Morgunblaðið - 13.07.2018, Side 19
56 10 000
TAXI
BSR
Góð þjónusta
yfir 90 ár10%
afsláttur
fyrir 67 ára
og eldri
FRÉTTIR 19Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2018
Tókýó. AFP. | Björgunarmenn í Japan
leituðu í gær í rústum húsa að tugum
manna sem er saknað vegna aur-
skriða og flóða sem kostuðu að
minnsta kosti 200 manns lífið. Enn-
fremur var hafist handa við að fjar-
lægja aur og hreinsa götur og hús eft-
ir að heilu hverfin urðu fyrir
hamförunum eftir ausandi rigningar.
Embættismaður í Okayama, einu
héraðanna sem urðu verst úti, sagði
að haldið yrði áfram að leita að fólki í
von um fleiri fyndust á lífi þótt lík-
urnar á því væru litlar þar sem meira
en þrír sólarhringar voru liðnir frá
náttúruhamförunum. Við leitina not-
uðu björgunarmenn skóflur til að
moka aur frá rústunum.
Hætta á fleiri skriðum
Hætta var talin á fleiri aurskriðum
þar sem spáð var úrhelli á nokkrum
svæðum, að sögn japanskra fjölmiðla í
gær.
Talsmaður ríkisstjórnar Japans,
Yoshihide Suga, sagði að um 200 lík
hefðu fundist á hamfarasvæðunum og
sextíu manns til viðbótar væri saknað.
Þetta eru mannskæðustu hamfarir af
völdum veðurs í rúma þrjá áratugi í
Japan og manntjónið hefur vakið
spurningar um hvort yfirvöld séu
nógu vel undir það búin að takast á við
slíkar hamfarir.
Suga sagði að ríkisstjórnin myndi
endurskoða almannavarnastefnu
sína. „Á síðustu árum hefur tjónið af
völdum mikilla rigninga verið miklu
meira en árin áður,“ sagði hann. „Við
þurfum að fara gaumgæfilega yfir það
hvað við getum gert til að minnka
hættuna.“
Lofar aukinni aðstoð
Shinzo Abe, forsætisráðherra Jap-
ans, aflýsti ferð til Evrópu og Mið-
Austurlanda fyrr í vikunni vegna
manntjónsins og fór til Okayama í
fyrradag til að kanna ástandið á ham-
farasvæðunum. Hann sagði að gagn-
rýni á viðbrögð yfirvalda væri ekki
sanngjörn. „Við höfum gert okkar
besta frá því að hamfarirnar urðu.“
Forsætisráðherrann lofaði í gær að
auka aðstoðina við fólk sem varð fyrir
tjóni í hamförunum og sagði að 71.000
manns, sem flúðu heimkynni sín,
hefðu fengið húsnæði til bráðabirgða.
Um 10.000 manns til viðbótar eru enn
í neyðarskýlum.
Ríkisstjórnin hefur þegar ákveðið
að verja jafnvirði tæpra 2,2 milljarða
króna í aðstoðina og Abe sagði að yfir-
völd héraða, sem urðu fyrir tjóni,
fengju meira fé til að standa straum af
endurreisninni.
Yfirvöld í Okayama sögðu að lang-
ur tími myndi líða þar til lífið færðist í
eðlilegt horf á hamfarasvæðunum
vegna tjónsins sem varð, meðal ann-
ars skemmda á vegum, vatnsleiðslum
og rafmagnslínum. Víða er skortur á
drykkjarvatni á hamfarasvæðunum
og herbílar eru notaðir til að flytja
þangað vatn og fleiri lífsnauðsynjar.
Mannskæðar skriður í Japan
TÓKÝÓ
100 km
Japanshaf
Okayama
Hiroshima
Ehime
Héruð þar sem
tjónið er mest
Um 60
var enn
saknað
í gær
Vitað er um
200 manns
sem fórust
Um 10.000
manns eru
enn í neyðar-
skýlum eftir
að hafa flúið
hús sem urðu
fyrir skriðum
71.000
manns
sem flúðu
heimkynni
sín fengu
bráðabirgða-
húsnæði
Leitað
var að
fólki
í rústum
húsa
í gær
Heimild: Almannavarnastofnun Japans
Mikið manntjón í skriðum
Mestu hamfarir af völdum veðurs í Japan í þrjá áratugi
AFP
Eyðilegging Hús sem skemmdist í náttúruhamförum í bænum Kumano í Hi-
roshima-héraði, einu héraðanna sem urðu verst úti í aurskriðum og flóðum.
Ráðgert er að gera Tham Luang-
hellinn í Taílandi að safni til minn-
ingar um ævintýralega björgun tólf
pilta og fótboltaþjálfara þeirra rúm-
um hálfum mánuði eftir að þeir urðu
innlyksa í hellinum vegna vatns sem
flæddi í hann í úrhelli.
Skýrt hefur verið frá því að a.m.k.
eitt kvikmyndafyrirtæki, Pure Flix,
hafi þegar hafið undirbúning kvik-
myndar um björgun piltanna. Pure
Flix hefur sérhæft sig í kristilegum
fjölskyldumyndum.
Björgunarmaður sem fór síðastur
út úr hellinum eftir að piltunum var
bjargað sagði að litlu hefði munað að
aðgerðin færi illa vegna bilunar í
dælum sem voru notaðar til að dæla
vatni úr hellinum. Dælurnar hefðu
bilað skömmu eftir að síðustu fjórum
piltunum og þjálfara þeirra var
bjargað og litlu hefði munað að síð-
ustu björgunarmennirnir hefðu ekki
komist út vegna vatns sem flæddi í
hellinn.
Forsætisráðherra Taílands sagði
að piltarnir hefðu fengið róandi lyf
en björgunarmaðurinn sagði að þeir
hefðu verið sofandi þegar kafarar
björguðu þeim úr hellinum.
Hellirinn verður
gerður að safni
AFP
Fótboltahetjur Þrír piltanna tólf á
sjúkrahúsi í bænum Chiang Rai.
Bragð af
vináttu • Hágæðagæludýrafóður
framleitt
í Þýskalandi
• Bragðgott og
auðmeltanlegt
• Án viðbættra
litar-, bragð- og
rotvarnarefna
Útsölustaðir: Byko,
Dýraland, Gæludýr.is,
4 loppur, Multitask,
Launafl, Vélaval, Landstólpi.
Allt um
sjávarútveg