Morgunblaðið - 26.07.2018, Page 48

Morgunblaðið - 26.07.2018, Page 48
48 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2018 ✝ Áslaug MaríaÞorsteinsdóttir fæddist á Akureyri 5. ágúst 1939. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Sól- túni 14. júlí 2018. Foreldrar henn- ar voru Þorsteinn Austmar Sigurðs- son, kaupmaður á Akureyri, f. 28. ágúst 1917, d. 28. júní 1984, og Sigrún Áskels- dóttir húsfreyja, f. 25. júlí 1914, d. 6. október 1996. Bræður Áslaugar eru Elías, f. 16. ágúst 1952, og Sigurður Áskell, f. 21. nóvember 1953. Eftirlifandi eiginmaður Ás- laugar er Björn Olsen Jak- obsson bifvélavirkjameistari, f. 27. janúar 1930, þau giftust 22. nóvember 1958. Börn þeirra Egilssyni, f. 9. mars 1958. Börn þeirra eru Berglind Thelma, f. 6. september 1990, Dofri Vikar, f. 22. nóvember 1996, og Brynja María, f. 17. ágúst 1998. 4) Birgir Már, f. 3. ágúst 1971, d. 2. nóvember 1978. Áslaug ólst upp í foreldra- húsum á Eyrinni á Akureyri. Hún gekk í Húsmæðraskólann á Laugalandi í Eyjafirði vet- urinn 1957-58. Á Akureyri hófu Áslaug og Björn búskap. Ásamt heimilishaldi starfaði Áslaug við ræstingar fyrstu árin en síðar sem ræstinga- stjóri við verksmiðjurnar á Gleráreyrum á Akureyri. Árið 1990 fluttu þau hjón búferlum til Reykjavíkur, Þar starfaði Áslaug sem ræstingastjóri við Fræðslumiðstöð Reykjavík- urborgar uns hún lét af störf- um. Síðastliðið ár hefur Áslaug dvalið á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík. Áslaug verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju í dag, fimmtudaginn 26. júlí, kl. 13.30. eru 1) Elva Björk, f. 13. maí 1960, giftist Sigurði Gunnari Jóhann- essyni, f. 24. októ- ber 1958, d. 11. júní 2004. Þau skildu. Synir þeirra eru Friðrik Örn, f. 4. desem- ber 1978, hans börn eru Hinrik Leó, f. 8. febrúar 2010, og Stefanía Ósk, f. 8. febrúar 2010, Björn Viðar, f. 18. desember 1982, hans barn er Elía Sif, f. 28. nóvember 2016. 2) Sigrún Vala, f. 28. október 1964, gift Mohamed Fadhel Meddeb, f. 6. júní 1959. Börn þeirra eru Selma, f. 15. október 2002, og Ymir, f. 20. október 2004. 3) Svala Ýrr, f. 22. október 1967, gift Braga Nú þegar mín ástkæra tengdamóðir Áslaug María Þor- steinsdóttir er horfin á braut verður mér hugsað til allra þeirra góðu stunda sem við átt- um saman og voru þær margar. Það var mikil gæfa mín að kynnast Áslaugu og Birni, þau tóku mér strax opnum örmum svo ég fann strax að mér leið virkilega vel hjá þeim hjónum og urðum við strax mjög góðir vinir. Ég fann hvað ég var alltaf velkominn og hvað hún vildi allt fyrir alla gera. Þegar mér verð- ur hugsað til Áslaugar er það fyrsta sem kemur upp í hugann fallega glaðlega brosið hennar sem yljaði öllum og syngjandi hláturinn. Ég hafði alltaf gam- an af því að hlusta á Áslaugu segja frá, hún gerði það af svo mikilli innlifun. Áslaug og Björn fóru fyrstu sólarlanda- ferð sína til Grikklands og er óhætt að segja að hún hafi lifað lengi á þeirri ferð, svo fylgdu fleiri ferðir í kjölfarið og skemmtilegar frásagnir því óhætt er að segja að hún naut þess að ferðast og segja frá. Oft fórum við fjölskyldan saman í útilegur og sumarbústaði og áttum við alltaf notalega stund saman. Barnabörnin elskuðu að heimsækja ömmu og afa sem vildu allt gera til þess að fólkinu þeirra liði ávallt sem best. Árið 1990 fluttu þau Áslaug og Björn til Reykjavíkur svo það var lengra að fara, en þau voru virkilega dugleg að koma norð- ur í góða veðrið á Akureyri, en henni fannst alltaf gott veður á Akureyri. Áslaug var innfædd- ur Akureyringur og átti marga góða vini hér sem hún kom að heimsækja í leiðinni. Áslaug var einstaklega gestrisin og var snillingur í matargerð og nutum við þess að koma og borða og dvelja hjá þeim hjónum og var þá alltaf glatt á hjalla og rifj- aðar upp gamlar sögur, allar útilegurnar og ferðalögin. Áhugamál Áslaugar voru marg- vísleg, t.d. lestur um andleg málefni sem hún las mikið um og þá var hún oft á tíðum með prjónana á lofti. Hér hef ég bara stiklað á stóru, en það væri hægt að halda langa tölu um þessa yndislegu konu sem nú hefur kvatt okkur og við sitj- um eftir með fallegar minning- ar. Elsku Björn, dætur, barna- börn og barnabarnabörn, ég votta ykkur mínar dýpstu sam- úð. