Morgunblaðið - 25.06.2018, Side 15

Morgunblaðið - 25.06.2018, Side 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2018 Mest seldu ofnar á Norðurlöndum áreiðanlegur hitagjafi 10 ára ábyrgð Draghálsi 14 - 16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is FALLEG OG VÖNDUÐ LEIKFÖNG Kíktu á netverslun okkar bambus.is Borgartún 3, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 úr náttúrulegum efnivið, tré og silki Fjöldi kvenna í Sádi-Arabíu settist undir stýri í fyrsta sinn er margra áratuga ökubanni kvenna var aflétt í landinu í gær. Afnám bannsins er hluti af herferð Mohammeds bin Salmans, krónprins Sádi-Arabíu, sem miðar að því að nútímavæða landið. Hingað til hafa konur í Sádi- Arabíu þurft að treysta á einkabíl- stjóra eða ættingja til að komast á milli staða. Vonir eru bundnar við að breytingin sé fyrsta skrefið af fjölmörgum í átt að auknu sjálf- stæði kvenna í landinu. „Þetta er stórkostlegt, ég er frjáls eins og fuglinn,“ sagði rithöf- undurinn og útvarpskonan Samar Almogren í samtali við fréttastofu AFP eftir fyrsta bíltúrinn. Afnámi bannsins hefur verið vel tekið í Sádi-Arabíu, en fjöldi kvenna þar í landi lýsti yfir ánægju með breyt- inguna á samfélagsmiðlum í gær. Þá var deginum fagnað á götum úti þar sem lögreglumenn útdeildu rósum og hamingjuóskum til kvenna sem ekið höfðu í fyrsta sinn. Að því er fram kemur á vef AFP er ráðgert að þúsundir kvenna hafi ekið bifreiðum í Sádi-Arabíu gær. Ökubanni aflétt í Sádi-Arabíu AFP Kaflaskil Konur settust undir stýri í fyrsta sinn í Sádi-Arabíu í gær. Afnám bannsins markar kaflaskil og er hluti af nútímavæðingu landsins.  Sádi-arabískar konur héldu út í umferðina í gær Vilhjálmur Bretaprins kom til Jórd- aníu í gær þar sem söguleg heim- sókn hans til Mið-Austurlanda hefst. Vilhjálmur er fyrsti með- limur bresku konungsfjölskyld- unnar sem heldur í opinbera heim- sókn til bæði Ísraels og Palestínu. Vel var tekið á móti Vilhjálmi er hann lenti á herflugvelli í Amman, en meðal fyrirmenna sem biðu hans á flugvellinum var krónprins Jórd- aníu, Hussein bin Abdullah. Ráðgert er að breski prinsinn muni dvelja í tvo sólarhringa í Jórd- aníu áður en hann heldur síðar í vikunni til Ísraels og Palestínu. Þar mun hann eiga fundi með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísr- aels, og Mahmoud Abbas, forseta Palestínu. Líkt og áður hefur komið fram eru samskipti Ísraela og Pal- estínumanna afar viðkvæm og hafa verið um árabil. Heimsókn Vilhjálms er þó ekki pólitísks eðlis heldur er einungis um hefðbundna heimsókn að ræða að því er fram kemur í tilkynningu frá Kensington-höll. VILHJÁLMUR Í JÓRDANÍU AFP Í Jórdaníu Heimsókn Vilhjálms Breta- prins til Mið-Austurlanda hófst í gær. Breski prinsinn fundar í Ísrael og Palestínu í vikunni Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands og leið- togi Réttlætis- og þróunarflokksins AKP, sigraði í gærkvöldi í tyrknesku forsetakosningunum, en hann hlaut um 53% atkvæða. Alls greiddu tæplega 60 milljónir Tyrkja atkvæði í kosningunum en kjör- sókn var um 88%. Helsti keppinautur Erdogans, Muharrem Ince, leiðtogi Lýðræðisflokksins CHP, hlaut 31% atkvæða. Aðrir frambjóðendur hlutu minna. Skoðanakannanir í aðdraganda kosning- anna sýndu að litlu munaði á því að Erdogan næði yfir helmingi atkvæða, en til að vinna kosningarnar þurfti einn frambjóðenda að hljóta meirihluta at- kvæða. Hefði það ekki tekist hefði þurft að boða til kosninga að nýju 8. júlí nk. Samhliða forsetakosningum var kosið til þings, en það er í fyrsta sinn sem kjörseðlar í þing- og for- setakosningum eru settir í sama kjörkassa. Í þing- kosningunum hlaut flokkur Erdogans, Réttlætis- og þróunarflokkurinn AKP, rúmlega 42% atkvæða. Þá hlaut Þjóðernisflokkurinn MHP 12% atkvæða en hann hefur myndað meirihluta ásamt flokki Er- dogans undanfarin ár. Alls hlaut núverandi stjórnarmeirihluti því um 54% atkvæða. „Niðurstaða nýafstaðinna kosninga er mjög skýr. Þjóðin hefur veitt mér áframhaldandi umboð til að takast á við verkefni og skyldur forsetaembættis- ins,“ sagði Erdogan þegar úrslitin lágu ljós fyrir. Að því er fram kemur á vef AFP lýsti Erdogan einnig yfir sigri í þingkosningunum en líkt og fyrr segir hélt stjórnarmeirihlutinn í kosningunum. Er afar umdeildur leiðtogi Talsvert hefur gustað um Erdogan síðustu ár, en einungis tvö ár eru frá valdaránstilraun í landinu. Í kjölfar tilraunarinnar lýsti Erdogan yfir neyðar- ástandi í landinu, sem stendur enn. Það hefur gert honum kleift að setja lög án samþykkis frá tyrk- neska þinginu. Þá hefur hann verið sakaður um að reyna að hefta frelsi fjölmiðla. Þess utan hefur hann sýnt af sér einræðistilburði sem farið hafa vaxandi undan- farin ár, en í Tyrklandi er tala blaðamanna sem haldið er föngnum hærri en á nokkrum öðrum stað í heiminum. Erdogan hefur verið við völd í Tyrklandi frá árinu 2002, fyrst sem forsætisráðherra og síðar sem forseti. Hann boðaði heldur óvænt til kosninga fyrr á þessu ári, rúmu ári á undan áætlun. Talið er að það hafi verið vegna góðrar stöðu flokks hans í skoðanakönnunum auk þess sem það gæfi andstæð- ingum hans skemmri tíma til undirbúnings. Segja má að tilraun Erdogans hafi heppnast vel en líkt og fyrr segir var hann endurkjörinn og flokkur hans er enn í stjórnarmeirihluta. Erdogan náði endurkjöri  Meirihluti tyrkneska þingsins hélt og Erdogan sigraði í fyrstu tilraun í forseta- kosningunum  Kjörsókn með mesta móti þegar 88% Tyrkja greiddu atkvæði AFP Sigurvegari Erdogan sigraði í tyrknesku forsetakosningunum í gær með 53% atkvæða. Hann lýsti yfir sigri seint í gærkvöldi þar sem hann sagði skilaboðin skýr um að hann skyldi leiða þjóðina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.