Morgunblaðið - 13.07.2018, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 13.07.2018, Qupperneq 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2018 ✝ Kristján Blön-dal var fædd- ur 28. ágúst 1977 á Héraðshælinu Blönduósi. Hann lést í London 2. júlí 2018. Foreldrar hans eru Guðrún Blön- dal, f. 17. ágúst 1959, og Jón Jó- hannsson, f. 12. febrúar 1956. Bræður Kristjáns eru Rúnar Örn, f. 22. september 1979, maki Rannveig Bjarnadóttir, f. 23. apríl 1979, og eiga þau þrjú börn, og Sveinbjörn, f. 18. september 1989, sambýliskona Inga Birna Friðjónsdóttir, f. 22. desember 1987, og eiga þau einn son. Sambýliskona Kristjáns er Michela Fornasier, f. 1978 á Ítalíu. Börn þeirra eru Patrick Zamuner, f. 11. desember 1999, Sara Ósk, f. 22. maí 2007, og Sonja Björk, f. 5. apríl 2010. Kristján ólst upp á Blönduósi og lauk þar hefð- bundinni grunn- skólagöngu. Eftir stutta viðveru í framhaldsskólum fann Kristján út sína eigin leið til að afla sér þeirrar þekkingar og menntunar sem hann þurfti á að halda við tölvur og tæknimál ýmiskonar. Á því sviði var Kristján af- burðafær og fljótur að greina og skilja undraheima tækninn- ar. Kristján vann frá árinu 2012 hjá tölvufyrirtækinu Lucidica í London þar sem hann bjó ásamt fjölskyldu sinni. Hann verður jarðsunginn frá Blönduóskirkju í dag, 13. júlí 2018, klukkan 14. Elsku drengurinn minn, þau verða erfið sporin mín í dag þeg- ar ég geng með þér síðasta spöl- inn. Það er ósanngjarnt og þyngra en tárum taki að nokk- urt foreldri þurfi að fylgja barni sínu til grafar. Hetjulega og af miklu æðruleysi barðist þú við þinn vágest þar til yfir lauk. Veit að nú líður þér vel og afi þinn Kiddi hefur tekið vel á móti þér og mun leiða þig um blóma- brekkuna. Allar mínar minningar um þig geymi ég í hjarta mínu, elsku gullið mitt. Í hinsta sinn skulum við fara með bænina sem við fór- um svo oft með þegar þú varst lítill. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson) Hvíl í friði, fallegi engill. Þín mamma. Elsku bróðir. Ég veit ekki hvernig ég á að byrja svona minningargrein, ég hef sem bet- ur fer ekki þurft að skrifa svona grein áður og aldrei hefði mér dottið í hug að mín fyrsta yrði um þig, 40 ára einstakling. Við áttum eftir að bralla svo miklu meira saman og búa til svo margar skemmtilegar minning- ar. Ég var viss um það. Allir leikirnir sem við áttum eftir að fara á. Það er víst rétt að lífið getur verið mjög ósanngjarnt! Mér er efst í huga hvað þú varst góður bróðir og góður maður. Húmorinn hafðir þú allt- af í fyrirrúmi og hafðir einstak- lega gaman af því að hrekkja fólk. Þú nenntir aldrei neinu veseni, vesen fór virkilega í taugarnar á þér. En svo er það líka matsatriði hvað fólk kallar „vesen“. Annars manns vesen var í þínum huga bara verkefni sem þurfti að leysa, ekkert vandamál, bara lausnir. Það er eitthvað sem þú kenndir mér og ég hef tileinkað mér. Þú smitaðir mig snemma af fótboltaáhuga þínum og sást til þess að ég héldi með réttu liði í enska boltanum, Liverpool. Þú varst einnig sá sem lét mig sparka fyrst í fótbolta, 8 mánaða (segir sagan). Sveiflaðir mér á milli fóta þinna og í boltann. Þaðan varð ekki aftur snúið og fótbolti fékk hug minn allan. Ég man hvað mér fannst spennandi og gaman að koma á Hvatarleiki þegar þú varst að spila. Í mínum huga varst þú langbestur. Ferðin okkar til Kiev í maí á úrslitaleik meistaradeildarinnar er dýrmæt minning sem mun ávallt vera mér ofarlega í huga. Það er ótrúlegt að við náðum að fara í þessa ferð en hún er al- gjörlega dæmigerð fyrir þitt hugafar, þ.e. þetta „can do“-hug- arfar, alltaf svo jákvæður. Óhætt að segja það að á tímabili varst þú sá eini sem hafði trú á því að þetta gengi nokkurn tím- ann upp. Sérstaklega þar sem tæplega tveimur vikum áður fékkstu heiftarlega lungnabólgu og læknar höfðu sagt að þú hefðir hana sennilega ekki af. Þú varst alveg út úr heiminum í tvo daga og ruglaðir en á einhvern hátt náðir þú þér af sýkingunni og varst staðráðinn í að fara á þennan leik. Læknar mæltu ekki með því að þú færir en bönnuðu þér það samt ekki. Þú vannst þá á þitt band og þeir hjálpuðu frekar til með blóð- og blóð- flögugjöf daginn fyrir ferðalagið. Ferðin gekk stórvel og þessir dagar í Kiev verða mér ógleym- anlegir. Bara fyrir trú þína á þetta þá hafðist þetta. Þú varst staðráðinn í að fara á þennan leik og ætlaðir ekki að láta neitt stöðva þig, þetta var þín gulrót sem hélt þér gangandi. Ég á ótal minningar um þig sem ég mun heiðra. Þú kenndir mér margt. Elsku bróðir, þín verður sárt saknað. „Allir dansa kónga.“ Þinn bróðir, Sveinbjörn (Svenni). Hann kom, ég beið, ekki alls- gáð, mátti ekki koma eins fljótt og ég vildi. En svo, lítill drengur ljós og fagur með hjarta frænku sinnar í vasanum. Alla tíð. Dvaldi um stund, einstakur yndisdrengur, lifði, lék sér, hló, brosti, hljóp hratt, alltaf lítill drengur ljós og fagur. Óx, framtíð, framandi. Brú- neygð kona ástarstrengur. Lítill drengur, Björk og Ósk fallegu blómin hans. Þungur harmur, hróp á hjálp, ekkert svar, tárin, óttinn, vonin, vonbrigði enga miskunn var að fá. Sat og hélt í höndina litlu, síð- ar stóru, heita, kalda. Vont, sárt, hvert ertu farinn litli, ljósi, fagri drengurinn okk- ar? Kær systir með móðurhönd- ina milda, hlýja, frá fyrstu stundu lífsins til hinstu, hélt í hönd litla drengsins ljósa og fagra. Þung er sorgin, rífur, þó er líknin kærkomin, lítill drengur ljós og fagur. Þeim sem studdu og styrktu elskulegan frænda minn og fjöl- skylduna í veikindum hans sendi ég kærar kveðjur. YNWA. Ástvinir allir, kærar kveðjur. Hjördís (Hjödda). Það er einhvern veginn þann- ig með suma menn að orð eru óþörf til að lýsa mannkostum þeirra og háttalagi öllu. Orð sem bæta engu við það sem almennt er vitað um þá menn. Slíkir menn hafa þannig nærveru og eru bara þannig gerðir að það skynja allir sem þeim kynnast hvaða mann þeir hafa að geyma. Kiddi frændi var einn af þeim. Einn af þessum mönnum sem allir vissu, og skynjuðu, að væri einn af þeim. Sú manngerð sem öllum líkaði vel við, kom vel fram við alla og átti sér aldrei neina óvildarmenn. Hvers manns hugljúfi. Kæruleysislegt yfirbragð blandað sjálfsöryggi og vissu um að hvað sem gengi á, myndi það á endanum redd- ast. Það gerði það alltaf, redd- aðist. Ekkert stress eða vesen. Þetta reddast. Sjálfur trúði ég því lengi framan af að Kidda tækist að sigra krabbameinið. Að allt myndi reddast. Það hafði ekki brugðist hingað til. Hann trúði því líka sjálfur og nálgaðist veik- indi sín þannig. Því miður brást þessi regla þegar mest á reyndi. Þessi einfalda lífsspeki sem Kiddi sannarlega lifði eftir. Við hin, við öll sem fylgdumst með og studdum hann í baráttunni, getum í raun ekki annað gert en staðið upp og klappað. Klappað fyrir Kidda sem gafst aldrei upp. Kidda sem lagði allt í bar- áttuna og stóð alltaf upp aftur, sama hversu oft hann var sleg- inn í gólfið. Margir minni menn hefðu verið búnir að kasta inn handklæðinu en ekki Kiddi. Kiddi sem alltaf stóð upp aftur sama hversu þung högg hann hafði fengið. Kannski einmitt þegar farið var að birta til og um stund virtist sem allt ætlaði loksins að