Morgunblaðið - 13.07.2018, Page 32

Morgunblaðið - 13.07.2018, Page 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2018 ✝ Kolbeinn Jak-obsson fæddist þann 9. ágúst árið 1926 að Skarði á Snæfjallaströnd. Hann lést í Reykja- vík 2. júlí sl. Foreldrar hans voru Símonía Sig- urðardóttir frá Skarði og Jakob Sigurjón Kolbeins- son frá Unaðsdal. Systkini Kolbeins eru öll lát- in. Þau voru: Bjarnveig, María Jonný, Sigurborg, Ása (fædd 1922, lést sama ár), Guðbjörg Guðrún, Guðjóna og Sigurður Matthías Samúel. Kolbeinn var næstyngstur. Kolbeinn kvæntist Jóhönnu Kristjánsdóttur frá Geysi í Haukadal, dóttur Guðbjargar Greipsdóttur og Kristjáns Lofts- sonar. Jóhanna lést 27. júlí 1986. Kolbeinn og Jóhanna eign- uðust 5 börn, þau eru 1) Jakob sem leigt var af hreppnum til kennslu 1936-1947, síðan var það Héraðsskólinn í Reykjanesi, vélanámskeið á Ísafirði veturinn 1949-50 og seinna meir Iðnskól- inn í Reykjavík þar sem hann út- skrifaðist sem málari, meist- arapróf í faginu tók hann mörgum árum seinna eða 9.8. 1982. Kolbeinn vann við ýmislegt meðan hann bjó fyrir vestan bæði í Súðavík og á Ísafirði, m.a. við að beita, og við vegavinnu vestur á fjörðum. Kynni hans af húsamálun hóf- ust á Ísafirði þar sem hann vann m.a. með mági sínum, Kristjáni Helga Friðbjörnssyni. Kolbeinn þótti strax afburðavandvirkur í því fagi og var hvattur til að mennta sig frekar og ná sér í réttindi sem hann og gerði. Kol- beinn vann við sitt fag fram á ní- ræðisaldur. Útför hans fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Geir fæddur 1958, börn hans eru Kol- beinn Örn og Birna Margrét. 2) Auður fædd 1960 dætur hennar eru Kol- brún Hanna og Andrea Ósk. 3) Kolbrún fædd 1960 maki Víðir Jón- asson. 4) Ása Hrönn fædd 1964 maki Stefán Hrafn Stef- ánsson, börn þeirra: Jóhanna Dröfn og Einar Örn. 5) Sigurður Bjarki fæddur 1966, synir hans eru: Karl Hrannar og Jónas Kol- beinn. Barnabarnabörnin eru þrjú. Sölvi Snær, Jökla Dís og Elmar Máni. Fyrir átti Jóhanna, Guð- björgu Ester Einarsdóttur, maki hennar er Högni Einarsson og eiga þau þrjú börn og níu barna- börn. Skólaganga Kolbeins hófst á Snæfjallaströnd þ.e. í Lyngholti Ég hélt að pabbi yrði 100 ára, hann ætlaði sér það líka en svo sannast hið fornkveðna að enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Ég kveð hann með miklum söknuði en á sama tíma full þakklætis fyrir þann tíma sem við áttum saman. Ég sakna þess að heyra rödd- ina hans í símanum þegar ég er á leið til vinnu. „Til hvaða ríkis ertu að fara? Hvenær fæ ég að sjá þig næst?“ og „Eina sem ég bið þig um, er að fara varlega og koma heil heim aftur,“ og „Bless elska“. Ég sakna þess að geta „dropp- að“ í kaffi til hans í Kópavoginn, hringja til hans á leiðinni: „Pabbi ertu til í að hella upp á?“, „Vertu margvelkomin, en það versta er að ég á ekkert með kaffinu.