Morgunblaðið - 25.06.2018, Qupperneq 23
firði hjá Kristmundi Bjarnasyni,
fræðimanni og bónda, og k.h., Hlíf
Árnadóttur.“
Fermingarsumarið sitt fór Anna í
enskunám í Brighton á vegum Scan-
brit, dvaldi hjá enskri fjölskyldu og
dvaldi þar aftur næsta sumar:
„Sautján ára var ég au pair í Þýska-
landi í eitt sumar og 21 árs vann ég á
aðalbókasafni Gautaborgar, fór til
Amsterdam á vegum bókaútgáfu
föður míns að útvega litprentaðar
barnabækur í samprent, en þá voru
barnabækur með litprentuðum
myndum fáar hér á landi og of dýrt
að prenta þær hér. Ég hafði engar
upplýsingar í farteskinu, fór í sím-
klefa í Amsterdam, fletti þar síma-
skrám og fann fyrirtæki, Frank
Fehmers, sem stóð fyrir sam-
prentun barnabókanna: Prinsessan
sem átti 365 kjóla, Litla nornin
Nanna og bækurnar um Barba-
pabba sem komu út í kjölfarið og
slógu í gegn. Það sumar var ég í
mánuð á frönsku rivíerunni, bjó hjá
franskri konu og sótti tíma í
frönsku.“
Anna var í Austurbæjarskóla,
Kvennaskólanum, lauk stúdents-
prófi frá MR, lauk BA-prófi í sál-
fræði og bókasafnsfræði frá HÍ,
cand. psych.-prófi frá Háskólanum í
Ósló og stundaði framhaldsnám í
sálfræði við University of Wash-
ington í Seattle.
Anna starfaði á Háskólabókasafni,
læknabókasafni Landspítala, lækna-
bókasafni Borgarspítala og aðal-
bókasafni Gautaborgar, starfaði við
bókaútgáfu föður síns, var fram-
kvæmdastjóri Iðunnar snemma á ní-
unda áratugnum, vann á bókaútgáf-
unni með námi, þýddi bækur og fékk
þýðingarverðlaun Reykjavíkur-
borgar fyrir Jósefínu, árið 1974, og
ritstýrði bókinni Uppgjör konu, eftir
Höllu Linker, útg.1987. Hún starfaði
síðar við bókaútgáfuna JPV.
Anna opnaði sálfræðistofu í árs-
byrjun 1982, nýkomin heim úr fram-
haldsnámi í Bandaríkjunum, hélt
námskeið í sjálfstyrkingu sem urðu
afar vinsæl, eftir að hún einskorðaði
þau við konur. Hún var stundakenn-
ari við HÍ, kenndi við Endur-
menntun HÍ og var kennslustjóri í
sérfræðings- og eins árs námi í hug-
rænni atferlismeðferð. Hún hefur
haldið fjölda fyrirlestra, hér og er-
lendis, um sjálfstyrkingu, núvitund,
samskipti, ástina og listin að elska
og njóta, ásamt sr. Braga Skúlasyni.
Rit Önnu eru ljóðabókin Úlfabros,
1997; Leggðu rækt við sjálfan þig,
1999; Leggðu rækt við ástina, 2001;
Hugrækt og hamingja, og Vest-
ræn sálarfræði, austræn viska og
núvitund 2014, auk fjölda greina og
bæklinga. Hún er höfundur fræðslu-
þáttanna Undir sama þaki, 1994.
Anna sat í stjórn Sálfræðinga-
félags Íslands, Samtaka heilbrigð-
isstétta, Kynfræðifélags Íslands, var
enn stofnenda og fyrsti formaður Al-
úðar, félags um núvitund og vakandi
athygli, sat í stjórn Lífspekifélags
Íslands (sem hét áður Guðspekifélag
Íslands) og forseti þess um skeið og
er nú formaður Dáleiðslufélags Ís-
lands, félags fagfólks um dáleiðslu.