reddast. Eftir standa minningar. Minningar sem teygja sig eins langt aftur og ég fyrst man eftir mér. Minningar frá æskunni og alltaf er Kiddi þar. Alltaf sól, malarvöllur, mjólkurvindlar, enski boltinn í stofunni hjá ömmu. Alltaf gleði. Seinna ann- arskonar minningar. Sveitaböll og fótbolti, langferðir á milli landshluta, Halló Akureyri. Öxnadalsheiði snemma morguns um hásumar á heimleið eftir langa nótt. Ekkert stress, ekk- ert vesen. Ennþá síðar fullorð- insárin. Alvara lífsins tekin við. Samt alltaf eins og að stíga inn í tímavél þegar við hittumst. Sama brasið, sami húmorinn, sama gleðin, sama vináttan. Síð- ustu skilaboðin sem fóru okkar á milli snerust um fótbolta, „öm- urlegur helvítis leikur“. Það á vel við núna. Þín verður sárt saknað. Ásgeir Örn Blöndal. Elsku Kiddi, það eru margar tilfinningar sem hellast yfir mig þegar ég minnist þín, sorgin og söknuður hefur yfirhöndina en hláturinn er aldrei langt undan. Ég kynntist þér fyrir alvöru eft- ir að við Rúnar fórum að vera saman og meiri stríðnispúka er varla hægt að finna. Af sögum að dæma þá varst þú mjög ró- legt barn, ég held að þú hafir verið að fylgjast með Rúnari og Ásgeiri stríða til að geta verið meistari í því eins og nánast öllu sem þú tókst þér fyrir hendur. Það var alveg sama hvort það var fótbolti, frjálsar, golf, póker eða hvað sem þér datt í hug, þá varstu góður í því. Eitt sinn man ég eftir því að þú varst að stríða Guðrúnu Tinnu þegar hún var lítil með því að láta hana hringja í símaskrána og biðja um núm- erið hjá Bubba byggir, það fannst þér fyndið. Svo þegar við Rúnar sögðum þér frá því að von væri á barni númer 2 hjá okkur í byrjun september, þá sagðir þú strax að þú myndir fá barnið i afmælisgjöf og í gríni þá sagði ég að það kæmi ekki til greina en Olga María hlustaði ekki á mig og mætti á afmæl- isdaginn þinn. Ég man líka eftir því þegar þú komst til mín í miklum vand- ræðum vegna þess að einhver hefði hringt í þig og sagt þér að það væri ísbjörn á Þverárfjall- inu. Þú hélst að það væri verið að gabba þig og ætlaðir ekki að fara, svo eftir smá tíma við að labba um gólf þá spólaðir þú út úr innkeyrslunni og upp á fjall. Þar náðir þú flottum myndum af ísbirninum sem birtust í fjöl- miðlum landsins. Einu sinni fórum við út að borða á Akureyri og þú pantaðir þér steik og hún átti að vera bleu rare, s.s. að mínu mati nán- ast hrá. En þannig vildir þú hafa kjötið þitt. Við sóttum líka fyrir þig hamborgara á uppáhalds- staðinn þinn þegar þú varst á sjúkrahúsinu og þegar þú beist í hann sagðir þú að hann væri ofeldaður en aftur að mínu mati var hann hrár. Það að borða með þér var yfirleitt ekki leið- inlegt, stundum tókstu glasið hjá einhverjum öðrum sem var bú- inn að hella sér í glas af því þitt var tómt, þú áttir það til að stela af diskum hjá öðrum ef þar var eitthvað girnilegt og ef ekki var pláss fyrir t.d kókflösku á borð- inu þá einfaldlega settir þú flöskuna á diskinn eða glasið hjá einhverjum öðrum. Mér eru mjög minnisstæð áramótin fyrir nokkrum árum þegar mamma þín ætlaði að kenna þér mannasiði og skamm- aði þig fyrir að sleikja hnífinn, svo andartaki seinna sleikti hún hnífinn sinn, þá var sko hlegið dátt. Barátta þín við veikindin var Kristján Blöndal Jónsson ✝ Ólafur Guð-röður Leósson fæddist 22. desem- ber 1961 á Ljóns- stöðum. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 4. júlí 2018. Foreldrar hans voru Leó Viggó Johansen, f. 7. des- ember 1920, d. 16. janúar 1996 og Guð- björg Jóna Tyrfingsdóttir, f. 9. maí 1928, d. 20. mars 2015. Systkini hans voru: drengur, fæddur andvana 1951, Guðborg Lea, f. 1959, d. 1961, Tyrfingur Kristján, f. 1963, Guðrún Björg, f. 1965. Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða frá 1982-1990, þegar hann og Tyrfingur stofnuðu bif- reiðaverkstæðið Jeppasmiðjuna ehf. sem hann vann í til æviloka. Hann var grunnskólamenntaður og sjálfmenntaður frumkvöðull í bílabransanum hvort heldur sem var hönnun á búnaði í fjallajepp- um eða torfærukeppnisbílum landsins. Hann átti mörg áhuga- mál sem flest snérust um ferða- lög, á fjallabíl um hálendið á vetrum í góðra vina hóp, með 4x4 félögum eða hringinn um landið á húsbílnum sem hann undi sér vel í. Einnig hafði hann ferðast víða um Bandaríkin og átti einungis eftir að koma í tvö fylki þar. Í þeim ferðum byggði hann m.a. upp viðskiptasambönd fyrir Jeppasmiðjuna sem vex og dafn- ar eins og börnin hans. Ólafur verður jarðsunginn frá Selfosskirkju í dag, föstudaginn 13. júlí 2018, klukkan 13. Ólafur kvæntist Unni Skúladóttur, f. 1966, þann 2. júní 1996. Börn þeirra eru Skúli Kristjánsson, f. 1993, Lea Björg, f. 1996 og Oddný Lára, f. 1998. Sambýlis- maður Oddnýjar er Þórður Ingi, f. 1995. Ólafur bjó alla tíð á Ljónsstöðum fyrir utan eitt ár er hann bjó á Selfossi meðan hann byggði sér hús á Ljónsstöðum 1995. Hann vann við bústörfin á bænum til 1980 þegar hann réð sig sem vélamann við út- skipun á vikri í Þorlákshöfn og síðar sem vélamann hjá Það er mikill söknuður eftir að þú ert farinn frá okkur en ég lifi á minningum um liðna tíð. Ég man ekki eftir mér fyrr en við vorum að brasa eitthvað saman og kemur ýmislegt upp í hugann. Frá fyrstu tíð vorum við að skrúfa eitthvað í sundur og skoða hvernig það virkaði, hvort sem það voru vélar, gírkassar eða drif var allt skoðað. Einnig var grúskað í rafmagnstækjum og talstöðvum sem voru stilltar og breytt til að draga lengra. Þegar bílpróf kom til sögunn- ar tók jeppadellan fljótlega yfir og þá þurfti að breyta jeppunum til að setja stærri dekk eða vökvastýri, aðra vél, smíða hús á Hilux pickup eða setja framdrif undir Econoline. Allt var þetta fyrst gert við bíla sem við bræð- ur áttum og varð síðan að fyr- irtæki sem varð okkar starfs- vettvangur. Stærsta áskorunin við allar þessar breytingar var Bifreiða- eftirlit ríkisins og voru háð mörg stríð við þá stofnun sem unnust flest með því að kunna viðeig- andi reglugerðir, mestmegnis orðrétt. Þegar svo einn starfsmaður eftirlitsins tilkynnti okkur að við værum af þrjóskustu ætt lands- ins þá var það meira hrós en hann hafði gert sér grein fyrir, en þá var dekkjastærðin orðin 44“. Einnig öll ferðalögin sem við fórum í saman, bæði í byggð og allar jeppaferðirnar, þó aðallega vetrarferðirnar með búnað sem þætti ekki merkilegur í dag. En alltaf var komið heim og þó ým- islegt færi úrskeiðis var alltaf fundin einhver leið til að bjarga, því uppgjöf var ekki til í orða- bókinni. Margs er að minnast kringum torfærukeppnir sem voru eitt af þínum helstu áhugamálum og voru margar lausnir fundnar til að gera hlutina sterkari og var eitt af þínum síðustu afrekum að aðstoða við hönnun og smíði á bíl sem síðan hreppti Íslands- meistaratitil, með keppnislið sem þú stjórnaðir. Að hafa einhvern til að starfa með sem þú þekkir og þekkir þig svo orð eru óþörf er ekki sjálfgefið og sá sem ekki hefur kynnst því missir af miklu og þó við deildum oft urðum við aldrei ósáttir hvor við annan. Lífið verður fátækara hér án þín en við verðum að reyna að finna leið til að þrauka. Tyrfingur K. Leósson. Hvernig er hægt að skrifa minningarorð um þennan