Morgunblaðið - 13.07.2018, Síða 35

Morgunblaðið - 13.07.2018, Síða 35
formaður skemmtinefndar og síðar gjaldkeri félagsins. Nokkrum árum eftir stofnun félagsins var húsið Skógar keypt en það þurfti töluverðr- ar viðgerðar við og fóru Ásvaldur og tíu manna hópur austur í vinnuferðir á hverju vori til að koma húsinu í stand. Auk félagsmálanna hafði Ásvaldur mikinn áhuga á ferðalögum og áttu þau Erna jeppa alla tíð og ferðuðust mikið um hálendið með góðum vin- um. Þau tóku virkan þátt í dansfélag- inu Kátu fólki, en samtökin stóðu fyrir dansleikjum í Reykjavík. Ás- valdur fylgist vel með fótboltanum, ekki síst þeim liðum sem afkomend- urnir spila með en Guðmundur Andri Tryggvason sem spilar með IK Start í Kristiansand í Noregi er langafabarn Ásvaldar. Ásvaldur er nýkominn frá Seyðis- firði en hann fór þangað vegna heim- ildarmyndar sem verið er að gera á vegum RÚV, meðal annars um El Grillo. Aðspurður segist Ásvaldur ætla að eiga notalega stund með fjöl- skyldunni í kvöld á heimili einnar af Hjónin Ásvaldur og Erna. Ásvaldur Andrésson Sigurbjörg Ólafsdóttir húsfreyja á Brimnesi Einar Jónsson bóndi á Brimnesi við Seyðisfjörð Guðrún Margrét Einarsdóttir húsfreyja íAustdal Jón Austdal Jónsson bóndi og ökumaður íAustdal í Seyðisfirði Sveinrún Jónsdóttir húsfreyja á Seyðisfirði Sveinbjörg Sveinsdóttir húsfreyja í Ekkjufellsseli Jón Guðmundsson bóndi í Ekkjufellsseli í Fellum, N-Múl. Snorri Sigfús Birgisson tónskáld og píanóleikari Trausti Magnússon útgerðarm. á Seyðisf. Einar inars- on raf- rkjam. í Rvík Birgir Þór- hallsson, ramkvstj. í Rvík Magnús Jónsson útgerðarm. á Seyðisf. Anna Guðmunds- dóttir húsfr. á Seyðisf. og víðar Sigríður Jónsdóttir húsfreyja í Keflavík Vilborg S. Jónsdóttir húsfr. á Seyðisf. Jón Magnússon raf- veitustj. á Seyðisf. VignirAndrésson íþróttakennari í Reykjavík Þórhallur Birgis- son fiðluleikari Eiður Smári Guðjohnsen knattspyrnu- kappi f Guðrún Birgis- dóttir flautuleikari E s vi Ólöf R. Einars- dóttir leið- sögum. og frkvstj. í Rvík Kristín Guðmundsdóttir húsfreyja í Hausthúsum Þorsteinn Einarsson bóndi í Hausthúsum í Leiru, Gull. Guðrún Rósa Þorsteinsdóttir húsfreyja á Seyðisfirði Andrés Rasmussen kaupm. og skósm. á Seyðisf. síðar bóndi í Winnipeg, ættleiddur afAndrési Rasmus- sen og Önnu Stefánsdóttur á Seyðisf. Kristjana Soffía Stefánsdóttir húsfreyja í Vopnafirði Árni Sigurðsson bóndi í Vopnafirði Úr frændgarði Ásvalds Andréssonar Andrés Rasmussen verkamaður og mótoristi á Seyðisfirði dætrum hans í Vesturbænum í Reykjavík. Fjölskylda Eiginkona Ásvaldar frá 1956 er Erna María Jóhannsdóttir, f. 4.2. 1938, skrifstofumaður. Foreldrar hennar voru hjónin Johan Schröder, f. 28.1. 1903, d. 16.4. 1971, og Jakob- ína Hansdóttir Beck Schröder, f. 11.9. 1911, d. 25.5. 2005, garðyrkju- bændur í Birkihlíð í Kópavogi. Börn Ásvaldar og Ernu eru 1) Hanna Sveinrún Ásvaldsdóttir, f. 25.5. 1956, sérfræðingur á hjarta- og lungnavél hjá LSH, bús. í Kópavogi. Maki: Gunnlaugur Helgason raf- eindavirki. Þau eiga Hrafnhildi, við- skiptafræðing og deildarstjóra, Helgu Þórunni verkfræðing og Hlín verkfræðinema. Þær eiga sex börn; 2) Regína Ásvaldsdóttir, f. 30.6. 