Morgunblaðið - 13.07.2018, Side 18

Morgunblaðið - 13.07.2018, Side 18
Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Donald Trump, forseti Bandaríkj- anna, lýsti í gær yfir stuðningi við Atlantshafsbandalagið eftir mikið uppnám á leiðtogafundi þess vegna kröfu hans um að önnur aðildarríki ykju ríkisútgjöldin til varnarmála í a.m.k. 2% af vergri landsframleiðslu þegar í stað og stefndu síðan að því að auka þau í 4%. Að sögn banda- ríska dagblaðsins The Wall Street Journal varð „glundroði“ á leiðtoga- fundinum vegna krafna Trumps. Forsetinn sagði á blaðamanna- fundi eftir viðræður leiðtoganna í gær að hann teldi það sennilegt að hann gæti dregið Bandaríkin út úr Atlantshafsbandalaginu án sam- þykkis þingsins í Washington, en það væri ekki nauðsynlegt. „Ég tel að ég geti það sennilega, en það er óþarfi,“ sagði hann. Trump sagði á leiðtogafundinum að ef NATO-ríkin ykju ekki framlögin í minnst 2% af landsframleiðslu þegar í stað myndi hann grípa til sinna ráða, að því er The Wall Street Journal hafði eftir stjórnarerindreka. Að sögn blaðsins var óljóst hvort í þessu fælist hótun um að draga Bandaríkin úr NATO eða breyta hlutverki landsins í bandalaginu. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði að Trump hefði aldrei hótað útgöngu úr NATO á fundinum. „Ég trúi á NATO,“ sagði Trump þegar hann var spurður hvort hann hefði hótað þessu. Gamalt markmið áréttað Eftir viðræðurnar hrósaði Trump sigri og ýkti ávinninginn af harðri gagnrýni sinni á samstarfslönd Bandaríkjanna á fundinum í Brussel. Hann sagði að „feikilegur árangur“ hefði náðst á leiðtogafundinum, bandalagið væri nú „miklu öflugra en það var fyrir tveimur dögum“ og líklega samstilltara en nokkru sinni fyrr. Hann kvaðst hafa sagt hinum leiðtogunum að hann væri „afar óánægður með það sem er að gerast“ og þeir hefðu svarað með því að „auka verulega skuldbindingar sín- ar“. Embættismenn frá öðrum NATO- löndum sögðu að þau hefðu ekki breytt áformum sínum um að auka framlögin til varnarmála vegna framgöngu Trumps. Þeir hefðu hins vegar sagt honum að þeir léðu máls á því að ræða aukin ríkisútgjöld þegar fram liðu stundir. Jens Stoltenberg, framkvæmda- stjóri NATO, sagði að gagnrýni Trumps hefði haft „áhrif“ síðustu mánuði á stefnu aðildarríkjanna í málinu. Forseti Frakklands sagði hins vegar að ekkert væri hæft í þeirri staðhæfingu Trumps að NATO-ríkin hefðu aukið skuldbind- ingar sínar verulega á fundinum. „Það var gefin út yfirlýsing í gær og ég legg til að þið lesið hana,“ sagði Macron. „Hún sýnir aðgerðirnar sem öll aðildarríkin samþykktu. Yfirlýsingin er skýr, hún áréttar skuldbindinguna um tvö prósentin ekki síðar en árið 2024. Það er allt og sumt.“ Macron skírskotaði til þess við- miðs, eða markmiðs, sem varnar- málaráðherrar aðildarríkjanna sam- þykktu á fundi árið 2006, að þau stefndu að því að verja að minnsta kosti 2% af vergri landsframleiðslu til varnarmála. Fjárhagskreppan ár- ið 2008 varð hins vegar til þess að mörg aðildarríkjanna minnkuðu þessi útgjöld. NATO-ríkin sam- þykktu síðan á leiðtogafundi í Wales fyrir fjórum árum að stefna að því að ná 2%-markmiðinu innan áratugar, þ.e. 2024, eins og áréttað er í nýju yfirlýsingunni. Macron kvaðst þó vera sammála Trump um að Atlantshafsbandalagið væri „miklu öflugra“ eftir viðræð- urnar í Brussel. „Hvaða gagn er að NATO?“ Krafa Trumps um að NATO-ríkin ykju framlögin í 2% af landsfram- leiðslu þegar í stað og stefndu síðan að því að tvöfalda þau varð til þess að Jens Stoltenberg boðaði til sérstaks fundar um hana. Trump gagnrýndi leiðtoga Belgíu og Þýskalands harkalega á fundinum, að því er The Wall Street Journal hefur eftir heim- ildarmanni sem fylgdist með viðræð- unum. Áður hafði Trump dregið gagn- semi NATO í efa í tísti á Twitter um leiðtogafundinn eftir að hafa sakað Þjóðverja um að vera „algerlega á valdi Rússa“ vegna innflutnings á jarðgasi frá Rússlandi. „Hvaða gagn er að NATO ef Þjóðverjar borga Rússum milljarða dollara fyrir gas og orku?