Fjölskylda
Fyrrverandi makar Önnu eru
Sverrir Kristinsson, f. 26.7. 1944,
fasteignasali og bókaútgefandi,
Jón Karlsson, f. 13.3. 1946, for-
stjóri, og Bragi Kristján Guðmunds-
son, f. 17.5. 1967, prenttæknir.
Synir Önnu eru: 1) Valdimar
Sverrisson, f. 18.6. 1967, ljósmyndari
í Reykjavík og eru dætur hans
Valdís Ingunn, f. 1991, Hildur Anna,
f. 2002, og Lára Margrét, f. 2011; 2)
Jón Helgi Jónsson, f. 10.6. 1973,
verkefnastjóri Isle of Man en maki
hans er Yuko Ishii Jónsson, verk-
efnastjóri Isle of Man, og 3) Jóhann
Páll Jónsson, f. 4.9. 1988, einkaþjálf-
ari á Seltjarnarnesi
Bræður Önnu: Ásgeir Már Valdi-
marsson, f. 30.10. 1942, d. 15.8. 2015,
prentari í Reykjavík, og Jóhann Páll
Valdimarsson, f. 3.5. 1952, bókaút-
gefandi í Reykjavík.
Foreldrar Önnu voru Valdimar
Jóhannsson, f. 28.6. 1915, d. 27.1.
1999, bókaútgefandi í Reykjavík, og
k.h., Ingunn Ásgeirsdóttir, f. 23.5.
1922, d. 16.5. 2010, húsfreyja og
starfsmaður við bókaútgáfu í
Reykjavík.
Anna Valdimarsdóttir Sigurlína Jóhannesdóttir
húsfr. í Tungu
Jón Jónsson
b. í Tungu í Fróðárhreppi
Ólafía Jónsdóttir
húsfr. í Keflavík
Ásgeir Theodór Daníelsson
hafnarstj. og skrifstofustj.
í Keflavík
Daníel Guðnason
b. í Nýlendu á Miðnesi, af Víkingslækjarætt, systur
sonur Stefáns, afa Árna Bergmann rithöfundar
Ingunn Ásgeirsdóttir
húsfr. og starfsm. á bókaútgáfu, í Rvík
Ingunn Jósafatsdóttir
húsfr. í Nýlendu
Emil Tómasson b. á
tuðlum í Reyðarfirði
Jóhann Páll
Valdimars
son bóka
útgefandi í
Rvík
Ari
Ólafsson
Euro
visionfari
Dr. Jóhann Páll Árnason
prófessor emeritus í
heimspeki við University
in Melbourne í Ástralíu
Ólafur
Gunnar
Guð
laugsson
rithöfund
ur og
grafískur
hönnuður
Jóna Jóhannsdóttir
húsfr. á Dalvík
Guð
laugur
Berg
mann
for
stjóri
Karna
bæjar
Egill Örn
Jóhannsson
bókaútgefandi
Daníel
Berg
mann
bakara
meist
ari í
Rvík
Jón P. Emils hrl. í Rvík
S
Regína Thorarensen
fréttaritari á Gjögri,
Selfossi og Eskifirði
Guðrún Guðmundsdóttir
b. í Hraukbæjarkoti í
Kræklingahlíð
Jóhannes Larsen
stýrim. frá Noregi
Anna Jóhannesdóttir
húsfr. á Skriðulandi í Eyjafirði
Jóhann Páll Jónsson
kennari og b. á Skriðulandi í Eyjafirði
Sigríður Ingveldur Ólafsdóttir
húsfr. á Hjaltastöðum og Sælu
Jón Halldórsson
b. á Hjaltastöðum og
Sælu í Svarfaðardal
Úr frændgarði Önnu Valdimarsdóttur
Valdimar Jóhannsson
bókaútgefandi í Rvík
ÍSLENDINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2018
TWIN LIGHT GARDÍNUM
Betri birtustjórnun með
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is
Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu
Íslensk framleiðsla eftir máli
Hringdu núna og bókaðu tíma í máltöku
OPIÐ: VIRKA DAGA FRÁ 10-18
alnabaer.is
100 ára
Sigríður Skúladóttir
90 ára
Ásta Ferdinandsdóttir
Haukur G.J. Guðmundsson
Sólveig Þórhildur Helgad.