sterka, sjálfstæða, háværa, hressa, op- inskáa, hreinskilna náunga sem naut þess að vera miðpunktur athyglinnar í samkvæmum? Hvernig er hægt að ná utan um það að hann sé farinn og hættur að skipa fyrir, segja sína skoðun og skella svo svakalega upp úr að þakið lyftist á kofanum? Ég veit ekki hvort þið vitið það en hann Óli fann upp áfalla- hjálpina og beitti þeirri áhrifa- ríku aðferð oft, með misgóðum árangri. Hún fólst í því helst að skamma viðkomandi svo mikið fyrir það sem hann hafði afrek- að, að hann gleymdi að fá áfall … eða þá að hann fékk svo mikið áfall yfir skömmunum að hitt áfallið gleymdist. Óli fékk sjálfur nett áfall þeg- ar við Tyrfingur byrjuðum sam- an. Það var líka ótrúleg bíræfni í þessari stelpu að koma bara upp á milli þeirra bræðra og stela tíma annars þeirra. Enda voru þeir bræður afar samrýndir, bæði í leik og starfi. Þeir klár- uðu hvor annars setningar og þegar sagðar voru sögur af uppátækjum, tilraunastarfsemi, ferðalögum eða einhverri snilld- aruppfinningu var stundum eins og einn maður væri að segja söguna þó báðir segðu frá. Þeir tóku einhvern veginn við orðinu hvor af öðrum og fylltu inn í. Gárungarnir sögðu að Óli hefði þrýst á um að sett yrði framdrif undir nýja Econolininn þegar Tyrfingur var að eltast við stelp- una yfir Hellisheiði að vetrar- lagi, svo hann skilaði sér heim til vinnu aftur að morgni. Ég hef verið spurð að því hvort ég sé gift Ljónsstaðabræðrum. Fólk gerði ekki alltaf greinarmun á þeim, né heldur vissi það hversu margir þeir voru, enda hálfgerð goðsögn úr jeppaheiminum. Fyrir Óla held ég að þetta hafi ekki alltaf verið auðvelt og krafðist aðlögunar og málamiðl- ana. En svo kynntist hann henni Unni sinni og stofnaði með henni fjölskyldu og saman hafa fjöl- skyldurnar haldið áfram upp- byggingu á fyrirtækinu og unnið þar saman um lengri eða skemmri tíma. Hann sá „Reiðar rúsínur“ þegar hann var yngri. Reyndar heitir leikritið „Þrúgur reiðinn- ar“ en þetta þótti miklu meira viðeigandi titill. Seinna sýndi hann okkur hvernig á að gera eina rúsínu reiða. Maður lokar hana eina inni í fjallaskála og læsir hinar rúsínurnar úti og fær svo eitt gott brjálæðiskast. Talandi um kast. Hann átti það til að fá hreinskilniskast við menn og las þeim þá eina „kaþ- ólska“ þegar yfir hann gekk og þá fóru þeir ekki í neinar graf- götur með það hvað honum fannst. Þeir bræður fóru ófáar ferðir vestur í „hrepp“ eða Bandaríkja- hrepp, heimaland Ford gamla. Ýmislegt góss rataði heim í sveitina eftir þær verslunarferð- ir, allt gull, að sjálfsögðu, í mis- góðu ásigkomulagi og klárlega uppspretta margra góðra sagna og minninga. Við höfum gengið saman í gegnum súrt og sætt, í vinnu og leik. Við vorum ekki alltaf sam- mála og hann var þrjóskari en flest enda af einni þrjóskustu ætt landsins og snillingur í rök- ræðum. En ég er þakklát fyrir að hafa kynnst þessum snillingi og fengið að ganga spotta af leiðinni hans samferða honum. Allt gott geymi þig og þína, Óli minn. Margrét S. Guðjónsdóttir. Fallinn er nú frá langt um aldur fram mikill bílasnillingur, Ólafur Leósson. Við félagarnir kynntumst Ólafi fyrir rúmum þrjátíu árum, gegnum breyting- ar á jeppum. Ólafur var mikill grúskari og hafði reynt margt í jeppabreytingum sem hann var óspar á að deila með öðrum. Það var gríðarlega gott að leita til hans eftir upplýsingum og ráð- leggingum varðandi hin ýmsu úrlausnarverk sem upp komu í fjallajeppum. Alltaf var Ólafur tilbúinn hvort sem það var við ráðleggingar, segja sína skoðun Ólafur Guðröður Leósson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.