Morgunblaðið - 25.06.2018, Síða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2018
» Mikið var um dýrðir og háværa tónlist íLaugardal um helgina, þegar tónlistar-
hátíðin Secret Solstice stóð sem hæst. Þeg-
ar ljósmyndari Morgunblaðsins kom við á
laugardagskvöldið skemmti hin víðkunna
þungarokkshljómsveit Slayer gestum. Þeir
gestir sem ekki kunnu að meta rokk og gít-
arsóló gátu leitað griða hjá plötusnúðum og
yngri danstónlistarmönnum.
Slayer og fjöldi annarra tónlistarmanna komu fram á Secret Solstice-hátíðinni
Sjón Á úti-
tónleikum eins
og Secret Sol-
stice skiptir
öllu að vera
með réttu sól-
gleraugun.
Secret Solstice Slayer og önnur bönd eiga sér marga aðdáendur. Útlit Gripið verður öruggara með réttu litunum í hári og skeggi.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hönnunar-, húsgagna- og fram-
leiðslufyrirtækið Agustav, Hlín
Reykdal hönnuður og Marcos Zotes
arkitekt hlutu hæstu styrkina úr
Hönnunarsjóði, tvær milljónir krón-
ar hvert. Fyrsta stóra úthlutun
sjóðsins á árinu fór fram 14. júní á
aðalfundi Hönnunarmiðstöðvar Ís-
lands í Norræna húsinu. Alls bárust
86 umsóknir um hátt í 150 milljónir
króna, en 16 verkefni voru styrkt um
samanlagt 22 milljónir króna. Einn-
ig voru veittir 15 ferðastyrkir, sam-
anlagt 1,5 milljónir króna.
1,5 milljón króna styrk hlutu:
Bryndís Bolladóttir, Linda Björg
Árnadóttir og And Anti Matter.
Miljón króna styrki hlutu: Anna
María Bogadóttir, Arnar Már Jóns-
son, Björn Steinar Blumenstein,
Gunnar Sverrisson, Grallaragerðin
og Portland.
500.000 króna styrk hlutu: Ágústa
Arnardóttir, Turfiction í Feneyjum,
Jóhann Lúðvík Torfason og
Lady Brewery.
Eftirtaldir hlutu ferðastyrk:
Andri Hrafn Unnarsson, Anna
María Bogadóttir, Arkitektafélag
Íslands, Ástríður Birna Árnadóttir,
Bjarni Viðar Sigurðsson, Erla Sól-
veig Óskarsdóttir, FÓLK Reykja-
vík, Freyja Bergsveinsdóttir, Hanna
Jónsdóttir, Massimo Santanicchia,
Thomas Pausz og Þorbjörg Helga
Ólafsdóttir.
Morgunblaðið/Eggert
Hönnunartvíeyki Ágústa Magnúsdóttir og Gústav Jóhannsson hjá Agustav.
16 verkefni fengu sam-
tals 22 milljónir króna
Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt
ICQC 2018-20