Morgunblaðið - 25.06.2018, Page 17

Morgunblaðið - 25.06.2018, Page 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2018 Morgunþoka yfir sundunum Sumardagurinn er liðinn og úrkoman tekin við á ný. Einhver sagði að hitinn hefði verið 20 gráður um helgina, sex gráður á föstudag, átta á laugardag og sex í gær. Ómar Í orði kveðnu gekk Viðreisn óbundin til kosninga. Í mínum huga og þeirra sem ég ræddi við lá fyrir að Viðreisn gengi til liðs við vinstriflokkana væri sá meirihluti í boði. Það gekk eftir. Aldrei kom annað til greina. Það sem ekki kom til greina var að upplýsa kjósendur Viðreisnar um stöðuna. „Lýðræðiskaflinn mjög spenn- andi“ segja talsmenn nýja borgar- stjórnarmeirihlutans. Það eru þó orð að sönnu. Dagur B. Eggerts- son var boðinn fram sem borgar- stjóraefni. Þrír af hverjum fjórum borgarbúum höfnuðu honum. Það er vissulega mjög spennandi við- fangsefni að samræma úrslit kosn- inganna og höfnun meirihlutans á vilja íbúanna. Tilvalið væri að fá einn rökfastan úr hinum fjölmennt- aða þingflokki Pírata til verksins. Grunnstefna Viðreisnar Grunnstefnu Við- reisnar má lýsa með ýmsum hætti. En það er óhætt að segja að þar sé fátt sem stuðar – nú eða vekur hrifn- ingu. Þetta er svona samsuða úr ýmsum áttum að hætti hússins. En merkimiðinn er klár. Á honum stendur frjálslyndi. Líka á því sem mest stuðar, sem sé afhendingu auðlindanna til ESB (enda ekki nefnt berum orðum). Sú afhending telst víst frjálslynd afstaða og hún er a.m.k. mjög, mjög frjálsleg með- ferð á þjóðareign Íslendinga. Hún minnir óneitanlega á afstöðu þeirra til Icesave; að þjóðin tæki á sig drápsklyfjarnar til að verða „þjóð meðal þjóða“. Frjálslynd afstaða Viðreisnar Stofnendur Viðreisnar koma flestallir úr Sjálfstæðisflokknum. Næstum enginn þeirra taldist þar til neins frjálslynds arms eða „vinstriarms“. Raunar bara alveg þvert á móti. Án þess að nafn- greina þau eitt af öðru get ég sleg- ið því föstu að „frjálslyndið“ er bara eitthvað sem Viðreisn gerir sér mat úr að nudda sér utan í. Pawel Bartoszek og hagsmunir Reykvíkinga Pawel Bartoszek er mikill áhrifamaður í Viðreisn. Hann rit- aði grein fyrir kosningar. Að hans mati er mesta vandamál atvinnu- lífsins byrðarnar sem fylgja því að fylla út tollskýrslur (grínlaust). Í ESB eru sem sé ekki fylltar út tollskýrslur vegna flutninga milli landa. Í staðinn kemur ýmiss kon- ar vsk. og „VIES“-skýrslugerð í ESB, en það nefnir Pawel ekki; það spillir fyrir trúboðinu. Þar af leiðandi telur hann mesta hags- munamál Reykvíkinga að losna við að fylla út tollskýrslur. Altso, með því að ganga í ESB. Gjaldið er svo aftur smátt; afhending auðlinda Ís- lands til ESB. Borgarlínan og önnur forgangsmál Borgarlína upp á eitt hundrað þúsund milljónir verður forgangs- málið í þeirri smáborg sem Reykjavík óneitanlega er. Meira að segja lausnir í húsnæðisupp- byggingu skulu tengjast borg- arlínu. Og hvað ef hún kemur nú ekki? Engar lausnir? Og framtíð flugsamgangna við borgina skal komin undir borgarlínu! – Nema hvað? Fjármálin Borgin skal rekin með ábyrgum og sjálfbærum hætti. Skuldir skulu greiddar niður meðan efnahags- ástandið er gott. Engar sparnaðar- aðgerðir taldar til. Sjálfsagt ekki talin þörf á þeim. Engar leiðir til að ná markmiði um rekstur með ábyrgum og sjálfbærum hætti. Ekki er það nú trúverðugt hjá Degi B. sé tekið mið af skuldasöfn- un borgarsjóðs. Eftir Einar S. Hálfdánarson » Aldrei kom annað til greina en Viðreisn gengi til liðs við vinstri- flokkana. En það kom þó ekki til greina að upplýsa kjósendur Við- reisnar um stöðuna. Einar S. Hálfdánarson Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Það dregur sig saman sem dálíkast er Heldur risti fag- mennskan grunnt hjá fréttastofu Rík- isútvarpsins hinn 18. júní, þegar Spegillinn flutti „fréttaskýringu“ um Rússland, forseta landsins og HM í fót- bolta. Í stuttu máli var hún ein samfella hný- filyrða um Rússa og sér í lagi forsetann. Engra heimilda getið, en í blálokin vitnað í ísraelska blaðið Haarets (!), sem borið er fyrir einu og öðru ámælisverðu í Rússlandi. „Fréttaskýringin“ einkenndist af orðunum „fullyrt er“, „nú er talað um“, „enda segja menn“og fleiru ámóta traustvekjandi. Mér þykir illa komið fyrir fréttastofunni. Nú virðast ekki lengur gerðar þar kröfur um trausta heimildavinnu, heldur látið nægja að brúka gróusögur og róg- burð af netinu, sem skellt er fram- an í hlustendur. Hlustendur gera að sjálfsögðu kröfu um fagleg vinnubrögð á þessum bæ, fyrir nefskattinn, sem enginn kemst undan að borga. Spegill hóf mál sitt með þeim orðum að forseti Rússlands „baði sig í sviðsljósi heimsmeistaramótsins í knattspyrnu“. Svo vill til að ég fylgist nokkuð vel með rúss- neskum fjölmiðlum, bæði sjónvarps- stöðvum, dagblöðum og netmiðlum. Þar hefur forsetanum hvergi sést bregða fyrir í tengslum við HM, utan fyrsta daginn, þegar hann bauð gesti og keppendur velkomna og sást í stúkunni við hlið Infant- ino frá FIFA, að fylgjast með opn- unarleiknum. Kannski þykir Speglinum það einber sýniþörf hjá forsetanum að láta sjá sig við upp- haf svona móts og segja nokkur orð. Hvað veit ég? Eftir þessa „fréttaskýringu“ vakna margar spurningar: 1. Á hvern hátt hefur forseti Rússlands „baðað sig í sviðsljósi HM í knattspyrnu“, umfram það sem eðlilegt má teljast af manni í hans stöðu? Ekkert um það. 2. Hvaða heimildir herma að mótshaldið hafi verið keypt fyrir „gríðarmikið mútufé“? Einungis er sagt „fullyrt er“. Ekkert meir. 3. „Fréttaskýrandi“ segir: „Gagnrýnendur Rússlands í út- löndum hafa ýmist veikst eða dáið með voveiflegum hætti.“ Skilja má, að Spegill telji rússnesk stjórnvöld eiga sök á ósómanum. Hins vegar gleymist enn að geta heimilda og þess, að nákvæmlega engar sannanir hafa verið færðar fram. Má vera að Spegillinn telji sök Rússa „highly likely“, eins og May og Johnson í máli Skripal- feðgina, án þess að hafa neitt til að byggja á. Það gæti verið verð- ugt verkefni fyrir Spegilinn að fjalla stuttlega um þá grundvall- arbreytingu sem orðið hefur á breskum réttarskilningi; sumsé að nú er nóg að maður sé „highly li- kely“ sekur, til þess að honum verði refsað. Hæg eru heimatök Spegils í Lundúnum. 4. Enn segir „skýrandi“: „Það er Rússum mikilvægt að sýna mátt sinn og megin og stórmót eins og vetrarólympíuleikarnir í Sochi og HM í knattspyrnu eru ráðamönn- um kærkomin tækifæri til að næra þjóðarstoltið.“ Á þessi skýring að mati Spegils við allar þjóðir sem halda alþjóðlega íþróttakeppni, þ.m.t. okkur Íslendinga sem eitt sinn héldum HM í handbolta? Eða er svona hugsunarháttur bara sér- rússneskt fyrirbæri? Og hvað hef- ur Spegillinn fyrir sér í þessu? Ekkert um það. 5. Þá er ritað: „Pútín leiðist ekki að sjá vesturveldin slást innbyrðis í tollastríði Trumps.“ Það er ein- mitt það! Hvernig kemst Spegill- inn að þessari niðurstöðu? Þvert á móti tel ég og margir aðrir, að Rússlandsforseti hafi talað af mik- illi gát og yfirvegun um þessi mál. Spegillinn hefur líklega ekki áhuga á því. 6. Enn segir: „Upphaflega átti HM að kosta 640 milljónir dollara en nú er talað um 11 milljarða dollara.“ Einmitt það! Hverjir tala um það? Eru það reiknimeistarar sem taka má mark á? Eða dreymdi Spegilinn þetta? 7. Loks kemur hið ísraelska Haaretz (!) til skjalanna. Hneyksl- ast er á kostnaði Rússa við ÓL í Sochi, án þess að nefna að hann var ekki nema að hluta til vegna leikanna sjálfra. Áform voru um að gera Sochi í leiðinni að veglegri miðstöð túrisma, íþrótta, alþjóða- viðburða og vörusýninga. Nú rek- ur hver stórviðburðurinn annan í Sochi, en það hefur líklega farið framhjá Speglinum. Þessi „fréttaskýring“ er með þvílíkum endemum að auk þess að biðja hlustendur afsökunar, er það lágmarkskrafa að fréttastofa, eða Ríkisútvarpið sjálft, biðji rúss- nesku þjóðina afsökunar einnig. Minna má það ekki vera. Gróa á Efstaleiti Eftir Vilhelm G. Kristinsson »Ekki virðast lengur gerðar kröfur um trausta heimildavinnu á fréttastofu Ríkisút- varpsins, heldur látið nægja að brúka gróu- sögur og rógburð af net- inu. Vilhelm G. Kristinsson Höfundur er fyrrverandi fréttamaður á fréttastofu Ríkisútvarpsins. vilhelmg@simnet.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.