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Hávamál.) Bragi Egilsson. Elsku amma. Þegar við komum frá Túnis hefur afi alltaf tekið á móti okk- ur á flugvellinum en amma beð- ið heima með mat og eftirmat. Hún bjó til bestu pönnukökur og vöfflur í heimi. Þegar við vorum á Íslandi fórum við alltaf til ömmu og afa allavega þrisv- ar sinnum í viku. Hún var alltaf með kex í skápnum inni í eld- húsi sem ég fékk að borða. Það fannst mér gott. Þegar við fór- um í ferðalög var amma oft með og hún var alltaf svo skemmti- leg. Hún var alltaf góð við mig og mér finnst það skemmtilegt og góð minning. Ég elska þig, amma. Ymir Meddeb. Lífið Með þér býr innri friður fegurri en þú veist. Með þér býr ljósið svo hreint og skært. Lát það skína, svo fleiri njóti. Lífsins dýrmæta gjöf. (Hjartalag.) Það hefur alltaf verið gott að heimsækja ömmu. Í hvert skipti sem við komum til baka frá Túnis fórum við fyrst heim til ömmu og afa þar sem amma beið eftir okkur á meðan afi kom að sækja okkur á flugvöll- inn. Hún tók vel á móti okkur og var alltaf glöð að sjá okkur og við hana. Það var mjög skemmtilegt að fara í sumarbú- stað með ömmu og afa. Það var mikið fjör og ýmislegt gert sem amma hafði gaman af. Það var alltaf þægilegt að tala við ömmu um allt og ekkert og mér leið mjög vel með henni. Ég á eftir að sakna hennar mjög mikið. Hvíldu í friði, elsku amma mín. Selma Meddeb. Með söknuði kveðjum við ömmu okkar um leið og við minnumst allra góðu tímanna okkar saman. Alltaf var tekið vel á móti okkur þegar við kom- um til Reykjavíkur. Alltaf svefnpláss, alltaf gott að borða og fullt af ömmuhlýju. Hvíldu í guðs friði, elsku amma okkar. Umhyggju og ástúð þína okkur veitti hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. Thelma og Dofri. Elsku amma okkar. Með söknuði kveðjum við þig sem alltaf varst til staðar fyrir okkur. Draum úr myrku djúpi skanna dragast skýin sólu frá djúpt í móðu minninganna mömmu og pabba er ég hjá. Fram í dalsins fögru hlíðum Bros þitt hlýjar, þinn hlátur kitlar. Hvert andartak með þér sem gullið ljós geymt í hjartastað. (Höf. ókunnur.) Það var alltaf svo gaman að fara til Reykjavíkur og heim- sækja ömmu og afa. Amma tók alltaf svo vel á móti mér með opnum örmum, gaf ömmuknús og bauð svo upp á nýbakaðar vöfflur. Amma var með stórt og fallegt hjarta, sem gerði nær- veru hennar svo góða. Ég naut þess alltaf að spjalla við ömmu um allt milli himins og jarðar. Amma passaði alltaf að öllum liði vel í kringum sig og fengju nóg að borða. Amma var ein af góðhjörtuðustu manneskjum sem ég þekki og mun ég varð- veita minningu hennar að eilífu. Hvíldu í friði, elsku nafna mín. Brynja María. ferðalag um draumalönd sumardvöl í sveitinni tíðum sælutíð þá fór í hönd. Lítill fugl við lækinn hjalar lóan syngur dirrindí kýrnar baula og kisan malar kærleiksfaðmi er ég í. Þakklátur er ömmu og afa ungur fékk ég ást hjá þeim lífs í nesti létu mig hafa loforð guðs um betri heim. (HarHar.) Takk fyrir okkur, elsku amma. Friðrik Örn, Björn Við- ar, Hinrik Leó, Stefanía Ósk og Elía Sif. Áslaug María Þorsteinsdóttir Elsku Lára. Mér finnst svo sárt og óraun- verulegt að við séum að kveðja þig. Þú sem hefur fylgt mér frá fæðingu og verið þátttakandi í öllum helstu atburðum lífs míns og minnar fjölskyldu. Þið mamma bestu vinkonur frá unga aldri