“ Pabbi hafði frá svo mörgu að segja, ég man eftir sögunum frá Skarði sem sumar voru nokkurs konar draugasögur, litaðar af um- hverfinu og myrkrinu sem var þar á veturna og líka þegar hann var á 17. ári í Súðavík næstum drukkn- aður þegar hann var að beita á bát sem fékk á sig brotsjó, þann dag var 18 gráða frost. Lífshlaup hans var margbrotið og hefði getað fyllt opnu sunnudagsblaðs Morgun- blaðsins, eins og ég sagði oft við hann. Ég hugsa oft um það hve erfitt það hlýtur að hafa verið fyrir hann þegar mamma var greind með þann hræðilega sjúkdóm sem Parkinsons-veikin er, sjúkdómur sem fólk hafði á þeim tímum al- mennt lítinn skilning á, og fimm börn sem þurfti að hugsa um. Hann pabbi var lærður málari, málarameistari, einstaklega vand- virkur og mikill fagmaður. Eftir- sóttur þegar vanda þurfi til verks. Ég aðstoðaði hann stundum, þeg- ar hann átti orðið erfitt með að bogra á hnjánum, við að líma „málarateip“ á gólflistana en náði aldrei að gera það eins fullkomið og hann. Við systur drifum í því fyrir ör- fáum árum að ganga frá Unaðs- dal, þar sem langafi okkar og nafni pabba var fæddur, að Skarði þar sem pabbi fæddist. Ég sé hann nú fyrir mér á sínum æskuslóðum liggjandi í grasinu við árnið, eins og hann þráði svo að geta gert á sínum efri árum, eða þá umvafinn aðalbláberjalyngi sem var nóg af þarna vestur á fjörðum. Nú er hann pabbi sameinaður systkinum sínum, pabba og mömmu sinni sem honum þótti svo vænt um. Að endingu kemur hér vísa sem pabbi hafði skrifað niður og heyrt fyrst í Alþýðuhúskjallaranum á Ísafirði í gamla daga. Hún amma mín er mamma hennar mömmu og mamma er það besta sem ég á. En gaman væri að gleðja hana ömmu og gleðibros á vanga hennar sjá. Í rökkrinu hún segir mér oft sögur og svæfir mig er dimma tekur nótt. Syngur við mig sálmakvæðin fögur sofna ég þá bæði blítt og rótt.“ (Guðrún Jóhannsdóttir frá Brautarholti) Guð geymi þig, elsku pabbi. Ása Hrönn Kolbeinsdóttir. Kolbeinn móðurbróðir minn hefur nú kvatt þetta jarðlíf nær 92 ára að aldri. Þar sem hann hefur alltaf verið hluti af lífi mínu langar mig að minnast hans í örfáum lín- um. Ég var líklega á fimmta ári þegar hann bjó um hríð ásamt konu sinni og ungum syni í húsi foreldra minna og þangað ná minningar mínar um Kolla. Á þessum árum minnist ég hans sem elskandi föður sem allt vildi fyrir sinn unga son gera og bar hann á höndum sér þær fáu stundir sem hann var ekki að vinna. En mér fannst hann alltaf vera í vinnunni alveg eins og pabbi minn, en svona var víst lífið í þá daga. Ég man líka eftir því þegar hann kom heim til okkar til að mála og þá aðallega hin vandasamari verk, því hitt sem þurfti venjulega meðhöndlun sá systir hans, mamma mín, um sjálf eins og ekkert væri. Hann var ekki bara málarameistari heldur sannkallaður listamaður, hann oðraði t.d. fulningahurðirnar á efstu hæðinni, en aðferðin var þannig að flöturinn var málaður sem líkastur eikarviði, með ár- hringjum, æðum og geislum. Fáir gera sér eflaust grein fyrir hvað það er að oðra. Oðrun er málun sem líkir eftir ýmsum viðarteg- undum svo sem hnotutré, mahog- any o.fl. Þessu fylgdi sterk lykt af efnum sem eflaust eru bönnuð í heimahúsum í dag, en ég stelpu- hnátan fylgdist spennt með þessu og ekki síður fylgdist ég spennt með því hvort sígarettuaskan sem var á stærð við óreykta sígarettu myndi ekki detta af vörum Kolla frænda ofan í málningardolluna þegar hann hrærði í málningunni af og til. Mér þótti þetta mjög til- komumikið