Morgunblaðið - 26.07.2018, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 26.07.2018, Qupperneq 37
37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2018 Ekki hægt að stóla á sólina Oft hefur verið fátt um manninn á útikaffihúsum miðborgarinnar í sumar vegna sólarleysis en það er bót í máli að kaffið bragðast ekki síður í hlýjunni innandyra. Ómar Í fyrri grein undirritaðra, sem birtist á þessum vettvangi síðasta þriðjudag, var m.a. fjallað um eign- arhald á landi og vikið að lax- og sil- ungsveiðiréttindum í því sambandi. Í þessari grein verður sjónum einkum beint að þeim lagareglum sem gilda um eignarhald á landi og vikið að þeim úrræðum sem geta komið til greina til að bregðast við aðila- skiptum að landi. Umræða um eignarhald að ís- lensku jarðnæði og auðlindum er fjarri því að vera ný af nálinni. Árið 1919 voru samþykkt lög á Alþingi sem fólu í sér að til þess að eiga fast- eignir á Íslandi þyrfti viðkomandi að eiga heimilisfesti hér á landi. Lögin fólu þannig í sér búsetuskilyrði en þjóðernið skipti ekki máli. Árið 1923 tóku gildi vatnalög en í þeim fólst meðal annars að óheimilt var að skilja veiðirétt frá bújörðum. Var það gert til að bregðast við þeirri staðreynd að bændur höfðu þá unn- vörpum selt veiðirétt frá jörðum sín- um. Núgildandi lög um eignarrétt og afnotarétt að fasteignum eru að grunni til frá árinu 1966. Almennt verður sá sem vill eignast land á Ís- landi að vera íslenskur ríkisborgari. Ákveðnar sérreglur gilda um fyr- irtæki og lögaðila sem ekki verður fjallað sérstaklega um hér. Þeir sem ekki eru íslenskir ríkisborgarar og vilja eignast land eða aðra fasteign hér á landi verða að sækja um það til dómsmálaráðuneytisins og getur dómsmálaráðherra veitt undanþágu frá banninu. Þrátt fyrir umrædda meginreglu um íslenskan ríkisborg- ararétt gildir sú undantekning að þeir sem búa í ríkjum á Evrópska efnahagssvæðinu geta keypt land án þess að sækja um leyfi til ráðuneyt- isins. Viðkomandi einstaklingar þurfa ekki að vera ríkisborgarar í EES-ríki, heldur nægir þeim að vera þar með búsetu. Þeir sem hafa bú- setu í EES-ríki hafa því sama rétt og íslenskir ríkisborgarar til fasteigna- kaupa. Undantekningin gerir það að verkum að rúmlega 500 milljón manns geta keypt land og aðrar fast- eignir hér á landi með sömu skil- yrðum og íslenskir ríkisborgarar. Eru þá ótaldir þeir möguleikar þar sem einstaklingar geta keypt fast- eignir í gegnum fyrirtæki og félög. Danmörk og Noregur Í Danmörku og Noregi eru til staðar umfangsmeiri takmarkanir við aðilaskiptum að fasteignum en hér á landi. Í Noregi þarf t.d. að afla leyfis ríkisins fyrir kaupum á vissum flokkum landbúnaðar- og skógrækt- arlands, auk þess sem sækja þarf um leyfi til að eignast land og aðrar fast- eignir á svæðum sem hafa verið skil- greind þannig að ákjósanlegt sé að tryggja þar heilsársbúsetu. Eftirlits- stofnun EFTA komst að þeirri nið- urstöðu í ákvörðun frá 2012 að um- rætt búsetuskilyrði norskra laga væri lögmætt. Í Danmörku gildir sú regla að sá sem vill eignast land eða aðra fast- eign þar í landi verður að hafa bú- setu í landinu, eða hafa áður haft bú- setu þar í a.m.k. fimm ár. Undanþága gildir um ríkisborgara EES-ríkja, en þeir geta keypt land eða aðrar fasteignir án leyfis ríkisins ef kaupin eru ætluð fyrir heils- ársbúsetu kaupandans eða þegar kaupin eru nauðsynleg fyrir sjálf- stæðan atvinnurekstur hans eða þjónustu sem hann ætlar sér að veita í Danmörku. Bæði í Danmörku og Noregi eru síðan settar frekari tak- markanir í lögum við aðilaskiptum að landbúnaðarlandi, en þar er m.a. mælt fyrir um skyldu til