Morgunblaðið - 26.07.2018, Side 28

Morgunblaðið - 26.07.2018, Side 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2018 VIÐTAL Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Vésteinn Þórsson hefur um langt skeið unnið í þágu vísindanna að verkefnum sem stuðla að framförum í ónæmis- og krabbameinsrann- sóknum. Það kemur ef til vill á óvart að hann er hvorki læknir né lífvís- indamaður. Morgunblaðið hitti Vé- stein, sem er doktor í eðlisfræði, á Kjarvalsstöðum og ræddi við hann, en hann er með fjölskyldunni í heimsókn á Íslandi. Vésteinn leiddi m.a. hópa vísinda- manna sem unnu í sjö ár við að búa til Krabbameinsatlasinn (e. The Cancer Genome Atlas (TCGA)) og vann svo í sjálfboðavinnu ásamt hóp- um vísindamanna í framhaldinu við frekari rannsóknir á ónæmiskerfinu og krabbameinum. Niðurstöðurnar hafa m.a. verið birtar í vísinda- tímaritunum The Cell og Immunity. „Ég fór að kanna eftir námið hvað annað væri hægt að gera en að starfa við eðlisfræði, en algengt er að eðlisfræðingar starfi í ýmsum greinum og færði mig yfir í líffræði og rannsóknir tengdar henni. Á yfir- borðinu eru þetta ólík fög, en þegar ég byrjaði þá voru miklar breyt- ingar í líffræðimælingum, það voru meiri gögn en áður og skortur á fólki sem gat unnið með stór gagna- sett. Það varð fyrst hægt að skoða hvaða sameindir væru að breytast í frumum og ekki aðeins einstakar heldur þúsundir og kannski öll genin í líkamanum. Fólk vildi reyna að skilja hvað var mikilvægt og hvað skipti minna máli. Þá var þörf á fólki sem gat unnið með tölur og út- reikninga og ekki margir með mikla þekkingu á því í líffræðinni. Ég fæst því ekki við tilraunir heldur við úr- vinnslu á gögnum sem aðrir hafa búið til. Í starfinu nýti ég mér ekki beinlínis eðlisfræðina heldur frekar aðferðirnar úr náminu, eðlisfræði er mjög góður grunnur fyrir margt. Fyrst vann ég við Washington- háskóla en er nú hjá Institute for Systems Biology. Stofnunin fæst við læknis- og líffræðirannsóknir og nýt- ir sér til þess svokallaða kerfis- líffræði, sem er frekar nýtt fag,“ segir Vésteinn. Um Krabbameinsatlasinn segir hann: „Þetta var hluti af stóru verk- efni sem hefur staðið yfir síðan árið 2009 og byggist á að kortleggja breytingar sem eiga sér stað í krabbameinsæxlum og -frumum. Það voru teknar fyrir mismunandi tegundir af krabbameinum, af starfshópum sérfræðinga þar sem hver hópur skoðaði ákveðna tegund krabbameins. Ég var í hópi sem skoðaði magakrabbamein. Það voru gerðar mörg þúsund mælingar á þessum sýnum til að skoða hvernig ákveðnar sameindir breytast í krabbameinum. Það verða stökk- breytingar í krabbameinsfrumum, prótín breytast í önnur prótín og þá geta frumurnar þróast þannig að æxlin vaxa eða dreifa sér. Þetta verkefni fólst í að komast að því hvaða breytingar áttu sér stað en leiddi líka í ljós að krabbamein geta átt sér mismunandi undirtegundir. Slíkar frekari greiningar geta verið afar hjálplegar við að þróa lyf sem virka betur og nákvæmar á meinin.“ Notaður um allan heim Spurður hvernig Krabbameinsat- lasinn nýtist segir Vésteinn: „Þekk- ing hefur aukist með gerð hans og gögnin eru öll fáanleg, en þau eru notuð úti um allan heim. Vísinda- menn eru að gera sínar eigin rann- sóknir en bera þær saman við gögn úr TCGA til að sjá hvort einhver hafi nú þegar komist að einhverju um tilteknar gerðir æxla, og er það mjög gagnlegt að því leyti. Í fram- haldi af þessu aðalverkefni sem atl- asinn var, þegar búið var að skoða og kortleggja breytingar í 33 teg- undum af krabbameinum, úr yfir tíu þúsund sýnum úr einstaklingum, þá áttaði fólk sig á að það væri tæki- færi til að bera saman það sem ger- ist í mismunandi krabbameinum. Hægt var að sjá hvað er sameig- inlegt með þeim og hvað er ólíkt, en það auðveldar greiningar og þróun á meðferðum. Það sem ég fékkst aðal- lega við sem hluta af framhaldsverk- efninu, var að skoða hvernig ónæm- iskerfið bregst við krabbameini, en miklar vonir eru bundnar við ónæm- islækningar og -lyf. Ónæmiskerfið vinnur gegn sýkingum en það getur líka unnið gegn krabbameini, því að frumurnar stökkbreytast og verða framandi líkamanum, og ónæm- iskerfið á að geta þekkt þær og gert útaf við þær. Þetta hefur tekist nokkuð vel gegn ákveðnum teg- undum krabbameins eins og t.d. sortuæxlum og lungnakrabbamein- um, en ekki í öðrum