og furðaði mig á þess- um göldrum bæði í málningar- vinnunni og með sígarettuna. Einnig minnist ég sterkrar lyktar af salmíaki sem bera þurfti á lakk- aða eldhúsinnréttinguna áður en hún var lökkuð á ný. Fulninga- hurðir, gluggar og gluggakistur urðu snjóhvítar og sléttar eins og marmari svo að undrun sætti. Allt þetta stendur mér ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. Mamma hafði oft á orði að ekki þýddi að mála fyrr en búið væri að gera veggina hreina, því Kolbeinn bróðir hennar skipaði svo fyrir og það sem hann sagði varðandi málningarvinnu voru lög. Ég og Sæmundur maðurinn minn áttum eftir að kynnast þessari vand- virkni hans þegar við vorum sjálf farin að búa, enda kom ekki annað til greina en að fá besta manninn í verkið og hann brást ekki frekar en fyrri daginn og það sem áður virtist vera varanlega illa útlítandi vegna slælegs múrverks varð full- komið. Kolbeinn var stálminnugur og það var sérstaklega gaman að tala við hann um uppvöxt þeirra systkina á Snæfjallaströndinni. Ekki fyrir svo löngu kom hann í heimsókn til okkar ásamt dóttur sinni og hafði hann þá meðferðis handskrifaðar vísur eftir alnafna sinn Kolbein í Dal og ömmu sína Sigurborgu Jónsdóttur sem hann hafði skrifað upp eftir minni og gaf mér. Þetta þótti mér afar vænt um. Greinilegt var á samtali okkar að hann átti margs að minnast frá æskuárunum fyrir vestan. Afkom- endum Kolbeins vottum við hjónin okkar dýpstu samúð. Minning um elskulegan frænda og mikinn fag- mann lifir. Guð blessi Kolbein Jakobsson. Steindóra Bergþórsdóttir. Jæja, er hann dáinn blessaður, varð mér að orði þegar tilkynnt var um andlát móðurbróður míns Kolbeins Jakobssonar málara- meistara. Ég finn nú til samviskubits yfir því að hafa ekki haft meira sam- band við þennan góða og skemmti- lega frænda minn síðustu árin sem hann lifði. Þegar háöldruð mann- eskja kveður og fer yfir móðuna miklu er það ekki sorg sem grípur mann, heldur kallar hugurinn fram minningar frá liðnum atburð- um, samverustundum um leið og litið er yfir lífshlaup viðkomandi. Kolbeinn var ættaður úr Ísafjarðardjúpi, fæddur á Snæ- fjallaströnd árið 1926. Foreldrar hans voru hjónin Símonía Sigurð- ardóttir og Jakob Kolbeinsson, en þau fluttu frá Unaðsdal að Skarði árið 1922. Þar var ekki mikill húsakostur né stór jörð. „Torfbær með timb- urgafli til suðurs, uppi var bað- stofa með skarsúð. Niðri var stofa, eldhús með moldargólfi sem Jak- ob afi mun hafa klætt með timbri. Stærð íbúðar var skráð 7,52 x 3,72 að grunnfleti. Fjárhús voru nokk- uð utan og ofan til við bæjar- húsin.“ (Tilvitnun í Hýbýli og húsbændur á Snæfjallaströnd 1930-1940 skráð af Engilbert S. Ingvarssyni). Við þessar aðstæður bjuggu hjónin á Skarði í ein 17 ár. Börn þeirra urðu alls átta. Ása, sem lést vikugömul. Nú eru hin sjö öll látin, þ.e. Bjarnveig, María Jonny, Sig- urborg, Guðbjörg, Guðjóna, Kol- beinn og Sigurður. 