þess að halda jörðum í ábúð eftir aðilaskipti. Umræðuskjal Evrópusambandsins Rétturinn til þess að kaupa land og aðrar fasteignir hér á landi fellur innan fjórfrelsis EES-samningsins. Ekki getur því komið til greina að leggja bann við því að útlendingar, sem búsettir eru á EES-svæðinu, kaupi fasteignir hér á landi. Á hinn bóginn er viðurkennt í Evrópurétti að rétturinn að þessu leyti geti sætt takmörkunum. Í október 2017 gaf fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins út umræðuskjal (2017/C 350/05) sem hafði að markmiði að skýra út það lagaumhverfi Evrópuréttar sem gildir um kaup á landbúnaðarlandi og gefa ákveðnar leiðbeiningar um það hvernig aðildarríki geti hagað lagasetningu að þessu leyti. Í skjalinu kemur fram að vegna hins sérstaka eðlis land- búnaðarlands megi takmarka kaup er- lendra aðila að slíku landi. Lykilatriði væri að reglur um slíkar takmarkanir stefndu að lögmætu markmiði, s.s. að þróa og við- halda hagkvæmu land- búnaðarkerfi, og að ekki væri gengið lengra í slíkum tak- mörkunum en nauðsynlegt væri til að ná þeim markmiðum. Í umræðu- skjalinu eru jafnframt í dæmaskyni nefndir ýmsir möguleikar við út- færslu takmarkana á kaupum á land- búnaðarlandi, en sjónarmið að þessu leyti hafa mótast í framkvæmd Evr- ópudómstólsins. Í skjalinu kemur m.a. fram að það geti staðist að gera kröfu um að aðilaskipti að landbún- aðarlandi þurfi að hljóta samþykki tiltekinna yfirvalda. Skilyrðin fyrir slíku samþykki þurfi þó að vera skýr, nákvæm og gagnsæ. Þá er talið standast að veita tilteknum aðilum forkaupsrétt ef það hefur að mark- miði að halda landinu í eigu bænda og í landbúnaðarnotum. Enn fremur getur verið lögmætt að gera það að skilyrði að viðkomandi land haldist í landbúnaðarnotum í kjölfar kaup- anna. Í þessu sambandi má nefna að í gildistíð hinna eldri íslensku jarða- laga, sem giltu til ársins 2004, var mælt fyrir um tvenns konar tak- markanir á aðilaskiptum að landbún- aðarlandi sem Evrópusambandið nefnir í dæmaskyni í fyrrnefndu skjali. Annars vegar þurfti sveit- arstjórn að samþykkja slík að- ilaskipti og hins vegar nutu sveit- arfélög forkaupsréttar að bújörðum. Ef endurvekja ætti skilyrðið um samþykki sveitarfélaga þyrfti þó að setja með skýrum hætti fram þau at- riði sem sveitarstjórn á að horfa til þegar metið er hvort heimila eigi að- ilaskiptin. Um mögulega útfærslu á nýju forkaupsréttarákvæði er fjallað síðar í greininni. Mögulegar útfærslur á takmörkunum Samkvæmt því sem að framan greinir er ljóst að löggjafinn getur gengið lengra í að takmarka að- ilaskipti að landi en leiðir af núgild- andi löggjöf. Ef vilji er til þess af hálfu löggjafans að ráðast í breyt- ingar þarf þó að huga að nokkrum atriðum. Byrja þarf á því að skil- greina þau markmið sem löggjafinn vill stefna að. Á að takmarka heim- ildir erlendra aðila sem ekki hafa bú- setu hér á landi til að kaupa land- svæði sem er hentugt til landbúnaðar eða er markmiðið að koma í veg fyrir kaup á auðlindum sem fylgja viðkomandi landi? Ýmsar leiðir geta komið til greina til þess að ná umræddum markmiðum. Ef takmarka ætti með almennum hætti fjárfestingar erlendra aðila sem ekki hafa búsetu hér á landi mætti sækja fyrirmyndir til Dan- merkur og Noregs, sem eru þau ríki sem við helst horfum til þegar kemur að lagasetningu. Jafnframt þyrfti að hafa hliðsjón af þeim sjónarmiðum sem fram hafa komið í áðurnefndu umræðuskjali framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Með hliðsjón af fjölda jarða hér á landi og rækt- unarskilyrðum er þó óraunhæft að setja aðilaskiptum þau skilyrði að kaupandi taki