Morgunblaðið - 25.06.2018, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.06.2018, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2018 8.997 Outlet Grafarholti GRISPORT ÚTIVISTARSKÓR Á TILBOÐI Verð áður 14.995 40% AFSLÁTTUR FRÁBÆRIR ÚTIVISTARSKÓR Á FRÁBÆRU TILBOÐI! SKÓRNIR KOMA Í GRÁU OG BEIGE Í STÆRÐUM 36-47. Markaður Smáratorgi VÍNLANDSLEIÐ, GRAFARHOLTI OPIÐ VIRKA DAGA 11:00- 18:00 LAUGARDAGA 11:00- 18:00 SUNNUDAGA: 12:00- 17:00 SMÁRATORGI, KÓPAVOGI OPIÐ VIRKA DAGA 11:00- 18:00 LAUGARDAGA 11:00- 18:00 SUNNUDAGA: 12:00- 18:00 Reyktur lax í brunchinn Söluaðilar: 10-11, Hagkaup, Iceland verslanir, Kvosin, Melabúðin, Nettó, Samkaup, Sunnubúðin, Pure Food Hall flug- stöðinni Keflavík. Með því að velja hráefnið af kostgæfni, nota engin aukaefni og hafa verkhefðir fyrri tíma í hávegum, framleiðum við heilnæmar og bragðgóðar sjávarafurðir. spýta eða rör sem er gamalt í hon- um,“ segir Pétur og bætir við að Sighvati sé ætlað að leysa gamalt línuskip fyrirtækisins af hólmi. „Það var komið að ákveðnum kross- götum hjá gamla skipinu sem einn- ig var kallað Sighvatur. Það var kominn tími á hann og þessi mun koma til með að leysa hann af,“ seg- ir Pétur, en Vísir hafði notað eldra skipið í um 40 ár. Talsverður stærð- armunur er á skipunum en að sögn Péturs er nýja skipið um tveimur og hálfum metra breiðara en for- veri þess. Kostar talsvert minna en nýsmíði Spurður um kostnað við smíðina segist Pétur ekki geta gefið upp ná- kvæma tölu. Hann geri þó ráð fyrir að kostnaðurinn sé talsvert minni en við nýsmíði. „Ætli þetta sé ekki hálfvirði á við skip sem keypt eru alveg ný. Ég myndi telja það svona í fljótu bragði,“ segir Pétur. Upphaflega hét línuskipið Sig- hvatur Skarðsvík, en skipið var smíðað í Noregi fyrir rúmum 40 ár- um. „Við keyptum skipið reyndar frá Vestmannaeyjum og höfum ver- ið að geyma það á bekknum í nokk- ur ár. Þegar Sighvatur var fyrst fenginn til landsins frá Noregi hét hann Skarðsvík. Við keyptum hann hinsvegar frá Vestmannaeyjum undir nafninu Arney en ákváðum í kjölfarið að breyta því í Sighvatur GK 57,“ segir Pétur. Spurður um hvort báturinn sé mikið öflugri en forveri og nafni hans, Sighvatur gamli, kveður Pét- ur já við. „Þetta er hefðbundinn bátur eins og við þekkjum þá. Nýja skipið er hins vegar virkilega stórt og öflugt,“ segir Pétur. Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson Sighvatur Nýja skipið kom nýverið til hafnar eftir sjö daga siglingu og eins árs endurbyggingu í Gdansk.  Ráðgert að kostnaður sé í kringum hálfvirði af nýsmíði Sighvatur GK 57 end- urbyggður frá grunni Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Það var allt tek- ið úr honum nema 2/3 af skrokknum,“ segir Pétur Haf- steinn Pálsson, framkvæmda- stjóri sjávar- útvegsfyrirtæk- isins Vísis, um Sighvat GK 57, nýtt línuskip fyrirtækisins. Skipið kom nýverið til landsins að lokinni sjö daga sigl- ingu og eins árs endurbyggingu í Gdansk í Póllandi. „Við sendum hann til Algor í Gdansk þar sem þeir voru í um eitt ár að endur- byggja hann nánast frá grunni. Ég held að það sé ekki ein einasta Pétur Hafsteinn Pálsson Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is „Við höfum aldrei skikkað einn eða neinn til þess að vera í þessu eða hinu stéttarfélaginu,“ segir Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., í samtali við mbl.is. Hann segir Vilhjálm Birg- isson, formann Verkalýðsfélags Akraness, fara með rangt mál hvað það varðar og furðar sig á því að Al- þýðusamband