1939 flytja þau hjónin Símonía og Jakob frá Skarði, fyrst til Ísafjarðar, þá til Súðavíkur og að síðustu í Kópavog þar sem þau luku farsælli ævi. Það er jú „gott að búa í Kópavogi“. Kolbeinn, Kolli frændi, var ein- stakt prúðmenni, ljúfur í fram- komu, góður fagmaður og hafði allt það til að bera sem prýðir góð- an málara, þ.e. var „kattþrifinn“, hlustaði vel á beiðni og leiðbein- ingar um litaval sem og aðrar breytingar. Öllum sem með hon- um unnu ber saman um að hann var framúrskarandi samstarfs- maður og prúðmennska hans og vingjarnlegt viðmót öðrum til eft- irbreytni. Kolli frændi var sem einn af okkar fjölskyldu heima á Brunn- götu 20 og Silfurgötu 6 á Ísafirði. Heimili foreldra undirritaðs var nánast rekið sem gistiheimili fyrir ættingja og vini „ Böddu og Stjána“ frá Snæfjallaströnd og Grunnavík. Kolli hafði fallega og milda söngrödd. Hann hafði unun af því að taka lagið eftir stranga vinnu- viku og fara þá á dansleik og lyfta sér upp eins og það var kallað í þá gömlu góðu daga. Ég heyri enn hans fallegu rödd hljóma þegar gömlu uppáhaldslögin eru leikin í útvarpi eða við önnur tækifæri. Bros hans og hlýju geymi ég í minningum mínum. Góður drengur hefur lokið langri og farsælli göngu sinni. Við Lillý sendum eftirlifandi ættingj- um samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Kolbeins Jakobssonar. Hvíl þú í friði frændi. Ólafur Kristjánsson. Kolbeinn Jakobsson ✝ Petrína SalómeGísladóttir fæddist í Bolung- arvík 23. janúar 1925. Hún lést á heimili sínu, Boða- þingi 24, Kópavogi, 29. júní 2018. Foreldrar henn- ar voru Sesselja F. Einarsdóttir hús- freyja, f. 21. júní 1892, d. 9. sept- ember 1949, og Gísli S. Sigurðs- son sjómaður, f. 7. janúar 1885, d. 31. desember 1951. Systkini Petrínu voru Guðfinna Rann- veig, f. 8. janúar 1912, d. 30. nóv- ember 1981, Ásgerður Ágústína, f. 20. mars 1921, d. 25. sept- ember 2011, Einar Kristinn, f. 19. febrúar 1921, d. 1. október 1979. Petrína (eða Peta eins og hún var ávallt kölluð) giftist 25. nóv- ember 1950 Bjarna H. Egilssyni húsasmíðameistara, f. 28. maí 1924, d. 10. febrúar 2017. For- eldrar hans voru Guðrún Þórð- ardóttir húsfreyja, f. 26. mars 1886, d. 9. apríl 1964, og Egill fór 15 ára í vist til Akureyrar og svo á síld til Siglufjarðar. Um tví- tugt flutti hún með foreldrum sínum á Skólabraut 23 (Ármót) á Akranesi. Þar kynntist hún manninum sínum og byggðu þau hús með bróður hans að Sand- abraut 16. Á Akranesi vann hún ýmis störf, t.d. í efnalaug og við fiskvinnslu, svo prjónaði hún ófá- ar lopapeysur fyrir Álafoss. Bjarni maður hennar tók að sér að reisa skóla á Kleppjárns- reykjum í Reykholtsdal og síðar Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit. Þar var hún ráðskona í mötu- neyti byggingarinnar. Á þessum stöðum kynntust þau mörgu góðu fólki sem varð vinir þeirra til æviloka. Þau fluttu frá Akra- nesi 1981 til Reykjavíkur. Þar vann hún ýmis störf í Bjarkarási til starfsloka. Þaðan fluttu þau í Hraunbæ 142. Hún var dugleg að fara í Hraunbæ 105 þar sem sem hún tók hún þátt í fé- lagslífinu. Einnig var hún þar í handavinnu og postulínsmáln- ingu, þar sem listaverk urðu til sem hún naut að gefa vinum og vandamönnum. 