Morgunblaðið - 25.06.2018, Page 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2018
Dvergshöfða 2, 110 Reykjavík bilanaust@bilanaust.is
Sími: 535 9000 | bilanaust.is
Gæði, reynsla og gott verð
Vottaðir hágæða
VARAHLUTIR
í flestar gerðir bifreiða
Siðan 1962
Bílanaust er einnig í Hafnarfirði – Keflavík – Selfossi – Akureyri – Egilsstöðum
Sannleikanum verður
hver sárreiðastur. Þetta
gamla orðtæki sannaðist
í þingsal Alþingis fyrir
skömmu þegar sá sem
þetta ritar spurði fjár-
málaráðherra, Bjarna
Benediktsson, í óund-
irbúnum fyrir-
spurnatíma. Spurði ég
ráðherrann hvað rík-
issjóður hefði fengið fyr-
ir að afsala sér forkaups-
rétti á hlutabréfum Kaupþings í Arion
banka.
Ófær um að svara gagnrýni
Fyrirspurnin var einföld og ekki
flókið fyrir ráðherra að svara. Benti
ég ráðherra jafnframt á að ríkis-
stjórnin hefði viðhaft undanlátssemi í
samskiptum sínum við vogunarsjóð-
ina í Arion banka. Rökstuddi ég málið
með þremur staðreyndum: Í fyrsta
lagi voru hlutabréf ríkisins í bank-
anum seld á undirverði. Gaf ríkið þar
með eftir tak sem það hafði á bank-
anum og áhrif á endurskipulagningu
hans. Í öðru lagi var bankaskatturinn
lækkaður. Í þriðja lagi afsalaði ríkið
sér forkaupsrétti á hlutabréfum í
bankanum. Ráðherra brást hinn
versti við og fór í manninn en ekki
boltann, eins og sagt er. Sakaði hann
undirritaðan um að hafa enga þekk-
ingu á málinu og standa berskjald-
aðan í ræðustól Alþingis. Viðbrögð
ráðherrans voru ótrúleg og sýna, svo
ekki verður um villst, að þar talaði
rökþrota og pirraður maður. Gagn-
rýnin truflaði ráðherra mjög og var
hann ófær um að svara henni með
málefnalegum hætti.
Arion banki seldur
ódýrt – ríkissjóður tapar
Ráðherra viðurkenndi að ríkis-
sjóður fengi ekkert fyrir að afsala sér
forkaupsrétti. Þetta sætti ríkis-
stjórnin sig við mótbárulaust, eins og
annað sem vogunarsjóðirnir hafa far-
ið fram á. Forkaupsrétturinn er verð-
mætur og hann átti ekki að gefa eftir
nema til kæmi sérstök greiðsla til rík-
isins. Rétturinn er trygging ríkisins
fyrir því að ríkið geti gengið inn í
kaupin ef verið er að selja hlutina of
ódýrt. Hann virkjast ef selt er undir
0,8 af bókfærðu eigin fé. Capacent og
IFS hafa metið hlutinn á 0,94. Fjár-
festar fá hins vegar að
kaupa á umtalsvert
lægra verði eða 0,6-0,7.
Almenningi stendur
það ekki til boða. Ein-
falt dæmi; þeir sem fá
að kaupa á genginu 0,6
eru í reynd að borga
600 kr. fyrir hverjar
1.000 kr. Það er aug-
ljóst að verið er að selja
bankann ódýrt og það
er slæmt fyrir ríkissjóð.
Verð bréfanna hefur
áhrif á afkomuskipta-
samning Kaupþings og ríkissjóðs. Því
hærra verð sem bankinn selst á því
hærri greiðslu fær ríkissjóður.
Berskjaldaður í
hagsmunagæslu ríkissjóðs
Ráðherra er berskjaldaður gegn
þeirri staðreynd að hafa gefið eftir í
hagsmunagæslu ríkissjóðs gagnvart
vogunarsjóðum. Lækkun banka-
skattsins er gott dæmi, hann var
lækkaður að kröfu vogunarsjóðanna
og mun færa þeim milljarða aukalega
í arðgreiðslur. Ríkissjóður verður að
sama skapi af tekjum upp á 7-8 millj-
arða kr. á ári. Ef forkaupsrétturinn
hefði verið nýttur hefði það skilað sér
aftur til ríkisins, þar sem framundan
eru verulegar arðgreiðslur úr bank-
anum. Auk þess hefði þá verið hægt
að koma bankanum í dreifða eign-
araðild almennings.
Auðmýkt er undanfari virðingar
Málefni Arion banka varða mikla
fjárhagslega hagsmuni ríkissjóðs.
Hef ég gagnrýnt frammistöðu rík-
isstjórnarinnar í málinu með mál-
efnalegum hætti og bent á leiðir,
sem fara hefði átt til að hámarka
hlut ríkisins. Það hefði farið betur á
því að fjármálaráðherra hefði svarað
gagnrýni minni með málefnalegum
hætti. Það gerði hann ekki. Auðmýkt
er undanfari virðingar.