Íslands hafi fordæmt það sem ASÍ segir ólögleg afskipti af stéttarfélagsaðild starfsmanna sinna á vef sínum, án þess leita skýringa hjá fyrirtækinu. Verkalýðsfélag Akraness og Stéttarfélag Vesturlands létu ASÍ vita af því að nú í upphafi hvalveiði- vertíðar hefði Kristján sem forstjóri Hvals hf. krafist þess af starfs- mönnum sínum að þeir ættu ekki að- ild að VLFA. Þetta segir Kristján ekki vera rétt. „Það sem hann er að segja þessi Vilhjálmur Birgisson, það er eins langt frá sannleikanum og hægt er að komast,“ segir Kristján. Hann segir málið snúast um það að stéttarfélögin tvö þurfi að komast að samkomulagi sín á milli um færslu félagsgjaldanna og að Hvalur hf. líti svo á að fyrirtæk- inu beri að greiða félagsgjöld allra starfsmanna sinna til Stéttarfélags Vesturlands, þar sem samningur þess efnis sé í gildi. Erfitt að koma mönnum inn í „nútíma-atvinnuhætti“ Í yfirlýsingu á vef Stéttarfélags Vesturlands segir þó að slíkur samn- ingur sé ekki í gildi. Signý Jóhannes- dóttir, formaður félagsins, segir þar að félagið hafi gert tilraun til þess að gera samstarfssamning við Hval hf. árið 2009 en að það hafi ekki verið klárað, þar sem illa hafi gengið að koma forsvarsmönnum Hvals hf. og hluta starfsmanna í stöðinni inn í „nú- tíma-atvinnuhætti“. Síðasti samningur Hvals hf. og Verkalýðsfélagsins Harðar, sem er eitt þriggja félaga sem runnu saman árið 2006 og urðu að Stéttarfélagi Vesturlands, var gerður árið 1983. „Það eru menn hérna hjá mörgum fleiri stéttarfélögum en bara þarna á Akranesi og þeir snúa sér bara til Stéttarfélags Vesturlands og fá þessi félagsgjöld flutt á milli. En stéttar- félögin verða að gera með sér sam- komulag,“ segir Kristján og vísar til 13. og 15. greinar laga ASÍ, sem kveða annars vegar á um að lög ASÍ séu æðri lögum einstakra aðildarsamtaka og hins vegar á um að þar sem samn- ingssvið tveggja eða fleiri aðildarfé- laga skarist sé þeim skylt að gera með sér samkomulag um samningssviðið. Hann segir aðspurður að hann líti svo á að með því að greiða stéttar- félagsgjöld beint til stéttarfélaga starfsmanna væri Hvalur hf. að fara „á svig við ýmsa dóma í félagsdómi og fleira“. „En verst þykir mér við þetta að heimasíða ASÍ er farin að lepja upp alla þessa slepju úr þessum Vilhjálmi Birgissyni án þess að tala við einn eða neinn. Ég hélt að það væri nú eitthvað meira að marka þá,“ segir Kristján. „Þeir geta sent okkur e-mail, þeir geta sent okkur skriflegt bréf áður en þeir setja þetta inn á heimasíðuna hjá sér, finnst mér. Því að hann er ekki besta upplýsingaveitan sem til er þessi Vilhjálmur Birgisson, hvað sannleikann varðar.“ Frjálst að velja sér félag  Forstjóri Hvals furðar sig á fordæmingu ASÍ  Skipti sér ekki af félagsaðild starfsfólks Morgunblaðið/Árni Sæberg Deilur Slegið hefur í brýnu milli Hvals hf. og verkalýðsfélaganna. „Það hrúgast inn uppsagnir. Það er gríðarleg óánægja nátt- úrlega,“ sagði Katrín Sif Sig- urgeirsdóttir, formaður samn- inganefndar ljósmæðra, í samtali við mbl.is í gær. Telur Katrín að níu ljósmæður hafi sagt upp störfum á fæðingarvakt Landspít- alans í síðustu viku en tekur fram að hún sé þó ekki með nýjustu tölur. Katrín Sif segir verkfalls- aðgerðir í fullum undirbúningi og stefnt er á að yfirvinnuverkfall hefjist um miðjan júlímánuð. Ljósmæður eiga fund með for- sætisráðherra á þriðjudag og næsti fundur hjá ríkissáttasemj- ara fer fram á fimmtudag. „Það hrúgast inn uppsagnir“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.