“ tísti forsetinn. Sarah Sanders, fjölmiðlafulltrúi forsetans, sagði að hann hefði lagt til á fundi NATO á síðasta ári að banda- lagsríkin stefndu að því að auka út- gjöldin til varnarmála í 4%. The Wall Street Journal hafði þó eftir banda- rískum embættismanni að Trump hefði ekki rætt þetta við helstu ráð- gjafa sína í öryggismálum fyrir leið- togafundinn í Brussel og krafa hans hefði því komið þeim á óvart. Emb- ættismaðurinn kvaðst ekki telja það líklegt að slíkt markmið gæti náðst. Macron tók í sama streng og dró í efa að það væri af hinu góða að tvö- falda markmiðið um útgjöldin til varnarmála. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Atlantshafsbandalaginu hafa að- eins þrjú aðildarríki – Grikkland, Bretland og Eistland – náð því markmiði að verja a.m.k. 2% af landsframleiðslu til varnarmála, auk Bandaríkjanna þar sem hlutfallið er langhæst, eða 3,57%. Gert er ráð fyr- ir að fjögur lönd til viðbótar nái markmiðinu í ár og að árið 2024 hafi alls 18 af 29 bandalagsríkjum náð þessu marki, að sögn embættis- manna NATO. Dagskrá leiðtogafundarins í Brussel raskaðist í gær vegna glund- roðans. Gert hafði verið ráð fyrir því að Trump ætti sérstaka fundi með leiðtogum Aserbaídsjans, Rúmeníu, Úkraínu og Georgíu en hann kom hálftíma of seint á fundarstaðinn og missti af tveimur fundanna. Hann hafði þá verið að að tísta á Twitter og haldið áfram að gagnrýna samstarfs- ríki Bandaríkjanna í öryggismálum. Trump lýsti yfir stuðningi við NATO  Segir líklegt að hann geti dregið Bandaríkin út úr NATO en það sé ekki nauðsynlegt  Lét í ljós efasemdir um gagnsemi bandalagsins  Hrósaði sigri og ýkti árangurinn á leiðtogafundinum Hætt við heræfingar? » Donald Trump útilokaði ekki á blaðamannfundi eftir við- ræður leiðtoga NATO í Brussel í gær að Bandaríkin hættu við heræfingar í Eystrasalts- löndum ef Vladímír Pútín Rússlandsforseti óskaði eftir því á fundi þeirra í Helsinki á mánudaginn kemur. » „Við tölum ef til vill um það,“ svaraði Donald Trump þegar hann var spurður hvort hann myndi aflýsa heræfingum í Eystrasaltsríkjunum þremur. » Stjórnvöld í samstarfs- löndum Bandaríkjanna í NATO hafa áhyggjur af því að Trump nái einhvers konar sam- komulagi við Pútín sem rjúfi einingu þeirra í deilunum við Rússa vegna hernaðarins í Austur-Úkraínu og innlimunar Krímskaga í Rússland. » Trump sagði að hann liti á Pútín sem „keppinaut“ en ekki „óvin“. 18 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2018 Reyktur lax í brunchinn Söluaðilar: 10-11, Hagkaup, Iceland verslanir, Kvosin, Melabúðin, Nettó, Samkaup, Sunnubúðin, Pure Food Hall flug- stöðinni Keflavík. Með því að velja hráefnið af kostgæfni, nota engin aukaefni og hafa verkhefðir fyrri tíma í hávegum, framleiðum við heilnæmar og bragðgóðar sjávarafurðir. Donald Trump Bandaríkjaforseti kom til Standsted- flugvallar í Bretlandi í gær ásamt eiginkonu sinni, Mel- aníu. Þau voru síðan flutt með þyrlu í bústað banda- ríska sendiherrans í London. Trump hyggst m.a. ræða við Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, og El- ísabetu II drottningu. Forsetahjónin dvelja í Skotlandi um helgina og fara síðan til Helsinki á sunnudagskvöld. Breska lögreglan er með mikinn öryggisviðbúnað vegna mótmæla sem fyrirhuguð eru vegna heimsóknar Trumps sem er mjög óvinsæll í Bretlandi. AFP Mótmæli boðuð vegna heimsóknar Trumps VIÐAR HÁGÆÐA VIÐARVÖRN Fáanleg í PALLAOLÍU, TRÉVÖRN, GRUNNMÁLNINGU, HÁLFÞEKJANDI og ÞEKJANDI viðarvörn. Litirnir eru fjölmargir og hægt að fá sérblandaða hjá okkur. Komdu til okkar og spurðu um VIÐAR! Borgartúni 22 og Skútuvogi 2, Reykjavík • Dalshrauni 11, Hafnarfirði • Hafnargötu 54, Reykjanesbæ Gleráreyrum 2, Akureyri • Sími 588 8000 • Opið 8.00–18.00 alla virka daga og 10.00–14.00 alla laugardaga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.