tilfellum og þá er mikilvægt að geta skilið sam- bandið á milli krabbameinsfrumna og ónæmiskerfisins. Þá hefur atl- asinn komið að góðum notum, en framhaldsverkefnið var kallað Pan Cancer Atlas. Það byrjaði eftir að TCGA lauk árið 2016, og því lauk nú í vor með 27 útgefnum greinum, sem eru allar fáanlegar og munu vonandi nýtast vel. Alls tók ég þátt í fimm af framhaldsverkefnunum. Ein þessara greina var um ónæmiskerfið og ég leiddi það verkefni ásamt tveimur öðrum. Ég tók einnig þátt í öðru verkefni, sem var að bera sam- an krabbamein í meltingarvegi, s.s. ristli, maga og vélinda. Tvær voru yfirlitsgreinar og ein fjallaði um greiningu á ónæmisfrumum. Þetta var mikil vinna og það sem var óvenjulegt var að þessi framhalds- verkefni voru öll unnin í sjálfboða- vinnu, en fólk hafði áhuga á að gera þetta á þessum tíma og þetta var einstakt tækifæri því að um var að ræða mjög fjölbreyttan hóp af sér- fræðingum.“ Vonir í ónæmislækningum Aðspurður hvort greinarnar hafi vakið athygli eða nýst segir Vé- steinn að það eigi sérstaklega við um greinina um svörun ónæmiskerf- isins, en mikill áhugi sé fyrir ónæm- islækningum því miklar vonir séu bundnar við þær. „Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið að taka þátt í þessu verkefni og fengið að kynnast svona mörgu frábæru, hæfu fólki, hver einstaklingur var með sérþekkingu sem nýttist og maður lærði svo mikið. Ef ég má minnast á eina niðurstöðu þá kom í ljós að það væru vissir sameiginlegir eiginleikar með viðbrögðum ónæmis- kerfisins við mismunandi krabba- meinum, en þannig mætti t.d. reyna að þróa lyf sem virkar á það sem er sameiginlegt eða gera frekari rann- sóknir. Ef maður lítur yfir heildina, þessar 33 tegundir krabbameina, og tíu þúsund sýni, þá voru sex gerðir af mismunandi svörun, allt frá öfl- ugri svörun niður í enga svörun, eða ónæmiskerfið bregst við en ræður ekki við vöxtinn. Mesta gagnið er að hafa komið þessu frá okkur og gera það aðgengilegt og fáanlegt. Við gerðum því vefsíðu þar sem fólk get- ur skoðað gögnin og niðurstöðurnar betur, til að auka aðgengileika fyrir þá sem eru ekki með sérþekkingu á útreikningunum. Vefsíðan www.cri- iatlas.org hefur þann tilgang líka að staðla og safna samanburðarhæfum gögnum, en það hefur verið vanda- mál að geta borið saman gögn. Við höfum fengið styrk til að halda áfram að þróa þessa vefsíðu næstu árin og safna stöðluðum gögnum sem verður þá hægt að bera sam- an,“ segir Vésteinn og að fram und- an sé að verja fríinu með fjölskyld- unni á Íslandi. Unnið með stór gagnasett  Vésteinn Þórsson eðlisfræðingur hefur leitt og tekið þátt í gagnavinnslu og -greiningum í ónæmis- og krabbameinsrannsóknum  Krabbameinsatlasinn TCGA er meðal afraksturs vinnu Vésteins Morgunblaðið/Valli Feðgin Raisah Ásdís Vésteinsdóttir og Vésteinn Þórsson eðlisfræðingur. Þau eru nýkomin til Íslands úr hjólreiða- ferð þar sem þau hjóluðu 325 km leið á tveimur dögum í steikjandi hita í Seattle to Portland Bicycle Ride. Vésteinn Þórsson er Reykvíkingur, f. 1964, sonur Þórs Jakobssonar veðurfræðings og Jóhönnu Jóhann- esdóttur. Vésteinn er giftur Aaliyah Gupta myndlist- arkonu f. 1964 og eiga þau tvíburana Raisah Ásdísi og Kian Leif f. 1995. „Ég útskrifaðist úr eðlisfræði við Háskóla Íslands og þaðan fór ég í framhaldsnám í Bandaríkjunum í Stony Brook-háskóla í New York þar sem ég kynntist konunni minni. Þaðan fór ég til Kaupmannahafnar þar sem við eignuðumst börnin okkar. Við fluttum svo til Seattle og ég fór í post doc.-nám þar,“ segir Vésteinn, sem hefur búið samfellt í Bandaríkjunum frá árinu 1995. SONUR ÞÓRS JAKOBSSONAR VEÐURFRÆÐINGS Þór Jakobsson Fjölskylduvísindin laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is Pappelina gólfmotta, 70 x 100 cm Verð 12.500 kr. Mikill áhugi var á samkeppni um kórlag sem afmælisnefnd aldar- afmælis fullveldis Íslands auglýsti í mars sl. Alls bárust nefndinni 60 til- lögur, sem ljóð- og tónskáld senda saman inn, að kórlagi í tilefni 100 ára afmælis fullveldisins. Sigurlagið verður tilkynnt af dómnefnd í lok ágúst. Sinfóníuhljómsveit Íslands og kór frumflytja verkið á hátíðardag- skrá í Hörpu 1. desember nk. Morgunblaðið/Eggert Samkeppni Sigurlagið verður frumflutt í Hörpu 1.desember. 60 tillögur um kórlag

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.