Berskjaldaður
ráðherra
Eftir Birgi
Þórarinsson
Birgir
Þórarinsson
»Ráðherra er ber-
skjaldaður gegn
þeirri staðreynd að hafa
gefið eftir í hagsmuna-
gæslu ríkissjóðs gagn-
vart vogunarsjóðum.
Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
birgirth@althingi.is
Ágæt ræða Katrínar
Jakobsdóttur forsætis-
ráðherra á þjóðhátíð-
ardaginn vakti athygli
mína og voru lokaorðin
þessi: „Gleymum því
aldrei að hér búum við
þvert á ýmsar hrak-
spár öldum saman
vegna þess að hér er
gott að vera og vegna
þess að þrátt fyrir allt
þykir okkur vænt hverju um annað.“
Austur á Höfn í Hornafirði berst
lítil fjölskylda fyrir að fá lyf fyrir
yngsta fjölskyldumeðliminn, Ægi
Þór, sex ára gamlan. Litli drengurinn
er með sjaldgæfan sjúkdóm sem lýsir
sér í minnkandi hreyfigetu og ef ekk-
ert er að gert stefnir allt í óefni.
Lyfið sem um ræðir er dýrt, en er
það svo dýrt þegar um mannslíf er að
ræða? Allar dyr eru lokaðar og ráða-
menn ekki til viðtals. Til hvers kjós-
um við í þessu landi? Í aðdraganda
kosninga heyrum við fögru kosninga-
loforðin og þá virðist viljinn vera fyrir
hendi að bæta hag okkar. Núna þarf
þessi litli drengur lyf sem getur
seinkað framvindu sjúkdómsins og
með því linað þjáningar hans og allrar
fjölskyldunnar.
Móðir Ægis hefur oft komið fram í
fjölmiðlum og lýst
áhyggjum sínum yfir
stöðunni. Við sem
þekkjum til undrumst
sinnuleysi hjá þeim sem
völdin hafa. Í okkar litla
samfélagi er ekki að sjá
að peninga skorti í
ákveðin verkefni.
Þess ber að geta að
margir hafa lagt málefn-
inu lið og er þeim öllum
þakkað. Sérstaklega
langar mig að þakka
Ingu Sæland þingmanni fyrir að vekja
athygli á málinu úr ræðustól á Alþingi
og Stefáni Karli leikara fyrir góðan
pistil á facebooksíðu sinni. Hann glím-
ir við veikindi og skilur manna best
hvað lyfin hafa mikið að segja.
Þið sem ráðið ferðinni sýnið skiln-
ing og veitið litla Ægi Þór lyfið sem
hann þarfnast. Það er hans eina von.
Okkur þykir jú svo vænt hverju um
annað.
Hvers vegna …
Eftir Sigrúnu L.
Baldvinsdóttur
Sigrún L Baldvinsdóttir
»Þið sem ráðið ferðinni
sýnið skilning og
veitið litla Ægi Þór lyfið
sem hann þarfnast.
Höfundur er fyrrverandi kennari.
sigrunbaldvins@gmail.com
Í náttúrunni takast
á tvær meginreglur
um nýtingu sem við
getum kallað Visk-
íregluna og Lamba-
kjötsregluna. Þær
hljóða svo: Viskí-
reglan: Því eldra +
því dýrara = Því
betra. Lambakjöts-
reglan: Því yngra +
því ódýrara = Því
betra.
(Dýrt og ódýrt á hér við um nátt-
úrulegan orkukostnað vaxtar og
viðhalds en ekki duttlungum háð
verð afurða.)
Stærstu dýr sem uppi hafa verið
í veröldinni, þ.e. skíðishvalir, virð-
ast nær eingöngu halda sig við
lambakjötsregluna þ.e. nýta orku
náttúrunnar eins nálægt sólarljós-
inu og kostur er.
Hafrannsóknastofnun og ICES
virðist vera mjög hrifin af viskíregl-
unni með allri þeirri orkusóun sem
henni fylgir.
Til að skilja vel mismuninn á
þessum aðferðum náttúrunnar
þurfa menn jafnframt að temja sér
notkun hugtaks sem er: Vannýtt
grisjunarþörf.
Þar sem skrif mín og ræður fyrir
rúmum tveim áratugum virðast
ekki hafa náð augum og eyrum
þeirra sem málið varðaði, nema
þegar mér varð það á að vera sam-
mála þeim um einhver smáatriði, vil
ég leyfa mér að gera tilraun til að
einfalda málið með dæmisögu sem
allir ættu að geta skilið.
