Morgunblaðið - 25.06.2018, Síða 21
undanfarin sumur. Hún talaði oft
um bernskuárin og fólkið sem bjó
fyrir austan enda settu þau mark
sitt á hana alla ævi. Og þótt Esjan
yrði hennar fjall fannst henni lítið
koma til fjallanna hér fyrir sunnan
borið saman við fjöllin eystra.
Sigurveig fluttist með dóttur
sinni til höfuðborgarinnar því að
hún vildi að hún ætti kost á að
mennta sig. Sigurveig réðst til
Landsímans sem símritari og
starfaði þar alla sína starfsævi,
sjálfstæð, útivinnandi móðir sem
hvarvetna gat sér gott orð. Hún
festi kaup á íbúð við Framnesveg
og þaðan eigum við vinkonur
margar góðar endurminningar.
Íbúðin var ekki stór en það
væsti ekki um okkur vinkonurnar
14 talsins sem nutum einstakrar
gestrisni og hlýju Sigurveigar og
gæddum okkur á seyðfirsku bakk-
elsi af allra bestu gerð. Við kynnt-
umst í Gagnfræðaskóla Reykvík-
inga þar sem við nutum kennslu
afbragðskennara sem seint fara
úr minni. Við stofnuðum sauma-
klúbbinn CASPIR og bundumst
ævilöngum vinaböndum.
Það var bjart yfir 16. júní 1949
þegar við nýstúdentar gengum
fagnandi út í vorið og alls staðar
sást til vega. Við áttum allar heima
innan Hringbrautar, bærinn var
lítill og við fórum okkar ferða fót-
gangandi. Við höfum ræktað vin-
áttu sem er okkur öllum svo mikils
virði. Það hefur fækkað ört í hópn-
um okkar, hún er sú sjöunda sem
fer, við erum hér Ellen, Bergljót,
Helga, Signý, Sólveig, Vigdís og ég.
Anna Sigga var víðförul, dvaldi
langdvölum í Vínarborg og Lissa-
bon með Magnúsi auk þess sem
við í árganginum MR ’49 höfum
áratugum saman ferðast innan-
lands og utan til framandi landa,
Prag, Toscana, Þýskalands, Rúss-
lands, Írlands, York og víðar. Við
hittumst í hverjum mánuði og lét
Anna Sigga sig ekki vanta á þær
samkomur.
Anna Sigga var gædd miklum
mannkostum. Hún var skarp-
geind, glöð og hugrökk, fyndin og
orðheppin. Hún var víðlesin í ís-
lenskum bókmenntum sem er-
lendum. Hún var sjálf kletturinn í
lífi fjölskyldu sinnar og lét ekki
bugast þótt á móti blési og sýndi
þar hvern mann hún hafði að
geyma. Hún var höfðingi heim að
sækja og gott er að minnast sam-
funda á heimili hennar þar sem
gleðin var við völd. Hún kallaði
okkur óveðurskrákurnar þegar
við brutumst í ófærð og snjó-
þyngslum að Hvarfi í Mosfells-
sveit þar sem heimili hennar og
Magnúsar stóð um árabil og við
létum það ekkert á okkur fá.
Anna Sigga var börnum sínum
og afkomendum öllum ótrúlega
góð fyrirmynd. Börnin hennar
þau Palli, Tumi, Pétur, Gutti og
Veiga og barnabörnin nutu
mömmu sinnar og ömmu sem
sýndi þeim endalausa ást og um-
hyggju. Megi mannkostir hennar
fylgja þeim öllum.
Sigríður Theodóra
Erlendsdóttir.
Mig langar í fáum orðum að
minnast systur minnar Önnu Sig-
ríðar Gunnarsdóttur.
Anna Sigga eins og hún var oft-
ast nefnd var fædd á Seyðisfirði
og dvaldi þar ásamt móður sinni
fram á unglingsár. Okkar kynni
hófust ekki fyrr en elsti sonur
Önnu Siggu og Magnúsar Páls-
sonar, Páll, kom til foreldra minna
á Seyðisfjörð eftir stúdentspróf og
dvaldi þar sumarlangt.
