan sigur. »6 Markaveisla Eng- lands og Belgíu Það verða ferskir og frábærir fætur Króata sem mæta íslenskum starfs- bræðrum sínum annað kvöld í loka- umferð D-riðils HM í borginni Rostov. Zlatko Dalic, þjálfari Króatíu, hefur ekki farið leynt með að hann hyggist hvíla lykilmenn í leiknum, en leikmanna- hópurinn er einfaldlega það góður að það hefur mun minna að segja en til að mynda í tilfelli Íslands. »2 Segir lítið þó að Króatar hvíli leikmenn ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Mikil spenna ríkir á heimili hjónanna Brynhildar Guðmunds- dóttur og Ivica Gregoric fyrir leik Króata og Íslendinga. Hjónin ráð- gera að fylgjast með leiknum ásamt börnum sínum en öll hallast þau að stuðningi við Ísland í leikn- um á morgun. „Stemningin á heim- ilinu er yfirleitt mjög góð þegar þessi lið mætast enda getum við fagnað mörkum beggja liða. Þrátt fyrir að Ivica sé króatískur þá heldur hann meira með Íslandi og það sama á við um börnin okkar,“ segir Brynhildur og bætir við að Ivica vonist til að sjá bæði lið fara upp úr riðlinum. Þá séu miklar lík- ur á að að minnsta kosti annað lið- ið verði í 16-liða úrslitunum og því beri að fagna. Brynhildur segir að þrátt fyrir að hún vilji vera bjartsýn finnist sér ólíklegt að Íslandi takist að knýja fram sigur í leiknum mikil- væga. „Það er svakalega erfitt að spá í þennan leik en ætli þetta fari ekki 2:1 fyrir Króata og þeir nái þar með fram hefndum eftir tapið í Laugardalnum,“ segir Brynhildur. Neikvæð umræða í Króatíu Spurð um hvernig þau Ivica kynntust segir Brynhildur að þau hafi kynnst í gegnum sameiginlega vini. Eitt hafi leitt af öðru og þau byrjað að hittast eftir tæplega tveggja ára dvöl Ivica hér á landi. „Ivica kom til landsins 1997 eftir að hafa kynnst eigendum Hornsins á skemmtiferðaskipi í Karíbahaf- inu. Það var um svipað leyti og ég var að klára nám. Við kynntumst síðan í gegnum sameiginlega vini á Íslandi, þau Bryndísi Hólm og Bato heitinn vin okkar, stofnanda Hraðlestarinnar,“ segir Brynhild- ur. Í aðdraganda heimsmeistara- mótsins hefur umræðan um lands- lið Króata verið mjög neikvæð í heimalandinu, ekki síst vegna meintrar spillingar í kringum knattspyrnusambandið þar í landi. Fyrir leikinn gegn Íslandi hefur umfjöllun í króatískum fjölmiðlum verið á þá leið að leikurinn gegn Íslandi verði sá erfiðasti í mótinu hingað til. Einn stærsti fjölmiðill Króatíu, 24sata, fór nýverið yfir helstu styrkleika íslenska liðsins og þar segir að styrkur, góð tækni og frábært skipulag Íslendinga geti reynst króatíska liðinu óþæg- ur ljár í þúfu. Þá er mikil virðing borin fyrir íslenska liðinu og er al- mennt talið að leikurinn geti farið á hvorn veginn sem er. Brynhildur segir að Króatar sem hún hefur rætt við séu mis- bjartsýnir fyrir leikinn gegn Ís- landi. „Það er mikið fjallað um leikinn í Króatíu og fólk er ekki allt sammála um hvernig þetta fer. Við fjölskyldan erum þó róleg enda fögnum við bara alltaf með sigurliðinu,“ segir Brynhildur. „Við erum alltaf í sigurliði“  Spennan farin að magnast á heimili Brynhildar Ljósmynd/aðsend Fjölskyldan Brynhildur og Ivica kynntust fyrir um 20 árum og eiga tvö börn saman. Mikil spenna ríkir á heimilinu vegna leiksins enda í fyrsta sinn sem Króatía og Ísland mætast í lokakeppni heimsmeistaramóts í knattspyrnu. Sandra María Jessen, fyrirliði Ís- landsmeistara Þórs/KA í knatt- spyrnu, kom Akureyrarliðinu á topp Pepsi-deildar kvenna á nýjan leik í gær með því að skora bæði mörkin í 2:0 sigri í toppslag gegn Breiðabliki á Þórsvellinum. Blikakonur töpuðu þar með fyrstu stigum sínum á tíma- bilinu og sigu niður í þriðja sætið því Valur náði öðru sætinu með því að sigra FH 4:2 í Kapla- krika. » 4-5 Sandra skoraði bæði mörkin í toppslagnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.