Morgunblaðið - 13.07.2018, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2018
Kristín S. Sigurðardóttir
Lögg. fast.sali.
Sif Eir Magnúsdóttir
Hdl og Lögg. Fast.sali
Hlýlegt 41,2 m2 sumarhús með heitum potti og kamínu á besta stað í Öndverðarnesinu,
steinsnar frá golfvellinum og sundlauginni. Aðeins 40 mínútna akstur frá Reykjavík. Mikill
og ævintýralegur skógur með sérstökum trjám, algjört næði, sjón er sögu ríkari! V- 19 millj.
Traust og góð þjónusta í 15 ár
Kiðhólsbraut 21 – Öndverðarnesi
O
pi
ð
hú
s
la
ug
ar
da
gi
nn
14
. j
úl
í
m
ill
i k
l:
13
:0
0
- 1
4:
00
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Reykjavík dæmd í jafnréttismáli
„Við munum auðvitað fara yfir úrskurðinn og hvort það megi ekki læra af honum,“ segir borgarstjóri
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Dæmt hefur verið gegn Reykjavík-
urborg í máli Ástráðs Haraldssonar
hæstaréttarlögmanns frá því í
fyrra. Um er að ræða málsókn sem
fór fyrir kærunefnd jafnréttismála
og varðaði ráðningu Ebbu Schram í
embætti borgarlögmanns í ágúst
2017.
Ástráður og Ebba, sem einnig er
hæstaréttarlögmaður, sóttu bæði
um starfið og taldi Ástráður brotið
á sér vegna kynferðis síns þegar
Ebba var ráðin. Nú hefur kæru-
nefnd jafnréttismála komist
að sömu niðurstöðu og seg-
ir í úrskurði sínum að brot-
ið hafi verið á lögum um
jafna stöðu karla og kvenna
við ráðninguna.
„Við munum fara vel ofan
í þetta og endurmeta okkar
ferli, það er engin spurn-
ing,“ sagði Þórdís Lóa Þór-
hallsdóttir, formaður borg-
arráðs, um málið í samtali
við Morgunblaðið. „Mér finnst það
alltaf vera lærdómur þegar svona
mál koma upp. Ég veit líka að
borgin hefur lagt metnað sinn í
ráðningarferlin og hefur aldrei lent
í svona áður, svo þetta er veruleg
áminning til okkar að fara ofan í
málin.“
Í samtali við Morgun-
blaðið lagði Líf Magneu-
dóttir, oddviti Vinstri
grænna í Reykjavík,
áherslu á að hún hefði setið
hjá þegar ráðningin hefði
komið fyrir borgarráðið.
„Ég sagði að við þyrftum
að fara í gagngera endur-
skoðun á þessu ráðningar-
ferli. Ég held að þessi úr-
skurður sé staðfesting á
því.“
„Þetta kom mér á óvart,“ sagði
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í
samtali við Morgunblaðið. „Reykja-
víkurborg hefur lagt mjög mikið
upp úr fagmennsku við ráðningar
undanfarin ár og reyndar áratugi.
Það var staðið eins að þessari ráðn-
ingu og öllu ferlinu eins og áður.
Kærunefndin gerði í raun ekki at-
hugasemd við ferlið, auglýsinguna
eða matskvarðann en vildi leggja
annað mat á vægi matsþáttanna.
Það var lögð meiri áhersla á lög-
mennsku en sveitarstjórnarrétt.“
„Við erum búin að fara yfir þetta
í borgarráði og munum auðvitað
fara yfir úrskurðinn og hvort það
megi ekki læra af honum,“ bætti
Dagur við.
Þórdís Lóa
Þórhallsdóttir
Dagur B.
Eggertsson
Líf
Magneudóttir
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
„Þetta er bara eitthvað sem við get-
um eiginlega ekki svarað. Við erum
að reyna að vinna úr þessu sem við
höfum en við höfum ekki úr miklu að
moða. Það er farið að þrengja veru-
lega að þeim sem eru í vinnu.“
Þetta segir Ingibjörg Th. Hreið-
arsdóttir, yfirljósmóðir göngudeild-
ar mæðraverndar og fósturgreining-
ar, aðspurð hvort öryggi þeirra, sem
koma á meðgöngu- og sængurlegu-
deild Landspítalans eftir að fyrir-
hugað yfirvinnubann ljósmæðra
hefst, verði ógnað.
Verði af banninu mun það hefjast
næstkomandi miðvikudag, 18. júlí,
en eins og greint var frá í Morgun-
blaðinu í gær eru nú þegar allar
vaktir á meðgöngu- og sængurlegu-
deild Landspítalans undirmannaðar
og starfseminni haldið gangandi með
yfirvinnu.
