Morgunblaðið - 25.06.2018, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2018
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a.
595 1000
ÁGÚST SPRENGJA
TRYGGÐU ÞÉR SÆTI Í SÓL
Frá kr.
78.295
Frá kr.
59.995
Skoðaðunánar áwww.heimsferdir.is
Skapti Hallgrímsson
skapti@mbl.is
Gamla Ladan, máluð í íslensku
fánalitunum, hefur vakið töluverða
athygli hér í Rússlandi. Kristbjörn
Hilmir Kjartansson og Grétar Jóns-
son fóru frá Íslandi með Norrænu 5.
júní, tóku land í Danmörku og héldu
síðan sem leið lá allt austur til
Moskvu, þar sem þeir horfðu á Ís-
land gera jafntefli við Argentínu,
óku þaðan suður til Volgograd þar
sem Ísland mætti Nígeríu og næsti
viðkomustaður er Roston við Don,
þar sem Ísland og Króatía eigast við
á morgun.
Sjónvarpsmenn hafa margir
hverjir verið hrifnir af uppátæki
þeirra félaga og viðtölin sem þeir
hafa farið í eru ófá. Þeir komu til
dæmis fram í morgunþætti sjón-
varpsstöðvar í Volgograd í vikunni,
fleiri rússneskir fjölmiðlar hafa sagt
frá þeim, CNN fjallaði stuttlega um
þá og þannig mætti áfram telja.
Þeir komu í land í Hirtshals,
nyrst í Danmörku, óku suður til
Þýskalands, áfram til Póllands,
norður um Litháen og Lettland og
yfir til Rússlands.
Ferðin hefur gengið að óskum
nema hvað bíllinn bilaði lítillega í
Moskvu og þeir létu gera við hann á
leiðinni til Volgograd.
„Við erum búnir að keyra rúm-
lega 5.000 kílómetra, vissum að
kælivifturnar fyrir vélina yrðu
kannski ekki í toppformi en allt var í
lagi þangað til við komum til
Moskvu, í gríðarlega umferð og
mikinn hita.“
Þá fóru kertin að bila en auðvelt
reyndist að gera við.
„Fólk hefur alls staðar tekið okk-
ur rosalega vel, sérstaklega í Rúss-
landi og það vekur mikla athygli
Rússa að við skulum kjósa að
ferðast um á Lada Niva, sem heima
á Íslandi var kallaður Lada Sport.
Þeir vita að Lada Niva er ekki besti
bíll í heimi en hann virðist samt
þjóðarstolt.“
Félagarnir segjast hafa haft
gríðarlega gaman af ferðalaginu til
þessa. „Þetta hefur verið mikið og
erfitt ferðalag. Við skoðuðum
Google maps áður en við fórum, til
að átta okkur á vegalengdum, en
þeir virðast gera ráð fyrir að menn
keyri á 130 km, sem er yfirleitt há-
markshraði á hraðbrautunum. Lad-
an okkar stendur sig vel en við för-
um yfirleitt ekki hraðar en 100 km,
einstaka sinnum náum við henni
upp í 120 þegar við förum fram úr
flutningabílum en það reynir full-
mikið á hana, svo við erum fljótir að
hægja á okkur aftur.“
Þeir óku yfirleitt í sjö til níu
klukkustundir á dag. Voru ekki bún-
ir að festa sér gistingu, heldur vildu
sjá hve langt þeir kæmust á hverj-
um degi. „Svo pöntuðum við okkur
gistingu á netinu þegar við nálg-
uðumst borgir þar sem við vildum
gista, eða jafnvel bara þegar við
vorum að keyra inn í borgina.“
Kristbjörn Hilmir og Grétar gera
næst stans í Rostov, sem fyrr segir,
eins og aðrir stuðningsmenn Ís-
lands. Eftir það er óráðið hvert
Lödunni glæsilegu verður ekið.
Fánalitaða Ladan
vekur athygli Rússa
Kristbjörn og Grétar hafa keyrt rúmlega 5.000 kílómetra
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Vekja athygli Kristbjörn Hilmar Kjartansson, í rauðri treyju, og Grétar
Jónsson, við Löduna í Volgograd sem skilað hefur þeim hina löngu leið.
Slagorð íslenska landsliðsins á HM í knattspyrnu á vel
við nú sem áður. Látum drauminn verða að veruleika
stendur stóru letri á liðsrútunni, bæði á ensku og ís-
lensku; fyrsti draumurinn rættist síðastliðið haust þeg-
ar Ísland tryggði sér sæti á HM fyrsta sinni, og Birkir
Bjarnason, Emil Hallfreðsson og félagar þeirra í lands-
liðshópnum stefna að því að næsti draumur rætist ann-
að kvöld; að Ísland komist upp úr riðlinum og í 16-liða
úrslit í fyrstu tilraun á HM.
Landsliðið flaug frá bækistöð sinni við Svartahaf síð-
degis í gær og var myndin tekin eftir lendingu í Rostov
við Don. Þrír landsliðsmannanna verða á heimavelli
annað kvöld þegar Ísland mætir Króatíu þar í borg,
Ragnar Sigurðsson, Sverrir Ingi Ingason og Björn
Bergmann Sigurðarson, sem allir hafa lifibrauð af því
að leika með liði heimamanna. Spennan magnast, tölu-
verður fjöldi íslenskra stuðningsmanna er kominn til
Rostov og von er á fleirum í dag. skapti@mbl.is
Íslenski landsliðshópurinn kom til Rostov
Morgunblaðið/Eggert
Verður draumurinn að veruleika?
Vinsæll Rúrik Gíslason hefur verið töluvert í umræðunni meðan á HM
í Rússlandi stendur, vegna mikils fjölda fylgjenda hans á Instagram.
Öryggi Töluvert umstang er jafnan á flugvellinum þar sem landsliðið mætir
til leiks. Víðir Reynisson öryggisstjóri hér á vaktinni í Rostov við Don í gær.