Morgunblaðið - 25.06.2018, Page 22
22 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2018
Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is
GÓÐ HEYRN
GLÆÐIR SAMSKIPTI!
Með þeim heyrist talmál sérstaklega vel
vegna þess að þau þekkja tal betur
en önnur tæki.
Tæknin sem
þekkir tal
Nýju ReSound LiNX 3D
eru framúrskarandi heyrnartæki
ReSound LiNX3
Ragnar Árnason, lögmaður og forstöðumaður vinnumark-aðssviðs Samtaka atvinnulífsins, er fimmtugur í dag. Hannlauk embættisprófi frá lagadeild HÍ 1993 og LL.M. frá laga-
deild háskólans í Hamborg 1995.
„Ég held að tilhugsunin um að verða fimmtugur hafi valdið mér
áhyggjum í nokkurn tíma því ég hef tekið upp á ýmsu sem erfitt er að
útskýra með öðru en hræðslunni við að eldast. Ég fór á námskeið í
paragliding fyrir tveimur árum og keypti mér svifvæng. Það er
geggjað að takast á loft og svífa hátt yfir jörðu, sérstaklega að svífa
yfir Reynisfjöru og horfa niður á Reynisdrangana. Fyrir stuttu keypti
ég mér bleika skyrtu og fjólubláan jakka, byrjaði að skokka og keypti
mér Q10-hrukkukrem. Engin pressa að verða fimmtugur, eða
þannig.“
En hvað skal gert í tilefni dagsins? „Ég ætlaði að vera heima á af-
mælisdaginn og jafnvel bjóða í gott garðpartí en stöðug rigning og
kuldi vikum saman hefur kælt niður alla stemningu. Fyrir viku, þegar
við vorum að skoða veðurspá næstu 10 daga, var ákveðið að kaupa
flug með næstu vél til London. Við slöppum nú af í hita og sól á
ströndinni í Brighton. Gerum eitthvað skemmtilegt í London á afmæl-
isdaginn.“
Ragnar er giftur Áslaugu Björgvinsdóttur lögmanni. Börnin eru
þrjú, Elín Ragnhildur 15 ára, Björgvin Hugi 13 ára og Þuríður Helga
11 ára. „Uppeldið hefur gengið mjög vel, þau halda öll með Val og
Liverpool. Ég vil bara að lokum biðja íslenska karlalandsliðið í fót-
bolta að gefa Guðna Th. góða fimmtugsafmælisgjöf á morgun. Gamli
maðurinn á það skilið.“
Fjölskyldan Þuríður Helga, Björgvin Hugi, Eĺín Ragnhildur, afmæl-
isbarnið og eiginkonan, Áslaug, flúðu rigninguna og eru nú í Brighton.
Keypti sér svifvæng
og hrukkukrem
Ragnar Árnason er fimmtugur í dag
A
nna Valdimarsdóttir
fæddist í Reykjavík
25.6. 1948 og ólst þar
upp í Norðurmýrinni til
17 ára aldurs: „Við átt-
um heima á Skeggjagötu 1, Snorra-
brautar megin beint á móti Skáta-
búðinni í gömlu hermanna-
bröggunum. Faðir minn byggði
bílskúr við heimilið og þar var bóka-
útgáfan Iðunn. Ég byrjaði ung að
vinna við bókaútgáfuna, setja í selló-
fan, raða bókum í hillur og afgreiða.
Fimm ára var ég send til mán-
aðardvalar hjá föðursystur minni á
Dalvík meðan pabbi ferðaðist um
landið að afla nýstofnuðum Þjóð-
varnarflokknum fylgi, sem hann var
formaður fyrir. Ég var síðan fjögur
sumur í sveit á Sjávarborg í Skaga-
Anna Valdimarsdóttir, sálfræðingur og rithöfundur – 70 ára
Morgunblaðið/Ómar
Rithöfundurinn Anna er alin upp við bækur, þýðingar og útgáfu. Hér er hún sjálf að árita eina af bókum sínum.
Sjálfstyrking, sam-
skipti og núvitundin
Árið 1962 Hér er Anna með foreldrum sínum og bróður, nýfermd.
Þórhildur Stella
Gunnarsdóttir,
Stefanía Heims-
dóttir, Sóley Katrín
Sigurðardóttir og
Melkorka Sif
Kristinsdóttir héldu
tombólu til styrktar
Rauða krossinum á
Íslandi í Hafnarfirði
og söfnuðu þær
2.946 kr.
Hlutavelta
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is