Á námsárum mínum í Reykja-
vík voru þau Anna Sigga og
Magnús iðin við að bjóða okkur
fjölskyldunni upp í Hvarf í Mos-
fellsbæ, en þar bjó fjölskyldan
ásamt móður Önnu Siggu. Þessar
heimsóknir okkar í Hvarf eru mér
afar minnisstæðar, ekki síst vegna
þess hve allt var afslappað og ljúft.
Ég hafði ekki vanist því að hafa
ýmis leiktæki inni í stássstofum,
s.s. borðtennisborð o.fl. Útisund-
laug var við húsið sem naut mikilla
vinsælda.
Einhvern tíma á námsárunum
mínum hafði Anna Sigga samband
við mig og bað mig um að æfa
nokkur lög með saumaklúbbnum
hennar, sem ég og gerði og voru
lögin æfð og síðan sungin í Iðnó. Í
saumaklúbbnum voru gamlar
skólasystur Önnu Siggu frá
Menntaskólanum í Reykjavík og
fór þar fremst í flokki Vigdís Finn-
bogadóttir, þá leikhússtjóri Leik-
félags Reykjavíkur.
Ég veit ekki annað en að
saumaklúbburinn hafi fundað
reglulega frá því þær útskrifuðust
sem stúdentar.
Eftir að ég ásamt fjölskyldu
minni flutti aftur til Seyðisfjarðar
urðu samskiptin minni um tíma.
Við tókum ekki upp þráðinn aft-
ur fyrr en Tumi Magnússon hafði
samband við mig og ég var honum
innan handar við að finna og síðan
kaupa gamalt hús á Seyðisfirði. Í
daglegu tali er húsið nefnt
Nílsenshús eftir eigandanum.
Húsið tengdist Önnu Siggu því
hún bjó þar sem barn og ungling-
ur ásamt móður sinni.
Á síðustu árum hefur Anna
Sigga komið nokkrum sinnum til
Seyðisfjarðar og höfum við ásamt
fjölskyldum okkar átt þar saman
ánægjulegar samverustundir.
Anna Sigga Gunnarsdóttir lést
á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu
Grund.
Ég og fjölskylda mín sendum
öllum aðstandendum samúðar-
kveðjur
Blessuð sé minning hennar.
Gylfi Gunnarsson.
barn og sjá hversu frábær langafi
hann var.
Enginn mun nokkurn tímann
komast með tærnar þar sem afi
hafði hælana!
Engin orð fá því lýst hversu
sárt hans er og verður saknað.
Einstakur maður með hjarta úr
gulli, og besti vinur allra.
Ef það vantaði hjálp var hann
fyrstur til að standa upp, ef það
var sungið þá söng hann hæst og
ef maður heyrði afa hlæja gat
maður ekki annað en hlegið líka.
Engum mislíkaði við afa. Það var
ekki hægt.
Ég á svo margar dásamlegar
minningar um þig, elsku afi minn.
Og svo ótal margt sem kemur upp
í hugann þegar hugsað er til þín.
Þú varst einstakur að öllu leyti
og gerðir veröldina bjartari hvert
sem þú fórst.
Það er með þunga í hjarta sem
við kveðjum þig, elsku afi Ölli
minn, en eins og þú sagðir þá er
lífið bara svona og upp með húm-
orinn.
Ég kveð þig með heitu hjarta.
Minn hugur klökkur er.
Ég veit að leið þín liggur
svo langt í burtu frá mér.
Mér ljómar ljós í hjarta,
sem lýsir harmaský,
þá lífsins kyndla kveikti
þín kynning björt og hlý.
Og þegar vorið vermir
og vekur blómin sín.
Í hjartans helgilundum
þá hlær mér minning þín.
(Jón Þórðarson)
Horfið er nú sumarið og sólin
í sálu minni hefur gríma völd.
Í æsku léttu ís og myrkur jólin,
nú einn ég sit um vetrarkvöld.
Því eitt sinn verða allir menn að deyja.
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það, en samt ég verð að
segja,
að sumarið líður allt of fljótt.
Ég gái út um gluggann minn
hvort gangir þú um hliðið inn.
Mér alltaf sýnist ég sjái þig.
Ég rýni út um rifurnar,
ég reyndar sé þig alls staðar,
þá napurt er, það næðir hér
og nístir mig.
(Vilhjálmur Vilhjálmsson)
Ástarkveðjur,
Lilja Rós og Sæmundur
Kristinn.
