Morgunblaðið - 13.07.2018, Side 38

Morgunblaðið - 13.07.2018, Side 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2018 HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum Nú fástS s vinnuföt í Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Þeir gerast vart stæðilegri safn- verðirnir í söfnum landsins en sá bláklæddi í Safnasafninu við Sval- barðsströnd í Eyjafirði. Fimm metra hár blasir hann við frá þjóðveginum þar sem hann stend- ur í öllu sínu veldi við túnfótinn og vísar gestum veginn inn í safnið. Skaparar hans eru hópur fólks með geðræn vandamál og því er safnvörðurinn að vissu leyti tákn- rænn fyrir starfsemi safnsins, sem hjónin Níels Hafstein myndlistar- maður og Magnhildur Sigurðar- dóttir geðhjúkrunarfræðingur stofnuðu árið 1995. Markmið þeirra er að safna verkum helstu alþýðulistamanna landsins, listamanna sem hafa ver- ið á jaðrinum eða utanveltu við meginstrauma. Og eins og segir á heimasíðu safnsins: „… stundum kallaðir næfir eða einfarar í mynd- listinni, en eru í reynd beintengdir sköpunarverkinu; sannir, óspilltir og frjálsir.“ Hugsjónir ráða för Frá þessari stefnu hafa þau hjónin hvergi hvikað, sérstaða safnsins er í henni fólgin og sam- kenndin með lítilmagnanum ræður för, eins og þau segja. Safneignin samanstendur af um 6.400 lista- verkum eftir rúmlega 300 lærða og sjálflærða listamenn frá miðri nítjándu öld til dagsins í dag. Mörg þeirra eru til sýnis á sumar- sýningu ársins, sem opnuð var í maí og stendur í fjóra mánuði. Að þessu sinni eru kynnt verk á ell- efu sýningum þar sem fléttast saman nútímalist og alþýðulist. Þegar inn er komið taka þau Magnhildur og Níels við leiðsögn- inni af þeim bláklædda. Aðspurður segir Níels að hið barnslega ein- kenni sýningarnar í ár eins og speglist til dæmis á fuglasýning- unni. „Yfir 600 fuglar eiga hér heima, sumir hafa verið hér frá stofnun safnsins, aðrir eru ný- flognir í hús. Á sýningunni eru 360 fuglar af öllum stærðum, gerðum; tálgaðir úr tré eða búnir til úr sjávargróðri, leir og grjóti svo eitthvað sé nefnt,“ segir Níels og leggur áherslu á að höfundar fuglanna sem og annarra sýning- argripa séu til jafns konur og karlar. „Við leggjum mikið upp úr að jafnrétti sé virt,“ áréttar hann. Leiðin liggur í vestursalinn, sem er undirlagður af 72 máluðum og litríkum húsalíkönum úr pappa eftir Gunnar Sigfús Kárason. Ekki aðeins ber Níels skynbragð á listina, heldur þekkir hann sögu flestra listamannanna. „Gunnar Sigfús lést 1996, en hann fæddist 1931 og var líklega fyrsti heim- ilismaðurinn á Sólheimum. Lík- önin eru flest gjöf frá Sólheimum og að stórum hluta hugarfóstur listamannsins, en einnig af þekkt- um byggingum. Við gerðum þau upp eins og hægt var, en þó þann- ig að þau litu ekki út fyrir að vera splunkuný.“ Sýning á verkum Gunnars Sig- fúsar og tvær aðrar, annars vegar á teiknuðum og máluðum myndum eftir Ingvar Ellert Óskarsson og Hin barnslega list í brennidepli  Árleg sumarsýning Safnasafnsins í Eyjafirði stendur sem hæst  Ellefu misstórar sýningar ólíkra listamanna  Í björtum salarkynnum fléttast saman nútímalist, alþýðulist og handverk Morgunblaðið/Einar Falur Lífleg byggð Máluð og litrík hús úr pappa eftir Gunnar Sigfús Kárason. Listaverkasafnarar Níels og Magnhildur safna listaverkum eftir listamenn sem hafa verið á jaðrinum eða utanveltu við meginstrauma. Fólk á flótta Skúlptúrar úr málmteinum eftir Bryndísi Símonardóttur. Myndlistarmað- urinn Krist- bergur Ó. Pét- ursson opnar sýninguna Við í Slunkaríki í Bryggjusal Edin- borgarhússins á Ísafirði í dag kl. 16. Í texta hans um sýninguna segir m.a. að hug- takið „við“ rúmi okkur öll. „Hvort sem við erum einstaklingar, hópar eða þjóðir. Það er hinsvegar til- hneiging til aðgreiningar: Við og hin. Við reisum múra í stað þess að rífa þá,“ segir Kristbergur og veltir fyrir sér hvort bækur og sjónvarps- efni í æsku hans hafi innrætt honum fordóma. „Þær voru óteljandi kúrekamynd- ir sem sýndu þjóðarmorð á indíánum og stríðsmyndir þar sem Japanir og Þjóðverjar voru útmálaðir sem hálf- gerðar ófreskjur og síðan stráfelldir af góðu gæjunum í hinum ósigrandi bandaríska her. Leikir okkar strák- anna voru í þessum anda, byssuleikir eða tindátaleikir. Við áttum heri af tindátum (eða réttara sagt plastdát- um því þeir voru úr plasti) sem við röðuðum upp í fylkingar í hrauninu. Bókmenntir bernskuáranna voru Fimm-bækurnar vinsælu eftir Enid Blyton og þær endurspegluðu sömu- leiðis ákveðna tvískiptingu,“ skrifar Kristbergur og vísar í Wikipedia- færslu þar sem segir að bækur Bly- ton hafi verið gangrýndar fyrir við- horf sem komi fram í þeim hvað varðar kynþætti, stéttaskiptingu og kynjahlutverk. „Það er hvorki ætlun mín að deila á Enid Blyton né kryfja bernskuna. En bernskuminningar mínar kallast á við hugleiðingar um áleitin sam- félagsleg málefni, tilhneiginguna til að jaðarsetja framandi hópa og ein- staklinga. Útgangspunkturinn í hug- leiðingum mínum er að við erum öll á sama báti,“ skrifar Kristbergur og segir tengingu á milli umræddra bóka Blyton og myndraðar á sýning- unni: „Tengingin er fólgin í bókar- titlunum á einfaldan hátt: Orðinu Fimm er skipt út fyrir orðið Við. Dæmi: Fimm á fjöllum uppi verður: Við á fjöllum uppi. Fimm á flótta verður Við á flótta. Og svo fram- vegis. Þar sem skýringum mínum sleppir er það áhorfandans að túlka og tengja að eigin vitund.“ Sýningunni lýkur 31. júlí. „Við erum öll á sama báti“ Kristbergur Ó. Pétursson  Kristbergur sýnir í Slunkaríki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.