Morgunblaðið - 26.07.2018, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 26.07.2018, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2018 Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is PLUSMINUS | OPTIC Hulda Bjarnadóttir hulda@mbl.is Sjónvarpsþættirnir Á tali hjá Hemma Gunn. náðu miklum vin- sældum á árunum 1987 til 1997. Þar komu fram helstu frammá- menn landsins ásamt vinsælu eða upprennandi tónlistarfólki og landsþekktum karakterum sem Laddi skapaði á sínum tíma svo sem Eiríki Fjalar, Skúla rafvirkja, Dengsa og hinni óborganlegu Elsu Lund sem var fastagestur í sóf- anum hjá hinum vinsæla fjölmiðla- manni Hermanni Gunnarssyni, eða Hemma Gunn. líkt og hann var oftast kallaður. Hann tók reglulega viðtöl við leikskólakrakka og má segja að sá dagskrárliður hafi slegið í gegn og enn er vitnað í það hversu vel Hemmi náði til barnanna og hve skemmtileg tilsvör fengust. Þetta voru skemmtilega mælsk börn sem þjóðin fékk að kynnast. En hvar eru þau í dag? Og hvernig muna þau þennan tíma? Þáttastjórnendur síðdeg- isþáttar K100 hafa að undanförnu fengið til sín nokkur börn sem voru í þáttunum. Þau hafa eðli málsins samkvæmt stækkað og muna mismikið frá þessum tíma. Ætlaði að giftast Hemma Viðskiptafræðingurinn Fanney Sigurðardóttir reið á vaðið. Hún segist muna þetta líkt og gerst hafi í gær. Það var alltaf poppað fyrir þátt og svo var horft. Hún leit mikið upp til Hemma Gunn. og sagðist hafa verið alger- lega heilluð af honum. Svo heilluð að hún hefði óskað sér þess að hún gæti gifst honum. „Ég held að ástæða þess að börnin hafi viljað tala við hann og opna sig fyrir honum sé að hann hafi verið svo rosalega einlægur. Og bara góður og ég fann það. Það er oft talað um að börn finni ýmislegt sem fullorðnir finna ekki. Hemmi var bara með rosalega sérstaka orku,“ útskýrir Fanney og því hafi henni liðið vel og hún treyst honum. Hún lýsir því einnig hvernig hann gaf sér góðan tíma til að spjalla áður en viðtalið sjálft var tekið og því hafi þau opnað sig jafn mikið og raunin varð. En nýtti hún sér þetta til vin- sælda á meðal vina og vanda- manna? „Sko þetta var partítrix þegar ég var svona um tólf ára aldurinn. Þá neyddi ég alla sem komu í heimsókn að horfa á þetta. Ég held ég verði bara að biðja þau afsökunar, þið vitið hver þið er- uð,“ segir Fanney hlæjandi. Bullaði svörin og vinnur við spunasýningar í dag Ólafur Ásgeirsson, sem í dag er hluti af Improv Ísland-hópnum, segist hafa bullað út í eitt í þess- um viðtölum. Það sé mögulega kaldhæðni örlaganna því í dag vinni hann við spunasýningar sem gangi út á að bulla og skemmta áhorfendum. Hann hafi til dæmis aldrei átt neinn apa eða fisk, en það voru svörin sem komu frá honum þegar Hemmi spurði hann út í dýrin sem hann ætti. „Kannski var ég bara að segja það sem ég hélt að hann vildi að ég myndi að segja,“ segir Ólafur. „Ég man bara að það var rosalega mikil birta og maður sá eiginlega ekki Hemma.“ Rebekka Blöndal rifjar upp þátttöku sína. Hún tengir líka við þessa miklu birtu. „Ég man ekki eftir ferlinu. En allt í einu var maður bara kominn í þennan stól og maður sá varla Hemma, það var svo mikið ljós,“ segir Re- bekka. Hún var búin að leggja Hafnfirðingabók ömmu sinnar og afa á minnið og fór hún með nokkra Hafnarfjarðarbrandara hjá Hemma. Hún fékk verkefni í framhaldi af þátttöku sinni þegar hún lék í malt- og appelsínauglýs- ingu þar sem hún flutti vísu sem hún kann enn í dag. Urðu fyrir áhrifum af þáttunum En hafði þátttaka í þáttunum áhrif á val þeirra síðar meir í námi? Rebekka er í tónlistarnámi í dag og stundar djasssöng hjá FÍH og útskrifast þaðan næsta haust. Hún segist hafa fylgst með þáttunum og orðið fyrir áhrifum af öllu því tónlistarfólki sem kom þar fram, en sem dæmi hafi hún til dæmis kynnst Todmobile í gegnum þættina og dáðst að. Ólaf- ur segist fyrir sitt leyti geta þakk- að þáttunum það að hann fór síðar í leiklistarnám. Mögulega hafi list- rænum fræjum verið sáð á þeim tíma, segir hann en erfitt sé að meta áhrif þess að hafa tekið þátt í einum vinsælasta sjónvarpsþætti landsins á sínum tíma. Börnin hans Hemma í dag Sjónvarpsþættirnir Á tali hjá Hemma Gunn. náðu miklum vinsældum á ár- unum 1987 til 1997. Hann tók reglulega viðtöl við leikskólakrakka, hann náði vel til þeirra og skemmtileg tilsvör fengust. En hvar eru þessi börn í dag? Skjáskjot úr Á tali hjá Hemma Gunn. Brandarakerling Rebekka Blöndal fór með nokkra Hafnarfjarðar- brandara fyrir Hemma Gunn og þjóðina á sínum tíma. Mynd/K100 Upprifjun Rebekka Blöndal og Ólafur Ásgeirsson mættu í síðdegisþátt K100 á dögunum til að rifja upp þátttöku í þættinum Á tali hjá Hemma Gunn. Skjáskot úr Á tali hjá Hemma Gunn. Bull Ólafur Ásgeirsson hér í viðtali í þættinum. Hann segist hafa bullað út í eitt. K100/Skjáskjot úr Á tali hjá Hemma Gunn. Skemmtilegt Fanney Sigurðardóttir hafði gaman af spjalli sínu við Hemma Gunn. á sínum tíma. Hún segir hann hafa verið með einstaka orku og gefið sér tíma áður en upptökur hófust. Morgunþátturinn Ísland vaknar hefur í samstarfi við Lexus gefið af- not af Lexus RX-sportjeppum. Berglind Ýr Gylfadóttir var sú heppna að þessu sinni og sagði hún jeppann koma að góðum notum þar sem hún býr í Ólafsvík. „Ég trúi þessu ekki,“ sagði Berg- lind Ýr Gylfadóttir þegar þau Logi og Rikka, úr morgunþættinum Ís- land vaknar, hringdu í hana og til- kynntu henni að hún hefði unnið af- not af Lexus RX-sportjeppa í heila tíu daga. Berglind sem gifti sig um liðna helgi segir bílinn koma að góðum notum á hveitibrauðsdög- unum enda í nógu að snúast. islandvaknar@k100.is Lexus/Andri Nýgift á Lexus Berglind Ýr var alsæl með Lexus-jeppann. Nýgift á Lexus
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.