1960, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavík- urborgar og fv. bæjarstjóri á Akra- nesi. Maki: Birgir Pálsson tölvunar- fræðingur hjá Íslenskri erfðagrein- ingu. Regína á Ernu Maríu, flug- kennara og leiðsögumann, Ýr fatahönnuð og eina stjúpdóttur, Auði Kolbrá, dóttur Birgis, lögfræðing. Auður á tvö börn; 3) Ragnhildur Ás- valdsdóttir, f. 5.11. 1966, kvikmynda- gerðarkona í Noregi. Ragnhildur á synina Jökul, sem starfar hjá Síman- um, Ásvald Fróða, verslunarmann í Noregi og Dag, nema í Noregi. Systkini Ásvaldar voru Ragnar Bóasson, hálfbróðir sammæðra, f. 18.5. 1918, d. 2.8. 1993, matreiðslu- meistari, bús. í Los Angeles, lærði og starfaði á Waldorf Astoria í NY og starfaði síðan á Beverly Hilton og Ambassador í Hollywood; Guðrún Andrésdóttir, f. 16.4. 1923, d. 2.7. 2002, húsmóðir á Akureyri; Oddný Stefanía Andrésdóttir, f. 30.10. 1924, d. 10.8. 1927. Foreldrar Ásvaldar voru hjónin Andrés Rasmussen, f. 25.12. 1896, d. 10.4. 1945, verkamaður og mótoristi á Seyðisfirði, og Sveinrún Jónsdóttir, f. 15.6. 1897, d. 18.11. 1988, húsmóðir. ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2018 Halldór Halldórsson fæddist13. júlí 1911 á Ísafirði. Hannvar yngsti sonur hjónanna Halldórs Bjarnasonar, búfræðings, verkstjóra og kaupmanns á Ísafirði, f. 1877, d. 1920, og Elísabetar Bjarna- dóttur, húsfreyju, f. 1875, d. 1956. Halldór varð stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri 1932, lauk mag- istersprófi frá HÍ í íslenskum fræðum með málfræði sem aðalgrein 1938 og doktorsprófi um íslensk orðtök frá HÍ 1954. Halldór kenndi við Menntaskólann á Akureyri 1938-1951, var dósent við HÍ í íslenskri málfræði 1951-57 og prófessor 1957-79. Halldór var einn þekktasti mál- fræðingur þjóðarinnar. Hann var og kunnur fyrir íslenzka málrækt, ný- yrðasmíði og ráðgjöf við ýmsar ný- yrðanefndir fræðigreina. Hann var ritstjóri fjölmargra bóka um mál- fræðileg efni, var ritstjóri Skírnis 1954-1967 og ritaði mikinn fjölda blaða- og tímaritsgreina auk þess sem hann tók að sér að flytja reglu- bundna þætti í útvarp og skrifa fasta þætti í blöð um íslenskt mál. Eftir Halldór liggur ógrynni af fræðilegum ritgerðum að ónefndum fjölmörgum bókum sem hann samdi. Þar má nefna Íslenzkt orðtakasafn, Stafsetningarorðabók með skýr- ingum, Ævisögur orða, Örlög orðanna o.fl. Hann þýddi bókina Mál og mannshugur eftir Noam Chomsky. Halldór var víða gistiprófessor, m.a. í Svíþjóð, Danmörku, Bretlandi og Bandaríkjunum og á ferli sínum hlotnaðist Halldóri ýmiss konar heið- ur og viðurkenningar, m.a. frá Minn- ingarsjóði Ásu Wright, Málræktar- sjóði og Lýðveldissjóði. Eiginkona Halldórs var Sigríður Guðmundsdóttir, húsfreyja og starfs- maður Orðabókar Háskóla Íslands, f. 16.9. 1917, d. 3.12. 