og fjöl- skyldur okkar fylgst að allan ykkar vinskap. Ég elskaði að koma til ykkar í Hraunbæinn þegar ég var lítil og elskaði að fá ykkur í heim- Lára Sólveig Haraldsdóttir ✝ Lára Sólveigfæddist 6. nóv- ember 1939. Hún lést 16. júlí 2018. Útför Láru Sól- veigar fór fram frá Árbæjarkirkju 25. júlí 2018. sókn á Hábrekk- una. Þú varst alltaf svo góð við mig og ég gat alltaf leitað til þín. Alltaf svo notalegt að koma í eldhúskrókinn ykk- ar Stebba, spjalla saman og vera dekruð með kaffi og góðgæti. Jóla- dagsboðin ykkar Stebba voru ein- stök. Eftir að ég eignaðist sjálf fjölskyldu fannst mér dýrmætt að eiga þig að og finna að við vorum alltaf velkomin til ykkar. Börn okkar systra hafa verið svo lánsöm að eiga þig að og hafa mörg kallað þig ömmu Láru. Allir hafa notið góðs af fallegu handverki þínu, vett- lingar og sokkar á alla! Við vorum svo saman í „Eð- aldömunum“ síðustu árin og skemmtum okkur alltaf jafn vel saman, hlógum saman að góð- um minningum. Best var þegar við stelpurnar gátum gefið ykk- ur mömmu Grand og þið rifj- uðuð upp árin ykkar á Haga- borg og þegar þið leigðuð saman á Vitastígnum, fóruð á böllin og skemmtuð ykkur. Við áttum svo ógleymanlega ferð til Köben 2014 með elsku Kristínu Björgu systur sem leit alltaf á þig sem aðra mömmu sína og gat alltaf leitað til þín. Elsku Lára, takk fyrir allt. Mér finnst svo sárt að hafa ekki getað knúsað þig bless en ég veit að elsku Kristín Björg hef- ur tekið á móti þér opnum örm- um og knúsað þig fast frá okk- ur öllum. Þið sameinist í sumarlandinu ykkar og ég veit eins og þú að við munum hittast aftur. Elsku Stebbi, Unnur, Elvar, Rúnar, Lína og börn, mínar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar allra. Arnbjörg Ösp Matthíasdóttir. Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefn- um. Minningargreinar Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996 ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er. Kristín IngólfsdóttirSverrir Einarsson Margrét Á. Guðjónsd. Hannes Ó. Sampsted Kær móðir okkar GUÐRÚN SJÖFN JANUSDÓTTIR, sem lést fimmtudaginn 19. júlí 2018, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 31. júlí klukkan 11. Karen Kjartansdóttir Eiríkur Trausti Stefánsson Valborg Kjartansdóttir Magnús Haukur Magnússon Kjartan Kjartansson Guðrún Ragna Sigurjónsdóttir barnabörn og langömmubörn Elskuleg eiginkona, móðir og amma, ANNA MARGRÉT ÞÓRODDSDÓTTIR, Bekansstöðum, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi, föstudaginn 20. júlí. Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 31. júlí klukkan 13. Finnur Stefán Guðmundsson Jón Valgeir Viggósson Anna María Viggósdóttir Valgerður Viggósdóttir og barnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÖGMUNDUR GUÐMUNDSSON rafvirkjameistari, Sóleyjarima 11, lést á hjartadeild Landspítalans mánudaginn 23. júlí. Útförin fer fram í Grafarvogskirkju fimmtudaginn 2. ágúst klukkan 13. Kristín Guðjónsdóttir Guðjón G. Ögmundsson Sigrún Birgisdóttir Sólveig J. Ögmundsdóttir Stefán Kristjánsson Guðmundur K. Ögmundsson Helena María Agnarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma, ÁSLAUG RAGNARS, lést á líknardeild Landspítalans miðvikudaginn 18. júlí. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 27. júlí klukkan 13. Fyrir hönd aðstandenda, Kjartan Magnússon Andrés Magnússon Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, UNNUR HARALDSDÓTTIR, Eirhömrum 2, Mosfellsbæ, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánudaginn 23. júlí. Útför hennar fer fram frá Lágafellskirkju miðvikudaginn 1. ágúst klukkan 13.00. Ásthildur B. Magnúsdóttir Arne Holte Sigurbjörg B. Magnúsdóttir Gunnar Hreinsson Helena B. Magnúsdóttir Ólafur Gunnarsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.