2011 fluttu þau í Boðaþing 24 sem er íbúð fyrir 60 ára og eldri og DAS rekur. Þar tók hún þátt í félagslífi á meðan kraftar entust. Útför Petu fer fram frá Linda- kirkju í dag, 13. júlí 2018, og hefst athöfn klukkan 13. Jónsson bóndi, f. 6. maí 1887, d. 14. maí 1958. Börn Petu og Bjarna eru: 1) Sess- elja G. Bjarnadóttir, f. 13. apríl 1951, gift Guðjóni R. Jóns- syni. Börn þeirra eru: a) Eyrún, f. 17. september 1974, gift Ómari Heið- arssyni, eiga þau tvö börn, Aron Ísak, f. 26. júní 2010, og Katrínu Sól, f. 17. mars 2012, b) Oddsteinn, gift- ur Snædísi Góu Guðmunds- dóttur. 2) Egill Rúnar, f. 7. októ- ber 1954, d. 15. janúar 1956. 3) Ingibjörg, gift Jóni Sveinssyni. Börn þeirra eru: a) Sveinn Fann- ar, f. 31. maí 1978. Börn hans eru Jón Ingi, f. 26. desember 2001, og Ingibjörg Júlíanna, f. 24. ágúst 2005. b) Bjarni Pétur, f. 17. mars 1985, giftur Aldísi M. Valdimarsdóttur, synir þeirra eru Róbert Blær, f. 24. nóvember 2013, og Valdimar Leó, f. 8. nóv- ember 2015. c) Magnús Ingi, f. 18. júní 1992. Peta ólst upp í Bolungarvík, Peta frænka mín er látin, 93 ára gömul. Enginn í móðurætt minni hefur náð svo háum aldri sem hún. En Peta var líka hörku- tól, gafst aldrei upp og stóð á sínu fram til hinstu stundar. Hún var dugnaðarforkur og vann við matreiðslustörf á Klepp- járnsreykjum, á Leirá, hjá Styrktarfélagi þroskaheftra í Bjarkarási og fleiri stöðum. Eitt sinn fékk ég hana til að leysa af í eldhúsi í leikskólanum mínum en þá var hún hátt á áttræðisaldri. „Ekkert mál,“ sagði Peta og tók til hendinni. Hún hélt risaþorrablót fyrir stórfjölskylduna á hverju ári í áratugi og þær mæðgur útbjuggu mestallan matinn sjálfar. Það var gert að vestfirskum sið og vel haldið í hefðirnar. Borðin svign- uðu undan kræsingunum. Peta vann ótrúlega mikla handavinnu alla tíð. Hún prjónaði lopapeysur í gríð og erg og seldi út um allt land, heklaði, saumaði út dúka, löbera og púða í harðang- urs- og klaustursaum. Hún málaði blóma- og álfamyndir á postulín og eftir hana eru heilu kaffi- og matarstellin. Hún fór á námskeið og lærði japanskan pennasaum og bjó til listaverkamyndir sem prýða veggi á heimili hennar og fjölskyldunnar. Hún skilaði ávallt góðu dagsverki. Hún var ótrúlega minnug og það var gaman að koma til hennar og rifja upp ýmislegt um fólk, at- burði og staði á Akranesi. Þegar ég, rúmlega 20 árum yngri en hún, stóð á gati við að muna nöfn á fólki þá brást það ekki að Peta mundi það og þá komin á tíræð- isaldur. Það var ótrúlegt. Peta frænka kom fram í fjöl- miðlum og varð þekkt á auga- bragði fyrir að láta ekki beygja sig fyrir óréttlæti þeirra DAS- manna sem gerðu kröfu á íbúana í Boðaþingi um að falla frá kröfunni um að yfirstjórn greiddi til baka það sem oftekið hafði verið, en dómur var fallinn í málinu íbúun- um í vil. Hún gaf sig ekki og fékk að lokum endurgreitt. Hún stóð fast í ístaðinu, mín kona. Síðasta árið var hún orðin afar þreytt, hafði fengið blóðtappa í báða fætur, sá orðið lítið og þurfti að ferðast um með súrefniskút í göngugrindinni sinni. „Hann er ágætur ferðafélagi,“ sagði hún. „Ég get skammast í honum og hann svarar mér aldrei,“ og svo hló hún. Fyrir nokkru hafði hún sótt um hjúkrunarrými, var þrotin að kröftum og vildi svo gjarna fá meiri aðhlynningu. Svarið barst í bréfi þar sem umsókninni var hafnað. Frænka mín lagðist von- svikin og hrygg til hvílu um kvöld- ið og vaknaði ekki aftur. Nú er nóg komið, hefur hún eflaust hugsað. Ljóst er að vera hennar í íbúð- inni sinni var eingöngu háð því að Sesselja dóttir hennar aðstoðaði hana endalaust flesta daga og var í daglegu símasambandi. Það er þyngra en tárum taki að háaldrað og veikt fólk fái ekki notið aðstoð- ar og umhyggju á hjúkrunarheim- ili þegar heilsan og krafturinn eru horfin. Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldunnar. Hrafnhildur Sigurðardóttir. Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast. – Það er lífsins saga. (Páll J. Árdal) Fallin er frá elskuleg föður- systir mín, Petrína S. Gísladóttir, 93ja ára að aldri. Það var sjaldan lognmolla kringum Petu frænku og var hún dugleg til allra verka og myndarleg með alla sína handavinnu. Pennasaumsmynd- irnar hennar eru listaverk og eins postulínsmálunin og svo hefur hún prjónað heilmikið og jafnvel eftir að sjónin var orðin lítil. Dótt- ursynir mínir fengu m.a. ljómandi fallegar peysur frá henni. Sumum þótti hún snögg í tilsvörum en okkur lynti alveg ágætlega saman og ræddum oft um liðna tíð og ferðalög víða um landið. Peta og Bjarni heitinn voru ákaflega dug- leg að ferðast og þekktu marga víðs vegar á landinu okkar. Ég man fyrst eftir Petu og Bjarna frá Sandabraut 16 á Akranesi. Ég man líka eftir þeim tíma er Bjarni var yfirsmiður við skólabyggingar á Kleppjárnsreykjum og á Leirá og víðar. Sessa frænka var stund- um hjá okkur um vetrartímann á Heiðarbrautinni. Við frænkurnar fórum í heimsókn á Kleppjárns- reyki til þeirra og tuggðum mikið tyggigúmmí. Þá spurði Peta frænka hvort við vissum ekki að þetta væri búið til úr kattagörn- um; jórtrið okkar minnkaði um stund. Á Leirá var Peta líka matráðs- kona og einu sinni þegar við Sessa fórum þangað komumst við í stóra sveskju-og rúsínukassa, þvílíkt góðgæti og við fengum náttúrlega í magann. Síðar fluttu þau Peta og Bjarni til Reykjavíkur þar sem þau unnu við vinnuheimilið í Bjarkarási. Þau bjuggu í Hraunbænum en seinna fluttu þau í Boðaþing og alltaf var gott að koma til þeirra. Lífið hefur ekki alltaf verið auð- velt hjá Petu frænku en á fyrstu dögum hennar 1925 vissi enginn hvað orðið hafði um Örvar, skipið sem Gísli afi var á en þeir komu viku síðar til Bolungarvíkur eftir viðgerð í Grunnavík. Peta og Bjarni misstu líka soninn Egil á öðru aldursári og á þeim tíma var ekki um áfallahjálp að ræða og varla mátti ræða um þann látna og leyfa honum lifa með okkur. Peta fór í stóra hjartaaðgerð eftir áttrætt og var dugleg að ná sér af henni þó enga fengi hún endur- hæfingu vegna hás aldurs. Heila- blóðfall Bjarna og veikindi hans í framhaldi af því voru líka erfið og tilkynningin frá DAS sem hún fékk að honum nýlátnum. Alltaf stóð Peta frænka í fæturna með óeigingjörnum stuðningi Sessu frænku og Guðjóns. Síðustu mán- uði þurfti hún að vera með súrefn- istæki og þannig hittum við systk- inin á Heiðarbrautinni hana, við útför Arnars frænda, þar sem við heilsuðumst og kvöddumst. Minning þín lifir. Hvíl í friði! Elísabet Halldóra Einars- dóttir (Elsa Dóra). Petrína Salóme Gísladóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.