1997. Börn þeirra: Guðmundur, blaðamaður, d. 2000, Hildigunnur, tölvunarfræðingur, Elísabet, bókasafnsfræðingur, d. 2016, og Halldór, fjölmiðlafræðingur, d. 2015. Halldór lést 5. apríl 2000. Merkir Íslendingar Halldór Halldórsson 95 ára Hólmfríður Gestsdóttir Þóra Sigríður Tómasdóttir 90 ára Ásvaldur Andrésson Júlíus Gestsson Ólöf Stefánsdóttir 85 ára Hörður Kristinsson Jenný Sigrún Sigfúsdóttir Lilja Sigurðardóttir 80 ára Guðmunda Jónsdóttir Ingibjörg Jóna Helgadóttir Ólafur Grétar Óskarsson Sigrún Daníelsdóttir Skúli Kristinn Gíslason 75 ára Árni Einarsson Erna Hávarðardóttir Níels Kristinsson 70 ára Benedikt R. Benediktsson Erlingur Georg Haraldsson Eyþór Elíasson Friðrik Hans Friðjónsson Guðbjörg Emilsdóttir Jóhanna Lovísa Stefánsd. Ólöf Karlsdóttir Skúli O. Kristjánsson 60 ára Ágústa H. Lyons Flosadóttir Eggert Tryggvi Helgason Elísabet Álfheiður Oddsd. Heiðar Þór Guðmundsson Kristín María Björnsdóttir Magnús Atli Guðmundsson Ólafur Ólafsson Óskar Leifur Guðmundsson Páll Haraldsson Sigríður Birgisdóttir Sólrún María Henriksdóttir Svandís Ebba Stefánsdóttir 50 ára Anna Sigríður Örlygsdóttir Arnór Björnsson Ágústa Björnsdóttir Björn Gunnlaugsson Borgar Þorsteinsson Fanney Magnúsdóttir Jónas Frímann Árnason Jón Þór Daníelsson Kolbrún St. Halldórsdóttir Kristín Reinhold Sæbergsd. Sigurður Jóhannes Jónss. Þórir Sigurgeirsson 40 ára Anna Sigríður Halldórsd. Eðvar Ólafur Traustason Guðrún Hildur Magnúsd. Jens Karl Ísfjörð Jóhanna Kristrún Birgisd. Leó Viðar Björnsson María Jóna Magnúsdóttir Rakel Valsdóttir 30 ára Ágúst Bjarni Heiðarsson Ástrós Lilja Einarsdóttir Dagmar Lárusdóttir Dagrún Ása Ólafsdóttir Daniel Már Bonilla Eydís Hulda Jóhannesdóttir Guðný Helga Haraldsdóttir Hlynur Þorsteinsson Inga Jara Jónsdóttir Ingi Vífill Guðmundsson Magnús Viðarsson Sólrún Helga Guðmundsd. Stefán Geir Guðmundsson Vilhjálmur Egill Vífilsson Ylfa Helgadóttir Til hamingju með daginn 40 ára Geir ólst upp í Blönduvirkjun en býr í Reykjavík. Hann er vélfræð- ingur og framkvæmdastj. North Tech Energy. Maki: Dagmar Ásmunds- dóttir, f. 1980, hárgreiðslu- kona. Börn: Daníel Hagalín, f. 2003, Tómas Darri, f. 2006, og Una Rún, f. 2008. Foreldrar: Guðmundur Hagalín Guðmundsson, f. 1954, og Kristjana Arnar- dóttir, f. 1955. Geir Brynjar Hagalínsson 40 ára Sonja er Hafnfirð- ingur en býr í Reykjavík. Hún er tækniteiknari og vinnur á verkfræði- stofunni Verksýn. Maki: Ólafur Hrafn Traustason, f. 1984, vinn- ur hjá Þ. Þorgrímssyni. Sonur: Gabríel Grétar, f. 2000. Foreldrar: Ragnar Erl- ingsson, f. 1958, og Elín Böðvarsdóttir, f. 1962, d. 2017. Stjúpfaðir er Einar Ragnarsson, f. 1960. Sonja Ragnarsdóttir 30 ára Nanna er Reykvík- ingur, er grunnskólakenn- ari í Sæmundarskóla, en er í fæðingarorlofi. Maki: Baldur Baldvins- son, f. 1987, vinnur hjá Eimskip. Börn: Arndís Inga, f. 2014, Sigrún Lilja, f. 2018, og stjúpsonur er Heimir Örn, f. 2009. Foreldrar: Þórður Möller, f. 1960, og Ingibjörg S. Helgadóttir, f. 1957, kenn- arar í Verzlunarskólanum. Nanna Þ. Möller Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is KælingHiti HreinleikiLoftraki fyrir heimilið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.