Morgunblaðið - 25.06.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.06.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2018 Sími 555 2992 og 698 7999 • Við hárlosi • Mýkir liðina • Betri næringar- upptaka Náttúruolía sem hundar elska Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta. Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við mælum með Dog Nikita hundaolíu. Páll Ingi Haraldsson EldurÍs hundar Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda • Gott við exemi • Betri og sterkari fætur Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér Þín eigin skrifborðskæling! Stjórnaðu hitastiginu við vinnustöðina þína. Kælitæki, rakatæki og lofthreinsitæki, allt í einu tæki. Til í hvítu og svörtu. Kynningarverð aðeins kr. 37.227 m.vsk. Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Það var norskur maður semég kynntist í Ósló sem drómig til Noregs. Ég vann íLandsbankanum og fékk styrk til að dveljast sex mánuði í Skandinavíu og ég valdi Noreg. Ég flutti til Noregs 1966 og er búin að vera þar síðan,“ segir Elsa Þórð- ardóttir Lövdal, fyrrverandi starfs- maður Flugfélags Íslands, forvera Icelandair. Elsa fékk starf á skrif- stofu Flugfélags Íslands þegar hún flutti til Ósló 29 ára gömul og vann hjá félaginu þar til hún varð 69 ára árið 2006. „Það hefur mikið breyst á þess- um tíma. Þegar ég byrjaði var flogið til Ósló á veturna einu sinni í viku, á laugardögum. Á sumrin bættist svo önnur ferð á sunnudegi við,“ segir Elsa og bætir við að nú fljúgi Ice- landair yfir 10 ferðir á viku. Var lengi eina starfstúlkan Lengi var Elsa eina „starfs- stúlkan“, eins og hún orðar það, á skrifstofu Flugfélags Íslands í Ósló og starfaði þar ásamt yfirmann- inum, Skarphéðni Árnasyni. „Þegar ég fór í fæðingarorlof fimm árum síðar var ráðin önnur stúlka, Dóra Óskarsdóttir, og við urðum góðar vinkonur þrátt fyrir 10 ára aldursmun,“ segir Elsa. „Í fyrstu viku starfsins var far- ið yfir hvaða störf mér væru ætluð og mér var sagt að ég ætti meðal annars að skrásetja nöfn fé- lagsmanna í Íslendingafélaginu og taka við félagsgjöldum frá þeim.“ Elsa ætlaði að setjast í helgan stein en ekki liðu margir dagar þar til formaður safnaðar íslensku þjóð- kirkjunnar í Ósló hringdi og spurði hvort henni leiddist ekki að vera heima og bauð Elsu vinnu sem rit- ari safnaðarins. „Ég sagði já takk og starfaði hjá söfnuðinum þrjá daga í viku þar til ég varð 73 ára gömul,“ segir Elsa sem líkar vel að búa í Noregi. „Veistu að mig langaði aldrei aftur til Íslands. Fyrstu árin sakn- aði ég foreldra og systkina en það fylgdu því hlunnindi að vinna hjá flugfélagi og ég nýtti mér það þegar ég fékk heimþrá að nota frímiða sem stóðu til boða fyrir starfsmenn. Það skipti miklu máli að vita að ég gæti skroppið heim þegar heimþrá- in sótti að. Noregsferð Eyjabarna 1973 Það var ótrúlegt hvernig Norð- menn tóku á móti öllum börnunum frá Vestmannaeyjum fyrir 45 árum. Hugsa sér að það skuli vera komin 45 ár,“ segir Elsa þegar hún rifjar upp sinn hlut í ferð yfir 900 barna frá Vestmannaeyjum til Noregs árið sem eldgos braust út á Heimaey og Norðmenn, í samstarfi við Rauða krossinn á Íslandi og í Noregi ásamt fleiri aðilum, bauð öllum börnum frá Vestmannaeyjum í tveggja vikna sumardvöl í Noregi. Alls þáðu yfir 900 börn boðið og gistu ýmist á einkaheimilum eða í sumarbúðum vítt og breitt um Nor- eg. „Aðalhvatamaðurinn að verk- efninu var Hans Höeg, formaður norska Rauða krossins, eftir því sem ég best man,“ segir Elsa, sem var í fæðingarorlofi þegar undirbún- ingur ferðarinnar stóð sem hæst. „Ég var heima með dóttur mína nýfædda og skrásetti nöfn barnanna, aldur, fæðingarnúmer og á hvaða stað þau fóru í Noregi. Það var nauðsynlegt að vita hvar börnin voru niðurkomin,“ segir Elsa, sem minnist þess að börnin hafi fengið að hringja í hana. „Þau hringdu þegar þau lang- aði heim, mörg skildu ekki norsk- una og söknuðu fjölskyldunnar. Ég man eftir tilfellum þar sem við sótt- um börn sem voru ein á heimili með mikla heimþrá og komum þeim fyrir þar sem önnur Eyjabörn voru fyrir, en það voru ekki mörg tilfelli,“ segir Elsa og bætir við að sonur hennar hafi tekið að sér að vera fararstjóri í fjallaskálanum í Høvringen þegar Eyjabörn dvöldu þar. Elsa segir að hringt hafi verið í sig og eiginmann sinn og þau beðin að ná í Eyjabörn og koma þeim á áfangastað. Tók við nýju starfi í Noregi sjötug Elsa Þórðardóttir Lövdal man tímana tvenna þegar flugþjónusta er annars veg- ar. Hún hóf störf á skrifstofu Icelandair í Ósló árið 1966 en þá hét félagið Flugfélag Íslands. Þegar Elsa byrjaði hjá félaginu var flogið einu sinni í viku að vetri til en tvisvar á sumrin. Atvinnublað alla laugardaga mbl.is ER ATVINNUAUGLÝSINGIN ÞÍN Á BESTA STAÐ?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.