Morgunblaðið - 26.07.2018, Síða 8

Morgunblaðið - 26.07.2018, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2018 Björn Bjarnason fjallar um upp-gang Svíþjóðardemókratana í pistli á heimasíðu sinni og kallar þá uppnámsflokk: „Í fjölmiðlum og stjórnmálum hér á landi er gjarnan vísað til þeirra stjórnmálahreyfinga sem ná til fleiri kjósenda nú en áður víða um Evrópu sem popúlista (lýð- skrumara), öfgaflokka eða kynþátta- hatara (rasista). Til að lýsa þeim og eðli þeirra má nota orðið uppnáms- flokkar. Það orð er hlutlausara en hin en lýsir vel eðli flokk- anna, stefna þeirra veldur uppnámi, hún brýtur upp gam- algróin kerfi.“    Svíar kjósa 9. september og bendirBjörn á að Svíþjóðardemókrat- arnir mælist með 25% fylgi: „Rekja má uppruna SD til samtaka rasista, meðal þeirra sem stóðu að baki stofn- un flokksins árið 1988 voru félagar í samtökunum Waffen-SS. SD hefur reynt að þvo af sér þennan stimpil og árið 2012 mótaði flokkurinn stefnu þar sem öllu sem hallast að rasisma er hafnað. Hefðbundnir sænskir flokkar eru í öngstræti í umræðunum um útlendingamál. Þöggunin um vandann vegna mikils fjölda innflytj- enda í Svíþjóð skapar jarðveg fyrir SD. Að þingmönnum annarra flokka þótti ekki við hæfi að eiga samskipti við þingmenn SD eftir kosningarnar 2010 skapaði þeim sérstöðu í huga al- mennings og sænskra kjósenda, þeir væru ekki hluti af stjórnmálaelítunni sem neitaði að horfast í augu við þjóð- félagsvandann sem rekja mætti til út- lendingastefnunnar.    SD er dæmigerður uppnáms-flokkur. Fylgi sitt má hann þakka vanmætti annarra sænskra flokka til að ræða og kynna það sem hvílir þungt á mörgum kjósendum, ekki af því að þeir eru rasistar heldur hinu að þeir telja sig hafa verið blekkta af fjölmiðlum og stjórn- málamönnum með fagurgala um ágæti þess að opna landið fyrir inn- flytjendum.“ Björn Bjarnason Uppnámsflokkur sækir á í Svíþjóð STAKSTEINAR Sveinn Yngvi Egilsson, pró- fessor í íslensk- um bókmenntum við Háskóla Íslands, flytur á laugardag fyrir- lesturinn Vina- gleði, félagsleg þýðing bók- mennta í þjóðern- islegu samhengi. Verður erindið flutt klukkan 15 að Kvoslæk í Fljótshlíð, en að honum loknum eru kaffiveitingar. „Ættjarðarljóð eru ekki aðeins ort til að vera lesin í einrúmi heldur líka flutt eða sungin á mannamótum. Þeim er ætlað að sameina þjóðina og mynda hópkennd eða samstöðu. Í ættjarðarljóðum er iðulega vísað í sögu og samtíð en eitt helsta ein- kenni þeirra er þó landlýsing af ein- hverju tagi,“ er haft eftir Sveini Yngva í tilkynningu. „Meðal verka sem koma við sögu eru Vinagleði Magnúsar Steph- ensens, Borðsálmur og Vísur Íslend- inga eftir Jónas Hallgrímsson og fleiri kvæði af því tagi eftir íslensk skáld og erlend,“ segir hann. Fjallar um þjóðernis- leg verk  Fyrirlesturinn fluttur í Fljótshlíð Sveinn Yngvi Egilsson Skipulagsstofnun telur að bygging kláfs fyrir ferðafólk í Skálafelli geti haft í för með sér umtalsverð um- hverfisáhrif. Þess vegna skuli fyrir- huguð framkvæmd undirgangast mat á umhverfisáhrifum. Skálafell Panorama ehf. hyggst setja upp kláf frá núverandi bíla- stæði við rætur Skálafells og upp á tind fjallsins og koma upp þjónustu- stöðvum á báðum endum. Leiðin þarna á milli er um tveir kílómetrar og hækkun um 400 metrar. Hug- myndir eru uppi um að koma upp veitingahúsi á toppnum. Þarf að leggja veg upp á fjallið og rafmagns- heimtaug og stækka bílastæðin. Skipulagsstofnun bendir á í áliti sínu að gestum muni fjölga mikið á svæðinu, verði af framkvæmdinni, miðað við núverandi notkun. Áætlað er að 150 þúsund gestir fari með kláfnum á hverju ári, stór hluti á sumrin. Undanfarna vetur hafi 3-16 þúsund skíðagestir komið þangað á ári. Umfangsmikil framkvæmd Þá séu fyrirhuguð mannvirki um- fangsmikil og kalli á nánari grein- ingu og mat, meðal annars á áhrifum aukinnar umferðar á vegakerfið. Eðlisbreyting á þjónustu svæðisins og óvissa um umfang framkvæmda og slysahættu kalli á umhverfismat. helgi@mbl.is Kláfur í Skálafelli í umhverfismat  Skipulagsstofnun telur að eðlisbreyting verði á þjónustu á svæðinu Morgunblaðið/Brynjar Gauti Salibuna Þessi kláfferja er í Kína. Veður víða um heim 25.7., kl. 18.00 Reykjavík 12 súld Bolungarvík 10 alskýjað Akureyri 13 skýjað Nuuk 9 léttskýjað Þórshöfn 13 heiðskírt Ósló 23 heiðskírt Kaupmannahöfn 30 heiðskírt Stokkhólmur 30 heiðskírt Helsinki 28 heiðskírt Lúxemborg 33 heiðskírt Brussel 31 léttskýjað Dublin 22 skýjað Glasgow 23 heiðskírt London 29 skýjað París 32 heiðskírt Amsterdam 28 heiðskírt Hamborg 27 skúrir Berlín 31 heiðskírt Vín 26 léttskýjað Moskva 19 skýjað Algarve 24 heiðskírt Madríd 34 heiðskírt Barcelona 30 heiðskírt Mallorca 30 heiðskírt Róm 30 léttskýjað Aþena 27 rigning Winnipeg 14 rigning Montreal 24 skúrir New York 24 rigning Chicago 26 heiðskírt Orlando 30 þrumuveður Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 26. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:17 22:53 ÍSAFJÖRÐUR 3:55 23:25 SIGLUFJÖRÐUR 3:37 23:09 DJÚPIVOGUR 3:40 22:29

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.