Í dag kveðjum við afa Ölla, einn
ákveðnasta afa sem sögur fara af.
Afa sem var alltaf forsöngvari í af-
mælum og samdi vísur við ýmis
tækifæri, afa sem tálgaði, byggði
sér húsbíl og sumarbústað, afa
sem elskaði dýrin sín og afa sem
var umfram allt stoltur af sínu
fólki. Hans verður sárt saknað.
Sérhver draumur lifir aðeins eina nótt
sérhver alda rís en hnígur jafnan skjótt
hverju orði fylgir þögn
og þögnin hverfur alltof fljótt.
En þó að augnablikið aldrei fylli stund
skaltu eiga við það mikilvægan fund
því að tár sem þerrað burt
aldrei nær að græða grund.
Líttu sérhvert sólarlag,
sem þitt hinsta væri það.
Því morgni eftir orðinn dag
enginn gengur vísum að.
Þú veist að tímans köldu fjötra enginn
flýr
enginn frá hans löngu glímu aftur snýr.
Því skaltu fanga þessa stund
því fegurðin í henni býr.
(Bragi Valdimar Skúlason)
Elsku afi, minning þín lifir.
Birgitta og Elka Mist Kára-
dætur og fjölskyldur.
Fyrir rúmlega 60 árum flutti
ungur, lífsglaður og hláturmildur
ungur mótorhjólagæi inn á heimili
foreldra minna. Það var Ölver,
kærasti Siggu stóru systur minn-
ar. Hann var mikill sögumaður,
ráðagóður og skilningsríkur. Góð
ráð hans, elska og umhyggja gerði
hann að vini til æviloka. Það var
ánægjulegt að vera litla systir
sem fékk seinna að vera barnapía
hjá þeim í Holtagerðinu og einnig
sumarlangt á Árskógsströnd. Sér-
lega spennandi var að ferðast með
þeirra börnum og fjölskyldu. Öl-
ver og Sigga sinntu foreldrum
okkar og fóru í alls konar ferðalög,
einnig var gert við bíla í bílskúrn-
um og margt brallað. Þegar þau
fluttu til Grindavíkur og ég er-
lendis skildu leiðir um stund.
Heimflutt urðum við fjölskyldan
og tengdamóðir mín þess aðnjót-
andi að fá skrítnustu og sjaldgæf-
ustu fiskitegundirnar matreiddar,
Ölver og Sigga sáu samhent um
það. Börnunum okkar reyndust
þau sérstaklega vel, og veislurnar
í Grindavík hafa með tíð og tíma
tekið á sig ævintýralegan blæ, eft-
ir því sem sögurnar af þeim eru
sagðar oftar. Við hjónin höfum
notið mikilla samvista við þau í
gegnum tíðina og alltaf höfum við
verið hjartanlega velkomin, hjálp-
að til við byggingu á palli við sum-
arbústaðinn þeirra í Markaskarði,
gist þar og notið góðra veitinga.
Ölver var sérstaklega barngóður
og uppátektarsamur með afbrigð-
um og við eigum öll góðar minn-
ingar um hann. Hann lagði sig all-
an fram við að hjálpa, fræða og
gleðja þar sem hann gat og hlust-
aði með athygli á það sem maður
hafði fram að færa. Hann var vel
lesinn, fróður og áhugasamur um
að talað væri rétt mál. Elsku Öl-
ver, þín verður sárt saknað og
sendum við okkar innilegustu
samúðarkveðjur til Siggu og fjöl-
skyldu.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(úr Hávamálum)
Anna Káradóttir, Karsten
Iversen, börn, tengdabörn og
barnabörn.
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2018
Raðauglýsingar
Tilkynningar
Félagið Stakksberg, sem stofnað hefur verið utan
um kísilverksmiðju í Helguvík, kynnir drög að tillögu
að matsáætlun fyrir endurbætur á kísilverksmiðjunni,
samkvæmt ákvæðum reglugerðar nr. 660/2015 um
mat á umhverfisáhrifum.
Athugasemdir við drög tillögu að matsáætlun má
senda á umhverfismal@verkis.is, eða í pósti til
Verkís hf., b.t. Þórhildar Guðmundsdóttur
Ofanleiti 2 103 Reykjavík
Athugasemdum skal skila eigi síðar en 10. júlí 2018.
Nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni stakksberg.com
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-16. Handavinna með leiðb. kl. 12.30-
16. Félagsvist með vinningum kl. 13. Opið fyrir úti- og innipútt.
Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni.
Allir velkomnir. s: 535-2700.
Boðinn Mánudagur: Félagsvist kl. 13.
Dalbraut 18-20 Brids kl.13.
Garðabæ Jónshúsi/ félags - og íþróttastarf: 512-1501.Opið í Jónshúsi
og heitt á könnunni alla virka daga frá 09:30-16:00. Hægt er að panta
hádegismat með dagsfyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt
frá 14-15.30. Félag eldri borgara í Garðabæ 565-6627 skrifstofa opin
miðvikudaga 13.30-15.30. Vatnsleikfimi Sjál. Kl. 8. Gönguhópur fer frá
Jónshúsi kl. 10. Bridge í Jónshúsi kl. 13.
Gerðuberg kl. 8.30-16. Opin handavinnustofakl. 9-16. Útskurður leiðb
í fríi kl. 11.15-11.45 Leikfimi Helgu Ben kl. 13.-14. Línudans (sumarfrí)
kl. 14.30-16.30 Kóræfing (sumarfrí)
Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnar kl. 8.50 við hringborðið
kl.8.50 listasmiðjan opin fyrir alla kl.9-16 ganga kl.10. handavinnuhor-
nið kl.13. félagsvist kl.13.15, síðdegiskaffi kl. 14.30 allir velkomnir
óháð aldri nánari upplýsingar í síma 411-2790
Seltjarnarnes Snjallsíma og spjaldtölvu námskeið kl. 10-12. kaffisp-
jall í króknum kl. 10.30. leikfimi í salnum Skólabraut kl.13.30 ganga frá
Skólabraut kl. 14.30 vatnsleikfimi Sundlaug Seltjarnarness kl. 18.30.
Sléttuvegi 11-13 Selið er opið frá kl. 10-16 og upp úr 10. er boðið
upp á kaffi þar sem fólk kemur saman í spjall og kíkir í blöðin. Helgi-
stund kl. 10.10 á sléttum vikum. Hádegisverður er kl. 11.30-12.15 og
spiluð er félagsvist kl. 13. Kaffi og meðlæti er selt á vægu verði kl.
14.30-15.30. Allir eru hjartanlega velkomnir í Selið. Nánari
upplýsingar hjá Maríu Helenu í síma 568-2586.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Rotþrær, heitir pottar
og jarðgerðarílát
Rotþrær – heildarlausnir með
leiðbeiningum um frágang.
Ódýrir heitir pottar – leiðbein-
ingar um frágang fylgjar.
Mjög vönduð jarðgerðarílát til
moltugerðar.
Borgarplast.is,
sími 5612211, Mosfellsbæ.
Til sölu
Lok á heita potta og hitaveitu-
skeljar
Stærðir í cm: 200x200, 210x210,
220x220, 235x235, 235x217,
217x174, 8 hyrnd lok. Lokin þola 1000
kg jafnarðarþunga af snjó. Vel ein-
angruð og koma með 10 cm svuntu.
Sterkustu lokin á markaðnum. Litir:
Brúnt eða grátt. Opnarar til þess að
auðvelda opnun á loki.
www.heitirpottar.is
Sími 777 2000 Haffi
og 777 2001 Grétar
Olíuskiljur - fituskiljur
- einagrunarplast
CE vottaðar vörur.
Efni til fráveitulagna.
Vatnsgeymar 100-50.000 lítra.
Borgarplast.is,
sími 5612211, Mosfellsbæ.
Ýmislegt
Bátar
Flatahrauni 25 - Hafnarfirði
Sími 564 0400
www.bilaraf.is
Mikið úrval í bæði
12V og 24V.
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Stofnað 1986 • Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Ökukennsla
Vönduð, vel búin kennslubifreið
Subaru XV 4WD .
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 696 0042,
Húsviðhald
Hreinsa
þakrennur, laga
ryð á þökum
og tek að mér ýmis
smærri verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
ÁSKRIFTASÍMI
569 1100
Fleiri minningargreinar
um Önnu Sigríði Gunn-
arsdóttiur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
Fleiri minningargreinar
um Ölver Skúlason bíða birt-
ingar og munu birtast í blað-
inu næstu daga.