85 ára
Anna Gísladóttir
Kári Tyrfingsson
Kolfinna Árnadóttir
Rannveig Haraldsdóttir
80 ára
Finnur Gærdbo
Guðmundur Arason
75 ára
Bjarni Valtýsson
Eggert Gunnþór
Gunnarss.
Guðmundur Einarsson
Harry Reynir Ólafsson
Helga Ragnarsdóttir
Jakob Úlfarsson
Karl Elísson
Ólafur Oddsson
Sigurborg Gísladóttir
Snorri Gestsson
Sólveig Hauksdóttir
70 ára
Anna Valdimarsdóttir
Ari Sigurður Guðjónsson
Arnar Sveinsson
Ástráður Magnússon
Guðrún Sigríður Egilsdóttir
Gunnar Þór Geirsson
Helgi Friðþjófsson
Kristín Unnur Ásgeirsdóttir
Páll Sigurðarson
Reynir Adolfsson
Thelma K.
Jóhannesdóttir
60 ára
Birgir Snorrason
Eyjólfur Björgmundsson
Hallgerður A. Jóhannesd.
Hayat Alkanakri
Helgi Halldórsson
Henryk Paciejewski
Jakob Ragnarsson
Jóna Brynja Tómasdóttir
Jóna Sigurveig Ágústsd.
Magnús Garðarsson
Ólafur Ingi Óskarsson
Pétur Þorleifsson
Reynir Sigurðsson
Valdimar Guðmundsson
Viðar Elliðason
Zlatko Novak
50 ára
Anna Guðrún Sigurjónsd.
Björn Axelsson
Brynja Reynisdóttir
Kristín Sigurðardóttir
Nhat Duy Nguyen
Ragnar Árnason
Ragnar Már Sævarsson
Sigríður Ágústsd. Morthens
Sigurður G. Valdimarsson
Steinn Helgason
Sverrir Arnar Baldursson
Sölvi Rafn Rafnsson
Víðir Jónsson
Þóra Björg Gylfadóttir
Þórður Geir Jónasson
40 ára
Malgorzata Lojewska
Petra Nicola Deutrich
Sigurbjörg Felixdóttir
Sturla Halldórsson
30 ára
Anna Herdís Pálsdóttir
Davíð Þór Gunnarsson
Hildur Eva Guðmundsdóttir
Pétur Eggert Torfason
Sandra Sól K. Lyngmo
Sigurbjörn Viðar Karlsson
Örn Ingi Gunnarsson
Til hamingju með daginn
30 ára Anna er Reykvík-
ingur og hjúkrunarfr.nemi
á dagdeild skurðlækninga
á Landspítalanum.
Maki: Eggert Ingi Jóhann-
esson, f. 1987, verslunar-
stjóri í Ecco Kringlunni.
Börn: Emilía Dís, f. 2006,
og Jóhannes Leó, f. 2012.
Foreldrar: Eðvald Eð-
valdsson, f. 1937, d.
2008, sjómaður, og Haf-
dís Jóna Karlsdóttir, f.
1955, símsmiður, bús. í
Reykjavík.
Anna Margrét
Eðvaldsdóttir
30 ára Magnea er fædd
og uppalin á Heiðarbrún í
Kelduhverfi en býr í
Grafarvogi. Hún er
íþrótta- og heilsufr. og er
verkefnastj. hjá Frjáls-
íþróttasambandi Íslands.
Maki: Jón Örn Haralds-
son, f. 1990, varðstjóri.
Foreldrar: Hlynur Braga-
son, f. 1967, vinnur hjá
Ístrukki, og Sigurfljóð
Sveinbjörnsdóttir, f. 1963,
stuðningsfulltr. í Öxar-
fjarðarskóla.
