Morgunblaðið - 13.07.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2018
Björn Bjarnason fjallar um stöðuRíkisútvarpsins í tilefni af
fréttum um kvartanir vegna hátt-
semi þess á auglýsingamarkaði í
kringum heims-
meistaramótið í
knattspyrnu: „Má
segja að óhjákvæmi-
leiki komi jafnan í
ljós þegar litið er til
málefna RÚV og
hann verði til þess
að fyrirtækið fari
sínu fram með rúma
4 milljarða af skattfé að baki sér.
Með auglýsingum aflar það rúm-
lega 2 milljarða að auki. RÚV hefur
því slíka fjárhagslega yfirburði á
fjölmiðlamarkaðnum að þeir einir
ættu að knýja á um aðgerðir af
hálfu samkepnnisyfirvalda og fjöl-
miðlanefndar. Að þessi staða líðist
á fjölmiðlamarkaði sem sagður er
frjáls er að sjálfsögðu út í hött,“
skrifar Björn.
Hann bætir við: „Ryksugun RÚVá auglýsingamarkaðnum
vegna HM bitnar illa á einkarekn-
um sjónvarpsstöðvum eins og
Hringbraut eða N4 sem eru dæmi-
gerðar staðbundnar stöðvar sem
reisa afkomu sína á auglýsingum.
Af fréttum RÚV má ráða aðstjórnendur þeirra færi sig sí-
fellt meira inn á þrengra svið. RÚV
sé í raun að breytast í lands-
fréttastöð þar sem erlendar fréttir
mæti afgangi. Fréttastofan hafi
gefist upp við að skýra og segja frá
því sem hæst ber á alþjóðavett-
vangi.
Fréttaskýringaþættir um erlendmálefni eru hverfandi og við-
fangsefni þeirra minna oft á sér-
visku.
Þetta er ef til vill óhjákvæmilegþróun en hún eykur ekki þörf-
ina á að rúmum sex milljörðum á
ári sé varið til að hún haldi áfram.“
Björn Bjarnason
Út í hött að þessi
staða líðist
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 12.7., kl. 18.00
Reykjavík 10 skýjað
Bolungarvík 10 skýjað
Akureyri 14 skýjað
Nuuk 6 þoka
Þórshöfn 11 skýjað
Ósló 23 þrumuveður
Kaupmannahöfn 25 heiðskírt
Stokkhólmur 23 heiðskírt
Helsinki 25 heiðskírt
Lúxemborg 23 léttskýjað
Brussel 24 léttskýjað
Dublin 18 skýjað
Glasgow 19 léttskýjað
London 23 rigning
París 25 heiðskírt
Amsterdam 20 heiðskírt
Hamborg 24 skúrir
Berlín 18 rigning
Vín 23 skýjað
Moskva 25 heiðskírt
Algarve 22 heiðskírt
Madríd 33 léttskýjað
Barcelona 27 léttskýjað
Mallorca 29 léttskýjað
Róm 28 heiðskírt
Aþena 30 léttskýjað
Winnipeg 25 skýjað
Montreal 24 léttskýjað
New York 26 skýjað
Chicago 24 skýjað
Orlando 30 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
13. júlí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:36 23:32
ÍSAFJÖRÐUR 2:59 24:19
SIGLUFJÖRÐUR 2:40 24:04
DJÚPIVOGUR 2:56 23:11
Þórdís Lóa Þór-
hallsdóttir, for-
maður borgar-
ráðs og stað-
gengill borgar-
stjóra, segir að
hún hafi óskað
eftir nánari skýr-
ingum í máli tæp-
lega áttræðs
Reykvíkings sem
býr í Þverárkoti
við rætur Esju. Morgunblaðið
greindi frá því sl. sunnudag að
Sveinn Sigurjónsson múrarameist-
ari þurfi að leggja bíl sínum í eins
kílómetra fjarlægð frá heimili sínu
og vaða eða ganga á ótraustum ís yf-
ir á til að komast heim á veturna.
Það þarf hann að gera þrátt fyrir að
búa í 116 Reykjavík. Honum hefur
verið boðið að láta laga veginn að
heimili sínu, gegn því að hann greiði
helming kostnaðar, um sex milljónir
króna hið minnsta.
„Þetta er auðvitað mál sem þarf
að skoða og ég er búin að spyrjast
fyrir um það. Ég óskaði nýverið eftir
upplýsingum og ætla að kanna þetta
nánar,“ segir Þórdís Lóa.
aronthordur@mbl.is
Ætlar að
kanna mál-
ið nánar
Óskar upplýsinga
um mál afdalabónda
Þórdís Lóa
Þórhallsdóttir
Axel Helgi Ívarsson
axel@mbl.is
Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis
barst í fyrradag tilkynning um fiska-
dauða í Varmá í Mosfellsbæ. Þetta
kemur fram á vef eftirlitsins. Við at-
hugun fundust tveir dauðir fiskar,
sem voru fjarlægðir, en ekki fundust
fleiri líflausir fiskar við nánari at-
hugun ofar í ánni. Þá segir Þorsteinn
Narfason, framkvæmdastjóri Heil-
brigðiseftirlits Kjósarsvæðis, í sam-
tali við Morgunblaðið að ekki hafi
verið tilkynnt um fleiri dauð dýr í
eða við Varmá.
„Það er ekki hægt að fullyrða
neitt að svo stöddu en út frá því að
við höfum ákveðna reynslu í þessum
málum álítum við að þarna hafi verið
einhver efni sem hafa farið í regn-
vatnslögn og þannig í ána,“ svarar
Þorsteinn spurður um hver sé helsta
tilgáta eftirlitsins um fiskadauðann.
Regnvatnslagnir Mosfellsbæjar
liggja út í Varmá og lítið þarf til að
valda usla í lífríki árinnar vegna þess
hve vatnslítil hún er. „Til dæmis ef
fólk er að tjöruþvo bíla við húsin sín,
eða jafnvel að skola málningaráhöld.
Ég tala nú ekki um að tæma heita
potta, sem eru þá ranglega tengdir í
regnvatnslagnir. Það allt getur haft
slæm áhrif á lífríki árinnar. Það er
langhlaup hjá okkur að koma þess-
um málum í lag,“ segir Þorsteinn.
Orsök fiskadauða í Varmá er óþekkt
Engin sýnileg mengun í ánni Spilliefni úr regnvatnslögn líklegasta orsökin
Ljósmynd/Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis
Ólán Tveir fiskast fundust dauðir.
BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS
OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16
LOUNGE SÓFI kr. 89.900
1 0 % a f s l á t t u r a f n ý j u m v ö r u m
20 - 60% afsláttur af útsöluvörum
S U M A R Ú T S A L A
Núkr. 62.930
B:132 D:63 H76
-30%