jörð til ábúðar í öllum tilvikum, en aðrar leiðir gætu þá komið til greina. Ekki má heldur gleyma því að víða um land má finna dæmi um metnaðarfulla uppbygg- ingu bújarða í eigu erlendra aðila, t.a.m. á sviði hestamennsku. Hvað mögulegan forkaupsrétt sveitarfélaga varðar þarf að hafa í huga að stórar bújarðir eru í mörg- um tilvikum innan sveitarfélaga sem hafa takmörkuð fjárráð og geta vart staðið í kaupum á jörðum í stórum stíl. Mögulega þyrfti aðkomu rík- issjóðs í slíkum tilfellum. Það er svo pólitískt álitaefni í hvaða tilvikum er réttlætanlegt að ráðstafa skattfé al- mennings til eignakaupa af þessu tagi. Í fyrri grein undirritaðra var vikið að því að áhugi erlendra aðila beinist að miklu leyti að lax- og silungsveiði- réttindum. Mögulega mætti útfæra forkaupsrétt opinberra aðila þannig að svigrúm væri til að beita honum eingöngu að lax- og silungsveiðirétt- indum að tilteknum skilyrðum upp- fylltum. Þetta gæti einna helst komið til greina þegar einn aðili er við það að ná meirihluta atkvæða í tilteknu veiðifélagi. Með þessari útfærslu þyrftu hinir opinberu aðilar ekki að kaupa stór landsvæði samhliða kaup- um á hinni mikilvægu auðlind sem veiðirétturinn sannarlega er. Ef ágreiningur væri um verð fyrir rétt- indin væri eðlilegt að matsnefnd sem starfar á grundvelli lax- og silungs- veiðilaga hefði úrskurðarvald um kaupverð veiðiréttindanna. Þá þyrfti jafnframt að huga að frekari út- færsluatriðum til þess að skerða ekki hagsmuni kaupanda og seljanda um of. Markmiðið með framangreindri leið væri ávallt að koma í veg fyrir að lax- og silungsveiðiréttindi söfnuðust á fárra hendur. Útfæra mætti þetta nánar með hliðsjón af landnýtingar- og umhverfissjónarmiðum, t.d. þannig að ef jörðin kæmist aftur í ábúð hefði eigandi hennar innlausn- arrétt á veiðiréttinum, þ.e. hann gæti keypt hann til baka af hinum op- inbera aðila á matsvirði. Í fyrri grein undirritaðra var jafnframt minnst á þann möguleika að ráðast í aðrar breytingar á lax- og silungs- veiðilöggjöf. Þá mætti huga að minnihlutavernd í ríkari mæli en nú er gert, t.d. þannig að ákveðinn hluti félagsmanna veiðifélags geti við til- teknar aðstæður þvingað fram út- leigu veiðiréttinda á viðkomandi vatnasviði. Hinn valkvæði forkaupsréttur sem getið er hér að framan gæti einnig tekið til fleiri mikilvægra auð- linda á borð við jarðhita- og vatns- réttinda þannig að opinberir aðilar gætu keypt viðkomandi auðlindir einar og sér. Hvað sem öllu framangreindu líð- ur er a.m.k. ljóst að löggjafinn getur valið úr mörgum leiðum ef vilji er til þess að breyta núgildandi löggjöf. Nauðsynlegt er að skoða málið heild- stætt og út frá þeim hagsmunum sem eru í húfi og þeim markmiðum sem löggjafinn vill stefna að. Þá þarf að gaumgæfa við þessa vinnu hvort ákveðnar útfærslur gangi of langt í að takmarka fjórfrelsisákvæði EES- samningsins, en eins og áður er nefnt er þó ekkert því til fyrirstöðu að Evrópurétti að gera takmarkanir á aðilaskiptum að landbúnaðarlandi ef það er nauðsynlegt í þágu al- mannahagsmuna og ekki er gengið lengra með takmörkuninni en nauð- synlegt er til að ná því markmiði sem að er stefnt. Eftir Guðjón Ármannsson og Víði Smára Petersen »Ekki getur komið til greina að leggja bann við því að útlend- ingar, sem búsettir eru á EES-svæðinu, kaupi fasteignir hér á landi. Á hinn bóginn er við- urkennt í Evrópurétti að rétturinn að þessu leyti geti sætt tak- mörkunum. Guðjón Ármannsson Höfundar eru hæstaréttar- lögmenn á LEX. Jarðakaup erlendra aðila – mögulegar takmarkanir Víðir Smári Petersen
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.