Magnea Dröfn
Hlynsdóttir
30 ára Andri er Ak-
ureyringur en býr í
Reykjavík. Hann er með
burtfararpróf á rafgítar
frá FÍH og BSc. í tölv-
unarfræði frá Háskól-
anum í Reykjavík. Hann
er uppistandari og gít-
arleikari í dúettinum
Föstudagslögin.
Foreldrar: Ívar Aðal-
steinsson, f. 1957, tón-
listarkennari á Akureyri,
og Kristín Þórarinsdóttir,
f. 1960, hjúkrunarfræð-
ingur á Akureyri.
Andri
Ívarsson
Vaka Vésteinsdóttir hefur varið
doktorsritgerð sína í sálfræði við Sál-
fræðideild Háskóla Íslands. Ritgerðin
ber heitið: Aðferðir til að fást við fé-
lagslega æskilega svörun í netkönn-
unum: MCSD-kvarðinn og QHR-
aðferðin. (On methods for dealing
with Socially Desirable Responding in
Internet Surveys: The Marlowe-
Crowne Social Desirability Scale
(MCSDS) and the Questions on Ho-
nest Responding (QHR) technique.)
Umsjónarkennari og leiðbeinandi
var Fanney Þórsdóttir, dósent við Sál-
fræðideild Háskóla Íslands. Auk henn-
ar sátu í doktorsnefnd Adam Joinson,
prófessor við Information Systems,
University of Bath, á Englandi og Ulf-
Dietrich Reips, prófessor við Faculty
of Sciences, University of Konstanz, í
Þýskalandi.
Fjöldi rannsókna hefur sýnt að mis-
svörun dregur úr gæðum gagna sem
safnað er með sjálfsmatskvörðum og
þar af leiðandi einnig úr gildi töl-
fræðilegra niðurstaðna er byggjast á
slíkum gögnum. Eitt aðaláhyggjuefnið
í þessu sambandi er félagsleg æskileg
svörun (FÆS), sem annaðhvort er tal-
in vera birtingarmynd tilhneigingar
svaranda til að fegra sig eða sem við-
bragð svaranda
við innihaldi at-
riðis eða öðrum
utanaðkomandi
áhrifum. Rann-
sakendur hafa
reynt með ýms-
um aðferðum að
mæla og/eða
draga úr FÆS en
ekki er sátt um hver sé besta aðferðin
til að mæla FÆS og/eða draga úr
slíkri svörun. Staðan í dag er því sú að
ekki er mælt með einni aðferð umfram
aðra til að fást við FÆS í netkönn-
unum. Markmið verkefnisins var að
rannsaka aðferðir til að fást við FÆS í
netkönnunum og leggja til hagnýtar
leiðir til að fást við vandann. Til þessa
var þekkt mæling á FÆS (MCSDS)
metin og styttri útgáfa af kvarðanum
hönnuð fyrir netfyrirlagnir. Í sama til-
gangi var einnig hönnuð aðferð til að
draga úr FÆS á netinu. Í ritgerðinni
eru settar fram tvær aðferðir til að
fást við vandann sem skapast vegna
FÆS í netkönnunum: Stutt útgáfa af
MCSDS (MCSD-SF) og QHR-aðferðin.
Niðurstöður prófana á báðum aðferð-
um lofa góðu og báðar aðferðir er auð-
velt að nota í netkönnunum.
Vaka Vésteinsdóttir
Vaka Vésteinsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1980. Hún lauk stúdentsprófi af fé-
lagsfræðibraut Menntaskólans við Hamrahlíð árið 2000, BA-prófi frá Sálfræðideild
Háskóla Íslands árið 2004 og MA-prófi frá sömu deild árið 2008. Vaka er núna ný-
doktor við Háskólann í Konstanz í Þýskalandi. Foreldrar Vöku eru Harpa Karlsdóttir
og Vésteinn Rúni Eiríksson. Sonur Vöku er Loki Robert Huemer.
Doktor