Vaktaskýrslan stendur
Staðan sem upp er komin er óljós
en grafalvarleg segir Ingibjörg og
segist sjálf ekki vita nákvæmlega
hvað muni gerast þegar bannið tek-
ur gildi. „Það eru ekki fordæmi fyrir
þessu. Þetta er í raun í fyrsta skipti
sem við stöndum frammi fyrir þessu
á Landspítalanum eftir því sem ég
kemst næst. Þannig við erum að
reyna að ná utan um hvað þetta þýð-
ir fyrir okkur,“ segir Ingibjörg.
Hún segir að vaktaskýrsla sum-
arsins, sem birt var í vor, gildi að
forminu til enn þá en fyrir hafi verið
eyður í skýrslunni.
„Það hefur verið smá misskilning-
ur um hvort að hún sé fallin úr gildi.
Svo er ekki. Vaktaskýrslan er enn þá
í gildi,“ segir Ingibjörg og bætir við:
„Það sem gerir þetta snúið fyrir okk-
ur er það að það eru ljósmæður í
sumarfríum. Þetta hefur auðvitað
mest áhrif á meðgöngu- og sængur-
legudeildina þar sem vantar tólf ljós-
mæður,“ en uppsagnir tólf ljós-
mæðra tóku gildi sl. mánaðamót.
„Það var fyrir gap í skýrslunni
sem ekki hefur náðst að manna.
Þetta þýðir því að við þurfum að taka
til neyðarmönnunar með undan-
þágulista,“ segir Ingibjörg.
Ráðherra getur lítið gert
„Ef það kemur til vinnustöðvunar
á einhvern hátt, eins og nú hefur ver-
ið boðað, þá fara undanþágulistar í
gang. Það er það sem spítalinn gerir.
Hins vegar herðist róðurinn eftir
því sem lengra líður. Það gefur auga
leið,“ segir Svandís Svavarsdóttir
heilbrigðisráðherra spurð um hvað
yfirvinnubannið muni þýða fyrir
starfsemi Landspítalans.
„Ég hef sagt það að ég get séð fyr-
ir mér að ég komi að ferlinu þegar
við sjáum fyrir endann á samningi til
þess að loka málinu,“ segir Svandís.
Aðspurð hvort hún geti beitt sér á
annan eða meiri hátt í ferlinu svarar
hún: „Nei í raun og veru ekki. Sam-
kvæmt lögum er það samninganefnd
ríkisins sem fer með samningsum-
boð ríkisins gagnvart ríkisstarfs-
mönnum.“
Áhrif yfirvinnubanns-
ins óljós en alvarleg
Fordæmalaus staða Róðurinn herðist, segir ráðherra
Ingibjörg Th.
Hreiðarsdóttir
Svandís
Svavarsdóttir
Spóinn er áberandi fugl í náttúru lands-
ins. Ekki er það samt módröfnóttur lit-
urinn sem veldur því, eins og gefur að
skilja, heldur aðrir þættir: Stærð fugls-
ins, langt og bogið nefið og ekki síst
hljóðin, þetta sérkennilega vell sem
hann gefur frá sér. Hann verpir allt frá
ströndum og upp til heiða og er reyndar
einn algengasti fugl í mólendi og heiða-
löndum Íslands. Aftur á móti er hann fá-
séður á miðhálendinu. Kjörlendið er
þýfðir mýra- og flóajaðrar þar sem mæt-
ast votlendi og þurrlendi en einnig kann
hann prýðilega við sig á þurrum og
snöggum grasbölum við sjávarsíðuna.
Að sjá hann uppi í lerkitré er hins vegar
ekki algengt, hvað þá efst, en náðist
samt á mynd á dögunum við Kaldbaks-
tjarnir nærri Húsavík. Skýringin er ein-
föld, því hér var um að ræða foreldri
sem þurfti að hafa nánar gætur á ungum
sínum, og þetta var hæsti punktur á
svæðinu. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Á verði
Spói fylgist
með ungum
úr trjátoppi
„Það verður áframhaldandi
lægðagangur,“ sagði veðurfræð-
ingur hjá Veðurstofu Íslands í
samtali við Morgunblaðið í gær-
kvöldi þegar hann var spurður út
í veðurhorfur næstu daga.
Vætusamt verður um Suður-
land í kvöld en að líkum verður
suðausturhorn landsins eina
svæðið sem sleppur við rigningu
um miðnætti í kvöld. Á morgun
verður þurrt um mestallt land en
byrjar aftur að rigna á Suður-
landi á aðfaranótt sunnudags.
Þá verður vætusamt um stærst-
an hluta landsins á sunnudag en
útlit er fyrir bjartviðri á landinu
á þriðjudag. Búast má við björt-
um dögum þegar líður á næstu
viku.
Lægð í dag en bjartir dagar í næstu viku