Hafródalur dregur nafn sitt af
þeirri endalausu blíðu sem ávallt
ríkir fyrir mynni hans. Hann er
umlukinn fjallgörðum og jöklum á
þrjá vegu en kyrrlátt
hafið blasir við fyrir
framan hann í allri
sinni víðáttu. Nokkrir
gróðursælir afdalir
liggja út frá Hafródal
og henta þeir ásamt
hlíðum dalsins vel til
sumarbeitar. Hafur
bóndi hefur um all-
langt skeið rekið eina
fjárbú dalsins og sett á
vetur um 1.000 fjár en
slátrað á hverju hausti
um 2.000 lömbum eftir
sumarbeit. Húsakostur búsins og
tún til heyskapar í botni Hafródals
taka mið þessum þörfum og hafa
þróast frá kynslóð til kynslóðar. Nú
berast þær fréttir utan úr hinum
stóra heimi að verð á reyktu sauða-
og ærkjöti hafi hækkað og sé orðið
nokkuð hærra en verð á lambakjöti.
Hafur bóndi, sem er skjótráður, er
fljótur að hlýða kalli markaðarins
og ákveður að stöðva þegar í stað
haustslátrun lamba og miða bú-
skapinn við framleiðslu sauðfjár til
reykingar. Hann tvöfaldar því húsa-
kostinn og túnin, slátrar þeim hluta
bústofnsins sem hentar til sauða-
kjötsframleiðslu en setur öll lömb á
vetur til áframeldis.
Strax um veturinn fara efasemdir
að leita á Hafur bónda um að
ákvörðun hans hafi verið rétt. Hann
er skynsamur maður og gerir sér
grein fyrir að stækkun túnanna var
gerð á kostnað beitarlands auk þess
sem hann áttar sig á því að bak við
hvert kíló af fullorðna fénu sem
hann slátraði liggur margra ára
vetrarfóðrun. Hann veltir því jafn-
framt fyrir sér hversu stóran stofn
hann þurfi að ala til að framleiðsla
búsins á sauða- og ærkjöti verði
svipuð og framleiðsla þess á lamba-
kjöti var áður. Hafur bóndi reiknar
út að fóðurþörf á kíló kjöts marg-
faldast með árafjölda eldis fram að
slátrun auk þess sem hann muni
einnig þurfa að fóðra árlega allan
stofninn sem verði að vera miklu
stærri en hann var þegar lömbum
var slátrað. Þar að auki sér Hafur í
hendi sér að sumarganga þessa
stóra bústofns muni gera allt um-
hverfi Hafródals að eyðimörk og öll
orkan sem fæst úr síðustu stráun-
um muni fara í að slást um þau.
Sem betur fer áttaði Hafur bóndi
sig á skaðsemi viskíreglunnar strax
á fyrsta vetri og gat því með því að
tryggja í nokkur ár nauðsynlega
grisjun horfið aftur til fyrri nýt-
ingar. Dæmisögu lýkur.
Síðustu tvo áratugina (jafnvel
lengur) hefur Hafrannsóknastofnun
með atfylgi ICES og stjórnvalda
hérlendis unnið að stækkun þorsk-
stofnsins með ströngum aflareglum
og smáfiskavernd. Með því að
stækka stofninn hefur þeim tekist
að færa nýtinguna ofar í hann um
nokkur ár að mér sýnist. Fóð-
urkostnaður afla og stofns hefur á
sama tíma margfaldast miðað við
aflamagn.
Fyrir meira en tveim áratugum
hélt ég því fram að bíomassískar
aflareglur væru bull þar sem hægt
væri að ofnýta stofn með 20% nýt-
ingu sem hægt væri að nýta skyn-
samlega með 30% nýtingu.
Undir niðri þykir mér vænt um
að Hafrannsóknastofnun skuli hafa
eytt 20 árum í að sanna þessa kenn-
ingu mína. Mér finnst hins vegar
skelfilegt til þess að hugsa að van-
nýtt grisjunarþörf tímabilsins er
líklega farin að nálgast 5 milljónir
tonna af fiski sem gat ekki vaxið
vegna þess að ekki var skapað rými
fyrir hann með veiðum.
Að lokum vil ég benda á að áður
en menn hófu fiskveiðar má segja
að aflareglan hafi verið 0%. Þá hef-
ur stærð þorskstofnsins eflaust
sveiflast verulega miðað við um-
hverfisskilyrði og innra eðli.
Mér er fyrir löngu síðan orðið
ljóst að þorskstofninn sjálfur skilur
hugtakið grisjunarþörf þó Hafró,
ICES og íslensk stjórnvöld virðist
ekki gera það. Dúnninn í sjálf-
bærum? hreiðrum hins opinbera er
ef til vill of mjúkur til að menn
nenni að hugsa um svona smámuni.
Lifið heil og skál!
Viskíreglan
Eftir Sveinbjörn
Jónsson » Vannýtt grisjun-
arþörf tímabilsins
er líklega farin að nálg-
ast 5 milljónir tonna af
fiski.
Sveinbjörn Jónsson
Höfundur er skipstjóri og
ellilífeyrisþegi.
svennij@simnet.is
Fasteignir